Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. 41 Lífsstm Landsbyggðin borgar meira - dýrara fyrir fólk úti á landi að senda böm í skóla Mjólk á síðasta söludegi er 7-8 daga gömul. Nióurstöður rannsókna sýna að mjólk stenst þær kröfur sem gerðar eru til hennar um heilbrigði og geymsluþol. Kröfur um lágmarksgerlainnihald hafa og verið hertar á undanf- örnum árum. Er nýmjólk ný mjólk? - réttmeðferð frá kú til kaupanda mikilvæg Menntun er besta fjárfesting sem völ er á. En menntun er misdýr eftir því hvar á landinu kaupandinn er bú- settur. Margir foreldrar úti á landi eiga ekki annarra kosta völ en að senda börn sín burt í heimavistar- skóla, bæði til þess að ljúka skyldu- námi og eins ef um framhaldsskóla er að ræða. „Það má segja að manni sé gert ókleift að setja börnin sín til Neytendur mennta, þessi kostnaður verður mörgum hreinlega ofviða,“ sagði húsmóðir á Tálknafirði í samtali við neytendasíðuna. „Þetta væri ekki hægt ef krakkarnir ynnu ekki fyrir þessu sjálfir að mestu leyti,“ sagði móðir á Austfjörðum sem á tvö börn í menntaskóla. Kostnaður allt að 100 þúsund á hvern nemanda Nemandi, sem stundar nám í 9. bekk, fjarri heimili sínu, þarf í vetur að greiða um 75.000 krónur í fæöis- kostnað. Auk þess þarf að greiða um það bil 7.000 krónur í ýmis gjöld til skólans. Nemendur í skyldunámi þurfa aðeins að greiða efniskostnað í mötuneytum. Hið opinþera greiðir vinnulaun. Ferðakostnaður nemandans, sem um er rætt, er að sjálfsögðu afar misjafn en getur verið á bilinu frá 10-20.000. Ríkið greiðir ekki niður ferðakostnað nemenda á grunn- skólastigi. Heildarkostnaður í þessu dæmi verður því á bilinu 85-100 þús- und krónur fyrir veturinn. Einn greiðir meira en annar, lítil dæmisaga Tökum dæmi af nemanda sem stundar nám við menntaskóla í Reykjavík. Hann býr heima hjá for- eldrum sínum og ferðast með stræt- isvagni í skólann. Tvisvar í viku þarf hann að fara í leikfimitíma annars staðar. Bókakostnaður og skólagjöld nema samtals 28.000 krónum. Heild- arferðakostnaður yfir veturinn er 11.200 krónur, eða um 400 krónur á viku. Með reglusemi og sparnaði eyð- ir hann einungis 1600 krónum á viku í skyndibita, bíóferðir og vasapen- inga. Heildarkostnaöur hans vegna skólans nemur því 84.000 krónum yfir veturinn. Vinur hans á Egilsstöðum fer til Akureyrar Tökum annað dæmi af nemanda sem er búsettur á Egilsstöðum og stundar nám við Menntaskólann á Akureyri. Hann býr á heimavist skólans og greiðir fyrir það 16.000 krónur yfir veturinn. Bókakostnað- ur og skólagjöld nema 28.000 krón- um. Hann er í fullu fæði í mötuneyti skólans og greiðir fyrir það um 100.000 krónur fyrir heilan vetur. Hann flýgur þrisvar sinnum yfir veturinn milli Egilsstaða og Akur- eyrar. Fyrir það greiðir hann sam- tals 12.000 krónur með námsmanna- afslætti. Hann temur sér reglusemi að hætti félaga síns í Reykjavík og eyðir því aðeins 1600 krónum á viku í vasapeninga. Heildarkostnaður hans vegna skólans nemur því um 200.000 krónum yfir veturinn. Hið opinbera greiðir vinnu- laun í mötuneytum. Ferða- og dvalarstyrkir greiddir fyrir nemendur á framhaldsskóla- stigi Þeim nemendum, sem eiga ekki annarra kosta völ en að sækja nám á framhaldsskólastigi fjarri heimili sínu, er greiddur svokallaður dreif- býlisstyrkur. Styrkjum þessum er úthlutað af námsstyrkjanefnd á veg- um menntamálaráðuneytisins. Ef okkar maður frá Egilsstöðum hefði átt rétt á styrk af þessu tagi, sem hann á ekki vegna þess að mennta- skóli er á Egilsstööum, hefði hann fengið í fyrra 6.800 krónur í ferða- styrk fyrir báðar annir og um 6.000 krónur í dvalarstyrk. Samtals 12.800 krónur. Hlutfall milli styrks og raun- verulegs kostnaðar hefur i raun lækkað á undanfórnum árum því aö fjárveitingar til þessa liðs á fjárlög- um hafa verið óbreyttar að krónu- tölu undanfarin ár. Upphæð styrks- ins er auk þess breytileg eftir flölda umsækjenda. Þegar mikil aðsókn er að skólum, eins og nú í haust, má búast við að styrkurinn lækki enn að raungildi. Siguröur Viðar, kennari við Lauga- skóla í Þingeyjarsýslu, sagði í sam- tali við DV aö síðastliðinn vetur hefði styrkupphæð fyrir nemendur á framhaldsstigi numiö 8-16.000 krón- um eftir því hversu langt að komnir nemendur hefðu verið. Framlag hins opiribera er því aöeins lítið brot af heildarkostnaði. -Pó Mjólk sem neytandi kaupir á síð- asta söludegi í verslunum á höfuð- borgarsvæöinu er að jafnaði 7-8 daga gömul. Til þess að neytandinn geti treyst því aö hann fái góða vöru er mikilvægt aö mjólkin fái rétta með- ferð allt frá kú til kaupanda. Gæðaeftirlit með nýmjólk hefur verið hert mjög á undanförnum árum. Nú er leyfilegur hámarks- gerlaflöldi í fyrsta flokks mjólk 100 þúsund, en var 500 þúsund fyrir fáum árum. Aukin tankvæðing á mjólk- urbúum og bætt kæliaðstaða hafa gert það að verkum aö gæði mjólkur eru ekki eins háð aldri hennar og áður. Nú er verið aö leggja síðustu hönd á rannsókn á geymsluþoli mjólkur frá öllum mjólkurbúum á landinu. Endanlegar niðurstöður liggja þó ekki enn fyrir. „Gegnumsneitt má segja að mjólk- in standist þær kröfur sem gerðar eru til hennar um geymsluþol, heil- brigði og heilnæmi," sagöi Franklín Georgssson, gerlafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins, í samtali við neytendasíðu DV. Geymsluþol mjólkur er almennt 5-6 dagar frá gerilsneyðingu. Mjólkursamlögin hafa sitt eigið gæðaeftirlit og er fylgst grannt með öllum innleggjendum. Hreinlæti, kæliaðstaða og notkun fúkkalyfja eru allt þættir sem geta haft áhrif á gæði mjólkur frá fram- leiðanda. Það hefur verið stefna hins opinbera að innra eftirht mjólkur- samlaganna væri sem öflugast. Holl- ustuvernd ríkisins ásamt Heilbrigð- iseftirlitinu veita síöan aðhald á lokastigi framleiðslunnar. Að sögn Franklíns Georgssonar hefur þetta eftirlit samlaganna gefiö góða raun. -Pá Sendlar óskast á afgreiðslu DV nokkra daga vik- unnar. Uppl. í síma 27022 Menntun er misjafnlega dýr eftir þvi hvar sá sem vilt mennta sig er búsettur á landinu. Framlag hins opinbera til þess að jafna þennan kostnað fer minnkandi. Kurteisi kostar ekki neitt - saga af skemmdum gosdrykk og sviknum hera Guðbjörg Guðnadóttir hafði sam- band viö neytendasíðuna og sagði frá viðskiptum sínum við tvö fyrir- tæki sem veittu að hennar mati mismunandi góða þjónustu. „Það var í ágúst í sumar að hald- ið var upp á afmæli á heimilinu. Sitthvað var keypt fyrir afmælið og þar á meðal grape frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Afmælið var komið í fullan gang þegar stúlka, sem hjálpaði til eldhúsinu, kom og sagði að grapeið væri ör- ugglega skemmt. Ég smakkaði og það reyndist vera ódrekkandi. Dag- inn eftir haföi ég samband við markaðsstjóra. Egils Skallagríms- sonar og sagöi frá þessum óförum mínum. Maðurinn var mjög kurt- eis og spurði hvar ég byggtog hvort ég yrði heima þennan dag. Seinna um daginn birtust svo tveir menn frá Agh og athuguðu máliö. Þeir báðust afsökunar og færðu mér 3-4 sinnum meira magn af gosdrykkj- um í stað þess sem haföi verið skemmt. Þeir þökkuðu mér sérlega fyrir að láta vita, þvi það væri ekki gott til afspurnar fyrir fyrirtækið þegar svona kæmi fyrir.“ Guðbjörg hafði aðra sögu að segja af samskiptum sínum við annað fyrirtæki. „Nóatún heitir verslun sem nýlega keypti verslun á Lauga- vegi 116, þar sem Sláturfélagið var áður. Ég vinn ásamt fleira fólki á vinnustað nálægt Hlemmtorgi og við keyptum stundum matar- skammta í Sláturfélaginu. Einn daginn kom ég í Nóatún og keypti mér hálfan skammt af sviknum héra. Á leiöinni i vinnuna aflur fann ég alltaf mjög vonda lykt sem ég hélt aö væri í loftinu. Þegar ég kom í borðstofuna og ætla að fara að næra mig, varð ljóst að þessi vonda lykt var af matnurn sem ég haföi keypt. Ég mátti því fleygja matnum. Svangur magi þann dag- inn. Seinna um daginn hringdi ég í Nóatún og talaði við afgreiðslu- manninn í kjötborðinu og kvartaði yfir þessu. Hann svaraði aö þetta gæti ekki verið. Enginn heföi kvartað undan matnum nerna ég, en bauðst til þess að endurgreiða mér. Nokkmm dögum síðar kom ég í verslunina og vildi fá endur- greitt. Þá sagöi maðurinn mér að fleiri heföu kvartað og hráefnið í matnum heföi reynst skemmt. Maðurinn gekk með mér að kass- anum og sagöi afgreiðslustúlkunni að endurgreiða mér 125 krónur, sem háffi skammturinn haföi kost- að. Ekki datt honum í hug að bera fram afsökunarbeiðni.“ sp^vcí' ^ Krínglunni W ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.