Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Qupperneq 46
62
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988.
Ferðamál
DV
Veikindi í útlöndum
Krítarkortin tryggja
læknisþjónustu
Það er líklega vissara að eiga kritarkort í veskinu þegar ferðast er á er-
lendri grund. Handhafar þeirra eru vel tryggðir gegn alls kyns áföllum,
hvort sem það eru veikindi eða slys.
Krítarkortin geta víðar komið í góðar
þarfir en í verslunarhúsum erlendra
stórborga. Handhafar þeirra eru
tryggðir gegn alls konar skakkafóll-
um á ferðum sínum um heiminn,
hvort sem um er að ræða veikindi
eða slys. Þeir þurfa því ekkert að
greiða úr eigin vasa verði þeim eitt-
hvað misdægurt.
íslendingar á ferðalagi á Norður-
löndunum og Stóra-Bretlandi þurfa
þó ekki að hafa miklar fjárhagsá-
hyggjur þótt þeir veikist skyndilega
og þurfi á læknisaðstoð að halda.
Beinir samningar um gagnkvæmar
sjúkratryggingar eru í gildi milli
þessara íanda. Ferðamaðuriim nýtur
þannig sömu réttinda og þegnar við-
komandi lands, greiðir hvorki meira
né minna fyrir þá þjónustu sem hann
þarfnast.
Kort til bjargar
Öðru máli gegnir um önnur lönd í
Evrópu, að ekki sé talað um Banda-
ríkin. Þar getur ferðamaðurinn þurft
að greiða allan sjúkrakostnað út í
hönd. Sá kostnaður fæst hins vegar
endurgreiddur að hluta eöa öllu leyti
þegar heim er komið, eftir ákveðnum
reglum. Sjúkrasamlag viðkomandi
einstakhngs endurgreiðir það sem
samsvarandi þjónusta kostar hér á
landi. Ef kostnaður erlendis er um-
fram það tekur Tryggingastofnun
ríkisins þátt í aö greiða umfram-
kostnaðinn eftir ákveðnum reglum.
Hér er það sem krítarkortin geta
komið til bjargar. Þeir, sem slík kort
hafa undir höndum, eru tryggðir í
bak og fyrir, mismikið þó eftir því
hvort menn hafa almenn kort eða
gullkort.
Gesa og Europ Assistance
Allir handhafar Eurocards fá jafn-
framt afhent kort frá erlendu hjálp-
arfyrirtæki sem heitir Gesa. Viðlaga-
þjónusta VISA er í höndum Europ
Assistance, og þjónusta þessara
tveggja fyrirtækja við korthafana er
mjög svipuð. Malkar korthafa, svo og
börn í foreldrahúsum innan 23 ára
aldurs, njóta sömu réttinda.
Ef veikindi eða slys ber að höndum,
sjá aöstoðarfyrirtækin um að koma
hinum veika á sjúkrahús og jafn-
framt hafa þau samband við trygg-
ingafélag það sem kemur til með að
greiða allan lækniskostnaðinn. Sá
kostnaður má vera allt að 25 þúsund
dollarar fyrir handhafa almenns
korts, en allt að 100 þúsund dollarar
fyrir gullkorthafann.
Þurfi korthafinn að dvelja á sjúkra-
húsi í meira en tíu daga, getur að-
standandi viðkomandi haldið utan á
kostnað Gesa og Europ Assistance,
sem einnig greiða dvalarkostnað er-
lendis. Fyrirtækin greiða einnigfyrir
flutning á sjúklingnum heim, ef þess
gerist þörf. Hið sama gerist ef andlát
ber aö höndum. í slíkum tilfellum sjá
fyrirtækin einnig um allt sem snýr
að yfirvöldum í því landi þar sem
andlát korthafans ber að höndum.
Pabbi, mamma og börnin
Dánar- og örorkutrygging fylgir með
báðum kortunum. Hjá Eurocard geta
bætur hæstar orðið jafnvirði 100 þús-
und dollara fyrir almennt kort en
200 þúsund dollara fyrir gullkort. Til
að slík trygging öðhst gildi þarf
handhafi almenna kortsins að greiða
helming ferðakostnaðar síns með
kortinu, en gullkorthafanum er að-
eins gert að greiða einhvern hluta
kostnaðarins með sínu korti. Trygg-
ing þessi gildir líka fyrir maka kort-
hafa og böm innan 23 ára aldurs.
Samsvarandi bætur hjá VISA eru
jafnvirði 125 þúsund dollara fyrir
handhafa almenns korts, en 250 þús-
und dollara hjá gullkorthafanum.
VISA-höfum ber að greiða helming
ferðakostnaðar með kortum sínum
til að tryggingin öðlist gildi. Trygging
VISA nær einnig til maka og barna
yngri en 23 ára.
Ekki gull fyrir alla
Gullkortin veita ferðalöngum mun
meiri tryggingu, eins og sjá má af
ofansögðu. Það eru hins vegar ekki
allir sem geta fengið slík kort. Gunn-
ar Bæringsson, framkvæmdastjóri
Kreditkorta hf. sem em með Euro-
card, segir að til að fá gullkort þurfi
að uppfylla ákveðin skilyrði. Um-
sækjandi þarf að hafa átt viðskipti
við fyrirtækið í eitt ár að minnsta
kosti, hann verður að hafa notað al-
menna kortið reglulega og hafa stað-
ið í skilum með greiðslur. „Ef við-
skiptin hafa verið góð, sjáum við
ekkert því til fyrirstöðu að menn fái
gullkort," segir Gunnar.
Einar S. Einarsson framkvæmda-
stjóri VISA-íslands segir að ekki sé
hægt aö sækja um gullkort VISA,
heldur sé bestu viðskiptavinunum
boöið það. Þeir, sem slíkt tilboð fá,
verða að hafa notað almennt kort
reglulega í 18 mánuöi. Gullkortið er
einkum ætlað þeim sem starfa síns
vegna þurfa að ferðast mikið til út-
landa og þurfa rýmri gjaldeyris-
heimildir en hinn almenni ferðamað-
ur.
Neyðarþjónusta þessi gildir í öllum
þeim löndum þar sem kortin eru í
notkun. Ekki er vitað til þess að kort-
in frá Gesa og Europ Assistance hafi
ekki verið tekin gild þegar leita hefur
þurft eftir læknisaðstoð, að sögn
forráðamanna krítarkortafyrirtækj-
anna.
-gb
Á flótta frá gráum
hversdagsleikanum
Á fantasíuhvíldarstöðunum á Hawaii geta gestir synt innan um höfrunga
og imyndað sér að þeir séu staddir í hitabeltisfrumskógi.
Fimm þúsund kókostré, saltvatns-
lón, fossar sem synt er í gegnum, 18
holu golfvellir, tamdir höfrungar, lit-
ríkir páfagaukar, svanir, 150 gráir
hestar sem draga handsmíðaða
vagna, hellisbarir. Og hvítar strend-
ur Kyrrahafsins aðeins nokkra
metra í burtu.
Ótrúlegt? En satt engu að síður.
Þannig er umhorfs í nýjustu ferða-
mannaparadísunum sem stóru hót-
elkeðjurnar í Bandaríkjunum kepp-
ast við aö reisa á Hawaii. Þar er það
hugarflugið sem ræður, og engu til
sparaö í samkeppninni um þreytta
kaupsýslumenn sem hafa ekki tíma
til að leita uppi alvöru fossa, fram-
andlegt dýralíf og fallegar strendur
heldur vilja láta færa sér það á silfur-
bakka, handsmiðaö, og hafa peninga
til að borga.
Bandaríkjamenn kalla þetta hvíld-
arstaði. Þaö orð átti einu sinni viö
litla fiölskyldurekna staði sem aðeins
voru opnir hluta úr árinu. Nú eru
þetta aftur á móti dýr lúxushótel, þar
sem gestum er boðið upp á allt milh
himins og jarðar, listaverk úr öllum
heimshomum, skrautgarða, vatna-
leiksvæði og einstæða byggingarlist,
enda búið að hnýta orðinu „fantasíu"
fyrir framan.
Hvíldarstaðir þessir bjóða gestum
sínum þó ekki eingöngu upp á tíma-
bundinn flótta frá gráum hversdags-
leikanum með öllum furðuverkun-
um og litadýrðinni. Lykilorðið er
þjónusta, og það miklu betri en geng-
ur og gerist á venjulegum hótelum.
Notuð glös eru fiarlægð áður en
nokkur tekur eftir því að þau eru
óhrein og fyrirspurnum gesta verður
að svara um leið og þær eru bornar
fram. Ekki má eyðileggja upphfun-
ina með því að láta raunveruieikann
læðast inn. Vegna þessa er hlutfall
starfsmanna hærra en almennt ger-
ist, og dæmi er um að þeir séu tvö-
falt fleiri en gestirnir.
Hyatt hótelkeðjan reið á vaðið með
fantasíustaðina á Hawaii áriö 1980.
Fram að þeim tíma hafði Sheraton
boöið gestum sínum upp á vatna-
svæði og nógu mikið af handklæðum
til að sökkva heilU galeiðu. Hyatt
vildi gera betur. Þá voru búnir til
fossar sem hægt var synda í gegnum,
klettabelti, og yfir eitt horniö á sund-
lauginni var sett upp hengibrú úr
kaðli. Allt var gert til að gestimir
gætu ímyndað sér að þær væru
staddir einhvers staðar úti í hita-
beltisnáttúru, en ekki steinsnar frá
vestrænu lúxushóteli.
Aðrar hótelkeðjur, eins og Marri-
ott, Four Seasons og Westin, fylgdu
í kjölfarið. Og áður en varði voru
allir farnir að reyna að gera betur
en sá næsti á undan. Um þessar
mundir er veriö að opna enn eitt
svona hótel. Gestir þess eru um-
kringdir vatni frá því þeir stíga inn
í afgreiöslusaUnn. Bátar sigla með
þá um tæplega tveggja kílómetra
löng síki að herbergjunum sem flest
vísa út að hafinu. A svæðinu er líka
hálfs annars hektara lón með til-
heyrandi sundlaug og fossum og
vatnsrennibrautum, að ógleymdum
höfrungunum og öðrum dýrum sem
eiga að sjá um að skemmta gestun-
um.
Sérfræðingar.telja að kapphlaupið
um ævintýralegustu hvíldarstaðina
muni halda áfram enn um hríð. Þeir
benda á að framtíðargestir þessara
staða muni gera meiri kröfur en
nokkru sinni áður, enda veraldar-
vanari á allan hátt.
Ekki leikur nokkur vafi a því að
hvíld á hótelum þessum getur verið
himnesk. Hitt er svo annað mál að
flestir verða líklega að láta sér nægja
að dreyma um hana. Dýrðin kostar
nefnilega sitt. Einnar nætur gisting
kostar frá 9 þúsund krónum upp í
70 þúsund, eftir því hvort um er að
ræða herbergi sem snúa út í garð eða
lúxusíbúðir við ströndina.
Draumarnir kosta ekki neitt.
-gb
KENNARAR - KENNARAR
Héraðsskólann í Reykjanesi við ísafjarðardjúp vantar
2 áhugasama kennara til að kenna ensku, dönsku,
íslensku og samfélagsgreinar.
Mjög góð vinnuaðstaða og gott ódýrt húsnæði.
Nánari upplýsingar eru fúslega veittar hjá skólastjóra
í símum 94-4840 og 94-4841 og hjá grunnskóla-
deild menntamálaráðuneytisins, sími 91 -25000.
Héraðsskólinn Reykjanesi