Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Síða 11
0
11
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989.
Utlönd
Sevilla er fögur borg og margt að skoða þar.
Undirbúnmg-
ur heimssýn-
ingar hafinn
Sevilla var á timum Kólumbusar ein rikasta borg i heimi. Árið 1992
verður heimssýning haldin þar í annað skiptið og verður gífurlega mik-
ið lagt í hana. Ekkert verður til sparað og meðal annars verða allar
samgöngur í Andalúsiu færðar til nútimahorfs.
Heimssýningin 1992 verður í Se-
villa á Spáni. Þar eru menn þegar
farnir að undirbúa viðburðinn og
verður ekkert til sparað. Allt verð-
ur gert til aö gestum líði sem allra
best. Það á jafnvel að breyta veðr-
áttunni.
Borgin, sem eitt sinn var miðstöð
viðskipta Spánar við nýja heiminn,
býst við að taka á móti átján milljón
gestum á sýninguna „Expo 92“ sem
er haldin til að minnast ferðar Kri-
stófers Kólumbusar til Ameríku
árið 1492.
Breyta loftslagi
Til að forða gestum frá þrúgandi
sumarhita, sem iðulega fer yfir
fjörutíu gráður á Celsíus, ætla
skipuleggjendur sýningarinnar að
breyta loftslagi á eynni La Cartuja
við austurbakka Guadalquivir, þar
sem sýningin verður.
Gróðursett verða fjögur hundruð
þúsund tré sem eiga að veita skjól
fyrir geislum sólarinnar og renn-
andi vatn verður notað til kæhngar
á andrúmsloftinu.
Þetta kerfi ætti að geta gert La
Cartuja allt að átta gráðum svalari
en umhverfi hennar, að sögn
þeirra.
Hingað til hafa sjötíu og átta fyr-
irtæki staöfest þátttöku sína í sýn-
ingunni. Á síðustu heimssýningu í
Osaka í Japan árið 1977 tóku sjötíu
og sjö fyrirtæki þátt.
Efasemdir um framgang
verksins
íbúar í Seviha eru ekki allir sann-
færðir um að allt verði tilbúið á
réttum tíma. Þeim stendur ekki á
sama þegar þeir hta til Barcelona
þar sem ólympíuleikar fara fram
sama ár. Þar ganga hlutimir hrað-
ar fyrir sig.
„Það er ekkert hægt að sjá á La
Cartqja enn,“ sagði einn íbúa. „Við
erum að fara yfir um af að bíða.“
Nú, þegar rúmlega þrjú ár eru
þar til sýningin verður opnuð, 20.
apríl 1992, er hið tvö hundruð og
fimmtán hektara sýningarsvæði
fremur óárennilegt moldarsvað
þar sem stórvirkar vinnuvélar fara
þvers og kruss.
Þeir sem hafa heimsótt svæðið
telja að þar hggi miklir möguleikar
en að til að þeir verði að raun-
veruleika þurfi vinnuátak í anda
egypsku faraóanna, að því er Jac-
ques Sol-Rolland, formaður sam-
taka um alþjóðlegar sýningar,
sagði á fundi með væntanlegum
sýnendum í desember.
Skipuleggjendur segja að allt
verði gert til að aðstaðan verði orð-
in fuhkomin þegar sýningin hefst.
Samgöngukerfi bylt
Ríkisstjómin hefur ákveðið að
verja tvö hundmð milljörðum ís-
lenskra króna til að setja sam-
göngukerfi Andalúsíu í nútímahorf
til að gestir geti komist til og frá
Sevilla.
Hraðlest mun stytta þann tíma
sem það tekur að komast með lest
frá Madrid til Seviha úr sex stund-
um í þrjár. Einnig munu hrað-
brautir koma í stað tveggja akreina
vega.
Flugvöllurinn verður stækkaður
og mun hann eftir breytingar geta
annað þrjátíu og fimm þúsund far-
þegum á dag.
Gífurlegur metnaður
Framkvæmdastjóri sýningarinn-
ar, Manuel Olivencia, segir að aldr-
ei fyrr hafi verið lagt í jafnstórt
verkefni á Spáni.
Mikið af veglegustu byggingum
Seviha era einmitt th komnar
vegna annarrar heimssýningar
sem var haldin þar árið 1929.
Byggingarnar, sem nú verða
reistar, munu eftir sýninguna, sem
stendur yfir í sex mánuði, verða
teknar undir rannsóknarstarfsemi
háskóla.
Spánveijar telja að sýningin 1992
muni verða svo glæsileg að hægt
verði að líkja henni saman við þann
viðburð er Kólumbus sigldi til
Vesturheims. Reuter
FRÁ GRUNNSKÓLANUM
í HVERAGERÐI
Kennara eða fóstru vantar nú þegar til að kenna 6
ára nemendum til vors. Uppl. gefur Guðjón Sigurðs-
son skólastjóri í síma 98-34195 eða 98-34472 og Pál-
ína Snorradóttir yfirkennari í síma 98-34195 eða
98-34436.
^ GÆÐAFILMU
Umboösaðilar m.a. Sauðárkrókur Selfoss
Mosfellsbær Versl. Hrund M.M. búðin
Álnabúöin Dalvik Þorlákshöfn
Akranes Versl. Dröfn sf. Bóka- og gjafabúðin
Bókaskemman Akureyri Garður
Grundarfjörður Radiónaust Bensínstöð Essó
Versl. Fell Neskaupstaður Keflavík
Borgarnes Nesbær Frístund, Hólmgaröi 2
Versl. ísbjörninn Djúpivogur Njarðvik
Stykkishólmur Versl. Húsið B.H. búðin Hella Videoleigan Fristund, Holtsgötu 26
Póstsendum
HVERVANN?
901.856 kr.
Vinningsröðin 2. janúar:
111-121 -X22-X12
12 réttir = 631.340 kr.
Enginn var með tólf rétta-og því er tvöfaldur pottur núna.
11 réttir = 270.516 kr.
16vorumeð11 rétta-ogfærhverísinnhlutkr. 16.907,-.