Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 40
r 'j* FC| ET TT "T* /V K' T* I ■ ■L Mmmm ■ B jtr^k '%m3r |V I I mmJ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur, Fyrir besta fréttaskotið í hveri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Stuðningur Alþýðubandalagsins við Allt eins gott að mynda meirihlutastjóm staax segir Svavar Gestsson „Það liggur ekkert fyrir ura að Alþýöubandalagið sé tilbúið til þess. Við erum að tala um meiri- hlutastjórn," sagði Svavar Gestson um þá hugmynd um myndun minnihlutastjórnar sem rætt hefur verið um í stjórnarmyndunarvið- ræðum Steingríms Hermannsson- ar. í þessari hugmynd felst að Al- þýðubandalag og Stefán Valgeirs- son styðji minnihlutastjóm Fram- sóknar og Alþýðuflokks. Þessi minnihlutastjórn framkvæmi bráðaaðgerðir sem stuðningsaðil- amir leggja blessun sína yfir. Þegar bráðabirgðalög hafa verið sett hefj- ast svo aftur eiginlegar sljómar- myndunarviðræður þessara fiokka. Til þess að þetta sé mögulegt þyrfti Steingrímur að endurnýja umboð sitt hjá forseta íslands. Hann mun þá sækjast eftir umboði til að mynda minnihlutastjórn sem leitt getur til myndunar meiri- hlutastjórnar. „Okkar viðræður miðast fyrst og fremst við myndun meirihluta- stjómar. Við héldum þeim sam- tölum áfram í gærkvöldi og höldum þeim áfram í dag. Það er hins vegar Ijóst að sá meirihluti sem er fyrir þeirri ríkisstjóm gæti orðið knapp- ur.“ - Kæmi það til greina af hálfu Al- þýðubandalags að styðja minni- hlutastjóm Steingríms sem síðar gæti leitt til meirihlutastjórnar? „Ábyrgasta afstaðan er að mynda meirihlutastjórn. Athuga sem fyrst hvort þaö er hægt. Minnihluta- stjórn er alltaf á ábyrgð meirihlut- ans. Það er ekkert auðveldara að standa að minnihlutasljórn en meirihlutastjórn því þeir sem styðja hana eru hvort sem er að taka ábyrgð á verkum hennar.“ - Nú er talað um að brýnt sé að grípa til aðgerða, Kæmi ekki til greina að skjóta umræöum um sjálfan stjórnarsáttmálann aftur fyrir efhahagsaðger'ðirnar? „Þá verða aðgerðirnar að vera þannig að maður sætti sig við þær. Þá er spuming hvort það sé ekki eins gott aö mynda bara meiri- hlutastjórn strax,“ sagöi Svavar. -gse t t i i i t i í t t t t t t Stefán Valgeirsson: Steingrímur vildi fa mig í Framsókn „Eg skal ekki segja hvernig á að taka því en þegar ég kom til við- ræðna við Steingrím í gær sagði hann að þeir vildu fá mig í Fram- sóknarflokkinn. Ég tók þetta ekki of alvarlega enda stendur það ekki til. Nú emm við að undirbúa framboð um allt land,“ sagöi Stefán Valgeirs- son hjá Samtökum jafnréttis og fé- lagshyggju. Stefán sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvernig hann og hans fólk kæmi inn í stjórnarmyndunarumleitanir Steingríms. „Það hefur veriö rætt um að ef ''•* ekki verði mynduð ríkisstjórn i dag þá verði þessir flokkar að koma sér saman um þær aðgerðir sem þarf að gera á morgun. Lengur sé ekki hægt að bíða.“ -SMJ Ragnar Amalds: Stjómarmynd- unættieinsað ganga alla leið „Þetta er upphaf veislunnar sem við Ingi Björn eigum eftir að sitja,“ sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, þegar hann og Ingi Björn Albertsson, þingmaður Borgaraflokksins, sátu og snæddu saltfisk í Alþingishúsinu í gær. DV-mynd GVA „Ef á að fara yfir þann hjalla sem nú er framundan á annað borð ætti stjórnarmyndun eins að geta gengið alla leið,“ sagði Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalagsins, í samtali við DV í morgun þegar hann var spurður um möguleika á því að Alþýðubandalagið veitti minnihluta- stjórn Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks hlutleysi fyrst í stað. Taldi Ragnar að þær aðgerðir, sem lægju fyrir á næstunni, væru það mikil- vægar að ef um þær semdist væri eins hægt að semja alla leið. - En hefur þessi leið verið rædd? „Þetta er vissulega einn af þeim möguleikum sem hafa verið allan tímann á borðinu en hins vegar er þetta óljós valkostur.“ -SMJ Mikið um árekstra Mikið hefur verið um árekstra í Reykjavík undanfarna daga. í gær var lögreglu tilkynnt um átján árekstra. Um og yfir tuttugu árekstr- ar hafa verið á hverjum degi síðustu vikur. Þetta þykir lögreglunni mikið þar sem ætlast er til að fólk annist sjálftfrágang skýrslna í minni háttar umferðaróhöppum. Númer voru klippt af fimmtán til tuttugu bílum í gær vegna van- ræksluáaðalskoðun. -sme Framsókn og kratar: 3prósentgengis- felling eða aukn- ar verðbætur LOKI Lífið er saltfiskur - jafnvel í þinginu. Veðrið á morgun: Austanátt á landinu Austanátt verður á landinu á morgun, víða allhvasst austan- lands en hægari annars staðar. Rigning verður suðaustan- og austanlands og á annesjum á Norðausturlandi en að mestu þurrt annars staðar. Hiti á landinu verður 6-11 stig. Friðrik Sophusson segir í Morgun- blaðinu í dag að í útreikningum á áhrifum af tillögum Framsóknar og Alþýðuflokks sé gert ráð fyrir 3 pró- sent gengisfellingu þó ekkert sé greint frá því í þeim punktum sem flokkarnir hafa sent frá sér. Þetta mun vera að hluta til rétt. Afkoma sjávarútvegsins er á núlli í útreikn- ingunum. Til þess að fá þá útkomu þarf að bæta við þá punkta sem þeg- ar hafa verið lagðir fram um 3 pró- sent gengisfellingu eða um 300 millj- ón króna auknum verðbótum. Verð- bæturnar hafa sömu áhrif fyrir sjáv- arútveginn og gengisfelling. Þær koma hins vegar ekki fram í verð- lagi. Ef gengið yrði fellt yrði verð- bólguhraðinn á næstu þremur mán- uðum um 15 prósent í stað 13 pró- senta eins og útreikningar flokkanna segja til um. -gse t t t 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.