Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. 15 Undankomuleið 1 stjómarsamstarfi: Að láta sig deyja Ríkisstjórn stærstu borgara- ílokkanna, sem svo eru oft kallað- ir, hefur dregið sig í hlé til að deyja. Ég segi dregið sig í hlé, því ríkis- stjórnin er ekki farin frá, hún er enn starfsstjórn og stjórnar því frá dánarbeði sínum. Þegar þessi ríkisstjórn var mynd- uð fyrir rúmu ári var enginn annar kostur í stööunni til stjórnarmynd- unar. Það er því ekki að undra þótt það vefjist fyrir mönnum aö finna' annaö stjórnarmynstur nú, eftir ekki lengri tíma. Allt hafði verið reynt þá. Úr því sem komið er verður ekki komist hjá því aö efna til alþingis- kosninga eins fljótt og mögulegt er, taka illskárri kostinn af tveimur mögulegum. - Hinn, að þæfa málin vikum saman í þeirri von aö ein- hver stjórnarandstöðuílokkanna sé tilbúinn til að taka upp þráöinn með foringjum flóttamannaflokk- anna tveggja sem hlupu frá vand- anaum, er ekki fýsilegur. Flótti erfararheill! Ýmsir spyrja sjálfa sig, að þessum nýjustu atburðum í stjórnmálum afstöðnum, hvað þeir foringjar Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks hafi haft í hyggju er þeir mættu í næturþætti sjónvarps til að til- kynna þjóðinni að flótti væri farar- heill og nú myndu þessir tveir flokksleiðtogar, sem hingað til hafa ekki viljað láta nefna nöfn sín í sömu setningunni, haldast í hend- ur á flóttanum þar til yfir lyki. Auðvitað hefðu þessir þrír flokk- ar átt að ráða fram úr öllum þeim málum sem leysa þurfti, til þess höfðu þeir þingstyrk og til þess höfðu þeir vald. Það er þess vegna allt önnur ástæða fyrir skyndilegri flóttatilraun formanna Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks en yfirlýstur ágreiningur tvímenning- anna viö formann Sjálfstæðis- flokksins. Öllu sennilegri er skýringin sú KjaJlariim Geir R. Andersen blaðamaöur að harövítugur ágreiningur hafi verið kominn upp innan þing- flokka þessara tveggja flokka, vegna uppskipta til ráöherradóms. Það var mikil ólga vegna þessara uppskipta í upphafi stjórnarmynd- unar og sumir þeirra sem ekki fengu ráðherraembætti sóru þess eið aö ekki skyldi kjörtímabilið líða svo að á þeim málum yrði ekki tek- ið. Enda fór það svo að þeir sem ekki þoldu lengur við vegna þessa „óréttlætis" hófu upp raust sína og sögöust ekki styðja flokka sína lengur og myndu sjá til meö fram- haldið. Banamein ríkisstjórnarinnar flokkast því fráleitt undir hníf- stungu heldur miklu fremur inn- anmein vegna innbyrðis væringa og óheilinda í þingflokkum Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks. En burtséð frá þeim staðreyndum er það öllum ljóst að ekki munu hinir almennu flokksmenn í þess- um tveimur flokkum verða ýkja hrifnir af því framtíðarspili sem formennirnir tveir æfa saman um þessar mundir og ætla aö hefja flutning á með hverjum sem er. Velmegunarvandi Það kom fram í grein, sem rituð var nýlega af einum forsvarsmanni fjárfestingarsjóðanna, aö það besta sem ríkisstjórnin geröi væri að gera ekki neitt. Þetta má til sanns vegar færa, því sá „vandi", sem sagöur er steðja að hér á landi, er alls enginn vandi í þess orðs merk- ingu, nema sem velmegunarvandi og er búinn aö hrjá þessa þjóð um langt árabil. Hvers vegna ættu ríkisstjórnir hér, fremur en annars staðar. að eyða mestum tíma í aö láta reikna út „vandamál" t.d. frystihúsa úti um allt land, fyrirtækja sem þegar eru-orðin úrelt sem atvinnufyrir- tæki og skila engu í þjóðarbúiö ööru en vandamálum? Hvort fyrirtæki leggja upp laup- ana, skipta um eigendur eöa ramba á barmi gladþrots, eða hvort þau klóra sig fram úr örðugleikunum, er ekki mál ríkisstjórnar. Raunar er ekki niðurstaðan af björgunaraðgerðum ríkisstjórna hér á landi önnur en sú að draga allt og alla niður i þá meðal- mennsku að ekkert fái þrifist al- mennilega, láta gróðann heyra sög- unni til - að losa þá „óværu" af þjóðinni að nokkrir skari fram úr. Einnig er veikburða forsetaemb- ætti, sem ekki er fært um (samkv. lögum) að taka á málum, t.d. meö því að neita að skrifa undir þess konar bráöabirgðalög sem augljós- lega hugnast ekki þjóðarheildinni, allnokkur ástæða þeirrar óstjórn- ar, upplausnar og óvissu sem hér skapast og nú meö ótímabærri stjórnarkreppu. - Vandamálin nú eru þó engan veginn þess eðlis að ástæða væri til flóttatilraunar formanna tveggja ósamstæðra flokka, sem lenda svo í þeirri að- stööu að sundrast á flóttanum. Stjórn „eftir miðjunni“! Éins og áður er sagt. er ríkis- stjórnin ekki farin frá enn, því hún sitúr sem starfsstjórn, ef til vill lengi enn, þvi erfitt veröur fram- haldið, a.m.k. ef blásaá lífi í glæður þess hluta hennar sem lýtur.for- ystu liðhlaupanna lánlausu. Þegar hefur komið fram aö fáir eru til aö treysta slikri forystu. Þannig telur forusta Alþýðubandalags og Kvennalista aö þjóðin eigi að fá að kveða upp sinn dóm með kosning- um. - Taka verður undir að það muni affarasælast. Ólíklegt verður einnig aö telja að forystumenn Borgaraflokksins fá- ist til að láta nota flokk sinn í „gervilimi" til að auðvelda flótta- mannaflokkunum aö hlaupa meö þjóðina lengra út í óvissuna en orð- ið er. „Ég sé stjórn eftir miöjunni" er ekki nógu öflugt slagorö til að sannfæra landsmenn um ágæti for- ystu Framsóknarflokksins. a.m.k. ekki án undangenginna kosninga. Margir möguleikar- eitt úrræði Fyrir utan að núverandi starfs- stjórn sæti sem lengst og ekkert væri gert í efnahagsmálum um sinn, sem væri kannski það albesta fyrir þjóðarbúið, þá eru möguleik- arnir að sjálfsögöu margir til myndunar nýrrar rikisstjórnar. Héðan af er. vart hægt aö reikna með að fyrirætlan Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks gangi upp á þann veg að þeir fái meirihluta- stuðning á Alþingi. Þá er sá möguleiki fyrir hendi að Alþýðuflokkur snúi frá villu sins vegar og sameinist Sjálfstæöis- flokki og Borgaraflokki um meiri- hlutastjórn. Annar er að forsætisráðherra taki sér það vald, sem hann hefur lögum samkvæmt. og skipi nýjan ráöherralista og framkvæmi þær tillögur sem hann hefur sett fram eöa láti á þær reyna. Þetta eru möguleikar sem hljóta að veröa skoðaðir í stööunni. Þeir eru báðir til þess fallnir aö eyöa óvissunni, sem margir telja jaðra við aö leiði til gjaldþrots atvinnu- veganna. hvort sem það á við rök aö styðjast eða ekki. Besta úrræöið hlýtur þó að vera þaö að efna til kosninga tafarlaust. Aödragandi þeirra er þó fjórar \ ik- ur. en ekki lengri timi en sá sem framundan virðist vera og mun fara í tilgangslausar viðræður milli floþkanna. En að öllum bollaleggingum slepptum getum við íslendingar fariö að búa okkur undir eitt versta tímabiliö frá því fyrir stríð og ekki útlit aö linni fyrr en með niöurstöö- unni um hvorum megin hryggjar þjóðin lendir í samningunum við Efnahagsbandalay Evrópu - eða hvort ákvöröun veröur tekin um fullkominn fríverslunarsamning við Bandaríkjamenn. - Tíminn stöð\rast ekki þótt viö íslendingar deilum um keisarans skegg. Geir R. Andersen „Úr því sem komið er verður ekki hjá því komist að efna til alþingiskosninga eins fljótt og mögulegt er, taka illskárri kostinn af tveimur mögulegum.“ Afréttari afþakkaður Nú á þessum Slæmu tímum í ís- lensku þjóðfélagi, þegar rekstur atvinnufyrirtækjanna í landinu hangir á bláþræði, heimilin að slig- ast undan byrðinni og íslensk al- þýða stendur ráðalaus, er ekki tími til að leika sér. Orsök vandans er auöfundin en menn veigra sér við aö minnast á hana svo ég ríð hér með á vaðið. Leið hins raga Öll þjóðfélög í þessari veröld eiga sér góð og slæm ár og nefnast þau góöæri og hallæri. Þetta á einnig við um rekstur fyrirtækja og þurfa þessar heildir aö bregöast við vand- anum á viðeigandi hátt hverju sinni. í hallæri skal allur búskapur dreginn saman, hver rekstrarheild skoðuð gaumgæfilega og rekstur- inn búinn undir að ganga í gegnum skeiðið á enda. Eigendur geta tekiö lán til aö létta sér byrðina eða hert sultarólina. í góðærinu skal byrja á að greiöa niöur öll þau lán sem tekin voru. Ef þau voru engin þeim mun betri verður útkoman. Þetta eru hin eðli- legu náttúrulögmál og þeim fær enginn breytt, þetta ér hringrás lífsins. En á íslandi var farin önnur leiö, þar fundu menn upp ný lögmál og skutu þar með færustu hagfræð- ingum veraldar ref fyrir rass. í góðærinu, sem hófst 1985 eftir lang- an Framsóknaráratug erlendra lána, sat öflug ríkisstjórn undir for- sæti Steingríms Hermannssonar. Sú ríkisstjórn virtist vandanum Kjallarinn Sigurður Örn Bernhöft nemi vaxin, kaupmáttur jókst, ríkisfyr- irtæki seld og aldrei fékkst jafnhátt verð fyrir íslenskar afurðir á mörk- uðum erlendis en einmitt þá. En leið hins raga var farin. í stað þess að nota góðærið til að jafna reikn- ingana og borga erlendar skuldir var því umsvifalaust hleypt inn í þjóðfelagið með auknum Ijárfest- ingum og þenslu. Samneyslan var stóraukin, ríkið áfram rekiö með halla, sem ekki á að gerast þegar vel árar, og til að kóróna allt saman voru tekin meiri erlend lán.Þjóð- inni var sem sé dembt á eitt alls- herjar velmegunarfyllirí. Velmegunarsýki í dag er veislan búin. þjóðin situr með timburmenn. Afréttari er hér með með öllu afþakkaður - engin erlend lán skulu tekin. Afréttari er eitt af einkennum áfengissýki og gegn slíku verður að berjast. þótt um velmegunarsýki sé að ræða. Einmitt þegar syrta tekur í álinn vill þjóðin fara að grípa í taumana en menn greinir á um leiðina. Þó eru menn sammála um að ekki skulu tekin erlend lán, sú aöferð hefur löngum kastað vandanum á næstu kynslóðir, syni og dætur þessa lands, og er ekkert annað en barnaþrælkun. Framsóknarflokk- urinn hefur loksins lært af reynsl- unni, hann er hættur að þrælka börn. Hvaða aöferð skal valin? For- stjóranefndin benti á niðurfærslu- leiðina sem þá heppilegustu. Ljóst var að sú ieið vrði ekki fær nema þjóðin stæði að henni heils hugar. En alltaf svíkjast einhverjir undan merkjum. koma með eins konar hókus pókus aðferöir og leika seið- karla frammi fvrir alþjóð. Gamalkunn tugga í hinum magnaða seiði framsókn- armanna kveður viö gamalkunn tugga um aö tjármagnskostnaöur fyrirtækjanna sé of hár og þvi þurfi að binda vexti meö lögutn. Hér sem oftar ráðast framsóknarmenn aö afleiðingum vandans en ekki or- sök. Það skal riú tekið fram hér að Framsóknarflokkurinn er talandi tunga Sambands íslenskra sam- vinnufélaga en það fvrirtæki skuldar hvaö mest allra á íslandi. og auðvitað vilja þeir fá lánin gefins eins og á dögum kunningjaþjóð- félagsins er Framsókn réð og teymdi aðra flokka meö sér út í ógæfuna á asnaevrunum. Jafn- framt vilja þeir skattleggja vexti af innlánsfé. Með öðrum orðum. þeir vilja refsa landanum fyrir þaö að sýna ráðdeild og sparnað. Þessi flokkur, þar sem vinsælasti stjórnmálamaður og laxveiðikóng- ur þjóöarinnar situr í öndvegi. vill hetja ríkisbáknið til virðingar og honum til vegsemdar skal heil þjóð færð á fórnarköstinn. Skattpíning- unni skal haldið áfram, báknið aukið og samneyslan, sem keppir um lánsfé almennings. skal stór- aukin. Þetta nægir framsóknarmönnum ekki þvi til að endar nái saman vilja þeir skattleggja Reykjavíkurborg eiba og sér því byggðastefnan er orðin uppfinningamönnum sinum mikil byröi. Svo öfgafullir eru framsóknarmenn að þeirn væri trúandi til aö fara á gæsaveiöar með kjarnorkusprengju. Rótvandans Þorsteinn Pálsson forsætisraö herra ltefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að ltafa ekki hlýtt rödd Fram- sóknarflokksins. Meö þvi aö standa i vegi fyrir að nýjar skattaálögur veröi lágðar á alntenning ltefur for- sætisráðherra varið fólk gegn um 10% tekjutapi sem hefði runniö beint í samneysluna og eflingu rik- isbáknsins. Þar vilja Þorsteinn og Sjálfstæðisflokkurinn bvrja á að skera niður. Á komandi misseri mun þessi þjóð þakka Þorsteini for- sjána og fyrir að vera á réttum stað til að halda aftur af skömmtunar- stjórunum sem þegar hafa snið- gengiö öll lögmál. Nú reynir á þessa þjóð að sýna þeim í tvo heimana. Á lýðræðisleg- an hátt sönnum viö þeim að tveir plús tveir eru fjórir en ekki fimm hvernig sem framsóknarmenn spá og spekúlera. Skattheimtan og samneyslan eru rót vandans. ís- lenskir menn og konur þola ekki meira. Stans - áður landiö er sokk- ið. Sigurður Örn Bernhöft „Meö því aö standa í vegi fyrir aö nýjar skattaálögur verði lagðar á almenning hefur forsætisráöherra varið fólk gegn um 10% tekjutapi, sem hefði runniö beint 1 samneysluna og eflingu ríkis- báknsins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.