Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988.
Æstir aðdáendur Morrissey tæta í sig skyrtu hetjunnar á tónleikum frá 1986.
Rank:
Fyrsta hljómleikaplata
The Smiths komin út
Það er sjaldgæft á erlendum vin-
sældallstum að hljómleikaplata með
vinsælli hljómsveit nái jafnmiklu
gengi og stúdíóplötur hljómsveitar-
innar. Undantekningin, sem sannar
regluna, átti sér stað í seinustu viku
þegar fyrsta hljómleikaplata bresku
poppsveitarinnar The Smiths fór
beint í annað sæti breska breiðskífu-
listans í fyrstu útgáfuviku. Ennþá
furðulegra verður þetta þegar hugs-
að er til þess að núna er liðið eitt ár
frá því að The Smiths hætti störfum
eftir að ágreiningur kom upp á milli
Morrissey og gítarleikarans Johnny
Marr. Þessi nýja hljómleikaplata sem
ber heitið Rank inniheldur upptökur
frá tónleikum The Smiths i Kilburn
í Bretlandi síðla árs 1986. Þá stóð
yfir hljómleikaferöin The Queen Is
Dead um Bretland og allt var í upp-
sveiflu hvaö vinsældir hljómsveitar-
innar varðaði. Þegar litið er til baka
eru margir þeirrar skoðunar að The
Smiths hafi náð listrænu hámarki
með útgáfu The Queen Is Dead og
hefðu betur hætt leik þá hæst stóð
frekar en að halda áfram storma-
sömu sambandi og gefa út plötuna
Strangeways Here We Come. Hún
kom út á síðasta ári og átti að verða
svanasöngur sveitarinnar. Sú plata
hefur ekki staðist tímans tönn jafn-
vel og fyrri verk The Smiths og ber
þess glögglega merki að þreyta var
komin í hstrænt samstarf Morrissey
og Marr. Svo virðist þó sem breskir
aðdáendur The Smiths hafi gert gott
betur en aö halda tryggð við hljóm-
sveitina þótt goðunum hafi fipast
flugið í lokin. Næsta víst er að Rank
mun seljast mun betur en Strange-
ways enda engin furða þar sem hún
sýnir ólíkt skemmtilegri og rokkaöri
hlið á The Smiths þegar hljómsveitin
var upp á sitt besta. Seinustu vikur
hefur sá orörómur gengið manna á
milli í Bretlandi að The Smiths muni
taka saman aftur. Við vonum samt
að svo verði ekki því að hljómsveitin
yröi aldrei annað en svipur hjá sjón,
enda ber Rank öll merki þess að reka
naglann í kistu The Smiths á snyrti-
legri hátt en það sem þeir voru að
bauka við undir lokin.
Til Tunglsins með Pere Ubu:
%
Tónleikar í aðsigi
Laugardaginn 1. október kemur
bandaríska rokksveitin Pere Ubu og
heldur tónleika í Tunglinu við Lækj-
argötu. Óhætt er að álykta að þessir
tónleikar verði með eftirminnilegu
sniði þar sem Pere Ubu hefur skipað
sér á bekk rokksögunnar sem ein
merkasta hljómsveit seinasta ára-
tugar. Ekki er tónlist Pere Ubu ís-
lendingum með öllu ókunn því hinn
íturvaxni söngvari þeirra, David
Thomas, hefur tvívegis heimsótt
okkur og haldið óborganlega tón-
leika, nú síðast í haust sem leið. Þar
kom hann fram með eiginkonu sinni
og gaf viðstöddum örhtla innsýn í
skemmtilega brenglaða heimsmynd
sem dró bros fram á varir fólks um
leið og skynsemi hins daglega rök-
heims var snyrtilega kollvarpað eina
kvöldstund. Pere Ubu var stofnuð í
Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum
áriö 1976. í fyrstu gaf hljómsveitin
út nokkur smáskífulög á eigin vegum
áður en fyrsta breiðskífa hljómsveit-
arinnar var gefm út 1978. Platan, sem
nefndist The Modem Dance, er í dag
talin meðal bestu platna þessara ára
í bandarísku nýrokki. Á henni sam-
einaði Pere Ubu rokk við borgarblús
á furðulegan pg oft á tíðum ruglings-
legan hátt. Úr þessu varð óvenju
frumleg og skemmtileg blanda þar
sem fersk lífsgleði var höfð í fyrir-
rúmi. Með kostulegri söngrödd sinni
gaf David Thomas tónlistinni annar-
legan blæ sem á köflum skyggði
næstum á kröftugan og fágaöan
hljóðfæraleik hinna meðlimanna. Á
næstu fjórum árum sendi hljóm-
sveitin frá sér einar sex plötur. Á
þessu tímabili þróaðist tónlistin
smám saman úr bílskúrsuppruna
sveitarinnar yfir í það sem er nefnt
Avant Garde rokktónlist. Árið 1982
hætti Pere Ubu samstarfinu þar sem
hljómsveitarmeðlimir höfðu meiri
áhuga á sjálfstæðum tónlistarferli.
David Thomas hóf merkilegan sóló-
feril sem hefur leitt til útgáfu á
nokkrum stórskemmtilegum plöt-
um. Þar sem flestir töldu Pere Ubu
heyra sögunni til vakti það mikla
athygli í popppressunni þegar fréttist
í byrjun þessa árs aö Pere Ubu væri
tekin til starfa á ný með nýtt efni í
vinnslu. í maí kom svo út fyrsta plata
hljómsveitarinnar í sex ár. The Tene-
ment Year heitir hún og kom tónlist-
argagnrýnendum þægilega á óvart.
Reiknað hafði verið með því að Pere
Ubu myndi aldrei senda frá sér plötu
sem gæti jafnast á við eldri meistara-
verk hljómsveitarinnar hvaö fersk-
leika varðar. Sú varö ekki raunin því
þessi plata er umdeilanlega meö því
besta sem Pere Ubu hefur sent frá
sér. Tónlistin á plötunni er einnig
töluvert aðgengilegri en áður og
kemur þaö síður en svo að sök.
Hljómsveitin er í dag skipuð svo til
sömu mönnunum og þegar hún var
stofnuð. David Thomas sér um söng
og lúðraþyt, Allen Ravenstine sér um
hljómborð og saxófón, Tony Maim-
one annast bassaleik og Scott Krauss
sér um trommuleik. Nýju meölim-
irnir eru svo þeir Jim Jones, sem sér
um gítarleik, og Chris Cutler sem
annast slagverk og ýmis önnur hljóð.
Pere Ubu var á tónleikaferðalagi um
Evrópu fyrir skömmu og má segja
að ferðin hafi verið giftusamleg því
að umfjöllun gagnrýnenda um tón-
leika þeirra var öll á einn veg: Pere
Ubu er ein besta hljómleikasveit
þessa árs. Það ætti því að vera þess
virði aö kynna sér málið þegar tón-
listarveislan hefst í Tunglinu 1. okt-
óber en auk Pere Ubu verða tveir
fulltrúar innlendrar tónsköpunar.
Þar eru á ferðinni hljómsveitirnar
Ham og S.H. Draumur en sú síðar-
nefnda bindur enda á margra ára
feril þetta kvöld með kveðjutónleik-
um.
David Thomas, söngvari Pere Ubu.