Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 11
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 11 Breiðsíðan DV-Myndbrot vikunnar DV-mynd Hanna Ólafur Þorsteinn Jónsson óperusöngvari: Heldnr upp á 25 ára starfsafmæli í Þýskalandi „Ætli maður leyfi sér ekki að taka upp eina kampavínsflösku í tilefni afmælisins ef maður hefur þá tíma til þess,“ sagði Ólafur Þorsteinn Jónsson óperusöngvari er Breiðsíð- an sló á þráðinn til hans. Ólafur held- ur upp á 25 ára starfsafmæli sitt í Þýskalandi 20. september. „Ég hef haft fastan samning við lítið leikhús hér í Eggenfelden og líkar mjög vel. Leikárið er að byrja og fyrsta verkiö er Svartaskógarstúlkan. Síðan tekur við Nótt í Feneyjum," sagði Ólafur ennfremur. Hann syngur aðalhlut- verkið í báðum þessum verkum. Ólafur Þorsteinn hóf söngnám 17 ára gamall og útskrifaðist úr leik- skóla Þjóðleikhússins árið 1956. Um tveggja ára skeið starfaði Ólafur sem leikari við Þjóðleikhúsið en hélt þá í frekara söngnám erlendis. Eftir söngnám í Salzburg og í Vín fékk hann starf við.óperuhúsið í Heidel- berg. Þá hefur Ólafur starfað við óperettuhúsið í Hamborg, óperuhús- ið í Lubeck, í Mainz og auk þess hef- ur hann sungið sem gestasöngvari víða um Evrópu. Ólafur 'hefur tekið þátt í tveimur óperum hér á landi, Brosandi landi árið 1968 og Þrymskviðu árið 1974. Einnig hefur hann sungið nokkuð fyrir Ríkisútvarpið. Árið 1979 var Ólafur Þorsteinn Jónsson óperu- söngvari hefur starfað i Þýskalandi í 25 ár og getið sér gott orð. Ólafur ráðinn við leikhúsið í Eggen- felden (Theater an der Rott) og hefur staifað þar síðan. „Ég hef ætlaö mér að koma heim í 25 ár en hef alltaf verið á föstum samningum og haft mjög mikið að gera. Á meðan ekkert er að gerast á þessu sviði heima finnst mér ég ekki hafa ástæðu til að halda heim. Garð- ar Cortes hefur reyndar sagt við mig að þegar ég kem heim fái ég áreiðan- lega eitthvaö að gera,“ sagði Ólafur ennfremur. „Ég fylgist alltaf með því sem gerist heima í leiklistarlífmu,“ sagði Ólafur Þorsteinn Jónsson, sem kallar sig Olaf Thorsten í Þýska- landi, en hann er líklega sá íslenski söngvari sem hvað lengst hefur starf- að á erlendri grundu við fag sitt. Ólafur i hlutverki sinu í Selda brúðurin eftir Smetana. -ELA Barist um bitann: Lækjartungl verður Tungl - og fær nýjan innri búning Samkeppnin milli skemmtistaða borgarinnar er hörð. Ljóst er að einhverjir staðir eru auðir um helgar á meðan aðrir eru troðfullir. Lækjartungl er einn af nýlegri stöðunum en aðsókn hefur ekki verið sem skyldi Nú á að bæta úr því og hefur eigandi Lækjartungls ráðið til sín tvo framkvæmdastjóra, Þorstein Högna Gunnarsson og Önnu Þorláks, til að rífa upp stað- inn, eins og þaö er gjarnan orðað. Bæði Þorsteimi og Anna hafa starfaö í Casablanca i sumar og náð þar inn talsverðri aðsókn. Þor- steinn sagði í samtali við Breiðsíö- una aö róttækar breytingar yrðu gerðar á Lækjartungli en staðurinn verður opnaður eftir breytingar 23. september undir nafninu Tunglið. „Við höfum fengið Guðjón Bjarnason arkitekt, sem er einn sá róttækasti hér á landi, til að endur- skipuleggja staðinn. Guðjón er ■ einnig lærður myndlistarmaður og talinn mjög fær niðurrifsarkitekt,“ sagði Þorsteinn Högni. Guðjón kemur hingaö frá New York þar sem hann er í námi. „Veggir verða brotnir, dansgólfið hækkað og barimir fá nýjan s\1p svo að fólk mun ekki kannast við staöinn aftur. Opnunarkvöldið munum við bjóða upp á óvænt at- riði, þaö besta sem völ er á. Þaö veröur leyndarmál þar til staöur- inn verður opnaður,“ sagði Þor- steinn Högni. Hann sagði aö Tunglið yrði opið um helgar meö diskóteki þar sem yröi leikin tónlist utan vinsælda- lista - en úr öllum áttum. „Á fimmtudagskvöldum veröum við með lifandi tónlist og höfúm þegar haft samband við nokkra erlenda umboðsmenn. Frá sunnudögum til miðvikudaga verður húsið leigt leikhópum til afnota.“ Til aö útbúa ytra útlit staðarins, auglýsingar og fleira hafa verið ráðnir tveir snjallir hugmynda- smiöir, Hrafnkell Sigurðarsson og Jökull Tómasson en þeir reka aug- lýsingastofuna Myndljós.. Þegar Þorsteinn var spurður hvort nokk- uð þýddi að endurvekja aðsókn, svaraði hann: „Það er engin spum- ing. Fólkið sem kom í Casablanca, á aldrinum 20-35 ára, hlýtur að færa sig yfir.“ -ELA Þorsteinn Högni Gunnarsson, nýr framkvæmdastjóri Tunglsins, var áður í Casablanca. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.