Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. íslendingur kallaóur til björgunarstarfa á slóðum fellibylsins Gilberts: Saga þessa flugs er skráð með blóði - segir Gylfl Gunnarsson sem flýgur björgunarþyrlum við Mexíkóflóann: Þótt fellibylurinn Gilbert ógni lífi manna og eigum viö Mexíkóflóann er hann þaö langt í burtu að við ís- lendingar látum okkur nægja að fylgjast með úr fjarlægð. Þó er einn íslendingur sem getur ekki látið sér á sama standa. Hann var hér í síð- búnu sumarleyfi á heimaslóðum þeg- ar kallið kom að hverfa til björgunar- starfa þarna suðurfrá. Hann hefur atvinnu af að fljúga þyrlum í þjón- ustu við olíubormenn á flóanum. Þessir menn eru í hættu þegar felli- bylur ríður yfir rétt éins og aðrir sem búa á svæðinu. islendingurinn sem hér um ræðir heitir Gylfi Gunnars- son. Hann settist á spjall viö helgar- blaðið nokkrum klukkustundum áð- ur en hann hélt utan, rólegur og af- slappaður og sagði að þetta væri at- vinnan sín. Kallaður út í snatri Gylfi býr í Houston í Texas ásamt konu sinni Debru Jane. Þegar þau héldu í snatri heimleiðis í gærmorg- un var ekki annað vitað en heimili þeirra í Houston væri í hættu vegna flóða og þá var ekki vitað með vissu hvort fellibylurinn legði leið sína yfir 'Houston. „Það er ekki alveg á hreinu hvort flugvöllurinn í Houston verði opinn þegar ég kem út á laugardaginn,“ segir Gylfi þegar hann spáir í stöð- una. „Það getur verið erfiðleikum bundið aö komast á leiðarenda. Ef ekki verður hægt að lenda í Houston, því fellibylurinn stefnir þangað, þá verður að lenda í Dallas eða annars staðar." Þegar út er komið tekur björgunar- starfið við hjá Gylfa. „Ég reikna með að fara beint í flugið þegar ég.kem út ef stormurinn stendur þá enn,“ segir hann. „Það er möguleiki að hann verði gengin yfir en hvernig sem staðan verður þá er nóg að gera fyrir þyrlurnar. Skemmdirnar eru miklar og enginn veit hvað það tekur langan tíma að koma öllu í samt lag á ný.“ Fyrirtækið sem Gylfi vinnur hjá heitir Petroleum Hehcopters. Þetta er stærsta þyrluflugfélag í heiminum með 350 þyrlur í flotanum. Af þeim eru um 290 þyrlur í þjónustunni við olíuborpallana við Mexíkóflóann. Allt á síðustu stundu „Við verðum umsvifalaust að ganga inn í björgunaráætlanir þegar neyðarástand skapast," segir Gylfi. „Þyrlunum er ekki komið í öruggt skjól fyrr en rétt í þann mund sem veðriö gegnur yfir. Það er síðasti lið- urinn í björgunaráætlunni þegar svona veður gengur yfir. Það verður ekki ákveðið fyrr en á síðustu stundu hvað verður gert við þær. Það veit enginn nákvæmlega í hvaða átt fellibylurin fer þótt hægt sé að spá um það í aðalatriðum. Við getum þurft að fara með þyrlurnar um fimm til sex hundruð mílur inn í land. Fyrst þarf þó að bjarga öllum starfsmönnum af olíuborpöllunum í land.“ Um 40 ohufélög eiga borpaha á Mexíkóflóanum. Þessi félög eru með um 10 þúsund manns að staðaldri á pöllunum við olíuvinnsluna. „Hvert olíufélag hefur sína áætlun um brott- flutning starfsfólksins og björgun verðmæta,“ segir Gylfi. „Þau kaupa aðstoð við björgunarstarfiö af þyrlu- félögum eins og því sem ég starfa hjá. Fyrsta skrefið er að flytja alla þá í land sem ekki veröa nauðsynlega að vera á pöllunum. Að því loknu eru öh tæki, sem ekki eru líkleg til að þola náttúruhamfarir af þessu tagi, flutt í land. Að því loknu eru menn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.