Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1988, Blaðsíða 40
F R E T T A S K O T I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiö-
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsirtgar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1988.
Skákþing íslands:
Margeir vann
Hannes
^ Margeir Pétursson vann Hannes
Hlífar Stefánsson í hálfgerðri úrslita-
skák í landsliðsflokki í gær. Margeir
hafði svart og varð skákin 42 leikir
en Margeiri tókst að kreista fram
vinning í jafnteflislegu endatafli. Þar
með hefur Margeir tekið forystu og
hefur góða möguleika á að vinna titil-
inn þriðja árið í röð. Margeir er með
7 vinninga, Jón L. með 6 V og Hann-
es 6.
Úrslit í gær uröu þannig - hvítur
talinn á undan: Jón L. vann Bene-
dikt. Jóhannes vann Ásgeir Þór.
Þröstur tapaði fyrir Karli, Róbert
vann Þráin og Davíð vann Ágúst. 9.
umferð verður tefld í kvöld kl. 18.
-SMJ
Bílvelta í Eyjafirði
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Ökumaður, sem velti bíl sínum á
Ólafsfjarðarvegi við Baldursheim í
gærdag, er grunaður um ölvún við
akstur.
Fimm manns voru í bifreiðinni.
Tvennt var flutt á sjúkrahús og önn-
ur tvö héldu þangað síðar til að láta
athuga meiðsli sín. Bifreiðin er gjör-
^ónýt eftir veltuna.
Þá varð í gær harður árekstur á
Drottningarbraut á Akureyri, á móts
við Aðalstræti, en um meiösli var
. ekki að ræða þar.
11 og 12 ára drengir:
Reyndu tvær
íkveikjur
Tveir drengir, 11 og og 12 ára gaml-
ir, reyndu tvívegis að kveikja eld í
sambýlishúsum í gær. Húsin eru við
Furugrund í Kópavogi. í fyrra tilfell-
inu kveiktu drengirnir eld í barka á
þurrkara í þurrkherbergi. Síðar
kveiktu þeir eld í sorpgeymslu. íbúar
húsanna urðu eldsins varir og höfðu
náð að slökkva áður en slökkvilið
kom á vettvang:
Ekki er vitað hvað drengjunum,
sem búa í Grundahverfi, gekk til.
-sme
SIMAÞJONUSTA
62 42 42
Sjukrabíll 11100
Slökkviliðið 11100
Lögrcglan 11166
Læknavakt 21230
LOKI
Ætla þeir að
„granda" Hval hf.?
, ,Forstj óradraumara, segir forseti ASÍ um launalækkanir með niðurfærslu:
Þjóðarsátt
arri aðferð
„Það er óðs manns æði að ætla
sér að lækka kaupið um 11,5% um
næstu mánaðamót eins og sett er
fram í nefndinni. Síðan ætla þeir
að láta sér nægja að eiga von í að
verðlag lækki um 2 til 5%. Ég vona
bara að ríkisstjórnin sé skynsam-
ari en nefndin enda eru í henni
sérkennilegir forstjóradraumar,"
sagði Ásmundur Stefánsson, for-
maður ASÍ. Ásmundur sagði að
þessar hugmyndir um launalækk-
anir væru fyrst og fremst árás á
þá sem byggju við taxtana og ör-
uggt að þetta gengi ekki yfir alla.
En hvað skyldi formaður ASÍ segja
felst í ann-
en þessari
ingamálunum, ríkisfjármálunum
og ekki síst gráa markaðnum auk
almennrar uppstokkunar á at-
vinnulífmu til að mæta þeim vanda
sem nú liggur fyrir. Ekki þýddi að
ráðast á kaupið eitt og sér.
-SMJ
um þjóðarsáttarhugmynd forsætis-
ráðherra?
„Þjóðarsátt hlýtur aö felast í ann-
arri aðferð en þessari - og þá ekki
einhverri einni og einfaldri aðferð
sem menn halda að þeir geti gripið
til," sagði Ásmundur. Hann sagði
að ríkisstjómin yrði að taka á pen-
Boðið i þorskinn á Faxamarkaði klukkan hálf átta í morgun. DV-mynd S
Faxamarkaður:
Selt úrÁsbimi RE í morgun
„Þetta er alveg þokkaleg sala,"
sagði uppboöshaldarinn á Faxa-
markaði, Pétur Þorbjörnsson, í
morgun. Aflinn, sem seldur var, kom
aö mestu leyti úr Ásbirni RE, togara
Granda hf.
Meöalverðiö fyrir þorskinn var um
43,50 krónur fyrir kílóiö og voru seld
um 70 tonn. Ýsan fór á 61-65 krónur
og fóru 6 tonn af henni að mestu leyti
til fisksala. Tvær stórlúður fóru á 160
krónur kílóið.
Að sögn Péturs koma menn víða
að til að kaupa fisk á markaðnum.
Þess eru dæmi að fiskkaupendur
komi frá Grundarfirði og Dalvík að
kaupa fisk í Reykjavík. Fiskverkend-
ur af Suðurnesjum, Þorlákshöfn og
Eyrarbakka koma reglulega.
Pétur segir fiskveröið geta verið
nokkuð brokkgengt en upp á síðkast-
ið hafi gott verð fengist á markaðn-
um.
pv
Sjónvarpið:
Rúnar Gunnars-
son tekur við
af Ingimar
„Rúnar Gunnarsson tekur við
starfi fulltrúa framkvæmdastjóra
Sjónvarpsins þann 1. september
næstkomandi. Rúnar hefur starfað
við innlenda dagskrárgerð og flyst í
þetta starf þar til annað veröur
ákveðið. Rúnar kemur til méð að
sinna sömu verkefnum og Ingimar
Ingimarsson hefur sinnt í stöðu aö-
stoðarframkvæmdastjóra," sagði
Pétur Guðfmnsson, framkvæmda-
stjóri Sjónvarpsins, við DV í morgun.
- Nú hefur Ingimar sagt að verk-
efni hans væri lokið.
„Það er rétt að tilteknum verkefn-
um er lokið en önnur taka við. Þar
á meðal eru stöðug rekstrarverkefni
eins og hjá stórum fjölmiðli sem
Sjónvarpið er. Þetta starf er í stöð-
ugri mótun." -hlh
Hitaveitan:
Fjórir bjóða
í útsýnishús
í gær voru opnuð tilboð í steypu-
vinnu við útsýnishúsið sem á að
byggja ofan á hitaveitugeymunum í
Öskjuhlíð. Fjórir verktakar fengu aö
bjóða í verkið, ístak, Hagvirki,
Byggðaverk og Ármannsfell.
Þrjú fyrstnefndu fyrirtækin buöust
til að vinna verkið fyrir um 110 millj-
ónir króna en tilboö Ármannsfells
var eitthvað hærra.
Innan skamms verður ákveðið
hver fær verkiö en því á að vera lok-
ið í maí á næsta ári. pv
Skaftárhlaup:
Er í rénun
„Þetta hlaup er í rénun. Það hefur-
lækkað í ánni frá því í gær. Mest
jókst í ánni um einn og hálfan metra.
Þetta var mjög lítið flóð. Það getur
hafa komið úr öðrum sigkatlinum,"
sagði Sigurrós Gunnarsdóttir, hús-
freyja í Hvammi í Skaftártungum.
Sigurrós sagði að þar sem dimmt
heföi verið yfir jöklinum hefði ekki
verið unnt að fljúga yfir og kanna
hlaupiö. Hún sagöist ekki eiga von á
að ef annað hlaup yrði aö það yröi
meira en það sem nú er í rénun. „Þaö
er þó aldrei hægt að segja til um slíkt
með einhverri vissu,“ sagði Sigurrós
Gunnarsdóttir. -sme
Veðrið á morgun
Norðaust-
læg átt
á landinu
Á morgun verður norðaustlæg
átt á landinu. Á Norður- og Aust-
urlandi verður skýjað og dálítil
súld eða rigning en þurrt og víða
léttskýjað á Suður- og Vestur-
landi. Hiti verður á bilinu 7-12
stig.