Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Gengið fellt
Ríkisstjórnin hefur fellt gengið um íjögur prósent.
Er það í annað sinn sem núverandi stjórn fellir gengið
en vegna lækkunar dollars að undanförnu gerir íjögur
prósent gengisfelling ekki meira heldur en að færa geng-
isskráningu dollars í sama far og síðast. Jafnframt er
þess getið að Seðlabankinn fái heimild til að ákveða
daglega gengisskráningu innan 1 til 2% marka vegna
ófyrirséðra breytinga á alþjóðagjaldeyrismörkuðum.
Þessar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar koma ekki á
óvart. íslenska krónan hefur verið of hátt skráð og eins
og jafnan áður, þegar gengisskráningin fer svo rækilega
úr böndum, hefst spákaupmennska og útstreymi úr
bönkum, sem bregðast verður við. Stjórnmálamenn
hafa heldur ekki farið dult með þá skoðun sína að geng-
ið væri of hátt og sú umræða hefur einnig kynt undir.
Spurningin undir það síðasta var ekki sú hvort geng-
ið yrði fellt heldur hversu mikið. Satt að segja hafa
menn búist við stærra stökki, ef ríkisstjórnin gripi til
aðgerða á annað borð. Forsætisráðherra hefur boðað
víðtækar efnahagsaðgerðir eftir áramótin og það hafa
aðrir ráðherrar gert. Þannig voru þeir búnir að kalla
yfir sig spákaupmennsku strax og bankar yrðu opnaðir
eftir áramót. Úr því þeir hreyfa nú við genginu er undar-
legt að gengisfellingin skuli ekki vera meiri, nema þá
að þetta sé forsmekkurinn, nokkurs konar varnarað-
gerð meðan ráðrúm gefst til stærri verka.
Alþingi kemur saman í dag til að ganga frá fjárlögum.
Ætla má að þar verði efnahagsmálin rædd. Skýrist þá
væntanlega hvort hér sé um biðleik að ræða af hálfu
ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan hlýtur að gera
þá kröfu að ríkisstjórnin skýri frá fyrirætlunum sínum
og jafnframt er sú krafa eðlileg að alþingi verði ekki
sent heim í janúar. Það er ástæðulaust að láta ríkis-
stjórnina fá ráðrúm til að setja bráðabirgðalög í þing-
hléi og stilla þannig alþingi upp frammi fyrir gerðum
hlut. Þetta er sagt í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur ekki
meirihluta á þingi og meðan hún hefur ekki aukinn
þingstyrk mundi það enn auka á óvissuna ef róttækar
efnahagsaðsgerðir eru í undirbúningi án þess að fyrir
hggi hvort þær hafa stuðning á alþingi.
Stjórnmálamenn hafa almennt verið sammála um að
gengið væri rangt skráð. Atvinnurekendur sömuleiðis
og þeir telja að gengisfellingin í gær skipti litlu sem
engu, ef annað og meira á ekki að koma til. Vandséð
er hvernig ríkisstjórnin ætlast til að hjól atvinnulífsins
fari að snúast eðlilega þótt gengið sé leiðrétt til þess sem
það var við síðustu gengisfellingu. Það verður þess
vegna að líta svo á að meira sé í vændum af efnahagsað-
gerðum, þar sem fiktað verður við gengið eða gengis-
áhrifin. Ríkisstjórnin hefur strax boðað að hún muni
beita sér gegn því að gengislækkunin hafi áhrif á vext-
ina.
Bensín hefur hækkað um fimm krónur lítrinn. Ýmsar
aðrar vörur hækkuðu einnig um áramótin vegna vöru-
gjaldsins. Skattahækkanir fara út í verðlagið. Gengis-
fellingin mun sjálfkrafa leiða til verðhækkana. Innan
tíðar rennur verðstöðvunin út. Allt bendir til almennra
verðhækkana og verðbólgu ef ekki verður gripið í taum-
ana. Ríkisstjórnin segist hafa fleiri ráð uppi í erminni
og sjálfsagt er að gefa henni tækifæri til að sýna sig.
En heldur eru þetta óburðugar aðgerðir sem birtast í
máttlausri gengislækkun. Þær bera vott um skipulagðan
flótta frekar en markvissa sókn. Þær auka enn á óviss-
una og óttann. Ellert B. Schram
„Aðgangur fiskeldisfyrirtækja að fjármagni [... jhefur verið mjög ófullnægjandi hérlendis", segir m.a. í grein-
argerð með frumvarpi til laga um Tryggingasjóð fiskeldislána.
Tryggingasjóður
fiskeldislána
I október sl. skipaði landbúnað-
arráðherra nefnd til þess að fjalla
um rekstrarfjárvanda fiskeldis og
afurðalánakerfi greinarinnar.
í nefndinni áttu sæti auk undir-
ritaðs Össur Skarphéðinsson fisk-
eldisfræðingur og Guðmundur Sig-
þórsson, skrifstofustjóri í land-
búnaðarráðúneytinu, sem jafn-
framt var formaður.
Árangur af starfi nefndarinnar
er sá að nú hefur veriö lagt fyrir
Alþingi frumvarp til laga um
Tryggingasjóð fiskeldislána.
í greinargerð með frumvarpinu
segir meðal annars:
„Frá því á sl. vori hefur verið
mikil umræða um stöðu fiskeldis
hér á landi, annars vegar varðandi
þau starfsskilyrði sem greininni
eru búin með hliðsjón af öðrum
gjaldeyrisskapandi atvinnugrein-
um og hins vegar um þau starfs-
skilyrði sem fiskeldið býr hér viö,
samanborið við erlenda samkeppn-
isaðila. Af þeim gögnum, sem unn-
in hafa verið, má ráða að fjár-
hagsleg aðstaöa við stofnun fisk-
eldisfyrirtækja hér á landi hafi ver-
iö viðunandi þegar frá er talinn
tímabundinn skattur á erlendar
lántökur til framkvæmda og stimp-
ilgjöld af lánum. Hins vegar má
benda á að í samkeppnislöndum
okkar er fyrir hendi opinbert
styrkjakerfi við stofnun fiskeld-
isfyrirtækja, hærra lánshlutfall
sem hvert fyrirtæki á kost á af
stofnkostnaði og að vextir vegna
stofnkostnaðar eru niðurgreiddir
af hálfu hins opinbera. Hér er í
langflestum tilvikum um að ræða
lið í byggða- og þróunarmálum viö-
komandi lands.
Á hinn bóginn hafa allar athug-
anir leitt í ljós að aögangur fiskeld-
isfyrirtækja að fjármagni þegar að
rekstri kemur hefur verið mjög
ófullnægjandi hérlendis, hvort sem
litið er til möguleika samkeppnis-
aðila erlendis eða til annarra út-
flutningsatvinnugreina hér á
landi.“
Tillögur nefndarinnar
í megindráttum voru tillögur
nefndarinnar sem hér segir:
1. Byggt veröi upp samræmt af-
urðalánakerfi viðskiptabank-
anna er geri fiskeldisfyrirtækj-
um kleift að haga rekstri sínum
á sem hagkvæmastan hátt og
komast hjá ótímabærri fórgun á
eldisfiski vegna lausafjárskorts
eins og nú er í dag.
2. Rekstrar- og afurðalán til fisk-
eldis verði hhðstæð því sem er í
sjávarútvegi og hefðbundnum
landbúnaði. Það leiöir til þess
aö lán út á birgðir gætu numið
allt að 75% af heildarverðmæti
þeirra þar til skil á söluandvirði
KjaUajinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn
fara fram.
Til að leysa úr bráðum rekstrar-
vanda fiskeldisfyrirtækja beiti
stjórnvöld sér fyrir eftirfarandi
aðgerðum:
1. Stofnuð verði tryggingadeild
fiskeldislána við Ríkisábyrgða-
sjóð er geti veitt bönkum og öðr-
um lánastofnunum greiðslu-
tryggingu, þannig að rekstrar-
og afurðalán þeirra til fiskeldis
gætu numið allt að 75% af verð-
mæti birgða.
2. Greiðslutrygging verði því að-
eins veitt að viðkomandi fyrir-
tæki hafi tryggt afurðir sínar
með svonefndri umframskaða-
tryggingu er nái a.m.k. 50% af
tryggingaverðmætum afurða og
að fyrirtækið hafi afurðalán frá
lánastofnun í eðhlegu hlutfalli
við þaö sem tryggt er. Skal þaö
hlutfall afurðalánsins vera utan
greiðslutryggingar deildarinn-
ar. Ekki verði gripið til greiðslu-
tryggingarinnar nema tjónabæt-
ur dugi ekki th greiðslu á afurða-
láni og fyrirtækið geti ekki greitt
það með öðrum hætti.
3. Fiskeldisfyrirtækin greiði trygg-
ingadeildinni ákveðinn hundr-
aðshluta tryggingarinnar sem
þóknun.
4. Sérstök matsnefnd verði skipuð
er ákveði m.a. hvaða fyrirtæki
verði tahn tryggingahæf um-
fram það sem takmarkast af 2.
tölul. Á sama hátt geri nefndin
tillögur til fjármálaráðherra um
frávik frá þeim takmörkunum
sem 2. tölul. setur, þó eingöngu
í tilvikum þar sem ónóg reynsla
hamlar því aö komið' verði á
skipulögðu afurðalánakerfi, svo
sem vegna hafbeitar.
5. Verði sett lög um tryggingadeild
fiskeldisiána samkvæmt fram-
ansögðu komi þau til endur-
skoðunar eigi síðar en fyrir lok
ársins 1991. í millitíðinni vérði
úr því skorið hvort unnt reynist
að bankar og lánastofnanir geti
veitt fiskeldinu það afurðalána-
hlutfall, miðað viö verðmæti
birgða, sem áður er nefnt, án
endurgreiðslutryggingar, eða
hvort hagkvæmara sé tahð að
stofna sérstakt greiðslutrygg-
ingafélag meðal hagsmunaaðila,
svo sem Landssambands haf-
beitar- og fiskeldisstöðva, við-
skiptabanka, sparisjóða, stofn-
sjóða og tryggingarfélaga, er
yfirtæki verkefni dehdarinnar
eða aðrar hagkvæmari lausnir
fyndust.
Stjórnarfrumvarp
Eftir nokkra umfjöllun ákvað
ríkisstjórnin hins vegar að leggja
frumvarpið fram þannig að sjóður-
inn tengist ekki ríkisábyrgðasjóði
heldur skuli lúta stjórn landbúnað-
arráðherra og vera í vörslu og
umsjón Stofnlánadeildar land-
búnaðarins.
Hámark skuldbindinga sjóðsins
má á hverjum tíma nema samtals
1800 m.kr. eða jafnvirði þeirrar
fjárhæðar í erlendri mynt (SDR).
Verði frumvarpið að lögum ætti
að vera unnt að koma á afurðalána-
kerfi fyrir fiskeldi sem væri sam-
bærilegt við aðrar útflutnings-
greinar.
Jafnframt er hér valin leið, sem
öll samkeppnislönd okkar hafa val-
ið í einhverju formi, þ.e. ábyrgð
ríkis aö hluta.
Samkvæmt frumvarpinu er þó
ábyrgð ríkis mjög takmörkuð eins
og fram kemur í tillögum nefndar-
innar.
Frumvarpið er raunverulega
grunnurinn að því að fiskeldi geti
vaxið sem atvinnugrein á íslandi.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Verði frumvarpið að lögum ætti að
vera unnt að koma á afurðalánakerfi
fyrir fiskeldi sem væri sambærilegt við
aðrar útflutningsgreinar.“