Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 10
10 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. Breiðsíðan Heimsbikarkeppni Stöðvar 2 í skák: Sextán sterkustu skák- menn heims keppa um tæpar fimm milljónir „Undirbúningur hefur staðið í allt sumar, enda mikið í húfi,“ sagði Þor- steinn Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri heimsbikarkeppni Stöðvar 2 í skák, er hann var spurður um undir- búning þessarar miklu keppni. „Sextán sterkustu skákmenn heims koma hingað til lands í lok mánaðar- ins. Við ætlum að sjá til þess að þeir eigi hér ánægjulega daga,“ sagði Þor- steinn. Einnig höfum við verið aö innrétta Borgarleikhúsið nýja þar sem keppn- in fer fram, smíða svið og palla. Þá er verið að koma fyrir nýtískulegum tölvuútbúnaði sem er eins og menn sáu á skákmótinu í St. John þar sem Jóhann Hjartarson vann Kortsnoj. Teflt verður á sérstökum tölvuborð- um sem eru með skynjunarfletum. Taflmennirnir eru venjulegir gn þeg- ar þeir eru færðir á borðinu birtist leikurinn samstundis á stórum tölvuskjá. Þar geta menn séð alla þá hreyfingu sem verður á borðunum," sagði Þorsteinn. Það er Stöð 2 sem kostar skákmótiö en þaö er stærsta skákmót sem hald- ið hefur verið hér á landi og væntan- lega það dýrasta. „Þar sem mótiö er mjög dýrt höfum við leitað eftir styrkjum hjá ýmsum aðilum og erum að vinna í því. Heildarverðmæti vinninga eru eitt hundrað þúsund dalir. Fyrsti vinningur er tuttugu þúsund dalir, annar fimmtán þúsund og síðan fara þeir lækkandi. Það er ljóst aö hér er til mikils að vinna, enda sterkir menn. Það verður t.d. mjög skemmtilegt að sjá núverandi heimsmeistara, Karpov, í leik,“ sagði Þorsteinn. Aðeins tveir íslendingar taka þátt í mótinu, Jóhann Hjartarson, sem hefur rétt til að leika þar sem hann hefur náð nægilega mörgum ELO- stigum, og Margeir Pétursson, sem er sérstaklega boðinn af Stöð 2. Mar- geir er bæði íslandsmeistari og Norð- urlandameistari í skák. í tilefni móts- ins koma hingað fiölmargir erlendir gestir, bæði fréttamenn og aðrir. Þor- steinn sagði að mjög margar fyrir- spurnir heföu borist frá skákmönn- um sem ekki keppa á mótinu en hann sagðist ekki vita ennþá hveijir þeirra koma. „Það er ljóst að gestirnir verða fiöl- margir og við höfum komið upp mjög góðri aðstöðu fyrir þá í Borgarleik- húsinu. Þar er hringtorg, þar sem menn geta skoðað stöðuna og verið í hringiðunni, og veitingabúð.“ Skákmótið veröur sett á Hótel ís- landi að kvöldi 2. október og hefst þann þriðja. Teflt verður alla daga milli klukkan 17 og 23. Mófinu lýkur 26. októbefi Það ætti því að vera líf- legt í Reykjavík í næsta mánuði. -ELA Þorsteinn Þorsteinsson skólastjóri og fyrrum forseti Skáksambands íslands er framkvæmdastjóri skákmóts Stöðvar 2 og hefur í nógu að snúast þessa dagana. Mótið hefst um mánaðamótin. Þú ert 2000 krónum rí kari! Þessir busar úr Ármúlaskóla voru á leið í Viðey fyrir fáum dögum þar sem haldin var hátíðleg busavígsla. Hún fór að öllu leyti vel fram og enginn þurfti að kvarta yfir illri meðferð. Busarnir voru ánægðir með daginn og að öllum likindum minnast þeir hans með ánægju í stað reiði. Það er tilefni til að verðlauna einn úr hópnum. Sá sem hefur fengið hring um höfuð sér á inni tvö þúsund krónur og má vitja peninganna hér á helgarblaði DV, Þverholti 11. -ELA/ DV-mynd Brynjar Gauti Ástarmálin hjá fræga fólkinu eru fljót að taka breytingum. Við höfðum ekki fyrr sagt frá ham- ingjusömu hjónabandi þeirra Janniku Björling og Björn Borg en nýjar fréttir bárust af skiln- aði. Nú er sambandi þeirra lokið og Borg lætur sjá sig hvar sem er með ítölsku poppsöngkonunni Loredana. Þau viðurkenna að loksins hafi þau fundið ástina og ekkert geti í framtíöinni stíað þeim í sundur. Já, þannig er nú það... Og að sjálfsögðu berast eimfig sögur af Janniku sem nú sést æ oftar með ungum herramanni, Carl Johan Lindgren að nafni. Sviinn sá er dökkur yfirlitum og síðhærður. Annars heyrum viö að Jannika hugsi sér nú að halda áfram skólagöngu en hún hætti námi eftir grunnskóla. Heirasraeistarinn í hnefaleikum, Mike Tyson, er heldur ekki við eina fiölina felldur í kvennamál- . um. Þó hann hafi kvænst leik- konunni Robin fyrir rúmu hálfu ári hefur hann ekki sagt skilið við fyrrverandi vinkonu sína, LaToya Jackson. Þau kynntust fyrir tveimur árum og hafa alla tíð síðan verið miklir vinir. Það þolir Robin ekki ognú hefur hún sett manni sínum úrslitakosti: Annaöhvort hættir þú aö hitta LaToya eða ég er farin. Þannig gen'gur þaö nú fyrir sig í henni Ameríku.., Ein ríkasta kona heims, Christ- ina Onassis, hefur verið í strangri megrun undanfarið og mátti víst við því. Hún hefur nú enn einu sinni náð sér í elskhuga og má vel vera aö það hafi verið ástæöa megrunarinnar. Hins vegar taldi eitt siúðurblaðiö, sem birti þessa mynd hér að ofan, að aumingja Christina hefði gleymt að setja mallakútinn í megrun. Hvaö finnst ykkur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.