Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Page 43
59 Jonathan Speelman var í ham i einvíginu við Short og náði að slá ryki í augu hans. Nigel Short var spáð miklum frama í heimsmeistarakeppninni en nú er hann úr leik. Bridgefélag Reykjavíkur Eins kvölds tvímenningur fór fram síðasta miðvikudagskvöld og var keppnisformið Mitchell. Til leiks mættu 22 pör og efstu skor í N/S fengu: 1. Sigurður Vilhjálmsson-ísak Öm Sigurðsson 258 2. Sveinn R. Eiríksson-Árni Loftsson 249 3. Georg Sverrisson-Þórir Sigur- steinsson 237 Efstu pör í A/V urðu: 1. Hjalti Elíasson-Jón Ásbjörnsson 249 2. Hjörtur Cýrusson-Ingvar Sigurðs- son 247 3. Ragnar Magnússon-Ragnar Her- mannsson 245 Næst tekur við 6 kvölda barómeter- keppni með tölvuútreikningi hjá fé- laginu. Skráning í keppnina fer fram í síma 671442 (Haukur) og síma 14487 (Jakob). Frá Bridgefélagi Skagfirðinga Ágæt aðsókn var að fyrsta spila- kvöldi deildarinnar og var spilaður eins kvölds tvímenningur. Efstu pör urðu: N/S-pör: Ólína Kjartansdóttir-Ragnheiður Tómasdóttir 258 Erlendur Jónsson-Oddur Jakobsson 254 Sigmar Jónsson-Vilhjálmur Einars- son 246 A/V-pör: Magnús Aspelund-Steingrímur Jón- asson 263 Jóhann Ólafsson-Ragnar Þorvalds- son 253 Magnús Sverrisson-Valdimar Elías- son 251 Næsta þriöjudag verður einnig eins kvölds tvimenningskeppni en þriðju- daginn 27. september hefst haust- barómeterkeppni deildarinnar. Að- stoðað verður við myndun para ef óskað er. Vakin er sérstök athygli á því að reykingar í spilasal verða ekki leyfðar hjá deildinni í vetur. Opna stórmótiö á Hótel Örk: Yfir 30 pör eru þegar skráð á opna stórmótið á Hótel Örk sem spilað verður helgina 1.-2. október. Skráð er meðal annars hjá Bridgesamband- inu. Stórglæsileg verðlaun verða í boði, m.a. fjöldi utanlandsferða o.fl. verðlaun. Keppnissljóri verður Ólaf- ur Lámsson en tölvuútreikning ann- ast Vigfús Pálsson. Iþróttapistill Hvað eru 2 ár milli ,,vina/y? Baráttan um heimsmeistara- keppnina í handknattleik árið 1993 er nú á enda mnnin. íslendingar og Svíar hafa ekki talist til vina undanfarna mánuði en nú hefur orðið þar breyting á. Sem kunnugt er varð niöurstaða þings alþjóða handknattleikssambandsins' sú að morgni fimmtudags að heims- meistarakeppnin árið 1993 yrði haldin í Svíþjóð og að íslendingar fengju að halda keppnina tveimur ámm síðar, 1995. Fyrst er þessar fréttir bámst hingað til lands sóttu að mönnum eilítil vonbrigði enda. höfum viö alltaf hatað það eins og pestina að bíða lægri hlut fyrir Svíum þegar íþróttir eru annars vegar. En þegar betur er að gáö og málið skoðað ofan í kjölinn getum við verið mjög sáttir við niðurstöð- una. Ekki munaöi miklu að við íslend- ingar fengjum keppnina 1993. Sam- komulag varð á milh íslendinga og Svía á þinginu að varpa hlutkesti og kom upp hlutur Svía. Megum vel við þessa niður- stöðu una í raun megum við mjög vel við þessa niðurstöðu una. Það að ís- landi skuh vera treyst th þess að halda þetta mikla mót er sigur og hann ekki svo lítill. Það skiptir ekki höfuðmáh hvort þaö yrði árið 1993 eöa 1995. Mesti sigurinn fyrir íslendinga á alþjóðaþinginu í Seoul var sá að ákveðið skyldi á þinginu hver fengi aö halda heimsmeistara- keppnina árið 1995. Það er algengt á alþjóðaþingum að aðeins sé tekin ákvörðun um hvenær næsta heimsmeistarakeppni fari fram en ekki sé ákveðið hvar tvær keppnir fram í tímann fari fram. Gífurlegt starf bar árangur Þeir sem hafa verið í eldlínunni fyrir íslands hönd og starfað við það aö afla umsókn íslands fylgi undanfarna mánuði hafa unnið gíf- urlegt starf og þessir sömu aðilar uppskáru samkvæmt því í Seoul í vikunni. Hverjum hefði dottið þaö í hug fyrir nokkrum árum að við íslendingar ættum eftir að halda heimsmeistarakeppni í handknatt- leik eftir nokkur ár? Niðurstaöa alþjóöaþingsins er nyög mikill sig- ur fyrir okkur og við getum glaðst yfir niðurstöðunni. 24. ólympiuleikarnir verða settir í dag Tími 24. ólympíuleikanna er runn- inn upp og í dag eða kvöld munu 32 íslenskir keppendur og farar- stjórar og fylgdarmenn ganga inn á ólympiuleikvanginn í Secrul er leikarnir verða settir. Þessara ólympíuleika er beðiö með mikhh eftirvæntingu um heim allan og ekki síöur hér á íslandi en annars staðar. Við höfum aldrei áður átt betra íþróttafólk og með smá- heppni gætum við átt fríðan hóp íþróttamanna á verðlaunapalli. Hér er auðvitað fyrst og fremst átt við handboltalandsliðið og spjót- kastarann Einar Vhhjálmsson. Ekki skal þó afskrifa Bjarna Frið- riksson í júdóinu en líklegt er að hann verði ekki á meðal fremstu manna einfaldlega vegna þess aö nú taka mun fleiri sterkir júdó- menn þátt í leikunum en í Los Angeles. Verðum að vona það besta Gerðar eru gífurlegar kröfur til þeirra íslensku íþróttamanna sem keppa fyrir íslands hönd og þá sérs- taklega landsliösins í handbolta og Einars Vilhjálmssonar. Líklega gera flestir þær kröfur til landsliös- ins að það hafni í þriðja sæti og hreppi þar með bronsverðlaun. Auðvitað yrði það stórkostlegur árangur en mikið má íslenska liðið leika vel til að sá draumur rætist. Ef aht er tekið með í reikninginn er eitt af sex efstu sætunum mjög góður árangur og nokkuð sem við getum verið stolt af. Hvað Einar Vhhjálmsson áhrær- ir þá er ógerningur að spá fyrir um möguleika hans. Það hggur ljóst fyrir að hann er á meðal ahra bestu spjótkastara heimsins. Spurningin er þessi: Hvernig verður Einar upp- lagður á meðan á keppninni í spjót- kastinu stendur? Ef ailt gengur upp hjá þessum snjaha íþróttamanni þættu bronsverðlaunin ekki ólíkleg niðurstaöa. Fjölmiðlar yfirfullir af ólympíuefni Á meðan á ólympíuleikunum stendur verða alhr fjölmiðlar yfir- fullir af fréttum frá leikunum. Ljóst er að sýningartimi Sjónvarpsins frá leikunum mun verða um 160 klukkustundir eða sem svarar th stanslausra sýninga í tæpa sjö sól- arhringa. Beinar lýsingar verða í útvarpi. Timamunur á Suður Kóreu og íslandi er mikill og gerir þaö að verkum að leikar þessir verða einkar hagstæðir fyrir okkur hér á DV. Flestalhr helstu íþróttavið- burðirnir í Seoul fara fram að næt- urlagi og því munu lesendur DV fá glóðvolgar fréttir frá Seoul á degi hverjum. Stefán Kristjánsson % 9 Einar Vilhjálmsson mun keppa i spjótkastinu i Seoul um næstu helgi. Vonandi tekst Einari vel upp og þá ættu efstu sætin ekki að vera fjarlægur möguleiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.