Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 8
8 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. m <0m§iií!§ NORRÆNT TÆKNIAR m v , * -s, VIÐ STÖNÐUM SAMANAÐ JT> A MORGUN SUNNUDAGINN 18. SEPTEMBER BJÓÐUMYIÐ ALLA VELKOMNAAÐ BITRUHÁLSI 10G2 MELLIKL. 13 OG17 Hefur þú kynnst hátæknivæddum matvælaiðnaði? Langar þig að vita hvemig tolvur nýtast í mjólkuriðnaði? Veistu hvemig gæðamat á ostum og smjöri fer fram? Hefurðu séð hvemig mjólk er gerilsneydd? Viltu vita hvemig smurostur- verður til? Hefurðu hugleitt hversu strangt gæðaeftirlitið er með mjólk og mjólkurafurðum? Allt þetta og fleira viljum við kynna fyrir þér og fjölskyldu þinni. Líttu við, þiggðu veitingar og gerðu þér glaðan sunnudag með okkur! VESTURLANDSVEGUR 3 MNI 2 * % # # m % . ■ Mjóíkursamsalan Fréttir dv Mj ólkuriðnaðuiinn: Opið hús um helgina Flest fyrirtæki í mjólkuriðnaðinum munu verða með opið hús nú um helgina. Það verður nánar tiltekið á morgun, sunnudag, kl. 13-17. Þar verður kynnt sú háþróaða tækni sem beitt er í mjólkuriðnaðinum í dag. Er almenningi boöið að koma og kynna sér þessar nýjungar. Meðal fyrirtækja, sem verða með opið hús, eru Rannsóknastofa mjólkuriðnað- arins í Reykjavík, Osta- og smjörsal- an og Mjólkursamsalan í Reykjavík, Mjólkursamlag Borgfirðinga, Borg- arnesi, og Mjólkursamlag KEA, Ak- ureyri. -JSS Sambandsleysi á Ströndum: Enginn sími í þrjá daga Símasambandslaust hefur verið frá því í miðri viku við Árneshrepp norður á Ströndum. Var kaupfélagið á Norðurfirði sambandslaust auk 10 bæja í hreppnum. Sambandsleysiö orsakaðist af því að jarðstrengur haföi farið í sundur. „Okkar menn fóru af stað í þetta í morgun. Þeir voru fastir í öðru verk- efni og komust því ekki. Við erum ekki mannmargir og ef verkefnum er ekki raðað í einhverja röð þá fer allt í rugling,“ sagði Erling Sörensen, umdæmisstjóri Pósts og síma á ísafirði, við DV í gær. Sagðist hann vonast til að viðgerð- inni yrði lokið fyrir kvöldið. -hlh Selföss: Lus í barna- skólanum Fundist hefur lús á einum nem- anda í barnaskólanum á Selfossi. Að sögn yfirlæknis á heilsugæslustöð- inni á Selfossi hefur aðeins þessa eina tilfellis orðið vart, en það kom upp í fyrradag. Yfirlæknirinn sagði að slík tilfelli virtust koma upp annað hvert ár, ekki bara á Selfossi heldur einnig í sveitunum í kring. Kæmu þau í ljós við skólaskoðun. ^JSS Fósturskóli íslands: Skemmdarverk á bflum fyrir hundruð þúsunda króna Bílar í eigu nema við Fósturskóla íslands hafa orðiö illa fyrir baröinu á skemmdarvörgum. Sex bílar hafa verið rispaðir með eggjárni með þeim afleiðingum að suma þeirra þarf að alsprapta. Einnig hafa rúður í bílum verið rispaöar og á suma þeirra eru rispuð mannanöfn. Búið er að meta tjón á tveimur af sex bílum. Lakkskemmdir á öðrum bílnum voru metnar á um 80 þúsund krónur og um 40 þúsund á hinum. Eftir er að meta skemmdir á fjórum bílum. Lögreglan hefur mál þetta til meðferðar. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.