Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Side 15
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 15 Þreytt á þrefinu Þjóöin er orðin leið á þrefinu í þess- ari stjórn. Þjóðin er einkum leið á síðustu deilum stjórnarinnar um uppfærslu, millifærslu eða niður- færslu. Allt bar að sama brunni: Stjórnin er þreytt og þjóöin er þreytt. Engu að síður má vel vera að stjómin sitji þegar þessi orð eru skrifuð. En útkoman yrði ekki glæsileg. Útflutningsatvinnuveg- irnir eiga í miklum erflðleikum. Millifærslur fjár til útflutningsat- vinnuveganna leysa engan vanda. Kannski má halda greinunum gangandi í örskamman tíma. En stjómin hefur ekki sýnt neinn ht á að ætla að taka sér alvörutak. Þetta yrði látið reka ef stjórnin þá situr eitthvað lengur. í raun hefur verið látlaus stjórnarkreppa síðan þessi stjórn tók við. Stjórnarflokkarnir hafa aldrei orðið sammála um verulegar aðgerðir. Þessir flokkar hafa bara komið sér saman um eitt- hvað á elleftu stundu. Þeir hafa þá setið áfram bara til þess að sitja. Forsætisráðherra var löngum málamiðlunarmaðurinn í stjórn- inni. Hann gaf eftir og lagði áherzlu á að stjórnin sæti eitthvað lengur. Áður hafa foringjar stjórnarliðsins rifizt heiftarlega. Þetta hefur geng- ið svona til æ ofan í æ. Fólk hefur varla séð möguleika á að stjórnin sitji deginum lengur. Samt hefur hún setið. Kötturinn hefur níu líf. Sumir hafa sagt að stjórnin hafi mörg líf. Vissulega yrði varasamt að fara nú út í kosningar. Þá mundi skapast millibilsástand og ekkert yrði gert. Atvinnulífið héldi áfram að sökkva á meðan. Fyrst yrði und- irbúningur kosninga og kosninga- barátta. Síðan gæti tekið við löng stjórnarkreppa meöan einhverjir flokkar kæmu sér saman um nýja ríkisstjórn. Forsætisráðherra taiar því nú um að rjúfa ekki þing og efna ekki strax til kosninga, þótt stjórnin fari frá. En skammt yrði líklega samt til kosninga. Þótt rétt sé að veita stjórninni ádrepu yrði ekki séð hvaða stjórnarbræðsla yrði betri við núverandi aðstæður. Menn sjá til dæmis vart að vinstri stjórn yrði betri. Stundum hefur í seinni tíð verið rætt að kratar og Framsókn gætu setið eftir í stjórn- inni og fengið Alþýðubandalagið og Stefán Valgeirsson til liðs við sig. En þá yrði skammt til kosn- inga. Slík stjórn sæti aðeins skamma hríð, enda hefði hún ekki nægan þingstyrk. Þá er að líta á að búast mætti viö að bæði Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið misstu fylgi í kosningum. Stjórn sem þessi ætti því ekki langa lífdaga. í kraðaki síðustu daga hafa fleiri kostir verið nefndir. Alþýðuflokk- urinn og Framsókn færðu sig sam- an og ógnuðu forsætisráðherra. Velt var vöngum yfir stjórnar- möguleika Framsóknar, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Borg- araflokks. Sá kostur yrði ekki væn- legur til árangurs. Sjálfumglaðir foringjar Stjórnin gæti náð saman og hún gæti sprungið hvenær sem er. Stjómarflokkarnir búa í samstarf- inu viö það böl að formenn flokk- anna þykjast vera svo stórir að þeir geti um lítið samið. Þorsteinn Pálsson upphófst ungur í Sjálf- stæðisflokknum. Hann hefur lengst af verið fulltrúi málamiðlun- ar í þessari stjórn en vill nú veröa stór. Þorsteinn er farinn að líkja sér við Ólaf Thors. En það finnst víst flestum, sem komnir eru á miðjan aldur, að Þorsteini fari ekki vel samlíkingar við Ólaf Thors eða Bjarna Benediktsson. Steingrímur Hermannsson er upphafinn af vei- gengni í skoðanakönnunum um hver sé vinsælasti stjórnmálamað- urinn. Steingrímur vill fyrir hvern mun verða forsætisráöherra. Jón Baldvin Hannibalsson er einnig upptekinn af eigin ágæti. Hann var kjörinn formaður Alþýðuflokksins í frægum sigri þótt hann hefði ver- ið í öðrum flokki fyrir skömmu. Þannig segir maðurinn á götunni að Þorsteinn, Steingrímur og Jón geti ekki talað saman og samið eins og menn. Þar þurfi hver þeirra að ota sínum tota. Þeir verði að líta sem bezt út í yfirlýsingaflóðinu. Þetta sé ein orsök þess að flokkarn- ir háfi lítiö getað samið síðustu daga. Þeir hafl verið uppteknir við tillögusmíð sem eigi að láta þeirra eigin flokk líta sem bezt út í augum kjósenda. í raun og veru sé enn verið að reyna að semja stjórnar- sáttmála, líkt og Albert hefur sagt. Hvað þolir þjóðin? Stjórnarflokkarnir hafa allir sagt Laugardagspistill : V£ð|M 1 L x- "*w j &J;. Haukur Helgason aðstoðarritstjóri að þeir geti sprengt stjórnina á ágreiningsmálunum. Þetta hafa þeir ítrekað siðustu daga meðan tillögur hafa gengið á víxl og flokk- arnir stöðugt verið að breyta af- stöðu sinni. En stjórnmálamenn- irnir láta það fylgja að þeir megi ekki senda þjóðina strax í kosning- ar. Það væri að hlaupast frá vand- anum. Alþýðuflokkurinn lenti illa í feni 1979 þegar hann hljóp úr vinstri stjórn. Sú stjórn hafði verið mynduð 1978. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag höfðu unnið mik- inn kosningasigur 1978. Sennilega hefði þá aldrei átt að mynda vinstri stjórn. Stjórnin fór illa að ráði sínu og varð óvinsæl. Þá hlupu kratar burt. En það gerðist að jafnvel and- stæðingar stjórnarinnar hallmæltu krötum fyrir að fara úr stjórninni og fella hana. Kratar töpuðu mjög í kosningum það ár. Af þessu hafa núverandi stjórnarflokkar talið sig geta lært. Þeir óttast að verða til þess aö fella stjórnina, enda yrðu þeir vafalaust látnir gjalda þess. Útflutningsatvinnuvegirnir þola ekki að bíða eftir kosningum, stjórnarkreppu og nýrri stjórnar- bræðslu. Þetta vita forystumenn stjórnarflokkanna. Þeir hafa því verið tilbúnir að teygja sig í ýmsar áttir. Því miður hafa leiðirnar, sem ræddar hafa veriö, ekki boðaö gæfu. Stjórnarsamstarfið hefur verið erfitt frá upphafi. Hvað eftir annað hafa menn taliö að stjórnin væri að fara frá. Kannski fer hún nú eða á næstunni. Síðast í gær voru stjórnarliðar að ræða að semja bara um eitthvað og eitthvað, kannski eitthvaö sem varla entist nema í mánuö eða svo. Ástandið í efnahagsmálum er ekki glæsilegur dómur um stjórn- arsamstarfið. Viðskiptahalli er mikill. Erlend lán eru mikill baggi. Vandinn hefur að miklu verið heimatilbúinn. Stjórnin missti af tækifæri til að koma málum sínum í lag í upphafi stjórnartímabilsins. Þegar aðeins er litið til baka er það ömurlegur dómur um stjórnar- stefnu nú og fyrri stjómar hvernig fór um góðæriö. Ekki var safnað í sjóði. Það gildir um stjórnvöld sem einstaklinga. Víst er góðs viti að sumir flokksforingjarnir eru farnir að tala um að hafa ríkissjóð halla- lausan á næsta ári. En reynslan af þessari stjóm hefur verið sú að leiðtogarnir hafa varla lokið við slíkar samþykktir þegar þeir sjálfir hafa lagt til að ríkið leggi mikið fé í eitt og annað. Kannski vilja þessir menn allir vel. En þeir eru á klafa sérhagsmunanna. Hverjum finnst hann neyðast til aö hygla sínu kjör- dæmi, sínum kjósendum. Margir þeirra eru viðkvæmir gagnvart ýmsum þrýstihópum, svo sem úr landbúnaði eða sjávarútvegi eða gæluverkefnum í iðnaði. Heildar- stefnuna skortir. Raunar stoðar lít- ið að óska eftir heildarstefnu af þessari stjórn. Hún hefur náð sam- an á elleftu stundu æ ofan í æ. Þá er stundum valin.ein versta leiðin, eins og einn stjórnarþingmaður sagði í gær um tilraunir til að bræða saman stjórn Þorsteins - enn einu sinni á elleftu stundu. Tragíkómedía í þessari stjórn hafa framsóknar- menn gjarnan þótzt hafa sérstöðu. Þeir hafa mælt meö harðari að- gerðum. Þeir hafa mótmælt fast- gengisstefnunni svokölluðu og kvartað manna mest yfir háum vöxtum. Því segja þeir að nú fari í hönd ár hinna miklu gjaldþrota. Framsókn hafi ekki viljað vera með. Nú í síðustu lotu lögðu fram- sóknarmenn til niðurfærsluleið. Umræður um leiðir þessar líta út eins og skopleikur. Alþýðuflokkur- inn sagði Framsókn að flokkurinn stæði með þeim um niðurfærslu- leið. En Sjálfstæðisflokkurinn lagð- ist gegn niðurfærsluleið eftir að hafa fengið synjun verkalýössam- takanna. Sú synjun var raunar fyr- irfram gefin. Verkalýðssamtökin eru ekki tilbúin aö fallast á launa- lækkun opinberlega, til dæmis níu prósent launalækkun á móti tvö prósent verðlækkun. Alþýðuflokk- urinn vék frá samstarfinu við Framsókn í það sinn og lagði til millifærsluleið. Sjálfstæðisflokk- urinn lagði til millifærsluleiö. Munur var á tilllögum Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks, til dæmis um gengisfellingu. Sjálf- stæðisflokkurinn vildi gengisfell- ingu, meðal annars til þess aö milli- færslan yrði minni. Vissulga er rétt að ekkert er meiri hókus pókus en millifærsla. Þá væri verið að úthluta fyrirtækjum dúsum. Einn fær þetta, annar hitt. Hætt er við að pólitíkin hefði sem fyrr sitt að segja við slíka úthlutun. Hætt er við að fyrirtæki fengju ekki skammt eftir því, hversu vel þeim væri stjórnað heldur eftir ein- hverju allt ööru. Framsókn talar um hókus pókus. En í síðustu til- lögum Framsóknar felst þó einnig millifærsluleið. Þeir gætu þá kannski allir samið um milli- færsluleið og einhverja gengisfell- ingu. Framsókn hefur hrópað um að ekki megi auka erlendu lánin. Samt kæmi ekki á óvart að fram- sóknarmenn stæðu að aukningu erlendu lánanna þegar upp væri staðiö. Enn var reynt að koma þessu öllu saman í einn bræöing, þegar þetta er skrifað. Ríkisstjórn • Þorsteins Pálssonar hefur reynzt ógæfuleg. Þjóðin er þreytt á öllu þrefinu. Þjóðin er langþreytt á reddingum á elleftu stundu. Það er engin tilviljun að nær hver maður á framsóknar- fundi í fyrrakvöld vildi að stjórnin færi frá. Slíkt er hljóðið í fólki. Stjórnin er í bullandi minnihluta í skoðanakönnunum og hefur verið það síöan um áramót. Óttinn við kosningar hélt stjórn- inni löngum saman. Nú síðast hafa það veriö fullyröingar um að ekki mætti senda þjóðina í kosningar í svo erfiðri stöðu. Fátt annað hefur haldið þessari stjórn saman. Dugir þetta enn? Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.