Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Síða 27
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. 27 Nýjar plötur Maxi Priest - Maxi Niðursoðið reggae Sæl núl... Öesti vinur Mic- haels Jackson, apiiui Bubbl- es, lenti heldur betur i svað- ílförum er hann var á ferð i Tokyo á dögunum með hús- bónda sínum. Svo vildi til að hljómsveítin Bon Jovi var stödd i japönsku heims- borginni á sama tima i þeim erindagjörðum að skemmta innfæddum með söng og hljóðfæraslætti. Einhverjir rótarar hljómsveitarinnar áttu kunningja i fylgdarliði Jacksons og af skömm sinni nöppuðu þeir apagarminum ogfóru meðhannútáhið Ijúfa tífTokyoborgar. Siðan varhonumskilaðtilsíns heima ósködduðum að mestu en þvi er haldið fram að á þessu eina kvöldi hafi apinn upplifað meira en hús- bóndi hans hefur á þrjátíu ára ævi sinni ... Nýjar plöt- ur streyma á markaðinn með haustinu og meðal þeirra má nefna nýja sóiópiötu frá Midge Ure, AnswersTo Nothing. Í hópi sérlegra að- stoðarmanna á plötunni má nefna Kate Bush, Mark King (Level 42) og Ali Campbell (UB40) ... RickAshley, sem verið hefur fastagestur á vin- sældalistum beggja vegna Atfantshafsins i alltsumar, lætur hvergi deigan síga og sendirfrá sér aðra sólóplötu i næsta mánuði. Þegarer komin út smáskifa með lagi af plötunni, laginu She WantsToDanceWith Me ... Þeii sem beðið hafa langtímum saman óþreyju- fullir af eftirvæntingu eftir nýrri plötu frá Siouxsie and the Banshees, geta nú varp- að öndinni léttar því út er komin breiðskífan lang- þráða, Peepshow ...Pet Shop Boys hafa heldur ekki legið i leti að undanfömu. Ný smáskifa leit dagsins Ijós fyrir skömmu með lag- inu Domino Dancing en það lag kemur aftur út í næsta mánuði og þá í fylgd fleiri laga á nýrri breiðskífu Pet Shop drengjanna, Introspec- tive. Á plötunni má heyra í Nestor Gomez gitarleikara í Miami Sound Machine og fjögurra manna brassbandi aðauki ... Tveir liðsmanna hljómsveitarinnar That Petr- ol Emotion gistu fangaklefa Lundúnalögreglunnar fyrir skömmu eftir að hafa verið handteknir fyrir ólæti á al- mannafæri. Þeim varsleppt án ákæru er i Ijós kom að á þá hafði verið ráðist að ósekju ... biðaöheilsa ... ^S- Þaö er löngu sannað aö útsjónar- semi og snjöll sölumennska hefur meira aö segja um framgang á tón- listarsviðinu en hreinir og klárir hæfileikar. Maxi Priest er lýsandi dæmi um þetta. Hann hefur um árabil verið eins og hver annar meöaljón í bresku poppdeildinni, aldrei náð verulega góöum árangri en skotið upp kollin- um á vinsældcdistum endrum og sinnum og þá jafnan í neöri sætun- um. Viö svo búiö mátti ekki sitja og því voru fengnir til vanir menn og árangurinn lætur ekki á sér standa. Maxi flengist nú um heiminn þveran og endilangan og er vinsælh en nokk- urntíma fyrr. Frá því David Sanborn sendi frá Backstreet 1983 hefur hann veriö eft- irsóttasti saxófónleikarinn vestan hafs og hann hefur svo sannarlega ekki setið auöum höndum. Árlega koma frá honum plötur og allir vilja hcifa hann sem gestaspilara og ekki er hægt aö segja að hann hafi verið þeim erfiður sem til hans leita. Það sanna þær mörgu plötur sem hægt hefur verið að sjá nafn hans á að undanfórnu. Fyrir svo utan það að vera spilandi á djasshátíðum um allan heim er hann með vinsælan sjónvarpsþátt í Bandaríkjunum, The Jazz Show. Sannarlega maður sem notar tímann sinn vel. David Sanborn er geysigóður altó- saxófónleikari. Hefur yfir að ráða mikilli tækni og er sérlega góður á háu nótunum. Þótt hann sjálfur telji sig djassista er tónlist hans í dag það poppuð að hörðustu áhugamenn um djass sætta sig sjálfsagt ekki við hana. Þetta er vel merkjanlegt á nýju Og hver er ástæðan? Jú; maður tekur tvö gömul og góð dægurlög, útsetur þau í reggae takti, gerir þau að sykursætri vellu þar sem hvergi ýfir báru og það er allur galdurinn. Lögin Wild World og Some Guys Have All the Luck eru uppistaðan á þessari plötu prestsins og á þeim flýt- ur hún. Önnur lög eru hvorki fugl né fiskur, meinleysislegar reggae ballöður sem leka inn um annað eyr- að og út um hitt. Plata Maxi Priest er dæmigerður iðnaðarvarningur frá fagmannlega rekinni niðursuðufabrikku en um leið álíka spennandi og niðursuðu- dós. plötunni hans, Close Up, sem inni- heldur kröftuga tónlist sem rúllar á milli þess að vera fónk, djass og popp. Fyrsta lagið, Slam, sem ætlaö er að selja plötuna er dæmigert fyrir popp- áhrifin. Sem betur fer var sá ótti ástæðulaus að meira væri af slíku á plötunni, þótt Slam sé langt frá að vera slæmt lag. Fönkið tekur við eins og það gerist best og sýnir Sanborn svo sannarlega góð tilþrif. Hæst rís samt leikur hans í stuttu og rólegu stefi eftir Randy Newman, Same Girl. Þar fer leikur hans í hæstu hæðir. í heild er Close Up nokkuð vel heppnuð. Hann heföi aö vísu mátt gefa þeim frábæru hljóðfæraleik- urum, sem með honum eru, meira rúm. Samstarfsmaður Sanborn í gegn- um árin, bassaleikarinn Marcus Miller, kemur mikið við sögu. Hann stjórnar upptöku, spilar og semur lög. Er sú kjölfesta sem Sanborn styður sig við í þessu tilfelli. -HK -SþS- Samstarfsmenn í mörg ár Marcus Miller og David Sanborn. David Sanborn - Close Up GÓð tilþrif A Kópavogur Lóðaúthlutun í Kópavogi Kópavogskaupstaður auglÝsir lóðir til úthlutunar við Huldubraut. Um er að ræða 10 einbýlishúsalóðir og lóðir fyrir 21 íbúð í parhúsum, það er 31 íbúð alls. Gert er ráð fyrir að hefja megi byggingaframkvmdir upp úr miðju ári 1989. Uppdrættir og nánari upplýsingar liggja frammi á tæknideild Kópavogskaupstaðar, Fannborg 2, 3. hæð. Umsóknarfrestur er til 10. okt. nk. Bæjarstjóri TÆKIFÆRI BANKAR Okeypis upplýsingar Ef þú hefur áhuga á að eiga og reka þitt eigið fyrir- tæki, með því að byrja smátt í frístundum, þá er þessi auglýsing fyrir þig! Það skiptir ekki máli hvort þú ert karl- eða kvenkyns, á hvaða aldri, með hvaða menntun né hvar þú býrð á landinu. Við útvegum upplýsingarnar. Ef þú hefur komist að því fullkeyptu að enginn verð- ur ríkur af því að vinna hjá öðrum og þú er nú tilbú- inn til að fá fullan arð af viti þínu og striti þá getum við hjálpað þér. ÓKEÝPIS upplýsingar um hugmyndir, formúlur og framleiðslu sem þú getur notfært þér!!! Áhugasamir vinsamlegast sendi eða hringi til auglýs- ingardeildar DV, nafn, heimilisfang og símanúmer, merkt: „TÆKIFÆRI 2000“. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Staða deildarstjóra á móttökudeild/dagdeild er laus til umsóknar. Á deildinni fer fram móttaka sjúklinga á bráðavöktum og einnig er hún dagdeild fyrir sjúkl- inga sem koma til skurðaðgerða og annarrar með- ferðar. Umsóknarfrestur er til 28. sept. nk. Upplýsingar gefur Ingibjörg S. Guðmundsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 19600/300. Yfirfóstra - aðstoðarfólk Dagheimilið Litlakot við Landakotsspítala óskar eftir að ráða yfirfóstru nú þegar. Litlakot er ein dagheimilisdeild með 18 hress og góó börn á aldrinum 1 -3 Vi árs. Vegna vaktavinnu foreldra er hópurinn misstór frá degi til dags. Vinnutími starfsmanna, sem eru 5, er einnig breytilegur. Einnig vantar aðstoðarfólk nú þegar. Komið eða hringið eftir nánari upplýsingum hjá Dag- rúnu í síma 19600/297 fyrir hádegi. Reykjavík 16.09.88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.