Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. Ólympíu- leikur DV - þrjár umferðir eftir í dag er níunda umferðinni í ólympíuleik DV í samvinnu við Fjark- ann, Bylgjuna og Flugleiðir. Leikurinn byggist á því að safna fjórum fjörkum með nafni sama handboltamanns eða stórmeistara í skák og senda til DV. Alls verða leiknar ellefu umferðir á þennan hátt og geta allir tekið þátt í hverri umferð. Leikurinn fer þannig fram að á hverjum degi birtist mynd af handboltamanni eða stórmeistara í DV ásamt seðli fyrir nafn þátt- takanda. Þennan seðil þarf að senda inn til DV ásamt fjórum fjörkum með nafni sama manns. Bæði úrklippan úr DV og fjarkarnir fjórir þurfa að vera meö nafni, heimilisfangi og símanúmeri þess sem sendir. Glæsilegir ferðavinningar Þeir sem veröa svo heppnir að fá sinn fjarka dreginn úr pottinum hljóta að launum helgarferð með Flugleiðum til London eða Glasgow að eigin vali. Alls verða það því ellefu heppnir þátttakendur sem hljóta slíka ferð í þessum leik. Bónusferð tii New York Þegar dregið hefur verið úr fjörkunum er úrklippumyndinni haldið til haga og að loknum umferðunum ellefu verður dregið sérstaklega úr þessum innsendu seölum og sá heppni hlýtur að launum helgar- ferð með Flugleiðum til New York. Dregið í beinni útsendingu á Bylgjunni Nöfn þeirra heppnu verða dregin ,út daglega í beinni útsendingu á Bylgjunni og síðan birt næsta dag í DV. Til aö allir eigi jafna möguleika á þátttöku verður viku frestur til að senda fjarkana og úrklippuna hingað til DV þannig að dregið verð- ur úr seðlum og fjörkum frá miðvikudeginum 21. september í beinni útsendingu á Bylgjunni viku seinna og nafn þess heppna birtist síðan í DV daginn eftir. Margfaldur möguleiki Þeir sem taka þátt í þessum ólympíuleik í samvinnu DV, Fjarkans og Bylgjunnar eiga margfalda möguleika á því að komast í helgarferð með Flugleiðum til London eða Glasgow því að ef þeir taka þátt í öll- um umferðunum ellefu eiga þeir alls 44 möguleika á því að þeirra nafn verði dregiö úr pottinum. Til viðbótar er svo jafn möguleiki allra til að hljóta bónusvinninginn, helgarferð til New York með Flugleiðum. Tvíburar í Garðabæ áttu vinningsfjarkann í gær dró Þorsteinn Ásgeirsson úr fjörkum með nafni Friðriks Ólafs- sonar í beinni útsendingu á Bylgjunni. Upp kom fjarki með nafni Sverris og Kristínar Diego, Mávanesi 25 í Garðabæ. Þegar Þorsteinn náði sambandi viö vinningshafana kom í ljós að þetta voru sex ára tvíburar og var mikil ánægja á heimilinu með vinninginn. Nokkuð hefur boriö á því að þátttakendur hafi gleymt að rita nöfn sín og símanúmer aftan á fjarkana sjálfa. Þetta hefur orsakað meiri vinnu við flokkun seðla og fjarka því dregiö er sérstaklega úr fjörkun- um fyrst en bónusvinningurinn er dreginn úr seðlunum úr DV í lokin. . Jón L. Árnason Níundi í röðinni er stórmeistarinn Jón L. Árnason sem þessa dagana tekur þátt í skákmóti í Sovétríkjunum. Nú er bara að safna fjórum fjörkum með nafni hans og senda til DV, merkt: „Ólympíuleikur DV“, og senda bæði fjarkana og seðilinn með nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Nafn: .... Heimili: Sími:... Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 ■ Húsgögn 7 tegundir af innskotsborðum komnar. Einnig ýmiss konar gerðir af smáborð- um og sófaborðum. Seljum útsaum á rókókóstóla og borð. Verið velkomin. Opið kl. 10-19. Nýja bólsturgerðin, Garðshomi, sími 16541. ■ Bátar Rafstöðvar fyrir: handfærabáta, spara stóra og þunga geyma, sumarbústaði, 220, 12 og 24 volta hleðsla, iðnaðar- menn, léttar og öflugar stöðvar. Verð frá kr. 27.000. Vönduð vara. BENCO hf., Lágmúla 7, sími 91-84077. Skipasalan Bátar og búnaður. Þessi bátur er til sölu, 15 tonna álbátur árg. 1988, mjög vel búinn tækjum. Skipa- salan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, sími 652554. ■ Bflar tfl sölu Toyota Hilux turbo disil '86 extra cab, ekinn 70 þús. km, 35" BF.Goodrich, brettaútvíkkanir. Camaro Iroc Z-28 TPI ’86, ekinn 29 þús. mílur, low profile, T-topp, raf- magn. Símar 92-11937, 12071, 13537. Mjög vel með farinn Jaguar XJ 6 4,2 '79 til sölu, fluttur inn til einkanota, sjálf- skiptur, rafdrifnar rúður, rafmagns- læsingar, leðursæti. Góð greiðslukjör eða skipti á ódýrari bíl. Uppl. í síma 91-17045 eða 15945 e.kl. 14. Toyota LandCruiser dísil ’86 til sölu, ÁB upphækkun, 35" dekk, lægri drif, 4,88 og 100% loftlæsingar á báðum hásingum. Uppl. í síma 25780 á daginn og 41086 á kvöldin. Daihatsu Charade '88, ekinn 35 þús. km, silfurlitaður, 5 dyra, útvarp + kassetta. Ath. skuldabréf. Bílasalan Blik, sími 686477. Audi 80 árg. '87 til sölu, ekinn 27 þús., gullsanseraður, sóllúga, litað gler, o.fl., skipti á ódýrari, ath. skuldabréf. Einnig Mazda 626 2000 LX árg. ’88, ekinn 8 þús. km, dökkblár, útvarp og kassetta, 5 gíra, vökvastýri, skipti á ódýrari, ath. skuldabréf. Bílasalan Blik, sími 686477. Toyota Tercel 4wd árg. ’85 til sölu, ekinn 56 þús. km, tvílitur brúnn, út- varp og kassettutæki. Toppeintak af bíl. Ath. skuldabréf. Bílasalan Blik, sími 686477. Volvo F12 '84 til sölu, ekinn 280.000 km. Uppl. í síma 97-81200 virka daga og 97-81676 á kvöldin og um helgar. Bjöm. Mazda 626 coupé GTi 16 v, 150 hö DIN árg. ’88, ekinn 13.700 km, tölvustýrð fjöðrun, vökva- og veltistýri, rafdrifn- ar rúður, rafdrifin topplúga, álfelgur, low profile dekk og rafmagnslæsingar. Ath., skipti á ódýrari. Uppl. í síma 91-51057. Golf GL 1987 til sölu, lituð gler, grind, litur hvítur, fallegur bíll. í síma 15144. S) te) r Gabriel HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! G ” SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 • Corvetta ’81, verð 1.200 þús. • Nissan Sunny 4x4 ’87, verð 630 þús. • Escort XR3i ’81, verð 330 þús. • MMC Colt 1500 GLX ’88, v. 550 þús. Bílasalan Hlíð, símar 17770 og 29977. Benz 1113 steypudælubíll til sölu, ný- yfirfarinn, í toppstandi, góður stað- greiðsluafsláttur, tek bíl upp í og skuldabréf. Uppl. í síma 73676 eftir kl. 18. Ýmislegt Hjálpartæki ástarlífins em bráðnauð- synleg til að auka á tilbreytingu og blása nýju lífi í kynlíf þitt, og gera það yndislegara og meira spennandi. Við höfum leyst úr margvíslegum kyn- lífsvandamálum hjá hjónafólki, pörum og einstaklingum. Mikið úrval f/döm- ur og herra. Áth. sjón er sögu ríkari. Opið 10-18 mán. - föstud. og 10-16 laugard. Erum í húsi nr. 3, 3. hæð v/Hallærisplan, sími 14448. úrvali á dömur, s.s. sokkabelti, nælon- sokkar, netsokkar, netsokkabuxur, opnar sokkabuxur, heilir bolir m/og án sokkabanda, toppar/buxur, corse- lett st. stærðir, o.mfl. Sjón er sögu ríkari. Rómeó og Júlía. Nýtt, nýtt. Vomm að fá alveg meirihátt- ar fatnað (halldress) s.s. pils og kjóla, stutt og síð snið í nokkmm útfærslum, toppa, buxur og jakka, allt úr latex (gúmmí) og pvc (fóðrað plast) efnum. Dömur! þetta eru alveg meiriháttar dress. Leitið uppl. Sjón er sögu ríkari. Rómeó & Júlía.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.