Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 32
40 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. T .ffastffl Ný náttúruminja- skrá komin út - Svæðum á skrá hefur fjölgað um 18 Steinataka er algeng meðal garðeigenda. Stundum eru steinar notaðir sem fyrir voru á lóðinni. Einnig er gjarna farið „út fyrir þæinn" og eitthvað fallegt fundið til að taka með heim. En þá er betra að vita hvert má fara. DV- mynd JAK Náttúruverndarráð er nú að gefa út svokallaða náttúru- minjaskrá í flmmta sinn. í bæklingnum er að finna kort og umsögn um friölýst svæði. Samkvæmt lögum um náttúru- vernd ber Náttúruvemdarráði að kynna sér eftir fongum nátt- úruminjar á landinu og semja skrá um þær. Heimilið Að þessu sinni er skráin gefin út í 5 þúsund eintökum. Yfir 3 þúsund eintökum er dreift til stofnana og einstaklinga um land allt. Þannig mun skráin eiga að berast öllum þeim sem eiga land sem er friðlýst eða skráð sem náttúruminjar. Bæklingurinn (skráin) birtist nú lesendum í nýjum búningi. Verulegar breytingar hafa ver- ið geröar á uppsetningu. í nýju útgáfunni er tekin upp sú ný- breytni að hafa aðeins eina skrá - allir landshlutar (kjördæmi) í sama bæklingi. Hveijum lands- hluta er síðan skipt í tvennt - annars vegar friðlýst svæði, hins vegar náttúmminjar. Friðlýst svæði nú 69 tals- ins í náttúruminjaskrá er að finna ömefnaskrá. Þar koma fram nöfn friðlýstra svæða og náttúruminja. Einnig er að Náttúruiiiinjaskrá Fimmta útgáfa 1988 Náttúruvérndatráð I fimmtu útgáfu náttúruminjaskrár er m.a. greinargott yfirlit yfir hin 69 friðlýstu svæði landsins. í vasa aft- ast i bæklingnum er stórt saman- brotið íslandskort með svæðunum merktum inn á. finna ömefni sem notuð eru í lýsingum á mörkum svæða. Kortumí náttúruminjaskrá hefur verið breytt frá því sem áður var. Áður vom í skránni tvö kort, annað sýndi friðlýst svæði en hitt náttúruminjar. Þessar upplýsingar hafa nú ver ið teknar saman á stórt lit- prentaö kort. Það er að finna í vasa aftast í skránni. Töluvert upplag af kortinu er til óbrotið. Þannig hentar það vel fyrir skóla og stofnanir. Friðlýst svæði á íslandi era nú 69 talsins og skiptast þau þannig: 2 þjóðgarðar 29 friðlönd 29 náttúruvætti 9 fólkvangar Á náttúruminjaskrá eru 273 svæði og hefur þeimfjölgað um 18 frá síðustu útgáfu. Náttúru- minjaskrá er dreift ókeypis og fæst hún á skrifstofu Náttúru- vemdarráðs á Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík. ÓTT Garðeigendur geta leitað sér upplýsinga Margir leita út í náttúrana til að verða sér úti um hluti til að skreyta garða sína með. Algengast er að steinar séu teknir fyrir gróðurbeð og t.d. við aðkomu húsa: En ekki er fólk alltaf á svæðum þar sem leyfilegt er að hreyfa við náttúranni. Þegar hraunhellur og steinar era teknir skilja þeir oftast eftir sig sár. Með þvi móti er líklegra að um upp- blástur verði að ræða. Fjörar eru einnig gengnar og þar er leitað fanga. Við akvegi era yfirleitt skilti sem gefa til kynna umgengnisreglur. Þaö vill þó brenna við að hliðarvegir séu merktir. Þannig geta landsvæði verið ómerkt þar sem ekki má hreyfa við jarövegi. í þessum tilfellum er heppi- legast að leita til landeigenda. Til að fullvissa sig enn frekar um umgengnisreglur á öllum svæðum landsins er ráölegast að verða sér úti um bækling Náttúravemdarráðs. í svokailaðri náttúraminjaskrá er að finna kort og umsögn um friðlýst svæði landsins. Með því móti að kynna sér þessa hluti verður best komist hjá leiðindum vegna slæmrar umgegni. Þannig þarf enginn að ganga um eða hreyfa við neinu í leyf- isleysi. -ÓTT. Hjá landeigendum og í náttúruminjaskrá er heppilegast aö leita sér upplýs- inga um steinatöku og söfnun muna úr náttúrunni í garðinn. DV-mynd JAK Öryggi heimilisins: Á síðustu tuttugu áram hafa ójarð- tengdar raflagnir ekki veriö iagðar í nýbyggingar. Eldri lagnir þurfa ekki að vera hættulegar. En þær þarf aö meta í ljósi nýrra krafna um öryggi. Eitt helsta öryggistæki heimila er lekastraumsrofi. Hann kemur þó ekki að tilætluðum notum nema raflögn sé jarðtengd. Ef bilun verð- ur í jarðtengdu tæki á lekastraums- rofinn að slá út - þannig er straurn- ur aö þvi rofinn. Mikilsvert er að vissa sé fyrir því hjá heimilisfólki að rofinn sé virk- ur. Það er gert meö því að þrýsta á prófunarhnapp á rofanum. Hann er oft merktur: P eða T. Ef rofinn er í lagi á hann aö slá úl Að því loknu er hann settur aftur inn. Lekastraumsrofinn rýfur strauminnefumeinangrunarbUun Æskilegt er aö heimilisfólk kynni sér notkun lekastraumsrofa. eða útleiðslu er að ræða á lögninni semgeturorsakaðbrunaogsnerti- lekastraumsrofinn rýfur strax aft- ar úr sambandi eða slökkviö á hættu. ur hafiö þá samband viö rafvlrkja. þeim. C. Setjiö lekastraumsrofann inn á Leiðbeiningar: Ef lekastraumsrofinn rýfur ekki ný. Rjúfi lekastraumsrofi straum strax aftur: D. Rofinnn rýfur jafnskjótt og bU- (slær út) má oft finna bUað raftæki A. setjið þá öry ggin inn eitt af öðru. aöa tækið er sett 1 samband. á eftirfarandí hátt Rofinn rýfur jafnskjótt og öryggi E. Fariö með biluð tæki á verk- A. Takið út öll greinivör (öryggi) í hins bUaöa hlutar er sett inn. stæði en kaUiö til rafvirkja ef bilun töflunni en ekki aðalvör. B. Takiö öU raftæki sem tengd eru er 1 lögn hússins. B. Setjiö iekastraumsrofan inn. Ef við hina bUuðu grein raflagnarinn- (Frá RafmagnseftirHti rikisins)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.