Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 3
3 FIMMTUDAGUR 5. JANUAR 1989. DV Lúövík Jósepsson bankaráösmaður: Valur hefur haft ærinn tíma til að ganga frá „Fyrst Valur Amþórsson tók við starfi bankastjóra 1. janúar átti hann að vera búinn að losa sig við stöður sínar hjá Sarabandinu. Hann var ráðinn fyrir þremur mánuðum en þarf enn frekari tíma til að ganga frá í fyrri störfum. Mér finnst hann hafa haft ærinn tíma til að ganga frá sín- um málum hjá Sambandinu,“ sagði Lúðvík Jósepsson, sem á sæti í bankaráði Landsbankans, við DV. Lúðvík sagði að viðhorfm til máls- ins yrðu rædd á vettvangi bankaráðs þegar það fundaði en ekki hefði verið boðað til fundar enn. -hlh Formaður bankaráðs: Það kemur til fundar „Það kemur til bankaráðsfundar innan tíðar en hann er ekki haldinn svona strax eftir áramótin. Hvenær fundað verður get ég ekki sagt til um nú. Það þarf að hóa mönnum sam- an,“ sagði Pétur Sigurðsson, formað- ur bankaráðs Landsbankans, við DV. Pétur sagðist ekki ræða við blaða- menn í síma og vildi ekki tjá sig frek- ar um máhð. -hlh Samherji hf: Samið við Spán- verja um smíði á frystitogara Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri; Útgerðarfélagið Samherji hf. á Akureyri hefur samið við skipa- smíðastöð á Spáni um smíði á frystitogara fyrir fyrirtækið, en hann á að koma í stað Þorsteins EA-610 sem skemmdist mikið í hafís úti fyrir Norðurlandi fyrir tæpu ári og hefur ekki verið not- aður eftir það og dæmdur ónýtur. Teiknistofa Karls Þórleifssonar á Akureyri teiknaði nýja togar- ann sem verður 61 metra langur og mjög svipaður að stærð og aflaskipið Akureyrin sem Sam- heiji á og gerir út. Áætlaö er að hinn nýi togari muni koma til landsins fyrri hluta ársins 1990. Auk Akureyrarinnar á Samheiji togarann Margréti og gerir út togarann Qddeyrina sem er í eigu samnefnds fyrirtækis. Framleiðnisjóður: Keypti kvóta af eyðijörð Framleiðnisjóður keypti fyrr á árinu framleiðslukvóta af jörð í Ölfusi sem hefur ekki haft kvóta í nokkur ár. Á jörðinni er tvíbýli og var annar hluti hennar seldur fyrir tveim árum. Á þeim hluta hafði ekki verið búskapur í um 18 ár. Á jörðinni í heild var kvóti sem svaraði 113 ærgildum og ætl- aði seljandi að halda þeim eftir. Kaupendur jarðarhelmingsins seldu hins vegar þennan kvóta til Framleiðnisjóðs sem hefitr greitt þeim mest af andvirði hans. íhugar nú seljandi málsókn vegna þess. Að sögn Áma Jónssonar hjá Búnaöarfélaginu hafa ölfelli lík þessu komið upp áður og taldi hann málið þurfa að fara fyrir dómstóla til að fá niðurstöðu í því. -SMJ Fréttir Jón Sigurðsson bankamálaráðherra um mál Vals Amþórssonar: Skylda bankaráðs að fullnægja bankalögum „Ég bendi á 13. grein bankalag- tækja utan hankans eða taka þátt Þetta gildir að sjálfsögðu um um- viöskiptaráðherra við DV. anna þar sem segir: „Bankastjór- í atvinnurekstri að öðru leyti, rætt tilfelli. Það er skylda banka- „Bankaráði ber eðliiega að taka um, aðstoðarbankastjómm og úti- nema slíkt sé boðið í lögum eða um ráðs að sjá til þess að þessu atriði afstöðu til málsins og ég mun fylgj- bússtjórum er óheimilt aö sitja í sé að ræða stofnun eða atvinnufyr- sé fullnægt og ég efast ekki um að ast með því að það verði gert.“ stjóm stofnana og atvinnufyrir- irtæki sem bankinn á aðild að.“ þaðgeriþað,“sagði JónSigurðsson -hlh SKATTHLUTMLL OG PERSÓNUAFSLÁTTUR ÁRIÐ1989 Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar við útreikning staðgreiðslu. Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (05.01.1989)
https://timarit.is/issue/192070

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (05.01.1989)

Aðgerðir: