Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. Fréttir Stjómarmyndimartikaimlr Steingríms: Alþýðubandalagið hefur áframhaldið í hendi sér - Borgaraflokkur til viöræðu seiuna „Hvorugur þessara aðila sagði nei. Líkurnar til þess að mér takist að mynda meirihiutastjórn hafa alls ekki versnað," sagði Steingrímur Hermannsson eftir fundi sína með Stefáni Valgeirssyni og fulltrúum Borgaraflokks í gær. Niðurstaða fundanna varð að Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn muni freista þess aö halda áfram með viðræður við Al- þýðubandalag. Hugsanlegu sam- starfi við Borgaraflokkinn var síðan haldið opnu þar til einhver niður- staða kæmi fram í þeim viðræðum. Stefáni Valgeirssyni var boðið að ganga aftur í Framsóknarflokkinn en hann hafnaði því. Hann lýsti því hins vegar yfir að hann væri jákvæð- ur fyrir viðræðum um hugsanlegan stuöning við meirihlutastjórn undir forsæti Steingríms. Eftir að Kvennalistinn hafnaði öll- um viðræðum um myndun meiri- hlutastjórnar með Framsóknar- flokki, Alþýðuflokki og Alþýðu- bandalagi eru tilraunir Steingríms í raun bundnar við afstöðu Alþýðu- bandalagsins. Samanlagt hafa þessir þrír flokkar 31 þingmann. Með Borg- araflokki yrðu þingmennirnir 38. Stefán Valgeirsson gæti tryggt stjórn þessara þriggja flokka meirihluta í sameinuðu þingi en hins vegar hefði stjórnin ekki meirihluta í neðri deild. „Það er alveg ljóst að ef við náum ekki samstööu við Alþýðubandalagið þá er þetta orðiö afar erfitt. Vitanlega má segja að þeir hafi þarna lykil- hlutverk," sagði Steingrímur. í morgun klukkan hálf ellefu hófst fundur þessara þriggja flokka þar sem rætt verður um hugsanlegt áframhald viðræðnanna. -gse Steingrímur J. Sigfússon um viöræður viö Framsókn og Alþýðuflokk: Flokkamir sammála um fjöldamargt í pakkanum - hafa rætt myndun minnlhlutastjórnar „Það kom okkur mjög á óvart að ur er með umboö til að mynda er enn greinilegur ágreiningur Kvennalistinn var ekki tilbúinn aö meirihlutastjóm og þaö hlýtur að uppi. Það er öllumn Ijóst að viö ræða myndun meirihlutastjóraar vera hans aö meta hvað hann getur erum með mjög eindregnar kröfur eða myndun ríkisstjómar yfirleitt gengið langt með sitt umboð. En hvaö varðar samningsréttinn og nema þennan þjóðstjómardraum það er rétt að við höfum velt því kjaraskeröinguna. Við erum mjög sem þær hafa sett fram. Þetta uppíokkarsamtölumhvaðamögu- hörðáþvíprinsippi.Þarhefurauð- komst aldrei á þaö stig að málefni leikar gætu komið upp ef allir vitað ekki náðst neitt samkomulag. skiptu máli," sagði Steingrímur J. möguleikar á meirihlutastjórn En hins vegar er fjölda margt ann- Sigfússon eftir aö Ijóst var að reynast lokaðir en þaö er . of aö í pakkanum sem við höfum rætt Kvennalistinn var ekki tilbúinn til snemmt að segja tii um það á þessu og við erum mjög nærri samkomu- frekari viðræðna við Framsókn, stigi. lagi um. Mjög margt af því sem Alþýöuflokk og Alþýöubandalag. - Hafið þiö og blokk Framsóknar þeir eru með i pakknum er ættað - Hefúr möguieikinn á myndun og Alþýðuflokks nálgast í viðræð- úr samþykktum Alþýöubandalags- minnihlutastjórnar þessara flokka unum? ins,“ sagði Steingrímur. veriö ræddur? „Viö geröum það að þvi leyti að -gse „Nú er þaö þannig aö Steingrím- við einangruðum þau mál þar sem Ef Borgaraflokkurinn vill ekki ganga inn i viðræður Framsóknar, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags er Stefán Valgeirsson það hálmstrá sem tilraun- ir Steingríms Hermannssonar til að mynda meirihlutastjórn hangir á. Á myndinn hafa þeir Steingrimur og Halldór Ásgrímsson Stefán á milli sin. DV-mynd GVA sagoi Albert „Okkur miöaði ekki aftur á bak og heldur ekki mikið áfram. Þetta er í biðstöðu eins og var í upp- hafi,“ sagði Albert Guðmundsson að afloknum fundi hans, Júlíusar Sólnes og Óla Þ. Guðbjartssonar með Steingrími Hermannssyni, „Við þekkjum ekki neraa tvo flokka sem eru reiðubúnir að mynda stjóra Steingríms. Ég veit ekki hver þriðji flokkurinn á að veröa. Við erum ekki reiðubúnir að gefa svar fyrr en við vitum hver það er. Við höfnum ekki neinum viöræðum," sagði Albert. Hann sagði hugmyndir nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks, Borgarflokks og Alþýðubandíúags vera hugmyndir eins og hverjar aðrar. Þetta væri ágiskun á vænta- lega stöðu upp. ef Steingrímur gæfist Ber fúlK traust til Alþýðuflokks - segir Steingrímur Hermannsson „Eg ætla ekkert að segja um þetta á þessu stigi. Við Alþýðuflokkurinn stöndum að sumu leyti nokkuð sam- an í þessu af því að við höfðum meiri tíma til að samræma okkar sjónar- mið. Ég ber fullt traust til Alþýðu- flokksins í þessu sambandi. En að sjálfsögðu getur allt komið upp í þessu seinna,“ sagði Steingrímur Hermannsson um hugsanlega ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks, Borgara- flokksogAlþýðuflokks. -gse í dag mæ]ir Dagfari Allir að tala við alla Stjórnarmyndunarþófið hélt áfram í gær en síðdegis var htlar fréttir að hafa af gangi mála. Virð- ist eitthvað hafa slegið á yfirlýsin- gagleði stjórnmálaforingjanna þriggja sem slógust um að komast í alla fréttatíma dagana sem þeir unnu aö því að sprengja samstarf- ið. Nauðug viljug varð þjóðina að þola stöðugar yfirlýsingar foringj- anna daginn út og daginn inn um allt og ekkert með þeim afleiðing- um að nú má almenningur ekki til þess hugsa að kosið verði á næst- unni með tilheyrandi argaþrasi vikum saman. Sumir vilja halda því fram aö fjölmiðlar hafi átt þátt í falli stjórnarinnar. Það er stutt þeim rökum að ef fjölmiðlar hefðu ekki verið svona aðgangsharðir við stjómarmenn og birt allt sem þeir sögðu og líka það sem þeir hugsuðu en sögðu ekki þá hefði þessi fjand- skapur ekki komið upp milli for- ingjanna þriggja. Aðrir eru þeirrar skoðunar að þótt hljóðnemi sé rek- inn upp að nefi manna þýði það ekki að hinir sömu þurfi að buna út úr sér öllu sem þeir vita hvað þá að þeir þurfi að romsa upp alls konar söguburði um aðra. En nú eru menn ekki alveg eins yfirlýsin- gaglaöir enda er veriö að reyna aö böggla saman stjórn en ekki sprengja. Alþýðubandalagið leggur mikla áherslu á að fá Kvennalis- tann inn í Steingrímu. Það má ekki til þess hugsa að konurnar fái að spila frítt í stjómarandstöðu með- an Alþýðubandalagið tekur þátt í óvinsælum ráöstöfunum. Þær eru hins vegar klókar sem fyrri daginn og vilja bara þjóðstjóm til að redda málum til bráðabirgða og láta svo kjósa sem fyrst. Þetta hst gömlu flokkunum ekki á því þeir eru log- andi hræddir við útkomuna. Stein- grímur heldur því áfram aö tala við Ólaf Ragnar og Jón Baldvin fylgir Steingrími í hvert fótmál enda kemst ekki rýtingurinn á milli þeirra tveggja þessa dagana. Albert talar við alla sem vilja yrða á hann eins og fyrri daginn en seg- ist ekki hafa hlaupið úr Sjálfstæðis- flokknum til þess að koma hér á kommúnisma í félagi við Ólaf Ragnar. Auk þess veröi minni- hlutastjóm Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks stærri en minni- hlutastjóm Framsóknar og krata þótt hún verði ekki eins stór og minnihlutastjóm krata, Fram- sóknar og Alþýðubandalags. Stefán Valgeirsson getur vel hugsað sér aö koma til hðs við A-flokkana og Framsókn gegn því að hann fái áfram að velta sér upp úr bitlingum í bönkum og sjóðum. Það er því fundaö í öllum homum dag og nótt. Matti Matt brá við skjótt þegar hann frétti til Seoul að stjórnin væri sprungin og flaug á 33 klukku- stundum heim. Mætti gustmikhl á leikvanginn hér heima því ef svo færi að Sjálfstæðisflokkurinn lenti í stjórn þá ætlaði Matti sér sæti í aðalhðinu en veit hins vegar af fyrri reynslu að til að ná í ráð- herrasæti þurfa menn að berjast með hnúum og hnefum því margir eru kahaðir en fáir útvaldir. En hvað Birgi varðar var hann ekki lagður upp í langflug til Kóreu þeg- ar ósköpin dundu yfir og hans ólympíuferö verður því ferðin sem aldrei var farin. Steingrímur tók sér þijá eða íjóra daga til aö mynda stjórn. Ef hvorki gengur né rekur verður hann að grípa til þess ráðs að fá góða mataruppskrift hjá Bryndísi og láta viðræður viö for- ystumenn annarra flokka fara fram við eldhúsborðið heima hjá sér. Allar hugmyndir varðandi stjórnarsáttmála, sem flokkarnir setja á blað, em samstundis stimpl- aðar sem trúnaðarmál svo öraggt sé að þeim verði dreift jafnharðan til fjölmiðla. Sérstaklega keppast sjónvarpsstöðvamar við að bregða á skjái einhveijum pappírum sem eru rækilega merktir sem trúnað- armál. Er það eflaust gert í þeim tilgangi að sýna sjónvarpsnotend- um það svart á hvítu hvað þeir sjónvarpsmenn eru duglegir við að hnupla leyniskjölum þótt stað- reyndin sé hins vegar sú að trúnað- arskjölum sem þessum er spreðað út í haugum til fjölmiðla sem þurfa ekki annað en rétta út höndina og taka á móti. En alltaf eru að koma fram nýjar hugmyndir í viðræðum flokkanna og ekki gefst tími til að sefja þær allar niöur á trúnaðar- pappíra. Viðtöl við fjölmiðla taka mikinn tíma frá pólitíkusunum enda er svo að sjá sem þeir hafi miklu meiri áhuga á að tala við fjöl- miðla en halda uppi löngum sam- ræðum sín á milli. Stöðugt er hins vegar hamrað á nauðsyn þess aö grípa til aðgerða nú þegar því allt sé að sigla í strand. Það væri kannski ráð að læsa forystumenn flokkanna inni og hleypa þeim ekki út fyrr en stjórn væri komin á koppinn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.