Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988.
Sagnaþulur Jims Henson í Sjónvarpinu:
Arftakar Prúðuleikaranna
John Hurt, í hlutverki sögumannsins, á tali við hundinn sinn. Það er Brian Henson, sonur Jims Henson, sem stjórn-
ar hundinum.
Þrátt fyrir alla tæknina eiga gamalkunnar persónur ævintýranna sinn sama-
stað i Sagnaþulinum.
„ímyndið ykkur kalda nótt, dimma
nótt - nótt eins og þessa.“ Þannig hóf
kvikmyndaleikarinn John Hurt upp
raust sína í fyrsta þættinum af nýjum
flokki ævintýramynda sem hófst í
Sjónvarpinu í gærkvöldi. Það er eng-
inn annar en Jim Henson, konungur
brúðumyndanna, sem á heiðurinn
af gerð þáttanna og til hös við sig
hefur hann fengið bæði frægar
stjörnur og annálaða fagmenn.
Endurnýjun vinsældanna
Henson varð heimskunnur fyrir
Prúöu leikarana sem sýndir voru hér
í Sjónvarpinu um árabil og eru enn
á skjánum í formi teiknimyndar. Síð-
ari tilraunir Hensons með brúðuleik
í sjónvarpi hafa ekki tekist jafnvel.
Nýi þátturinn gengur þó þar næst
og hefur hann notið vaxandi vin-
sælda á Englandi og víðar í Evrópu.
Þættirnir, sem hér eru kallaðir
Sagnaþulurinn, eru líka byggðir á
gömlum evrópskum þjóðsögum og
ævintýrum. Hér er því leitað til upp-
runans því þessar sögur hafa verið
að mótast meðal alþýðu manna um
aldir.
Þættirnir eru ólíkir öllu því sem
Henson hefur gert áður. Hann notar
tæknina meira en áður og treystir
meira á myndræna útfærslu efnis-
ins. Hér er því um mjög nútímalega
útfærslu á gömlu efni að ræða.
Greinileg áhrif eru frá ævintýra-
myndum síðustu ára enda eru tölvur
óspart notaðar til að skapa dularfulla
stemningu.
Þótt Henson breyti nokkuð um stíl
þá vantar dýr og furðuverur ekki í
þessar myndir frekar en aðrar hjá
honum. Hann lætur hund aðstoða
sögumanninn eins og hann hefur
raunar gert áður í brúðumyndum.
Handrit eftir háskólakennara
Höfundur handritanna að þáttun-
um er háskólakennari að nafni Ant-
hony Minghella. Hann kenndi til
skamms tíma við háskólann í Hull á
Englandi en sneri sér síðan að hand-
ritsgerð fyrir sjónvarp. Árið 1984 var
hann verðlaunaður sem efnilegasti
handritshöfundurinn í heimalandi
sínu.
Hann hóf samvinnu sína við Hen-
son með Sagnaþulinum. Fyrir hand-
ritið að fyrsta þættinum hlaut hann
Emmy-verðlaunin á síðasta ári.
Hann skrifaði handritin að öllum
þáttunum um Sagnaþulinn.
Sögumaðurinn John Hurt er einn
af eftirsóttustu kvikmyndaleikurum
samtímans. Nægir þar að minna á
leik hans í Fílamanninum. Hann hef-
ur leikið í fjölmörgum kvikmyndum
og leikritum en áður hefur hann ekki
komið fram við hliðina á brúðum.
í Sagnaþulinum hefur John Hurt
hund sér við hlið. Það er Brian Hen-
son, sonur Jims Henson, sem stjórn-
ar hundinum. Hann lærði list sína
hjá fóður sínum eins og vænta mátti.
Hann hafði þó á unglingsárunum lít-
inn áhuga á brúðuleik en vann af og
til að gerð þáttanna um Prúöu leikar-
ana.
í þáttunum koma fyrir furðuverur sem minna á ýmsar skepnur í ævintýramyndum síðari ára.
Brian Henson sló fyrst í gegn í
myndinni The Return to Oz. „Eg kom
í prufutökur sem brúðustjórnandi,"
var sjálfur Kermit sem er ein af fræg-
ustu sjónvarpsstjörnum sem komið
hafa fram og eru þá leikarar af holdi
og blóði meðtaldir.
Græn brúða úr kápucfni
Jim Henson hefur sagt að áhugi
hans á vinnu í sjónvarpi hafi vaknað
um leið og foreldrar hans fengu sér
sjónvarpstæki. Hann var þá enn í
menntaskóla í heimaborg sinni Was-
hington. Eitt sinn auglýsti sjón-
varpsstöð þar eftir mönnum sem
gætu stjórnað brúðum. Henson var
ekki ókunnugur þeim leik. Hann brá
við og bjó til brúðu úr grænni kápu
sem móðir hans átti. Hann komst
þegar að með brúðuna sína.
Arið 1958 bjó hann til nokkra fimm
mínútna þætti fyrir sjónvarp. Þessa
þætti kallaði hann Sam og félagar
og fyrir þá hlaut hann Emmy-verð-
launin það ár. Eftir þetta kom hann
fram í ýmsum skemmtiþáttum og
þróaði stíl sinn. Hann tók þátt í að
gera fræðsluþættina Sesame Street
þar sem persónur, sem síðar komu
fram í Prúðu leikurunum, birtust í
fyrsta sinn.
Stóra stundin rann þó ekki upp
fyrr en árið 1976 þegar hann hóf
framleiðslu á Prúðu leikurunum sem
urðu með allra vinsælasta skemmti-
efni sem nokkru sinni hefur komiö
fram. Eftir að þættirnir höfðu gengið
í þrjú ár var tahð að 235 milljónir
manna fylgdust með þáttunum í
hverri viku. Þeir voru þá fastur liður
í sjónvarpi í meira en hundrað lönd-
um.
-GK
segir Brian. „Sem betur fer sýndu
þeir mér ekki handritið þannig að
ég vissi ekki að brúðan sem ég átti
að stjórna var í aðalhlutverkinu. Ef
ég hefði vitað það þá hefði ég orðið
of taugaóstyrkur til að valda brúð-
unni."
Nýjasta tækni við brúðustjórn
Eftir þessa mynd hefur Brian unn-
ið í fullu starfi sem brúðustjórnandi.
Hann notar bæði hefðbundnar að-
ferðir og einnig fiarstýringar til að
stjórna brúðunum. Höfði hundsins í
Sagnaþulinum stjórnar hann með
hægri hendi en notar þá vinstri við
fiarstýringar.
Leikstjóri Sagnaþulsins er Steve
Barron. Hann hóf feril sinn sem
kvikmyndatökumaður. Fyrsta stóra
verkið sem hann tókst á við var kvik-
myndin A Bridge Too Far. Þetta er
glæsilega tekin stórmynd sem reynd-
ar var misheppnuð að öllu öðru leyti.
Barron stjórnaði líka myndavélun-
um þegar fyrstu Supermanmyndim-
ar voru teknar upp.
Hann hefur einnig unnið að mynd-
bandagerð með Michael Jackson og
norska tríóinu A-Ha. Þá er rómuð
frammistaða hans við upptökur á
myndbandinu Moriey For Nothing
með Dire Straits. Hann hefur ekki
áður unniö með Henson og aldrei
kvikmyndaö brúður.
Frægastur þeirra sem unnu að gerö
Sagnaþulsins er aö sjálfsögðu Jim
Henson. Hann hefur verið einn
þekktasti brúðustjómandi heimsins
allt frá því hann. bjó til einfalda
græna handbrúðu í líki frosks. Þetta