Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. AtASKA Lakkgljái er betra bón ! y Hefilbekkir, 6" afréttari, fundarborð og borð fyrir vinnustaði, frysti- og kæliskápar, strau- vél, Ijóskastarar og margt fleira. Söludeildin Borgartúni 1 sími 18000 Fyrirtæki og félagsamtök! Leigjum út sal fyrir vorfagn- aði, vörusýningar og samkomur. I\læg bílastæði! - Lyftuhús. Dvalarheimili aldraðra í Vík FORSTÖÐUMAÐUR Auglýst er staða forstöðumanns Dvalarheimilis aldr- aðra í Vík. Um er að ræða nýtt heimili. Forstöðumað- ur skal annast allan daglegan rekstur. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Mýrdalshrepps, Mýrarbraut 13, í Vík, fyrir 7. október nk. Allar nánari upplýsingar veita sveitarstjóri, sími 98-71210, og oddviti, sími 98-71232. MAZDA 626 2000Í-16 Til sölu Mazda 626 2000Í-16, árg. ’88, ekinn 13.000 km, 5 gíra, svarbrúnn, rafmagn í öllu, útvarp, kassetta, skipti á ódýrari at- hugandi. BÍLASALAN BUK Skeifunni 8 Simi 68-64-77. JUMBO 2000 BYGGINGARSÖG n—i—i——i—i—i—i—i—i—r 3 ha, 1 fasa Verð m/söluskatti og 5% staðgreiðsluafslætti kr. 34.443,- ISELCO SF., SKEIFUNNI 11 D - SÍMI 686466 IMönd Einar Baldvin Stefánsson, DV, Helsingborg; Ingvar Carlsson, forsætisráöherra og leiðtogi jafnaöarmanna, er ánægð- ur með niðurstöður þingkosning- anna í Svíþjóö á sunnudaginn þrátt fyrir að flokkur hans hafl tapað 1,3 prósentum miðað við kosningarnar 1985. Fylgi ílokksins nú var 43,7 pró- sent og mun hann sitja áfram við völd með stuðningi kommúnista. Carlsson telur flokkinn hafa fengið góða útkomu með tilliti til hversu mjög á brattann hann hafði átt að sækja vegna allra hneykslismálanna undanfarna mánuði. Carlsson segir einnig að kjósendur kunni greinilega vel að meta störf stjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum. Lars Werner, formaður kommún- istaflokksins, sem náöi öðrum besta árangri sínum frá stríðslokum meö 5,9 prósent greiddra atkvæða, þakkar árangurinn baráttu flokksins fyrir bættu umhverfi og réttlátari skipt- ingu þjóðartekna. Talsmenn græningjanna, sigurveg- ara kosninganna, með 5,5 prósent atkvæða, sem komust í fyrsta sinn á þing, segja úrslitin staðfesta áhyggj- ur fólksins vegna aukinnar mengun- ar sem og þörfina á sterkum um- hverfisverndarflokki. Dræm þátttaka Leiðtogar borgaraflokkanna eru að vonum óánægðir með útkomu sinna flokka nema Olof Johansson, for- maður Miðflokksins. Miðfiokkurinn var eini borgaralegi fiokkurinn sem bætti við sig fylgi, 1,5 prósentum at- kvæða. Hann þakkar það tillögum flokksins í umhverfisverndarmálum og tillögum til lækkunar matar- skatts. Bengt Westerberg, leiðtogi Þjóðar- flokksins, sem tapaði 2,1 prósenti, segir að dræm kosningaþátttaka, eða 83,3 prósent, hafi aðallega komiö nið- ur á borgaraflokkunum. Hann sakar auk þess jafnaðarmenn um ómál- efnalega kosningabaráttu. Carl Bildt, formaður Hægri flokks- ins, sem tapaði 3 prósentum, tekur í sama streng og segist eiga erfitt með að benda á ákveðin atriði sem skýri ósigur borgaraflokkanna. Hann bendir þó á að tillögur þeirra, til dæmis í skatta- og efnahagsmálum, hafi ekki fengið nógu mikla umræðu í kosningabaráttunni. Undrandi leiðtogar Bildt og Westerberg lýstu einnig yfir undrun sinni á því að öll hneykslin að undanförnu tengd jafn- aðarmönnum skyldu ekki hafa meiri áhrif á kosningaúrslitin en raun bar vitni. Alf Svensson, leiðtogi kristilegra demókrata, er ánægður með sinn hlut í kosningunum en flokkur hans fékk 3 prósent atkvæða. Hann fékk þó ekki menn kjörna á þing þar sem 4 prósenta lágmarkinu var ekki náð. Stjórnmálaskýrendur benda á að Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sviþjóð- ar, sé sá stjórnmálamaður sem njóti mests trausts. Carlsson, sem hér sést greiða atkvæði í þingkosningunum á sunnudaginn, er að vonum án- ægður rneð úrslitin. Símamynd Reuter Svensson bendir á að tímabært sé að endurskoða hið háa hlutfall atkvæða sem þurfi að lækka. Stjórnmálasérfræðingar í Svíþjóð benda á nokkrar skýringar á niður- stöðum kosninganna. í fyrsta lagi hafi það ávallt verið erfitt aö velta stjórn jafnaðarmanna úr sessi þegar árferði er gott, bæði í efnahags- og atvinnumálum. Kjós- endur hafi margir hverjir verið hræddir við breytingar og óttist til dæmis að skattalækkunartillögur borgaraflokkanna muni leiöa til minnkandi félagslegrar aðstoðar sem á sér langa hefð hér í Svíþjóð. Umhverfismálin mikilvæg Menn eru sammála um að um- hverfismálin hafi haft mikið vægi í kosningunum. Og nægir þar auövit- að að benda á fylgi græningja. Sela- og fiskadauði að undanfórnu hafi ugglaust hreyft við mönnum. Þó hefur það komið á óvart að græningjar virðast ekki hafa tekið fylgi sitt frá jafnaðarmönnum, sem verið hafa ábyrgir fyrir umhverfis- málum undanfarin sex ár, heldur frá borgaraflokkunum. Þá benda menn á hið opinbera leyndarmál að jafnaðarmenn kjósa margir hverjir flokk kommúnista svo að hann nái 4 prósenta lágmark- inu og geti orðið stuðningsflokkur þeirra við myndun ríkisstjórnar. Hafi það ekki síst átt sér stað fyrir þessar kosningar þar sem langflestar skoðanakannanir sýndu að komm- únistar væru á mörkunum að kom- ast inn á þing. Ekki samstiga Stjórnmálaskýrendur benda að lokum á að leiðtogar borgaraflokk- anna hafi ekki verið nógu samstiga í kosningabaráttunni. Opinberar deilur þeirra um tillögur í skattamál- um 10 dögum fyrir kosningar hafi eflaust dregið verulega úr sigurlík- um þeirra. Ennfremur njóti Ingvar Carlsson einfaldlega mests trausts sem stjórn- málamaður og sé til dæmis mun vin- sælli en Carl Bildt, formaður Hægri flokksins, sem virðist ekki ná að hrífa menn með sér í erfiðri kosn- ingabaráttu. Borgaraflokkarnir ekki nógu samstiga Danska alþýðusambandið með 8 sjónvarpsstöðvar Sumarliði ísleifsson, DV, Árósum: Danska alþýðusambandið sækir nú mjög í sig veðrið á sviði fjölmiðl- unar. Hefur sambandið lagt mikið fé til staðbundinna sjónvarpsstöðva á undanfornum árum og er nú svo komið að á vegum þess eru reknar átta slíkar stöövar sem ná til alls landsins. Upplýsingafulltrúi Alþýðusam- bandsins segir aö ekki sé ætiunin að þessar stöðvar verði málpípur verka- lýðshreyfmgarinnar. Segir hann að hver stöð hafi sjálfstæða stjórn. Hann telur jafnframt að pólítísk ein- stefna myndi fljótiega leiða til þess að almenningur missti áhuga á sjón- varpsstöðvunum. Upplýsingafulltrúinn leggur áherslu á að stöðvarnar ætli sér að vera með útvalið efni og myndir sem ekki séu á boðstólum annars staðar. Annaö þýði ekki þegar svo mikið framboð sé af sjónvarpsefni. Margir sjónvarpsnotendur hér í landi hafa aðgang að hátt í tuttugu sjónvarps- stöðvum. Upplýsingafulltrúinn bendir jafn- framt á að stöðvarnar ætli sér að reka vandaöa fréttamennsku sem taki mið af sjónarmiðum almenn- ings. Heldur hann því fram að við- horf stórfyrirtækja séu of ráðandi í mörgum öðrum fjölmiðlum. Segir blaðafulltrúinn að eitt af stærstu vandamálum þeirra sé að hin borgaralega frjálshyggja fái ekki að njóta sín á fjölmiðlamarkaðnum. Sjónvarpsstöðvar Alþýöusambands- ins vilji gjarnan keppa við ríkisfjöl- miðlana um auglýsingatekjur en nú óttist stjórnvöld að staðbundnu stöðvarnar taki of mikið fjármagn frá hinni ríkisreknu Stöð 2. Því bendi margt til að möguleikar staðbundnu stöðvanna til þess að taka á móti auglýsingum verði skertir verulega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.