Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. Spumingin Hver finnst þér að eigi að verða næsti forsætisráð- herra? Guðveig Vilhjálmsdóttir: Það veit ég ekki. Þeir eru allir farnir sem ég hefði treyst til þess. Gunnar Sigurðsson: Steingrímur Hermannsson. Honum er einum treystandi. Stella Benediktsdóttir: Ég treysti mér ekki til þess að nefna neinn. Það er engum þeirra treystandi. Laufey Guðmundsdóttir: Steingrím- ur Hermannsson alveg tvímælalaust. steinn Pálsson eigi að vera áfram Lesendur DV Páfi kyssti ekki jörðina: Ekki allir jafnir fyrlr guði? Jóhannes Páll páfi II við komuna til Harare í Zimbabwe - þar sem hann kyssti afríska jörð i fyrsta sinn. Kristján hringdi: Þar sem hans heilagleiki Jóhann- es Páll II kemur er hann vanur að láta það verða sitt fyrsta verk að kyssa á jörðina þegar hann stígur úr flugvélinni sem flytur hann. Nú brá svo við um daginn að flugvél hans heilagleika þurfti að lenda í Suður-Afríku vegna einhverra ástæðna sem ég kann ekki að rekja. En þangaö-var för hans „alls ekki heitið" eins og sagði í fréttum um máliö. Þá brá páfi út af heföinni og kysstijörðina hvergi. Suður-Afríka er sennilega ekki þess verö að guðs- maðurinn kyssi jörð þar. Mér þykja þetta vera kynleg viðbrögð hjá páf- anum ef hann er með þessu að mótmæla stjórnarfari í Suður- Afriku og það tel ég líklegt. Hann ætti þó að gæta þess að í Suður- Afríku búa mun fleiri svartir menn en hvítir og með því að sleppa jarð- arkossinum er hann einungis að segja sem svo að þar sé ekkert fyr- ir hann að gera, þar verði ekkert blessað (a.m.k. ekki í þessari ferð)! í því ríkinu sem hann ætlaði til, Afríkuríkinu Lesotho, er herfor- ingjastjórn (sem ekki er í Suöur- Afríku) og hún grimm. Og þar kyssti páfi jörðina eins og ekkert væri. - Eru þá ekki allir jafnir fyr- ir guði eftir allt? Guðmundur í Gallerí: Frábærsýning Gestur skrífar: Ég tók mér tak um helgina síö- ustu og kom við á nokkrum sýn- ingum af ýmsu tagi sem haldnar eru hér í borgnmi. í Gallerí Holiday Inn er mjög athyglisverö sýning Guðmundar Karls Ás- björnssonar listmálara. Guð- mundur er enginn nýgræðingur i listinni. Hann hefur málað mik- ið og haldið margar einkasýning- ar hér á landi og erlendis, ásamt því að hafa tekið þátt í sarnsýn- ingum. Sýningin sem stendur yfir á Holiday Inn er einkar falleg sýn- ing og gefur mjög góða innsýn i færni hans á sviði vatns- og pa- stellita. En þarna eru einnig olíu- myndir. Mér fannst mikið til koma að sjá þessa sýningu og það er yfir henni heföarbragur, eins konar „aristókratískur" blær- en um leið einhver kyrrð og óvenjulegt andrúmsloft, sem maður verður ekki svo oft var við hér á landi á sýningum. Guðmundur Karl er ekki ein- göngu góður og íjölhæfur málari, hann er líka sérhæfður í viðgerð málverka og hefur verið falin við- gerð dýrgripa, sem orðið hafa fyr- ir skemmdum, þ.á.m. verk eftir meistara Salvatore Dali. Slik verk eru ekki sett í hendur neinna aukvisa á því sviöi. Að mati margra kunnáttu- manna hefur Guðmundur Karl þegar náð mjög langt með færni sinni i meðferð lita og má líkja honum við suma þá erlendu klassísku málara, sem sækja efnivið sinn til náttúrunnar og manneskjunnar sjálfrar. - Ég hvet alla þá sem hafa unun af góðum vinnubrögðum í málun og teiknun að skoða sýningu Guð- mundar í Gallerí Holiday Inn. Gott starf hjá skipulagsnefnd JB skrifar: Nýlega dreifði Borgarskipulag Reykjavíkur korti af Laugarnes- og Langholtshverfi til íbúa hverfanna. Vill bréfritari vekja athygli á að það hefur fallið í góðan jarðveg meðal íbúa þessa svæðis. Sérstaklega er áhugavert hvernig borgin ætlar að skipuleggja Laugar- dal sem útivistarsvæði. Grasagarð- urinn í dalnum er til fyrirmyndar. Bréfritari vill þó ekki fjölga þeim húsum sem fyrirhugað er að byggja á svæðinu heldur að lögð verði áhersla á að rækta upp skógarlund í Laugardalnum. Skipulagsnefnd Reykjavíkurborg- ar hefur nýlega gert aðalskipulag fyrir næstu 20 árin, þar sem þróun byggðar er ákveðin. Skiptir það miklu máli fyrir alla aðila hvort held- ur þeir þurfa lóðir undir íbúðarbygg- ingar eða iðnaðarhúsnæði. Er mikil þörf á að aðalskipulagið verði kynnt sem allra best. Að lokum vill bréfritari lýsa ánægju sinni með þá lausn sem kom- in er á Skúlagötusvæðinu með íbúða- byggingum og á Meistaravöllum, þar sem skemmur voru áður mikil óprýöi. - Reykjavík verður því fal- legri borg með hverju árinu. „Áhugavert hvernig borgin ætlar að skipuleggja Laugardal sem útivistar- svæði.“ Hreiðar Jónsson skrifar: Hér eru nokkrar tillögur, sem ég vildi koma á framfæri, ef þær mættu verða umræðugrundvöllur nú eða síöar. Tillögurnar sem eru í 12 liðum eru eftirfarandi: 1. Brjóta upp landbúnaðarkerfið með það fyrir augum að gera bændur og bændasamtökin ábyrg fyrir rekstri. - Hætta greiðslum útflutn- ingsbóta og niðurgreiðslum og láta markaðinn ráða verðlaginu. 2. Afnema verðtryggingu lána og halda vöxtum innan við 20% á meðan fullu jafnvægi er náð. - Einnig að vinna aö því að afnema alla vísitölu á meðan endurskipulagning fer fram. 3. Endurskoða varnarsamninginn, með það fyrir augum að setja gjald á varnarliðiö, og að það greiði fulla tolla og söluskatt af þeim vörum sem það flytur til landsins. 4. Vinna áfram að sölu ríkisfyrir- tækja og ríkisbanka. 5. Endurskoða rekstur Seðlabank- ans, með það fyrir augum að minnka umsvif hans og völd. - Kanna hvort honum beri ekki að skila því íjár- magni sem hann hefur sölsað undir sig. Athuga hvort auðsöfnun bank- ans sé ekki langt umfram það sem eðlilegt getur talist. 6. Stofna sjóð sem komi því fólki til hjálpar sem er fórnarlömb síðustu síðustu stjórnarstefnu. 7. Setja höft á innflutning, á meðan jöfnuði við útlönd er náð. 8. Láta fara fram úttekt á fisk- vinnslunni og veita aðeins fjármagni í þau fyrirtæki sem hafa sannanleg- an rekstrargrundvöll, en láta hin fara á hausinn eða selja þau til þeirra sem ráða við reksturinn. 9. Skattleggja hinn siðlausa verð- bólgugróða íjármagnseigenda, einn- ig verslunarhallir, bankana og síðast en ekki síst gráa markaðinn sem ætti reyndar að loka. 10. Kanna verðmyndun innfluttrar vöru vegna óhóflegs verðlags miðað viö önnur lönd. 11. Draga saman í ríkisrekstri og minnka samneysluna svo að útgjöld veröi í samræmi viö tekjur ríkis- sjóðs. 12. Láta athuga hve mikið af eigin fjármagni fyrirtækja hefur farið í greiðslu vaxta og veröbóta af verð- tryggðum lánum. Þessar tillögur eru allar fram- kvæmanlegar - og án kjaraskerðing- ar. Það þarf aðeins pólitískan vilja til. Bréf til Óla blaðasala Óli Þorvaldsson kom: Hinni kunni Óli Þorvaldsson blaðasali leit við hjá lesendasíðu blaðsins og mæltist til þess, að eftirfarandi bréf, sem hann fékk sent frá Sauðárkróki, dags. 14. ág. sl. yrði birt á síöunni. „Ágæti gestur. Þann 20. júlí sl. áttuð þér leið um Skagafjorð á hringferð yðar um landið. í hádeginu þann dag munuð þér hafa fengið yður súpu á Hótel Áningu á Sauðárkróki. Vegna mistaka gerðist það að þér voruð rukkaöur um fullt verð á súpunni, samkvæmt sérrétta- matseðli kr. 475.- Það hefur hins vegar verið venja okkar í sumar að bjóða hópum verulegan afslátt á mat, þegar pantaö er fyrirfram. Þetta viljum við hér meö leið- rétta, því ekki var það ætlan okk- ar að mismuna fólki. Sendum við yöur hér hjálagt 200 kr. og nemur sú upphæð rúmlega þeirri upp- hæð er við veitum yflrleitt í af- siátt. Vonum við að þetta hafi ekki komið að sök og þér hafið átt ánægjulega dvöl hér í Skaga- firði. Veriö ávallt velkominn á Hótel Áningu á Sauðárkróki og kær kveðja. Jón Gauti Jónsson Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15 eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.