Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988. 19 Sviðsljós Sundlaugarnar um borð eru margar þannlg gerðar að ef mann langar ekki til að synda er hægt að breyta sundlauginni í nuddpott með þvi að ýta á einn takka. Cher bættist á dögunum í þann hóp frægra kvenná £em framleiðir ilmvatn og reynir síðan að selja venjulegu fólM sem trúir því að með því að kaupa ilmvatnið sem einhver auglýsir sé maður orðin ný manneskja. Ilmurinn hennar Cher heitir Uninhibited (óheft eða óþvingað) og þykir mörgum það nafn vera vel við hæfi. Hér er Cher með fjölskyldustærðina af ilminum. ’ Baðherbergin um borð eru þannig að maður verður eiginlega að setja upp dökk solgleraugu þegar maður fer þangað inn þvi að þar er nær allt úr skíragulli. Borðstofan er ekkert slor því þar er hægt að halda sitjandi kvöldverðar- borð fyrir sextiu og fimm manns. Það er sennilega allt í lagi að verða sjóveikur um borð í Trump prinsess- unni ef maður fær að leggja sig aðeins í aðalsvefnherberginu. yngri, sem á hug og hjarta Ste- faníu Mónakóprinsessu, gengur nú með grasið í skónum á eftir Madonnu. Þaö virðist ekki fá mikið á hann þótt manneskjan sé harðgift og eiginmaðurinn sé enginn annar en Sean Penn. Reyndar- hefur Kennedy viður- kennt það fyrir vinum sínum aö hann sé dáhtiö smeykur við Penn, enda fara þær sögur af honum að honum geti verið laus höndin. Mörgum finnst þessi Madonnuástríða Kennedys minna mjög á það þegar pabbi hans var meö Marilyn Monroe hér á árum áður en Madonna þykir reyna mjög að líkja eftir hinni horfnu kynbombu. Þetta er snekkjan Nabila sem Donald Trump keypti af Adnan Khashoggi og endurskirði Trump prinsessuna. Þetta er rennilegasta fley. Kjarakaup hjá Donald Trump Ivana og Donald Trump eru hamingjusöm um borð í nýju snekkjunni. Milljarðamæringurinn Donald Trump og kona hans, Ivana, gerðu í sumar hreint ótrúlega góö kaup. Þau dauðvantaði þægilega snekkju en það getur verið erfitt að fmna góðan bát á viöráðanlegu veröi eins og allir vita. En heppnin var með Trump- hjónunum því að einmitt þegar þau voru að leita sér að fleyi þurfti Adnan Khashoggi, vopna- sali með meiru, að losa sig við sína snekkju og var tilbúinn að sættasigviðalgertsmánarverð . fyrir bátinn. Verðið var tæplega einn og hálf- ur milljarður íslenskra króna en kostnaður við að smiða skipið var á sínum tíma næstum þvi þrír og hálfur milljarður. Þetta voru því kostakaup, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að skipið er nokk- uð vel búið af skipi í þessum verð- flokkiaðvera. Donald var ekki lengi að skíra snekkjuna sína upp á nýtt og nú heitir skipið Trump prinsessan og er það líkast til tilvísun til Ivönu. Um borð eru þónokkur þægindi og má sem dæmi nefna nokkur gufuböð, sundlaugar, skothelt gler, kvikmyndasal með sætum fyrir eitt hundrað manns, þyrlu, sem nota má til að bregða sér í land, fullbúið sjúkrahús, lyftur á milli hæða, sólbaðsaðstöðu og di- skótek. Um borð er hægt að hafa tvö hundruð og fimmtíu gesti án þess að illa fari um nokkum mann. Skipið er hlaðið listaverkum og dýrum húsgögnum og klefarnir eru víst eins og herbergi á lúxus- hóteli. Á einum barnum er flygill, þakinn speglum sem Liberace færði Trump að gjöf. Snekkjan hefur siglingaþol upp á tólf þúsund og fimm hundmð kílómetra en Trump þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hann geti ekki haft samband við skrifstof- una þegar hann er úti á sjó. Hann getur einfaldlega tekið upp einn af296 símum sem um borö eru oghringt. Það eina sem veldur honum áhyggjum núna er að Ed Koch, bæjarstjóri í New York, þar sem snekkjan hefur aðsetur, heimtar að Trump borgi full hafnargjöld af skipinu en hver maður getur séð aö það er ósanngjarnt að láta einn mann borga af svona stóru skipi. Trump finnst það að minnsta kosti þannig að nú verð- ur sennilega að láta dómstóla skera úr um það atriði. Ólyginn sagði... Stefanía Mónakóprinsessa er nú yfir sig ástfangin af John F. Kennedy, yngri. Þau hittust fyrst fyrir einu ári og síðan þá hafa þau skötuhjúin átt með sér leynilega fundi öðru hvoru, svona rétt á meðan þau hafa haft tíma frá öðrum, en sem kunnugt er þá er Kennedy óður af ást í Madonnu og Stefanía er nýbúin aö segja honum Mario sínum upp. Rainier fursti er himinlif andi með ráðahaginn og sér nú loksins fram á aö yngri dóttir hans nái sér í verðugan mann. John F. Kennedy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.