Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Sameining A-flokka? Viö upphaf viöræöna þessara flokka um stjórnar- myndun setti formaöur Alþýöubandalagsins fram þá kenningu, aö rétt væri að sameina svonefnda A-flokka. Aö minnsta kosti bæri að stefna að víðtæku samstarfi þeirra. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í viðtah við DV, aö hann og Jón Baldvin Hannibalsson heföu ákveðið að setja í gang viðræður um þetta, ekki bara með tilliti til myndunar ríkisstjómar heldur líka með tilliti til framtíðarþróunar og þeirrar uppstokkunar, sem væri framundan. Þessar yfirlýsingar em um margt einkenni- leg uppákoma á þessu stigi. Flokkar þessir hafa barizt hart allt kjörtímabihð. En aðstæður geta breytzt. Ótti A-flokkanna við kosningar veldur því, að flokkarnir eru hklegri en áður til að semja sín á milli. Út af fyrir sig er merkilegt, að formaður Alþýðuflokksins skyldi fyrir nokkrum dögum hta á það sem rýtingsstungu, að for- maður Sjálfstæðisflokksins lagði til lækkun matar- skatts, en vera svo reiðubúinn að gefa eftir nánast hvar sem er til þess að vera í stjórn. Alþýðubandalagið setur nú fram kröfur, eigi flokkur- inn að verða í stjórn. Matarskatturinn verði endurskoð- aður. Samningsréttur verði fijáls og kaupmáttur óskert- ur. Aht voru það ríkir þættir í stefnu stjórnar Þorsteins Pálssonar og tillögum þeim, sem formaður Alþýðu- flokksins hefur gengið út frá, að þetta yrði einmitt þver- öfugt við stefnu Alþýðubandalagsins nú. En kannski má semja um hvað sem er. Flokkar hér semja fyrst og fremst um völd, þegar þeir mynda samsteypustjórnir. Formaður Alþýðubandalagsins virðist ekki gera stjórnarmyndun auðveldari með boðun sameiningar. Margir eru þeir í báðum flokkunum, sem óttast þau faðmlög, sem formaðurinn boðar. í Alþýðuflokknum er tiltölulega stór hópur, sem ekki er tilbúinn að taka í sátt þá, sem þeir kaha komma. í Alþýðubandalaginu eru margir, sem líta á alþýðuflokksmenn sem erkiféndur. í báðum flokkunum eru einnig ýmsir, sem vilja ekki, að þessir flokkar setjist saman í ríkisstjórn - hvað þá meira. Framsókn og Alþýðúflokkurinn mynduðu blokk upp úr helginni. Alþýðubandalaginu var gefinn kostur að vera með. Alþýðubandalagið setti auðvitað skilyrði fyrir shku. Með því að nálgast Alþýðuflokkinn er Al- þýðubandalagið því einnig að nálgast Framsóknarflokk- inn. Enn er ahs óvíst, að þessir flokkar geti samið um lausnir mála nú. En því má ekki gleyma, þegar litið er yfir stöðuna, að margt hefur breytzt frá fyrri árum. Hvað sem líður samkomulagi nú, er augljóst, að Alþýðubandalaginu er stýrt af fólki, sem er sósíaldemókratar. Þótt margir séu andvígir sameiningu A-flokkanna, eru einnig margir, sem lengi hefur dreymt um sameiningu flokkanna í einn jafnaðarmannaflokk. Flokkar hér á landi eru of margir. Það væri líklegt til að hreinsa andrúmsloftið, að A-flokkarnir hefðu víð- tækt samstarf. Sambræðsla þeirra fengi vissulega í upp- hafi ekki sama fylgi og flokkarnir samtals. Margir í þessum flokkum mundu aldrei kjósa sameiginlegan lista flokkanna. En tækist sæmhega til um samstarf, ætti hann möguleika á að auka fylgi sitt síðar. Uppákoma Ólafs Ragnars var sérkennileg í stöðunni í fyrradag. En hún er kannski ekki svo mjögfjarri lagi. Þróunin verður kannski sú, að þessir svoköhuðu A- flokkar renna saman í einn á næstu árum. Það kaha formenn þeirra flokka sem sé framtíðarþróunina. Haukur Helgason Á þessum óvissutímum væri eflaust best aö segja sem allra minnst. A.m.k. hafa landsfeður okkar sannað það áþreifanlega að undanfómu að því meir sem þeir tala þeim mun minna er aðhafst, enda von þegar öll orka þeirra fer í að koma vel fyrir á skjánum og kjarnyrða sem best aödáun sína á ástríkum samstarfsmönnum. Þótti mér þar Þorsteinn þó bera af þegar hann var aö lýsa þeim Steingrími og Jóni Baldvini og kall- aði þá alltaf Hókus og Pókus, þó svo mjúklega og mildilega að maður var nokkra stund að átta sig á þess- um nýju nöfnum þeirra félaga. Hins vegar var jafnljóst að þama hitti Þorsteinn naglann á höfuðið, öfugt við það þegar hann ætlaði að hitta Albert í hausinn en fór á hausinn sjálfur með allt heila flokksgilliö. Umferðarmál Já, orð eru til alls fyrst, segir þar, en alltof mörg orð velta mörg- um vanda af stað, það sýna dæmi septemberdaga. Og skal nú skensi linna. Eitt þeirra mála, sem knýja á alltof oft af auðskildum ástæðum, em umferðarmálin. Sá ógnarfjöldi bifreiða, sem viö stærum okkur oft af og ökum ótæpilega, veldur því m.a. að svo er nú komið í Reykja- vík að reyndustu menn þar segja að í umferðinni sé endalaus íostu- dagur, þ.e. að það „kaos“, sem ein- kenndi þá daga áður, sé nú í raun allsráðandi, alla virka daga a.m.k. Og nú: „Svífur að haustið og sval- viðrið gnýr.“ Haustið er gengið i garð og birtan þverr fyrr að deginum og ekki batna akstursskilyrði við það þó reyndar sé upplýst að hin voöalegu umferðarslys verði ekki síður þeg- ar bjartast er og best að aka á bein- um og greiðum leiðum. En margt bendir þó til þess að einmitt nú verði aðgát að sýna í enn auknum mæli þó auðvitaö eígi hún ætíð að sitja fremst í fyrirrúmi. Það er greinilegt að Umferðarráð legg- ur hér aukna áherslu á og ég vil votta þeim ágætu kröftum, sem þar vinna, mikla aðdáun mína fyrir ágætt starf og um leið lýsa því yfir að auglýsingar þeirra nú eru þess eðlis að engan geta þær látið ó- snortinn. Ég átti á dögunum tal við ágætan vin minn sem unir ævilangt í hjóla- stól eftir umferðarslys þar sem allt var í raun að í aðstæöum sem mögulegt er. Hann sagði auglýs- ingarnar ágætar, svo langt sem þær næðu, en spurði mig svo hvort ég héldi að þeir sem mesta hefðu þörfma fyrir að lita á og læra af mundu nokkurn tímann gefa sér tíma til að horfa á þessar uggvegj- andi auglýsingar, hvað þá aö láta sér detta í hug að þetta snerti þá á einhvem veg. Afsökun foreldranna Öll þekkjum við svo undur vel þessa áleitnu fuUyrðingu innra meö okkur: Svona kemur ekki fyrir mig - aöeins hina. Þessi ágæti, glöggi vinur minn benti mér á að vissulega væru af- KjaUarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalags íslands leiðingarnar oft ekki fegurri á að líta en atriði í verslu hryllings- myndum. En samt - sagði hann - þarf að færa þennan voða, þessi ógnvænlegu örlög, sem alltof mörg- um eru búin, enn nær sem allra flestum. Og hann sagöi fleira: Þegar þessi mál ber á góma til enn frek- ari fræöslu og beinna upplýsinga er endalaust bent á skólann, eins og skólinn geti tekið við og eigi að annast allar hliðar uppeldis og mannlegra samskipta, þar eigi hin almenna siðfræði að nemast alfar- ið. Hann vakti enn einu sinni verð- uga athygli á því hve oft heimilun- um, foreldrunum, væri gleymt í þessu sem öðru. Foreldrar nútím- ans geta velt öllu slíku af áhyggju- leysi yfir á dagvistarstofnanir og skóla - viðkvæðið: til þess er nú þetta fólk og fær borgað fyrir. Af- sökun foreldranna ofurþreyttu og ábyrgðarhtlu, vinnuþrældómur- inn, er vissulega staðreynd en við vorum hjartanlega sammála um það að aukna ábyrgð, aukið tilkah, enn frekari kröfur ætti að gera til þeirra sem þama eru næstir, þeirra sem í raun eiga miklu að ráða um mótun barnsins og unglingsins til allra góðra verka, fyrst og síðast þó til vitundar um eigið val, eigin ábyrgð, það að taka tillit til annarra en vaða ekki áfram í vímu frjáls- hyggjukenninga um að troðast áfram yfir alla, alveg sama með hvaða meðulum, aðeins ef unnt er að öðlast fé og frama, fé þó ofar öhu. Uppákomur og aukabeygjur Þessar samræður okkar nálguð- ust aftur upphaf sitt því svo alvöru- lausir vorum við að við leiddum samtahð að landsfeðrum enn og aftur en ekki að ástæðulausu. Vin- ur minn spurði sem sé hvernig unghngar dagsins, sem eitthvað fylgdust með, gætu sett ábyrgðar- tilfinningu á oddinn þegar einn landsfaðirinn með ábyrgð stjórnar- athafna í bráðum átján ár kæmist upp með að vera alltaf ábyrgðar- laus, án þess að hafa nokkru sinni nærri neinu illu eða óheilbrigðu komið, og verða út á einmitt þetta vinsælasti maður þjóðarinnar. Og viö veltum fyrir okkur hvem- ig sá ágæti maöur væri annars í umferðinni. Við þóttumst sjá Jón Baldvin fyrir okkur sem akandi umferðarskilti: Ég á ísland, og Þor- stein blessaðan með alls kyns uppákomur og aukabeygjur sem aftursætisbílstjórarnir hans úr frjálshyggjugenginu bæru aðal- ábyrgð á. Og af þessu tilefni bætti vinurinn við: Þú verður aö byrja greinina og krydda meö einhverju svona, ef einhver á að nenna að lesa, úr því að þú ætlar ekki að fara út í nána lýsingu á einhverjum hrylhngsatburðinum, því fólki finnst það spennandi og auðvitað í órafjarlægö frá eigin persónu. Ég spurði þennan greinargóða og greinda mann því hann tæki sig ekki til og dýfði niður penna og segði sína sögu og annarra, fengi Umferðarráö t.d. til að senda hana inn á hvert heimili, einmitt til að reyna að vekja foreldra, hvort ég mætti máske benda ríkissjónvarp- inu á að láta ruglukollinn með Mann vikunnar taka einn alvöm- mann inn í þennan þátt sem ýmsir væru enn að baksa við að fiorfa á, þrátt fyrir frumstætt og furðulegt mannaval oftast nær. En vinur minn sagði allt slíkt órafjarri sér enda aðeins til auglýs- ingar eigin persónu sem ekki næði þeim tilgangi sem óneitanlega ætti að vera á bak við. Hins vegar sagðist hann gjarnan vilja mega fá fjármagn og sam- starfsfólk th að vinna upp mark- vissa áróðursherferð til þess þó að hafa ekki alveg svikist undan merkjum gagnvart öðrum. Ég kem þessu á framfæri þó svo ég efi að af verði hjá vini mínum ef á ætti að herða. Svo bætist Bakkus við Ég bendi ráðandi aðilum á að vel væri þess virði að huga að því hvort t.d. Sjálfsbjörg, landssband fatl- aðra, gæti ekki lagt sitt góða hð í einni herferð um vá og voða um- ferðarómenningarinnar. Þar er gnótt góðra krafta, þar eru margir þolendurnir. Þar er fólk sem segist líka hafa sagt: Þetta kemur ekki fyrir mig - aðeins hina. Ég veit að sumum dugar það ekki, kæruleys- ið, tillitsleysið, rétturinn minn, tímapressan mín - allt er þetta ævinlega æðst og fyrst hjá alltof mörgum okkar. Og svo bætist Bakkus við og nú ætla landsfeöur að bjarga sér á bjórnum, viðbótinni lúmsku sem býsna margir öku- menn eiga því miður eftir að falia fyrir. Allt skal ógæfunni að vopni verða og vitandi vits auka menn á ógn- ina. Á meðan öll þjóðin bíöur spennt eftir nýjasta hanaslagnum milli Steina sterka, Hókusar og Pókusar syngur sírenuvælið óhugnanlega í eyrum, alltof kunn- uglegt en ekki nógu nærgöngult, eða hvað? Þarf það virkilega að vera væl til þín sem vekur þig eða svæfir svefninum langa? Mættum við öll hafa gullvæg boðorð gætni og aðgátar í heiðri þessa haustdaga sem endranær, hvað sem hður nýja fugladansinum: Hókus, Pókus, Fíh- ókus. Helgi Seljan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.