Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 12
12 flMMTUD^GUR 5.;JANÚAR 1989. Spumingin Spilarðu í happdrætti? Kristjana Óladóttir verslunarmaður: Ég á fjóra miða í Happdrætti Háskól- ans. Ég fékk einu sinni smávinning. Sigurrós Guðmundsdóttir húsmóðir: Ég spila bæði í Happdrætti Háskól- ans og DAS og hef gert í 16 ár. Ég vann einu sinni milljón. Þuríður Guðjónsdóttir nemi: Ég hef átt miða í Happdrætti Háskólans í eitt ár en hef ekki enn fengið neinn vinning. Helga Jóhannsdóttir húsmóðir: Ég átti fimm miða í Happdrætti Háskól- ans í nokkur ár en hætti því. Vinn- ingamir komu alltaf á næstu númer við min. Pétur'Gunnlaugsson verkstjóri: Ég er meö tvo miða í hvoru happdrætti. Ég hef stundum fengiö lægstu vinn- inga. Tryggvi Erlingsson vcrslunarmaður: Ég er hættur aö spiia í happdrættum. Ég gerði þaö einu sinni og fékk aldr- ei vinning. Lesendur Nýársávörpin til þjóðarinnar Kristinn Einarsson hringdi: Mér þótti fróðlegt aö hlýða á ný- ársávörp æðstu leiðtoga okkar þjóðar um siðustu áramót Þau voru ágætlega flutt og sumt var rétt og satt í þeim. Hins vegar er næsta víst að margir eru þeir sem ekki eru alveg sáttir viö þann boð- skap sem þessir forsvarsmenn fluttu. Þaö sem mér er þá fyrst og fremst í huga er þaö að þarna kem- ur fram mun meiri bjartsýni held- ur en ástæða er til að setja fram viö núverandi aðstæöur - eins kon- ar bamabjartsýni. það er í sjálfu sér ekkert athuga- verð við bjartsýnina, hún er góö og gild þar sem hún á viö - en bara þar sem hún á við. Hér eru ekki þær ‘aðstæður nú að hægt sé að vera bjartsýnn á að úr rætist og alls ekki á meöan landinu er stjórn- að af svo misvitrum stjórnmála- mönnum og um eigin hag hugsandi sem raun ber vitni nú. í áramótaávörpum forseta og for- sætisráöherra til þjóðarinnar gerðu þau bæði efnahagsmál og stöðu þjóðar að umtalsefni. Bæði gerðu þjóðinni upp orð eða öilu heldur hugsun er þau sögðu að meðal landsmanna ríkti bjartsýni og að uppi væru áform um aö sigr- ast á þeim vandamálum sem við væri að etja. Þeir forystumenn, sem hér um ræðir, era þá fyrst langt í burtu frá landsmönnum ef þeir halda að hér geti almennt ríkt bjartsýni. En þeim er nokkur vorkunn að tala þannig því á þeim brenna ekki vandamálin persónulega. Það er t.d. ekki þannig í daglega lífinu að fólk, sem stendur í byggmgarfram- kvæmdum, geti látiö þjóöarheild- ina taka þátt í þeim, sér að kostnað- arlausu. Qg þótt þjóðartekjur hafi stóraukist frá því sem þær voru árið 1983 og þjóðin kaupi 15 af hundraði meira með tekjum sínum nú en hún gerði fyrir fimm árum er hversdagsleikinn lítið annað en kreppuástand hjá stórum hluta þjóðarinnar, einkum þeim sem ekki mega stoppa einn dag i vinnu svo aö standa megi undir kröfun- um um samhjálp og eyðslu stjórn- málamannanna sjálfra í fánýta hluti sem margir geta og eiga að bíða betri tíma. - Þar eru viðgerðir og viðhald á opinberum byggingum ekki undanskildar. Sá er hér heldur á penna er einn þeirra sem hefur greitt skatta og skyldur til hins opinbera um ára- tugaskeið og aldrei skotist undan eða skorast undan þeirri skyidu. Þegar hann heyrir jaínfjálglega vegiö að bölhyggju og bölrækt ann- ars vegar og hvatt til bjartsýni og samstööu hins vegar af æðstu mönnum þjóöarinnar er ekki nema von aö um mann hrislist straumur efasemda um hvort hér sé í alvöru talað eða hvort veriö sé aö gera gys að fólkinu í landinu. Nýársávarp forseta Islands: Vegum ekki að okkur sjálfum með bölsýni í nýársávarpi sínu varaði Vigdis Finnbogadóttir. forseti íslands, landsmenn viö að eyöa orku sinni J krepputal og kvíða". „Nær væri." sagði forsetinn „aö hugsa um þaö sem má styrkja okkur sjálf til verka. i staö þess aö berast ráöviUt með þvi kapphlaupi sem mikiö er stundaö i fjölmiðlum og ég vil kalla aö viö séum þar aö vega aö okkur sjálfum með bölsýni. Sist vil ég kasta rýrö á góöa fréttaþjónustu viö landsmenn við aö skýra þeim skjótt frá þvi sem er aö gerast i landinu og heiminum öllum. frétta- þyrstri þjóö. En má þaö ekki vera augljóst aö erfitt er á stundum aö öölast heildarsýn yfir málefni lands og lýðs þegar setið er hveija stund um þá stjómmálamenn sem þjóöin hefur kjöriö og þeir fulltrúar eru krafðir sagna um hugsanir sinar frá andartaki til andartaks. Er svo kom- iö aö mörgum ofbýður atgangurinn i haröri samkeppni um tiöindi sem helst þurfa aö vera æsifréttir. Gæti ekki svo fariö aö við hættum aö taka mark á þó hrópaö væri: „lllfur. úlf- ur..." " Forsetanum var tíörætt um stööu og framtíö tungunnar og sagöi „aö hér er um alvarlegt mál að ræða. Viö vitum aö þaö þarf meira til en aö slá á slettur eins og hæ hæ og bæ bæ, sem unglingar, liösmenn minir. eru nú aö reyna aö kenna ungviöinu. grænjóxlum, að er hlægilegt aö kveöja á islensku. Unglingar eru áreiöanlegt fólk sem vert og hyggi- legt er aö treysta. Þaö er þar á ofan ekki nóg aö leggja sig fram viö aö varöveita gómul oröatiltæki og réttar beygingar oröa - þannig aö pita sé ekki scld með egg og f»sk heldur eggi og fiski á skyndibitastöðum. Umfram sjálfa varöveislu hins talaöa og ritaöa máls þarf aö smiöa ný orö af glögg- skyggni, svo íslendingar geti talað saman um sin eigin mál á öllum sviö- um á sinni eigin tungu." -pv Aramótaávarp forsætisráðherra: Vandratað milli ofstjórnar og stjórnleysis Þaö cr vandi aö sfjóma íslensku þjóöfélagi svo aö vel sé. Meöalvegur- inn milli ofsfjómar og sfjómleysis er vandrataður var skoðun Stein- gríms Hermannssonar forsætisráö- herra þegar hann flutti áramótaá- 3 sitt. Steingrimur hyggst endurvekja starf nefndar sem vann fyrir nokkrum árum aö framtíöarkönnun á þjóö-*' félaginu. Nefndinni er ætlaö aö spá í þróun ýmissa grundvallarþátta þjóöfélagsins fram til ársins 2010. Forseti íslands og forsætisráðherra fiuttu þjóðinni ármamótaboðskap sinn að venju. Umferðarslysum fjölgar Jóhannes Einarsson hringdi: Ég get ekki séð að umferðarslysum fækki þótt við búum við strangari og jafnfram hlægilegri reglur um notkun bifreiða en nokkurs staðar þekkist. Einkum og sér í lagi get ég ekki séð að hinar nýju reglur um skyldunotkun ökuljósa allan sólar- hringinn og skyldunotkun sætisóla hafi á nokkurn hátt fækkað umferö- arslysum eða árekstram. Ef eitthvað er hefur hraðakstur aukist til muna með tilkomu sætis- beltaskyldunnar og er þó ekki nema hálfsögð sagan þar því leigubílstjórar þurfa aldrei að nota belti - af því þeir aka svo mikiö og eru svo stór áhættuhópur í umferðinni! Ljósanotkun á bílum allan sólar- hringinn er svo önnur vitleysan til sem bíleigendur kyngja á sama hátt og bensínhækkununum. Allir sem í umferðinni eru vita að sjálfsögðu að ljósin skipta nákvæmlega engu máh aö degi til hvað öryggi snertir en geta þó, ef eitthvað er, blindað öku- menn sem á móti koma. Það ætlar því seint að hrífa áróður- inn gegn fjölgun umferðarslysa og er þaö að vonum því hann er alfarið rangur og beinist að allt öðrum hlut- um en þeim sem máli skipta. Það sem máli skiptir eru margfalt þyngri sektir þegar um hraðakstur og brot á umferðarreglum er að ræða og upptaka ökutækis tímabundið. Ekki sætisbelti eða ökuljós að degi til. Völvuspárnar fyrir Árni Kristjánsson hringdi: Ég hef litið í nokkrar af þessum svokölluðu völvuspám sem hafa ver- iö að birtast hér og þar undanfarið í íslenskum blöðum og tímaritum, svona mest til gamans (því að enginn vill viðurkenna að hann taki mark á þessum spám). Þetta er nú svo sem ekki merkilegur litteratúr - en gam- an að líta á þetta. Mér finnst ein af þessum völvu- spám bera af hinum og þaö er spá Vikuvölvunnar sem nú er búin að vinna sér fastan sess hjá okkur ís- lendingum. Ég sá t.d. í blaðinu Heimsmynd að þar er gerð tilraun til að setja upp svona völvuspá, sennilega þá fyrstu sem birtist fyrir árið 1989, og hefur að líkindum átt að slá allar aðrar sem síðar komu út af laginu. En framsetning þessarar 1989 spár var öll svo ruglingsleg og barna- leg að hún var varla læsileg og alls ekki neitt þar að finna sem gat kitlað hugmyndaflugið. Svo var önnur í einu helgarblaö- anna og þar var ein kunn spákona á feröinni. En sama sagan þar, allt var svo sundurlaust og reikandi. Þar var t.d. veriö að segja frá einhverjum hlutum sem áttu að geta gerst „á næstu árum“ eða eitthvað í þá áttina - ekkert spennandi. í Vikunni er komið beint að efninu og þar sagt frá hlutunum eins og völvan sér þá og hún þorir að slá hlutum fóstum þó svo að eitthvað hljóti að skekkjast þegar á reynir. Ennþá stendur þó sú spá fyrir sínu og læsilegust er þessi spá allra völvu- spánna. Hringið í síma 27022 miJli kl. 10 og 12 eða skrifið Hundahald á afmörkuðum svæðum og undir eftirliti. - Það er skoðun bréfritara. Er hundahald ábyrgðarleysi? Björn Sigurjónsson skrifar: Það er á dagskrá um þessar mundir að gera garðinn frægan með hundahaldi og vilja margir lögfesta þann ófógnuð. Sem betur fer höfðu afar okkar og ömmur vit á því í flestum tilfellum aö farga hundinum þegar þau fluttu úr sveit á mölina eða þá að hann varð sjálf- dauður. Hið sama gildir um kött- inn. Því færi verr ef fólk færi nú að rýma hús sín fyrir þessi dýr sem best eru geymd í dýragöröum. Mat- væli heims virðast ekki hrökkva til handa hungraöu fólki en þó fara ótalin tonn þeirra í gæludýrahít stórborganna. Mættum viö íslend- ingar vera lausir við þá skömm um ókomna framtíð. í mörgum stórborgum heims, þar sem hundhald viðgengst, veikist fólk hundraðum saman af hinum ýmsu veirum sem kvikindi þessi bera með sér. Nægir að benda á sullaveiki fyrri tíma hér á landi því til staðfestingar. Ef menn vilja samt rækta þessar skepnur á að sjálfsögðu að gera það á til þess afmörkuðum svæðum. Þaö að gera borgir og bæi að dýra- göröum er ekki hægt að útskýra meö öðra en oröinu ábyrgöarleysi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.