Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 36
44 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. Fréttir_______________________________________________dv „Ég tók vel á laxinum, flugan var líka vel fost“ - sagði Úlfar um stærsta lax sumarsins, 29 punda hæng „Viöureignin við laxinn stóð yfir í hálftíma og ég tók vel á því flugan var vel föst í hon- um,“ sagði Úlfar Sveinbjöms- son en hann fékk, eins og við sögðum frá í gær, stærsta lax sumarsins, 29 pund, úr Iðu í Ámessýslu. „Laxinn hktist mest lúðu svo svakalega breið- ur var hann. Ég var búinn að lengja fluguna sem hann tók hún var orðin eins og streamer. Þegar laxinn var kominn á land hélt ég hann vera um 25 pund en þegar ég var farinn að bera hann fann ég að hann var þyngri. Kristján Gíslason og Pétur Georgsson komu og vigt- uðu laxinn, 14,5 kíló, það fór ekki á milli mála. Laxinn var ekki mjög leginn," sagði Úlfar að lokum. -G.Bender Þingeyri: Kaupfélag Dýrfirð- inga innsiglað - vegna vanskila á staðgreiðslu- og söluskatti Úlfar Sveinbjörnsson með stærsta lax sumarins af Iðunni, 29 punda hæng, sem tók thunder and lightning flugu númer 6 og stóð viðureignin yfir í hálftíma. DV-mynd Óli P. Friðþjófsson Jaröarfarir Ragnar Gísli Thorvaldsson rafvirki lést 16. september sl. Hann var fædd- ur 2. ágúst 1927. Foreldrar hans voru Thorvald Gregersen járnsmiöur og Marín Magnúsdóttir úr Grindavík. Ragnar starfaði hjá Landsvirkjun. Hann gaf sig mikið að hestamennsku og var áhugasamur meðlimur í Fák og jafnframt dyggur starfsmaður í ferðalögum og á mótum félagsins. Útför hans fer fram fimmtudaginn 22. september kl. 13.30. Guðrún Bjartmarsdóttir þjóösagna- fræðingur lést 13. séptember sl. Hún var fædd 3. júh 1939 á Sandi í Aöal- dal. Foreldrar hennar voru Hólm- fríður Sigfúsdóttir og Bjartmar Guð- mundsson. Guðrún lauk prófi frá Kennaraskóla íslands og síðar BA og cand. mag. prófi frá HÍ. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Þorkeh Steinar Ellertsson. Þau hjónin eign- uðust fjögur börn. Útfór Guðrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Gunnfríður Jóhannsdóttir sauma- kona, sem andaðist á Dalbraut 2712. september, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 21. septem- ber kl. 15. Baldur Einarsson, fyrrv. bifreiða- stjóri, Skúlagötu 66, verður jarðs- unginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 22. september kl. 15. ÚtfÖr Þorbjargar G. Jensdóttur, Bakkagerði 6, Reykjavík, verður gerð frá Bústaðakirkju fóstudaginn 23. september kl. 13.30. Gunnar Valgeir Stefánsson, Bræðra- borgarstíg 36, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. september kl. 10.30. ÚtfÖr Margrétar Sigurðardóttur Briem fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 22. september kl. 10.30. Jarðsett verður frá Stokks- eyrarkirkju sama dag kl. 15. Andlát Svavar Erlendsson, Iðufelli 10, Reykjavík, andaðist í Landakotssþít- ala sunnudaginn 18. september. Ragnheiður Jóhannsdóttir, Faxa- skjóh 14, Reykjavík, lést þann 20. september. Eiríkur Guðlaugsson, Shfurteigi 5, Reykjavík, andaðist 20. september í Landakotsspítala. Ráðstefnur Ráðstefna um tölvuforrit Interactivity er heiti á ráðstefnu um tölvuforrit sem haldin veröur í Haag í Hollandi dagana 5.-7. október nk. Á ráð- stefnunni verður m.a. fjallað um þróun tölvutækninnar og þær breytingar sem leiða af aukinni notkuri í samskiptum, námi og þjálfun, um flutning tölvuforrita og notkun frá einu menningarsvæði til annars, um þýðingar á forritum, um breyttar kennsluaðferðir við aukið fram- boð á forritum, um fjarkennslu og notkun forrita í söfnum og bókasöfnum svo nefnt sé eitthvað af þvi sem fjallað verður um. Fyrirlesarar eru frá 11 löndum og kynna- þeir efni sem þeir eru að vinna við og leiða vinnufund eftir fyrirlestur. Meðal þeirra er Jón Torfi Jónasson, dósent við Háskóla Íslands. Þátttakendur geta valið sér efni eftir áhuga því nokkur erindi verða flutt á sama.tíma. Upplýsingar eru veittar í Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, í síma 28088. Tilkyimingar Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Síðasta ferð félagsins i sumar verður Þingvallahringurinn. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöð BSÍ laugardaginn 24. september kl. 10, ekið um Suðurlands- veg að vegamófiun við Geitháls, þar beygt út af og farinn gamli Þingvallavegurinn (Kóngsvegurinn) og sveigt inn á nýja Nesjavallaveginn skammt austan við Dalland (Miðdal). Síðan verður ekið sem leið liggur um Mosfellsheiði fram hjá Hengli og um Sköflung að hverasvæðinu við Nesjavelh. Þar verður stansaö og virkjunin skoðuð, síðan ekið upp Grafn- ing og til Þingvalla. Frá Þingvöllum verð- ur farið með Þingvallavatni að austan- verðu niður Grímsnes og til Selfoss. Borðað verður á Hótel Selfossi, síðan far- ið um nýju Óseyrarbrúna, Þorlákshöfn og Þrengsli til Reykjavikur. Verð er kr. 2.000, matur innifalinn. Allar dyr Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri eru nú innsiglaðar vegna vanskila á söluskatti og staðgreiðslu- sköttum. Um er að ræða vanskil fyr- ir mánuðina apríl, maí og júní. Það var sýslumaðurinn á ísafirði sem innsiglaði kaupfélagið síðdegis í gær. Magnús Guðjónsson kaupfélags- stjóri sagði að heildarskuldirnar ásamt dráttarvöxtum og sektum næmu 13-14 milljónum króna. Hann kvaðst ekki geta tímasett hvenær málunum yrði kippt í lag en unnið væri að lausn þeirra núna. Kaupfélag Dýrfirðinga rekur auk verslunarinnar útgerð, frystihús og fiskimjölsverksmiðju. Gerir kaup- félagið út tvo togara, Framnes og Sléttanes. Kaupfélagið er langstærsti vinnuveitandinn á Þingeyri. Um 80% launafólks þar vinna hjá fyrirtækinu og eru um 200 manns á launaskrá hjá því. -JSS Bílamarkaður á laugardögum Fjöldi bílasala og bílaumboða auglýsir fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og öllum verðflokkum. Auglýsendur athugið ! Auglýsingar í DV-Bílar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Skáldakvöld í Norræna húsinu Besti vinur ljóðsins heldur skáldakvöld í Norræna húsinu nk. miðvikudagskvöld kl. 21. Þar koma fram átta skáld, flest af yngri kynslóðinni, en þeim til fulltingis verða Hannes Pétursson og Hannes Sig- fússon. Eftirtalin skáld lesa úr verkum sínum á skáldakvöldinu: Hannes Péturs- son, Hannes Sigfússon, Valgerður Bene- diktsdóttir, Ehsabet Jökulsdóttir, Finar Heimisson, Sjón, Ehsabet Þorgeirsdóttir og Ágúst Sverrisson. Öm Magnússon einleikari opnar kvöldið með píanóleik. Kynnir á skáldakvöldinu er Hrafn Jök- ulsson. Kaffistofa Norræna hússins verð- ur opin í tilefrii af skáldakvöldinu og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. Miða- verð á skáldakvöldið er 400 krónur. Vetrarstarf Krossins að hefjast Vetrarstarfið er að hefjast í Krossinum við Auðbrekku 2 í Kópavogi. Bamastarf vetrarins er hafið og fer það fram á sunnudögum frá kl. 16.30, á meðan al- mennar samkomur fara fram. Bama- starfiö er fólgið í kennslu og leik meö bömum allt frá þriggja ára aldri. Paul og Lilly Hansen em væntanleg til lands- ins og mun Paul predika á samkomum sem verða á fimmtudags-, fóstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30 og á sunnudag- inn kl. 16.30. Unglingamir vom á móti í Ölveri um síðustu helgi viö hinar bestu aöstæður og við mikinn fognuð móts- gesta og má segja að þar hafi vetrarstarf unglinganna hafist. Iceland Seafood Limited opn- ar söluskrifstofu i Frakklandi Iceland Seafood Limited, sölufyrirtæki sjávarafurðadeildar Sambandsins í Evr- ópu, hefur nú opnað söluskrifstofu fyrir Frakkland og Belgíu. Skrifstofan er í Boulogne-sur-Mer í Frakldandi og sölu- stjóri þar er Höskuldur Ásgeirsson við- skiptafræðingur. Opnun þessarar nýju söluskrifstofu tengist aukinni eftirspum og mikihi söluaukningu á íslenskum sjávarafurðum í Evrópu. Fyrstu átta mánuði þessa árs varð 58% söluaukning í magni til Frakklands hjá Iceland Sea- food LTD, en um 55% aukning að verð- mæti miðað við franska franka. Salan fyrstu átta mánuðina í fyrra nam 42 millj- ónum franka en 65 núlljónum á sama tíma á þessu ári. Námskeið Ferðamálanámskeið í Menntaskólanum í Kópavogi Menntaskólinn efnir nú, þriðja veturinn í röð, til kvöldnámskeiða um ferðamál. Þar sem ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein hér á landi er þörf á auk- inni menntun starfsfólks í ferðaþjónustu. Vih Menntaskólinn i Kópavogi koma til móts við þær þarfir með þvi að starf- rækja sérstaka feröamálabraut fyrir nemendur skólans og auk þess með því að efna til sérstakra kvöldnámskeiða fyr- ir almenning. Námskeiðið á haustönn verður í október og nóvember. Nám- skeiðin eru ætluð bæði þeim sem þegar vinna við ferðaþjónustustörf til að auka þekkingu þeirra og viðsýni og einnig eru námskeiðin tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna í ferðaþjónustu í fram- tíðinni. Ferðalög Gengið ofan úr Blá- fjöllum niður í Gróf Fimmtudaginn 22. september stendur Náttúruverndarfélag Suðvesturiands fyrir göngu frá Bláfjallaskálanum niður í Heiðmörk, um EUiðaárdal, Fossvogsdal, með Fossvogi, ÖsKjuhhð og niður í Gróf- ina. Lagt verður af stað frá Bláfjallaskál- anum um kl. 8 um morguninn. Reyndir fararstjórar skiptast á mn að leiða gönguna. Ætlurún er að vera við Foss- vogsskóla um kl. 16 og í Grófinni um kl. 18. Öllum er boðið að slást í fór í lengri eða skemmri tima eftir ástæðum eða nýta sér gönguna á annan hátt. Tilgangur ferðarinnar er að kanna þessa bráð- skemmtilegu gönguleið og vekja á henni athygli en einnig mætti nota hana sem skíðagönguleið á vetuma. Fundir Kvenfélag Óháða safnaðarins Fundur verður haldinn í safnaðarheimil- inu Kirkjubæ fimmtudaginn 22. septem- ber kl. 20.30. Fundarefni: Vetrarstarfið og kirKjudagurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.