Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. Fréttir Viðræðumar halda áfram: Leitað stuðnings einstakra þingmanna í dag munu viðræður Framsóknar, Alþýðuílokks og Alþýöubandalags halda áfram. Steingrímur J. Sigfús- son, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, segir Alþýðubandalag- iö sammála um fjöldamargt í pakka Framsóknar og Alþýðuflokks, ágreiningur sé hins vegar um launa- stefnuna; samningsréttinn og kaup- máttinn. Matarskatturinn er lítill þröskuldur.' í viðræðum Steingríms við Stefán Valgeirsson í gær kom fram að mikl- ar líkur eru á að hann styðji stjórn þessara flokka. Sá stuðningur er nægjanlegur til þess að afgreiöa íjár- lög og veijast vantrausti. Til þess að fá önnur mál í gegnum þingið þyrfti stjórnin að semja við einhverja þing- menn stjórnarandstöðunnar. Það er því líklegt aö samhliða því að þessir flokkar ræðist við muni þingmenn þeirra bera víurnar í þing- menn annarra flokka. Helst er talað um þingmenn Borgaraflokksins í því sambandi. Það er mat þeirra sem taka þátt í stjórnarmyndunarvið- ræðum nú að ef tekst að mynda stjórn muni Borgaraflokkurinn halda áfram á þeirri niðurleið sem hann var á áður en stjórnarkreppan skall á. -gse Villa í stjómarmyndunarplaggi Framsóknar og krata? „Þarf gengisfellingu til að dæmið gangi“ - segir Friðrik Sophusson „Ég sé ekki annað en að það sé mikil villa í því plaggi sem Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur hafa notað sem viðræðugrundvöll í stjórnarmyndunarviðræðum sínum. Ég hef látið Þjóöhagsstofnun reikna þetta út fyrir mig og þeir hafa kom- ist að því að það vantar verulegar upphæðir til að frystingin komist í jafnvægi eins og þeir þó segja,“ sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sj álfstæðisflokksins. í plaggi því sem um er að ræða og heitir „Yfirlýsing um aðgerðir í efna- hagsmálum" eru leidd rök að því að unnt sé að koma rekstri frystingar í ‘/j% hagnað úr 8% tapi nú. Til þess á að lækka raforkuverð um 25%, sem að sögn Þjóðhagsstofnunar bætir hag frystingarinnar um 0,5%, lækka raunvexti um 3% og lækka vaxta- mun afurðalána um 0,7% sem í mesta lagi geti orðið 1,5%. Þarna vantar 3% upp á til að ná 0. „Ef þetta er svona þá er gengis- felling á borðinu en hins vegar hefur enginn nefnt gengisfellingu í þessum viðræðum sem hafa átt sér stað,“ sagði Friðrik. Hann sagði að á þenn- an hátt hefði plaggið verið kynnt Borgaraflokknum. Þá má geta þess að Þórhildur Þor- leifsdóttir sagði í samtali við DV í gærkvöldi að gengisfelling hefði ekki verið rædd í viðræðunum við Stein- grím í gær: „Aðeins voru nefnd þessi 3% sem þeir sögðu að þeir hefðu þeg- ar rnisst." -SMJ Hard Rock Café í góögeröarsamvinnu við Kóka kóla: Reykjavík á milljónum kókdósa Á milljónum kókakóladósa, sem seldar eru í búðum í Bandaríkjunum um þessar mundir, er mynd af Hard Rock Café í Reykjavík ásamt texta um staðinn. Þar segir meðal annars hvenær staðurinn hafi verið opnaður og að hann sé tengiliöur tónlistar- aödáenda við rokkið í þessu agnar- litla landi eins og það er orðað. Segir ennfremur að Hard Rock Café-keðjan sé í samvinnu við banda- rísku kókakólaverksmiðjurnar að vekja athygli á bágri stöðu heimilis- lausra fjöískyldna sem verða æ fleiri vestra og rennur hluti af söluverði dósanna til bandaríska Rauða kross- ins. Gunnar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hard Rock Café í Reykjavík, segir aö tónleikar nok- kurra stórra nafna í rokkinu hafi verið haldnir til styrktar málefninu á Hard Rock Café í Los Angeles fyrir stuttu og sé í bígerð að halda slíka tónleika á Hard Rock-stöðunum vestra á sex mánaða fresti. -hlh Þessi kókdós var keypt i verslun í Bandaríkjunum. A henni er sagt frá Hard Rock Café í Reykjavik i „hinu agnarlitla landi“. Eiga milljónir slíkra dósa að vera í umferð þar vestra. DV-mynd GVA Fríkirkjudeilumar: Stjómin ákveður að sitja áfram - séra Gunnar fær enga lykla Á fundi stjómar Fríkirkjusafnaö- arins, sem haldinn var í gærkvöldi, ákvað stjómin að sitja sem fastast og láta séra Gunnar ekki hafa lykla aö kirkjunni. Á þessum fimmta stjómarfundi frá safnaðarfundinum fræga í Gamla bíói fyrir rúmri viku vom teknar ákvarðanir sem ganga í berhögg við meirihlutaákvöröun safnaðarfundar um að uppsögn séra Gunnars frá því í vor sé ógild og vantraust á stjómina og áskorun um að hún segi af sér. „Þessi ákvörðun stjómarinnar byggist á lögfræðilegu áliti og var í raun tekin fyrir löngu. Hún hefur ekki verið opinbemð fyrr en nú,“ sagði ísak Sigurgeirsson, einn stjórn- armanna, við DV í morgun. Á stjómarfundinum komu einnig fram hugmyndir um skoöanakönn- un um séra Gunnar. Hvemig slík skoðanakönnun yrði framkvæmd eða af hveijum er ekki vitað. Til- gangurinn mun samkvæmt heimild- um DV vera að koma séra Cecil í fast starf sem prestur í Fríkirkjunni. „Þetta er skollaleikur af sérstakri gráðu,“ sagði Þorsteinn Kristjáns- son, einn stuðningsmanna séra Gunnars, við DV. „Við fómm, tveir stuðningsmenn séra Gunnars, til Bertu Kristinsdótt- ur stjómarmeðlims á sunnudag til að reyna aö fá afhenta lykla að kirkj- unni. Hún harðneitaði að verða viö ósk okkar. Við erum sáttamenn og höfum verið í allt sumar. Okkur finnst illa farið með meirihluta safn- aðarins þar sem samþykktir hans eru hundsaöar í einhveijum laga- krókum. Við verðum að fara að kalla til safnaðarfundar á ný ef þessum skollaleik fer ekki að Unna,“ sagði Þorsteinn. Nýr stjórnarfundur hefur verið boðaður á fimmtudag. -hlh Gústaf Lilliendahl Fangar geta gengið burt hvenær sem er „Fangar geta gengið burt héðan hvenær sem er. Giröingar hér era ekki mannheldar. Það er þörf úrbóta en ég sé ekki að verði ráð- ist í framkvæmdir á næstunni. Þetta er verkefni upp á tugi millj- óna og þvi er þetta fjárhagsspurs- mál. Lóðin er stór og þegar ménn hafa útivist og eru við vinnu er erfitt að koma í veg fyrir þetta,“ sagði Gústaf Lilliendahl, for- stöðumaður á Litla-Hrauni. Þegar hann var spuröur hvort meira væri um að fangar strykju en fólk gerði sér grein fyrir svar- aði hann að nær undantekning- arlaust birti DV fréttir af slíku strax og fangi hefði strokið. -sme Skákmótið í Tilburg: Jóhann vann Portisch í 10. umferð skákmótsins í Til- burg kom loksins sigur hjá Jó- hanni Hjartarsyni þegar hann lagði Laios Portisch í 63 leikjum. Þetta er fyrsti sigur Jóhanns gegn Ungveijanum. Karpov vann Tim- man en Short og Nikolic, Van der Wiel og Húbner gerðu jafntefli. Karpov er nú efstur með 7% v. en Jóhann er í 7. sæti með 4 v. -SMJ Maimi bjargað: Smábátur sökk við Stokksnes Fimm til sex tonna plastbátur sökk í gær út af Stokksnesi. Einn maður var á bátnum og tókst honum að komast í gúmmíbjörg- unarbát. Manninum var bjargaö um borð í annan smábát. Reynt var að draga sökkvandi bátinn til lands. Tveir bátar, bæði sá sem tók skipsbrotsmanninn og annar stærri, reyndu að draga bátinn sem maraði í hálfu kafi. Taugin, sem var á milli bátanna, slitnaði og við það sökk báturinn endanlega. Lögreglan á Höfn vinnur að hefðbundinni lögreg- lurannsókn í málinu. -sme Verðlaunuðu og leku rusla- ílátin lagfærð Ruslaílátin, sem verðlaunuð voru fyrir útlit og notagildi, en hafa reynst meingölluð, veröa nú lagfærð. í DV birtist mynd af hin- um gölluðu ílátum. Nú er unnið aö lagfæringum á þeim. ílátin láku ef gosdrykkir, mjólkurhrist- ingur eða annað slíkt var sett í þau þar sem botninn fyllti ekki út í kassann. Nú er verið aö setja fótur í ílát- in og á með því að koma í veg fyrir lekann. -sme Byggingarkostnaöur: Árshækkun 11 prósent Vísitala byggingarkostnaðar hefur verið reiknuö út eftir verð- lagi um miðjan september. Reyndist hún vera 124,5 stig, eða 0,16% hærri en í ágúst. Gildir þessi vísitala fyrir október. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaöar hækkað um 21,6%. Síöustu þijá mánuði hefur vísitalan hækkaö um 2,6% og samsvarar það 11% árshækkun. _jgg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.