Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 35
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988.
D.O.A.
51 *
Kvikmyndir
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum:
% f
f
Shirley MacLaine var önnur tveggja leikkvenna sem iengu verölaun
fyrir bestan leik í kvenhiutverki fyrir leik sinn í Madame Sousatzka. Hún
er hér ásamt leikstjóranum John Schlesinger.
Nýlega lauk hinni árlegu kvik-
myndahátíð í Feneyjum. Aö þessu
sinni fékk ítalski leikstjórinn Er-
manno Olmi gullljóniö fyrir kvik-
mynd sína Leggenda del santo he-
vitore
Kvikmyndin er byggð á bók eftir
austurriska rithöfundinn Joseph
Roth sem dó af brennivinseitrun í
París 1938. Fjallar sagan um um-
renning í París sem fær peninga-
lán, veröur ríkur en veröur áfeng-
inu að bráð þegar peningaskuldir
fara að hlaðast á hann.
Olmi, sem er fimmtíu og sjö ára
og gerði stuttar heimildamyndir í
byrjun ferils síns, hefur áður verið
verðlaunaður á stórhátíðum. Síð-
ustu verðlaun hans voru gullpálm-
inn í Cannes 1979 fyrir L’albero
deglizoccoh. Aðaihlutverkið, um-
renninginn í Leggenda del santo
bevitore, leikur hollenski leikarinn
Rutger Hauer sem á imdanfómum
árum hefur leikið í bandariskum
myndum.
Verölaun fýrir bestan leik í karl-
hlutverki hlutu hinn áttræði Don
Ameche og Jœ Mantegna fyrir leik
sinn í bandarísku myndinni Things
Change sem leikstýrt er al'David
Mamet sem hingað til hefur verið
þekktari fyrir kvikmyndahandrit
sínenleikstjórn.
Verðlaununum fýrir bestan leik
í kvenhlutverki var einnig skipt
milli tveggja leikkvenna. Isabella
Huppert hlaut verölaun fyrir leik
sinn í Un affaire de femmes, sem
er nýjasta kvikmynd Ciaude Chap-
rol, og Shirley MacLaine var verð-
launuðfyrir leik sinn í Madame
Sousatzka sem John Schlesinger
leikstýrir. Besti leikstjóri var val-
inn Grikkinn Theo Angelopoulos.
Það sem vakti einna mesta at-
hygii í Feneyjum þetta áriö var sú
hroðalega útreið sem nýjasta kvik-
mynd Franco Zefferelli, The Young
Toscanini, fékk. Baulað var og,
flautaö i sýiiingarlok myndarinn-
ar. Gagnrýnendur voru eimiig
ósparir á lmeykslun sína. Sögðu
fyrst og fremst að hátíðin hefði
verið niðurlægð með sýningu
myndarinnar. Einn gagm-ýnand-
inn líkti myndinni viö myndlistar-
sýningu þar sem sýnt væri saman-
safnafpóstkortum.
Zefferelli, sem mánuði áður hafði
hótað að taka myndina út af dag-
skrá hátíðarinnar vegna þess að
sýna átti hina umdeildu mynd
Martins Scorsese, The Last Tempt-
ation of Christ, utan keppninnar,
varð nú sjáifur fyrir því að mynd
hans var talinn ósýningarhæf i
keppninni.
Þess má geta aö Elizabeth Taylor
ieikur eitt aöalhlutverkið í The
Young Toscanini og ekki fóru gagn-
rýnendur betri oröum um frammi-
stöðuhennar en sjálfa myndina.
-HK
Smáfréttir.
M
PHIL COLLINS er þúsund þjala
smiður í tónlistinni, leikur á hljóð-
færi, syngur og semur lög. Óhætt er
að telja hann einn alvinsælasta popp-
arann í dag. Honum virðist vera
fleira til lista lagt, því á fimmtudag-
inn var frumsýnd kvikmyndin Bust-
er með honum í aðalhlutverki. Viö-
stödd frumsýninguna voru Díana
prinsessa og Karl prins og aðrir hátt-
settir gestir. Buster er leikstýrt af
David Greene og meðleikari Collins
er hin ágæta gamanleikkona Julie
Walters sem þekktust er fyrir leik
sinn í Educating Rita.
• • • r
STANLEY KRAMER hefur verið
fenginn til að leikstýra og framleiða
kvikmynd sem byggð verður á ævi
Lech Walesa, verkalýðsleiðtoga frá
Póllandi. Mun myndin einnigfjalla
um tilveru og uppruna Solidarnos,
hinnar bönnuðu verkalýðshreifingar
í Póllandi. Handritið að kvikmynd-
inni, sem mun nefnast Polonaise, er
skrifað af Daniel Taradash sem vann
óskarsverðlaun 1953 fyrir handrit
sittaðHeretoEternity.Handritið *-
byggir hann á löngum viðtölum við
Walesa.
• • •
KEN RUSSELL hefur byrjaö kvik-
myndun á The Rainbow sem byggð
er á skáldsögu eftir D.H. Lawrence.
Hann hefur sem oft áður fengið til
liðs við.sig úrvals leikara. Má þar
nefna Glendu Jackson sem fyrst lék
fyrir Russell í Women in Love fyrir
tuttugu árum, Christhopher Gable
og tvær ungar og efnilegar leikkon-
ur, Amanda Donohoe og Sammi Dav-
is. Það sem fréttnæmast þykir aftur
á móti er að Elton John mun leika í
myndinni. Hann hefur áður komið ^
fram í my nd eftir Ken Russell,
Tommy, en þá sem söng\rari.
• • •
IAN McKELLAN mun leika ráðherr-
ann Profumo í Scandal. Eins og frægt
er orðið er Profumo máliö eitt mesta
hneykslismál í Englandi á þessari öld
og olli því að ríkisstjórn íhaldsmanna
féll í næstu kosningum. Gleðikonur,
rússneskur njósnari og ráðherra eru '
miðdepill þessarar myndar. Aðrir
leikarar í myndinni eru John Hurt,
Joanna Whalley, Bridget Fonda,
Daniel Massey, Jérome Krabbe og
Brifj. Ekland. Leikstjóri er Michael
Caton-Jones.
• • •
TOM SELLECK sló loksins í gegn í
kvikmynduin í Three Men and a
Baby. Hann var ekkert að flýta sér
aö leika í annarri mynd, en er nú
mættur til starfa í Her Alibi, þar sem
hann leikur á móti Paulina
Porizkova, sem er sögð hæstlaunað-
asta sýningardama í heiminum í dag.
Leikstjóri er Ástrahnn Bruce Beres-
ford. Aðrir leikarar er Tess Harper,
James Farentino og Ossie Davis.
• • •
FOXTROT er eins og alhr vita nafnið
á nýjjistu íslensku kvikmyndinni.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem
þetta nafn er notað á kvikmynd. Frá
1976 er til kvikmynd sem heitir Fox-
trot. Hún þykir ekki merkileg, þrátt
fyrir að stórleikarar á borð við Peter
OToole, Charlotte Rampling og Max
Von Sydow leiki í myndinm.
I leit að eigin morðingja
Dimma og óveðurssama nótt staulast
maður inn á lögreglustöð og segir við
varðstjórann að hann vilji tilkynna
morð. Þegar varðstjórinn spyr hver
hafi verið myrtur svarar háskólapró-
fessorinn Dexter Cornell (Dennis
Quaid): „Ég.“
Prófessorinn hefur gert sér grein
fyrir að'honum hefur verið byrlað
eitur sem er hægvirkt en drepur.
Hann veit einnig að hann hefur tutt-
ugu og fjóra tíma th að finna morð-
ingja sinn og eitthvert mótefni ef það
finnst.
Honum th aðstoðar er ung stúlka
Sidney Fuller (Meg Ryan). Saman
lenda þau í miklum hhdarleik, þar
sem gömul hneykslismál, auðæfi og
hættulegar uppgötvanir verða á leið
þeirra í leit að morðingj anum ...
Þetta er sögusvið D.O. A., spennu-
myndar sem Bíóborgin mun bráð-
lega taka til sýninga. Leikstjórar eru
tveir, Rocky Morton og Annabel
Jankel. Þau eru bresk og er þetta
fyrsta kvikmynd þeirra í fullri lengd.
Morton og Jankel eru aðallega
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
I leit að morðingja sínum. Dennis Quaid og Meg Ryan í hlutverkum sínum i D.O.A.
Leikstjórarnir Rocky Morton og Annabel Jankel eru hér við tökur á D.O.A.
í Austin, Texas ásamt leikurunum Daniel Stern og Dennis Quaid.
þekkt fyrir að hafa gert hina sér-
kennilegu og byltingarkenndu þætti
með tölvutöffaranum Max Head-
room.
Hugmyndin að D.O.A. er ekki ný
hugmynd. Tvær myndir hafa áöur
verið gerðar um sama efnið. 1949
varð til mynd sem hét D.O. A. og er
það fyrirmyndin að nýju myndinni
og 1969 var gerð endurútgáfa af
D.O. A. Hét sú mynd Color Me Dead.
Sú fyrsta þykir ágæt aíþreying enn
þann dag í dag en Color Me Deader
flestum gleymd.
Aðalleikarinn Dennis Quaid er
einn allra eftirsóttasti kvikmynda-
leikarinn í dag. í fyrra lék hann í
þremur vinsælum kvikmyndum.
Irinerspace, þar sem hann lék á móti
Meg Ryan, mótleikara sínum í
D.O.A., og sakamálamyndunum
Suspect og The Big Easy.
Hann hafði í raun ætlaö að taka sér
frí eftir törnina í fyrra, eri hlutverk
prófessorsins freistaði hans það mik-
ið að fríinu var sleppt. Hann hefur
nýlokiö viö að leika meö Jessicu
Lange í Everybody’s All American
sem leikstýrð er af Taylor Hackford.
Meg Ryan er aðeins tuttugu og sjö
ára og vakti fyrst athygli fyrir leik
sinn í Top Gun. Síðan hefur hún leik-
ið í gamanmyndinni Armed and Dan-
gerous, Innerspace og nú D.O.A.
Mesta leiksigur sinn þykir hún
samt vinna í The Promised Land sem
var til sýningar vestan hafs fyrr á
árinu. Hún hefur nýlokið við að leika
í Presidio ásamt Sean Connery og
MarkHarmon.
Þriðji aðalleikarinn er Charlotte
Rampling. Hún á að baki fjölbreyttan
og merkilegan leikferil. Hefur ávallt
þorað að taka áhættu í hlutverka-
vali. Áhættu sem stundum hefur
borgað sig og uppskeran góðar kvik-
myndir. Einnig hafa myndir sem hún
hefur leikið í stunduiii vakið meira
umtal af öðrum ástæðum en gæðum
þeirra. -HK