Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 30
30
Líkamsrækt
Hugum að
heilsunni
1. grein:
Hvaða líkamsæfingar henta
þínum persónuleika?
í líkamsrækt, hvaða nafni sem hún
nefnist, erum við að liðka og þjálfa
annars htið eða ónotaða vöðva. Sum-
ir vilja losna við aukakíló en allir eru
aö sækjast eftir bættri heilsu og
hreysti. Markmið allra er að líða
betur og verða afslappaðri á eftir,
auka þol og þrek og verða ánægðari
með sjálfan sig á annan hátt.
Því er mikilvægt að velja sér hk-
amsrækt við hæfi þegar farið er af
stað. Æfingarnar verða aö henta
lífsstíl viðkomandi og ásigkomulagi.
Sá athafnamikli...
sem vinnur mjög „stressandi" starf
og hefur mikið aö gera í frítímanum,
kann yfirleitt best við sig þegar
adrenalínið er sem mest í blóöinu.
Fólk í þessum hópi vill kapp og læti
og er um að gera að nota þessa orku
og spennu í líf og fjör þegar komið
er að líkamsræktinni.
Eftir erfiðan vinnudag hentar
þessu fólki frekar aö fá útrás í ein-
hverri keppnisíþrótt eða aerobic, þar
sem mikið er hamast, heldur en að
slaka á í sundlaugunum ef það á
annað borð vill góða hreyfingu. Slök-
un í heita pottinum eða i gufunni er
svo góð að æfmgunum loknum. Ef
svo gífurlega'mikið er að gera að fólk
komist alls ekki frá þennan daginn
til neinna íþróttaiðkana má benda á
að með aukinni hreyfingu eykst út-
haldið til muna og því getur kortérs
göngutúr mitt í stritinu verið góður.
Þeir „stressuðu“ ættu samt endi-
lega, og ekki síður en þeir óstres-
suðu, að stunda heilsurækt af ein-
hverju tagi. Eftir hreyfinguna slaka
líkaminn og sáhn vel á. Næg og góð
hreyfing er reyndar eitthvert besta
meöalið við of miklu álagi og alltaf
má finna tíma til þess að komast frá.
Oftar en ekki er það viljinn sem ræð-
ur og svo er bara að gera það að vana.
Sá einmana...
sem er heimavinnandi, umgengst
mjög fátt fólk á vinnustað eða lifir á
einhvern hátt fábrotnu lífi getur
bætt sér upp rólegheitin og félags-
legu þörfina í heilsuræktinni.
Þessi manneskja ætti endilega að
drífa sig í leikfimi þar sem sami hóp-
urinn kemur til með að hittast næstu
vikurnar - eða vera iðin við að
hringja í kunningjana og fá þá með
í.eitthvert trimm.
Hver einasti maður verður að um-
gangast fólk utan fjölskyldunnar á
hverjum degi og er því tilvahö að
fara út fyrir veggi heimilisins í lík-
amsrækt til þess.
Svo er bara að velja hreyfinguna
eða æfingarnar sem henta viðkom-
andi. Gaman getur verið að prófa
einhveija nýja og spennandi tegund
heilsuræktar til að fá virkilega til-
breytingu í lífið.
Félagsveran
Svipað gildir um manninn sem vill
alltaf vera að kynnast nýju fólki.
Honum hentar betur að sækja
heilsuræktirnar eða sundlaugarnar
þar sem fuht er af fólki en að fara
ein'n út að hlaupa eða hjóla. Þessi
byrjar gjarnan á því að spyrja starfs-
fólk heilsuræktarstöðvanna eða
þjálfarann margra spurninga og vill
blanda geði viö sem flesta.
Upplagt er fyrir þennan að ganga
í eitthvert íþróttafélag eða til dæmis
golfklúbbinn og þannig er víst að ný
nöfn bætast í kunningjasímaskrána
- og hreyfingin fylgir líka.
Listamaðurinn/„anti-
sportistinn"
er farinn að skilja hversu mikilvægt
er að stunda einhverja líkamsrækt
og er til í að fara að gera eitthvað í
málunum. Hann vill gjarnan komast
burt frá hávaðanum í bænum,
krökkunum eða öðru.
Ganga út fyrir bæinn er líklega
besta heilsuræktin fyrir þá sem telj-
ast til þessa hóps; jafnvel líka jóga,
hjólreiöar eða sund. Þeir ættu varla
annað eftir en til dæmis að sprikla
og öskra við taktfasta háa tónlist fyr-
ir framan hóp fólks í aerobic og því
er ekki hægt að benda þeim á þvílíkt
„hjartastyrkingarmeðal“.
Þó gæti heimsókn á heilsuræktar-
stööina einmitt verið hápunktur
dagsins hjá þessu fólki, ekki síst eftir
einveru heilan dag við teikniborðið.
Líkamsrækt
Rósa Guðbjartsdóttir
Það fer heilmikið eftir persónuleika þínum og hvers eðlis starf þitt er hvern-
ig líkamsrækt hentar þér best. Þeir sem eru í „stressandi“ starfi ættu gjarn-
an að fá útrás í einhverri keppnisíþrótt, eins og veggjatennis eða öðrum
„spaða-íþróttum“, að loknum vinnudegi. Þannig getur reynst auöveldara
að slaka vel á á eftir.
Athyglisvert
um megrun
Þeir sem eru sífellt i megrun eiga
erfiðara með aö losna viö aukakíló-
in en þeir sem fara í megrun í fyrsta
sinn eða sjaldan. Þetta eru niður-
stöður rannsóknar dr. Kellys
Brownell, sálfræðings við liáskól-
ann- í Pennsylvaniu. Tilraunina
gerði hann fyrst á rottum. Þær
voru látnar éta óhófiega mikið í
nokkra daga þangað til þær urðu
alltof þungar. Þá vpru þær settar á
léttan matarkúr. í fyrsta matar-
kúrnum voru þær aðeins 21 dag að
ná eðlilegri þyngd aftur en þegar
sama tilraunin var gerð á sömu
rottunum í annað sinn tók það þær
46 daga að ná kjörþyngdinni. Eftir
aðra raegrunina voru þær líka
langtum sneggri aö komast aftur i
yfirvigtarflokkinn en eftir fyrri
megrunina. Rotturnar bættu fleiri
kflóumviösigáskemmritimaeftir Megrunarkúrar, sem lofa þetta
seinni megrunina og þurftu færri eða hitt mörgum kilóum burt á
hitaeiningar tfl þess en eftir fyrri nokkrum dögum, eru varasamlr.
megrunina. Þvi oftar sem farið er Því oftar sem fólk fer í snögga
í megrun því auðvelaara virðist megrun þeim mun auðveldara
vera að bæta á sig kflóum. Líkam- reynist því að bæta vlð sig kilóun-
inn sættir sig ekkí við þess háttar um aftur og alltaf verður eriiðara
jójó sem sífelld raegrun er fyrir afla aö losa sig við aukakílóín í næsta
líkamsstarfsemina. „Það sama skipti.
virðist eiga við um mannfólkið,"
segir dr. Brownefl. „Þeir sem vilja
losa sig við aukakflóin til frambúð- venjur og lífsstíl ef þess þarf. Þetta
ar verða að gera það á löngum tíma gerist ekki á einu bretti ef árangur-
og þá með því aö breyta um matar- inn á að veröa varanlegur."
Gætum okkar
á gufunni
Gufu- og sánaböð eru mjög vinsæl. Afslöppun í heitum nuddpotti telja en gufuböð sem oft leiða til svima
Ekki síst þykja þau eftirsóknarverð bresku læknarnir langtum öruggari og höfuðverkjar.
til að flatmaga í að loknum æfingum.
Frændur okkar Finnar alast upp við
gufuna frá blautu bamsbeini og þyk-
ir hún góð og gfld við hvaða tilefni
sem er. Enginn fer á þær slóðir án
þess að bregða sér í ekta finnskt
gufubað. Hvað sem því líður verður
fólk, sem fer sjaldan í þess háttar
böö, að hafa allan varann á og einnig
þeir sem hafa ekki stundað gufuna í
langan tíma. Þeir sem hyggjast gera
gufubaðið að fóstum lið í heilsurækt-
inni ættu að fara sér hægt. Fimm
mínútna dvöl í gufunni í hvert: skipti
fyrstu vikurnar er meira en nóg. Svo
getur fólk lengt tímann örlítið eftir
því sem það treystir sér tfl. í breska
læknatímaritinu British Medical Jo-
umal kemur reyndar fram að áhrif
gufubaða hafa aldrei verið rannsök-
uð. Hingað til hefur þótt eftirsóknar-
vert að svitna þessi ósköp í gufunni
og losa þannig líkamann við úr-
gangssvita. í góðri trú hefur fólk líka
stundað gufuböð tfl að slaka á eftir
æfingar og þá til að losna við harð-
sperrur. í breska læknatímaritinu er
Wns vegar bent á að eftir erfiöar
æfingar, þar sem fólk hefur jafnvel
svitnað mikiö, séu gufuböð varasöm.
Líkaminn hefur fengið næga
áreynslu og svitnað nóg við æfing-
amar og ætti fremur skflið heitt bað.
Breskir læknar vilja að fólk vari sig á gufubaði og segja að mörgum henti
betur að slaka á í heitu baði eða potti eftir líkamsæfingar. Áhrif gufubaða
á heilsufar segja þeir ekki sönnuð.