Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989.
25
Lífsstm
Lögfræðingur Húseigendafélagsins svarar spumingum lesenda
Þegar deilur rísa
í húsnæðismálum
Lesendur DV fá nú tækifæri til
aö leggja spurningar fyrir Sigrúnu
Benediktsdóttur, lögfræöing Hús-
eigendafélagsins. Hún mun kapp-
kosta jið leysa úr þeim vandamál-
um sem eigendur íbúöa og leigjend-
ur standa frammi fyrir. Sigrún hef-
ur sérhæft sig í málefnum húseig-
enda á undanförnum árum. Hún
svarar spurningum lesenda varð-
andi íjölbýlishúsalög, húsaleigu-
lögin, samninga og ýmis vandamál
sem upp geta komið varöandi hús-
eigendur. í blaöinu í dag eru birtar
nokkrar spurningar húseigenda og
leigjenda og svör Sigrúnar viö
þeim.
Þeir sem hafa spurningar geta
hringt til DV í síma 27022 þar sem
tekið er við fyrirspurnum frá les-
endum.
-ÓTT
Sigrún Benediktsdóttir, lögfræð-
ingur Húseigendafélagsins.
Úr vöndu er að ráða þegar ekki vilja allir borga nauðsynlega viðgerð
í fjölbýli.
Á leigjandinn að borga
vatnsskemmdimar?
íbúi í austurbænum spyr:
- í íbúð minni búa nú leigjendur
sem uröu nýlega fyrir því óláni að
þvottavélin þeirra, sem er staösett
í íbúöinni, bilaöi. Talsverður leki
stafaöi af þessu, enginn var í íbúö-
inni og miklar vatnsskemmdir
urðu á parketinu. Nú leikur mér
forvitni á að vita hvort þaö séu
ekki leigjendurnir sem bera skað-
ann?
Svar: Um atvik sem þessi er íjallað
í húsaleigulögunum frá 1979. Þar
er tekið fram hver réttindi og
skyldur leigutaka eru annars vegar
og leigusala hins vegar.. Þar segir
að leigusali skuli bera tjón á leigðu
húsnæöi sem er bótaskylt sam-
kvæmt skilmálum húseigenda-
tryggingar ef um íbúðarhúsnæöi
er að ræða. í þínu tilfelli fellur tjón-
ið undir huseigendatryggingu - ef
þú hefur hana ekki verður þú sjálf-
ur að bera skaðann.
Ef hússjóöur hækkar vemlega
Leigjandi í fjölbýlishúsi hringdi:
- Ég hef til þessa staðið í skilum
við að borga hússjóð í blokkinni
þar sem ég leigi íbúö. Nú ber svo
við að hússjóðurinn hefur hækkað
verulega vegna þess að það er verið
að skipta um teppi á stigagangin-
um. Er mér skylt aö greiöa þennan
aukna kostnað?
Svar: Það er alfarið í höndum leigu-
sala að greiöa kostnaö vegna fram-
kvæmda, s.s. eins og málningar á
húsinu, kaupa á plöntum í garðinn
og skiptingar á teppum á stigagangi
o.s.frv. Leigutaki á hins vegar að
greiða kostnað við hússjóð og er
það skilgreint sem kostnaður við
rekstur hússins eins og rafmagn
og hiti.
Hins vegar er hægt aö gera klás-
úlu í samning þar sem sérstaklega
er tekið fram að leigutaki greiði
kostnað við framkvæmdir gegn því
að leiga hans lækki sem því nem-
ur. Við höfum bent fólki á að heppi- framkvæmdaþætti - þetta er ráð-
legast er að halda sér hússjóð fyrir legt að gera þar sem leigjendur eru.
rekstur hússins og sér sjóð fyrir
Leigjandi skal aðeins borga i hússjóð vegna reksturs hússins.
Það lekur inn í kjallarann
Einn eigandi
neitar að vera með
Hjón í Hlíðahverfi spyija:
- Við vitum ekki okkar rjúkandi
ráð. Við búum í þríbýlishúsi, þakiö
lekur og ýmsar aðrar skemmdir
eru við þakkanta auk annarra
skemmda. Viðgerð hefur staðið fyr-
ir dyrum 1 nokkra mánuði því að
leki og meira að segja grjóthrun
hefur stafað af skemmdunum. Við
fengum loks viðgerðarmenn í verk-
ið sl. sumar en þá þrá svo við að
nýir eigendur í kjallaranum neit-
uðu að taka þátt í viögerðinni - þau
vildu bíða. Samt voru fyrri eigend-
ur búnir að segja þeim frá því sem
stóð til. Verðum við að þíða og láta
bara leka þar til þeim þóknast að
vera með?
Svar: Þið þurfið ekki að bíða. Það
er öllum skylt að taka þátt í nauð-
synlegum framkvæmdum vegna
utanaðkomandi skemmda og van-
hirðu á sameign. í rauninni nægir
að meirihluti íbúa hússins sé sam-
þykkur viðgeröinni (á löglegum
húsfundi) sem þarf að framkvæma.
Oftast þarf fljótlega að standa í
skilum við verktaka og greiða hon-
um. Vilji ósamþykkir íbúar hússins
ekki taka þátt í þeim kostnaði er
hægt að leita til lögfræðings hús-
eigendafélagsins sem skrifar við-
komandi bréf og óskar eftir
greiðslu innan viss tíma. Geri hann
það ekki kemur til kasta annars
lögfræðings og síðan er hægt að
stefna fyrir bæjarþingi. Þeir íbúar
sem staðið hafa í skilum geta þá
fengið úrskurðað svokallað lögveð
í íbúð þeirra sem skoruðust undan
- það er til tryggingar útlagðri
greiðslu vegna viðgerðar.
í tilfellum sem þessum fallast við-
komandi gjarna á málamiölun eftir
að lögfræðingur hefur gert þeim
grein fyrir stefnu.
Kjallaraíbúðareigandi í þribýlishúsi
spyr:
- Ég bý í nokkuð niðurgrafmni
íbúð í kjallara. Einn útveggurinn
lekur þar sem er niðurgrcifið. Ég
geri ráð fyrir að það þurfi að grafa
í kringum húsið og leggja nýja
drenlögn. Mér leikur forvitni á að
vita hvort kostnaður á að vera sam-
eiginlegur á alla íbúa hússins eða
á ég að borga brúsann?
Svar: Samkvæmt fjölbýlishúsalög-
unum (nr. 59/1976) skal boða til
húsfundar með átta daga fyrirvara
svo hann sé löglegur - fjölbýli telst
þar sem fleiri en ein íbúð er. í þessu
tilfelli eiga allir íbúar hússins að
borga viðgerð samkvæmt eignar-
prósentu hverrar íbúðar. í tilfellum
sem þessum þarf í rauninni ekki
nema raka á innanverðum útveggj-
um einhvers staðar í húsinu til að
allir beri skaðann. Þetta eru
skemmdir vegna utanaðkomandi
áhrifa - allir eru ábyrgir.
Fáist hins vegar ekki meirihluta-
samþykki íbúa hússins sem eignar-
prósentu alls hússins nemur getur
þú t.d. fengið mann frá Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins til að
gera skýrslu um skemmdirnar.
Síðan getur þú fengið lögfræðing
Húseigendafélagsins til að gera
öörum íbúum hússins grein fyrir
nauðsyn viðgerðar.
íbúar fjölbýlishúss bera sameiginlega ábyrgð á utanaðkomandi
skemmdum.
Siguijón í Vogahverfi er í vand-
ræðum:
- Ég bý á neðri hæð í tvibýlishúsi.
Inni í einum vegg íbúöar minnar
(á milli tveggja herbergja) liggur
klóakslögn frá eöi hæðinni og út í
garð þar sem hún sameinast okkar
Hver ber tjón af sprunginni lögn?
lögn. Fyrir nokkru varð leki þama
inni í veggnum og samskeytin á
lögninni fóru að leka. Milliveggjnn
í minni íbúö varö að bijóta og við-
gerð var fullnægt. íbúinn á efri
hæðinni neitar aö borga viögerðina
- hann kveðst hafa lagt í kostnað
viö sömu lögn fyrir fimm ámm og
segir aö nú sé þaö ekki hans að
borga?
Svar: Ef löp úr einni íbúð lekur
skal eigandi viðkomandi eignar al-
fariö bera kostnaö af viðgerðinni -
þarna er lögnin einkaeign því hún
sameinast ekki húslögninni fyrr en
úti í garði. Þama er augljóst hver
á hvaða lögn - þetta er ekki þitt
tjón. Hinn eigandinn átti á sínum
tíma með réttu að leggja í kostnað
vegna þessarar lagnar því hún til-
heyrir honum. Ef eigandi efri hæð-
arinnar hefur húseigendatrygg-
ingu bætir hún tjónið og viðgerðina
sem því nemur, að frádregnum
kostnaði sjálfrar lagnarinnar sem
hann ber.