Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. 9 Utlönd Upplausn ríkir á Haiti Mikil upplausn viröist vera á Haiti um þessar mundir. Hópar fólks fara um göturnar, vopnaöir kylfum, og ungir hermenn bola yfirmönnum sínum frá í baráttu gegn hinni al- ræmdu herlögreglu, sem hefur hald- ið Haitibúum í greipum óttans í þrjá áratugi. Prosper Avril, hinn nýi forseti landsins, útnefndi í gær nýjan yfir- mann hersins. Sá heitir Herard Abraham, hershöfðingi, og fyrsta verk hans verður að stemma stigu við uppreisnum í hemum. Stuðningur við hina nýju valdhafa hefur farið eins og eldur í sinu meðal lægra settra foringja í hernum, sem hafa gert uppreisnir gegn sér hærra settum mönnum, sem taldir hafa verið óhliðholhr nýju valdhöfunum. Gizur Helgascm, DV, Reersnæs: Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Edvard Sévardnadse, kom til Kaup- mannahafnar síðdegis í gær í opin- bera heimsókn. Þetta er fyrsta heim- sókn sovésks utanríkisráðherra til Danmerkur í tólf ár. Uffe EUemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, tók á móti Sé- vardnadse sem var í fylgd margra aðstoðarmanna. För hans er heitið til New York síðar í dag þar sem hann mun sitja allsheijarþing Sam- einuöu þjóðanna. í gærkvöldi lagði Sévardnadse það til að leiðtogar 33 landa í Evrópu ásamt Bandaríkjunum og Kanada héldu toppfund til að ræða afvopnun- armál í Evrópu. Sévardnadse lofaði þá afstöðu Dana að banna kjarnorkuvopn í landi sínu á friðartímum. Danir hafa sætt gagnrýni Atlantshafsbandalags- ins fyrir að veija ekki nógu miklu fé til varnarmála. Þetta virðist ekki einungis vera að gerast innan hersins, heldur rekur nú fólk yfirmenn sina úr starfi víða, svo sem í póstþjónustunni og raf- magnsveitunni. Óbreyttir borgarar fara um göturn- ar vopnaðir kylfum til að reyna að hafa uppi á liösmönnum öryggislög- reglunnar, sem fólkið kallar glæpa- menn. Öryggislögreglan var lögð niður eftir að Baby Doc Duvalier hraktist frá völdum fyrir tveimur og hálfu ári, en hefur haldið áfram að starfa í litlum hópum. Henry Namphy, sem steypt var af stóh um síðustu helgi, þótti um of hahur undir þessar sveitir hinnar aflögðu öryggislögreglu. Afram barist í Burma Herinn í Burma gekk hús úr húsi í aðalviðskiptahverfi höfuðborgar- innar Rangoon í morgun þar sem víðs vegar mátti heyra skothvehi. Þeir íbúar borgarinnar, sem fréttamenn náðu tah af, voru tregir til að greina frá gangi mála þar sem þeir óttuðust að símar þeirra væru hleraðir að fyrirskipan hersins. Herinn segir hundrað og tuttugu manns hafa falhð í átökum undan- farinna daga en vestrænir sendi- ráðsstarfsmenn fullyrða aö aö minnsta kosti fimm hundruð óvopnaðir mótmælendur hafi falhö fyrir hendi hermannanna. Húsleitin í morgun byijaöi eftir að hópur stúdenta í bíl hafði skotiö á hermenn sem voru á veröi viö ráðhús borgarinnar, að sögn vest- ræns stjómarerindreka í sendiráði þar skammt frá. Námsmenn hafa gert árásir á lög- reglustöðvar til þess að reyna að komast yfir vopn og í sumum til- fellum hefur það borið árangur, að því er segir í ríkisútvarpi landsins. Fréttir. hafa borist til miðbiks höfuðborgarinnar um mikla skot- hríð frá Rangoon háskólanum sem hefur verið aðalvígi uppreisnar- manna undanfama mánuði. í Yankin héraöinu eru munkar sagðir hafa varað hermenn við aö þeim yröi slátrað ef þeir hæfu skot- hríð þar um slóðir. Herforingjar i Burma útnefndu í gær niu manna sfjórn, tveimur sól- arhringum eftir að þeir tóku völd- in. Átta ráðherranna em herfor- ingjar. Hafa þeir hvatt herinn til að sýna aga og forðast aftökur. Henry Namphy, sem hrakinn var frá völdum um síðustu helgi, sést hér við hátíðarhöld sem fram fóru 7. febrúar 1987 í tilefni þess að eitt ár var liðið frá því að Jean-Claude Duvalier fór frá völdum. Sévardnadse lofar afstöðu Dana GRAND HÓTEL í hjarta Káupmannahafnar 142 nýuppgerð herbergi með baði, sjónvarpi, síma og míníbar, aðeins 5 min. gangur frá Aðaljárnbrautarstöðinni, Ráðhústorginu og Strikinu. HAUSTTILBOÐ: Eins manns herbergi, ein nótt frá d.kr. 440 (ísl. kr. 2.860), tveggja manna herbergi, ein nótt frá d.kr. 520 (ísl. kr. 3.380) (gengi 19/9 ’88). MORGUNMATUR INNIFALINN. Pöntun og upplýsingar í síma 666627 eða beint á hótelið, 90-45-1-313600. VIÐ TÖLUM ISLENSKU. Hlín Baldvinsdóttir hótelstjóri GRAND HOTEL OPENHAGE Vesterbrogade 9, 1620 Kobenhavn V, tel. 1-313600 N Yerevan lokað Sovésk lögregla og hermenn hafa að því er viröist hafiö aö- gerðír til þess að stöðva óeirðir milli þjóðarbrota í Armeníu og Azerbajdzhan. Greint var frá þessu af sovésku fréttastofunni Tass en ekki getiö nánar um hvers konar aðgerðir væri að ræða. Átökin á sunnudaginn hófust í þorpinu Khadzhaly fyrir utan höfuöborg Stepanakert, höfuð- borg Nagomo-Karabakh, þegar Azerbajdzhanar og Armenar börðust með byssum og hnífum. í gær söfnuðust tvö hundruð þús- und manns í Yerevan, höfuöborg Armeníu, til mótmælaaðgerða. Borginni hefur verið lokað fyrir erlendum fréttamönnum um óá- kveðinn tíma. Nokkrum verk- smiöjum var lokað í gær og sam- göngur lágu að hluta niðri. Kröföust mótmælendur þess að Azerbajdzlianar, semsegjast vera ofsóttir af Armenum, hættu að streyma til Nagomo-Karabakh. Armena grunar að fólksflutning- amir séu til þess að breyta hlut- föllum þjóðarbrotanna S hérað- inu. Armenar, sem em 1 meirihluta í Nagomo-Karabakh, kreíjast þess að héraðið verði sameinað Armeníu. EGÍLL VILHJÁLMSSON HF. Smiöjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 ri Jeep EIGUM NÚ AFTUR ÖRFÁA JEEP CHER0KEELAREDO - sérlega vel útbúna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.