Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 30
38 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. t ■ffcgtm DV Áleggshnífar geta borgað sig upp á ári „Svo framarlega sem þú reiknar ekki á þig vinnutíma, þá borgar sig alltaf aö sneiða niður álegg og brauð,“ sagði einn viðmælenda DV, kjötkaupmaður í Reykjavík. Við könnuöum nýlega verð á svokölluð- um áleggshnífum, rafdrifnum. Bæði var kannað verð á hnífum (vélum) sem hggja á borði og þeim sem maður heldur á í annarri hendi. Ætlunin var að skoða hvort það borgaði sig að kaupa slík tæki með það fyrir augum að kaupa óniður- sneitt brauð og álegg. Viö komumst að því hnífur sem kostar 4.300 krónur er varla meira en eitt ár að borga sig með þessu móti. Áleggshnífar á um 4.300 krónur Stærri áleggshnífar með hringlaga blaði eru þægilegir í notkun. Þá er hægt að stilla nákvæmlega eftir ósk- aðri þykkt áleggs eða brauðs. Kannað var verð á slíkum tækjum á fjórum sölustöðum. Þessir hnífar kosta frá um 4 þúsund kr. og allt upp í á ellefta þúsund. Dýrustu hnífamir henta þó frekar mötuneytum. Rafdrifnir hnífar sem henta til heimilishalds voru til á þremur þeirra sölustaða sem við könnuðum verðið hjá. Þeir kosta frá 4.100 til 4.500 krónur. Við reiknum því með að meðalverð hér sé um 4.300 krónur. Rafdrifnir hnífar sem haldið er á með annarri hendi munu vera ætlað- ir til nokkuð annars konar nota en stóru borðhnífamir. Þeir henta eink- ar vel þeim sem hafa lítinn hand- styrk eins og eldra fólki og fötluðum. Margir munu einnig nota þessa hnífa til að skera steikur með - þægilegt og einfalt. Vafasamt er þó að miða þessi tæki við að skera niður álegg á sama hátt og stóru hnífana því gera má ráð fyrir að sneiðar verði óreglulegri - meira fer til spillis. Við reiknum þessa hnifa ekki með hér en emm engu að síður meðvituð um að hér er um góðan kost að ræða til ýmissa eldhúsverka. Munur á kílóverði skiptir hundruðum króna Talsverð vinna fer í að pakka niður og skera álegg hjá söluaðilum. Álegg- inu er líka raðað þannig að vel sjáist í umbúðunum hvernig varan lítur út. Vinnuna borgar svo neytandinn. En gerum nú ráð fyrir að við eigum góðan áleggshníf sem við höfum keypt fyrir 4.300 krónur - ætlum að skera sjálf og kaupa álegg í heilu. Þar sem DV kannaði verð á áleggi kostaði kílóiö af spægipylsu í heilu 241 kr. minna en í sneiðum (bréf- um). Rúllupylsukílóið kostaði tæp- um 4 hundruð krónum minna í heilu niðursneitt. Svipaður munur var á hangikjöti. Skinka kostar aftur um Algengt er að þjónustuverð í verslunum sé um 12 krónur fyrir að skera niður eitt brauð. Áleggshnífar sem þessi kosta um 4.300 krónur. Þá er hægt aö stilla nákvæm- lega i samræmi við óskaða þykkt á áleggi og brauði. DV-mynd BG tvö hundruð krónum minna kílóið í heilu en niðursneitt. í þessu sam- bandi er vert að geta þess að það á eftir að sjóða rúllupylsu og hangikjöt og helst að setja það í pressu. Þannig er um töluvert meiri vinnu að ræða. Að skera niður brauð kostar um 12 krónur Ef við gefum okkur að meðal þjón- ustuverð fyrir að skera niður brauð í verslun sé 12 krónur, þá hafa 120 krónur sparast með því að kaupa tíu óniðursneidd brauð. Tuttugu brauð á mánuði spara neitanda því 240 krónur. Á ári nemur spamaðurinn 2.640 krónum. Brauð er yfirleitt ferskara sé það skorið stuttu áður en það er borðað. Spamaður er því ekki eini kosturinn. Það getur því fljótlega borgaö sig aö kaupa sér rafdrifinn skurðhníf sem sker álegg og brauð í óskaða þykkt. Samkvæmt þessum útreikn- ingum tekur þaö varla meira en ár séu tuttugu brauð keypt á mánuði og eitt kíló af áleggi. En það ber þó að hafa í huga að hnífar sem þessir eyða rafmagni sem kemur í þessu tilfelli til frádráttar. Með því að kaupa sér áleggshníf á 4.300 krónur getur hann því borgað sig upp á einu ári. Þannig er gert ráð fyrir því að 20 brauð séu keypt til heimilisins á mánuði og um eitt kiló af áleggi í heilum stykkjum. -ÓTT. Rafknúnir handskurðhnifar eru t.d heppilegir til að skera steikur og margt annað. Þeir henta vel eldra fólki og fötluðum - þeim sem ekki hafa mikinn mátt í höndum. Þessi tegund kostar 3.900 kr. DV-mynd KAE DV-mynd BG Umgengni og skemmdarverk í fjölbýlishúsum: Að láta ekki sitt eftír liggja Reynt að vera til fyrirmyndar Birgir Ottósson, húsnæðisfulltrúi bjá félagsmálastofnun, segir að er- fitt sé aö koma með góða lausn við þessum vanda nema þá helst að reyna að sýna gott fordæmi. „Það er misjafnt hve mikið er skemmt við þau fiölbýlishús þar sem borgin leigir út íbúöir. En við reynum að sýna gott fordæmi og viö höfum hvatt leigjendur til að sýna virka samstöðu. Hins vegar er raunin sú að þegar uppvíst hefur orðiö um skemmdarvarga þá hefur yfirleitt komiö í fiós að hér hafa utanað- komandi aðilar verið að verki - þ.e.a.s. einhveijir sem búa annars staöar." Oft er það svo að utanaðkomandi aðilar reyna að koma skilaboðum á - Hvemig er viðgerðum háttað af framfæri á húsveggjum. Dyrabjöllur verða oft fyrir barðinu á pörupiltum ykkar hálfu? sem eiga erfitt með fingur sína. Til að koma i veg fyrir skemmdarverk „Af hálfu borgarinnar er reynt og slæma umgengni er brýnt að sýna samstöðu um gott fordæmi. að bregðast viö eins skjótt og mögu- DV-mynd BG Oft er þaö svo að utanaðkomandi aðiiar valda skemmdum á sam- eignum í fiölbýlishúsahverfum. Það er misjafn sauður i mörgu fé. En þaö er sjálfsagt að foreldrar séu vakandi fyrir þvi að brýna fyrir bömum sinum hve mikil óþægindi kostnaður getur skapast af skemmd t.d. á dyrabjöllum. Oftast heldur fólk að íbúar eigi sök að máli þar sem skemmt er eða böið er að mála eða teikna á veggi, hurð- ir og fleira. En raunin mun vera önnur. legt er. Ég vil vekja athygli á því að á sumrin eru iðnaðarmenn, sem starfa á vegum borgarinnar, oft uppteknir við viðhald í skólum, úti í Viðey og víðar. Því kann aö vera að einhverjar seinkanir hafi stafað af því á siðustu mánuðum. En viö reynum að vera- til fyrirmyndar. Ef um bráðaviðgeröir er að ræöa er farið strax af stað, eins og t.d. ef rúður brotna og ef rör springur. En það er nýtt fyrir mér að fólk sé óánægt með viöhald á húsnæði sem er leigt út á vegum borgarinnar.“ Því minna sem skemmt er því minni „skemmdarskatt" þurfa borgarbúar að bera, DV vill hvetja fólk til þess á tímum átaks gegn óhreinindum i borginni að láta ekki sitt eftir liggja - brýna fýrir böm- um sínum aö ganga vel um eigin eignir og annarra. -ÓTT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.