Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989. LífsstOI r DV kannar verð á framköllun: Ódýrara úti á landi en í Reykjavík - er ólöglegt samráð í gangi? DV kannaði verö á framköllunar- þjónustu hjá alls 14 framköllunar- stofum í Reykjavík, Akureyri, Egils- stöðum og ísafirði. í könnuninni var miðað við 24 mynda filmu og mynda- stærð 10x15 cm. Á mörgum stofum er sama verð fyrir þá stærð og 9x13 sem er næsta fyrir neðan. Ódýrast reyndist að framkalla í Framköllun s/f við Ármúla og í Lækj- Ekki er mikill munur á verði framköllunarstofa. Þó virðist verðið oft vera lægra úti á landsbyggðinni en á höfuð- Jólasveinaleikur Coca-Cola veldur misskilningi engin verðlaun auglýst Svo virðist sem fjöldi barna hafi talið að í ár yrðu veitt verðlaun í jóla- sveinaleik Coca-Cola eins og var í fyrra. Reið móðir hafði samband við neytendasíðuna og gagnrýndi verksmiðjuna Vífilfell fyrir það hvernig staðið hefði verið að svo- kölluðum jólasveinaleik sem börn voru hvött til þess að taka þátt í fyrir jólin. Leikurinn var fólginn í því að safna myndum af öllum þrettán jólasveinunum en eitt kort með mynd fylgdi hverjum lítra af Coca- Cola. Konan sagði að börn hennar hefðu lagt mikiö á sig til þess að safna réttum myndum og því orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að engin verðlaun voru í boði. „Þetta var nú fyrst og fremst gert bömunum til fróðleiks og yndis- auka,“ sagði Bæring Olafsson, sölustjóri hjá Vífilfelli, í samtali við DV. Hann sagði að Vífilfell hefði dreift ókeypis plakati í allar verslanir og á plakatið hefði mátt líma mynd- imar af jólasveinunum sem fylgdu með lítraflöskum af kók. „Það var hvergi auglýst að verðlaun væru í boði,“ sagði Bæring, „en vegna þess hve þetta líktist leik sem Vífilfell var með fyrir jólin í fyrra þá höfum við orðið varir við að misskilnings hafi gætt.“ Um sama leyti í fyrra var nær sams konar leikur í gangi en þá var heitið verðlaunum fyrir að skila spjaldi með myndum af öllum jóla- sveinunuminntilVífilfells. -Pá argötu í Reykjavík og í Nýja filmu- húsinu á Akureyri en á þessum stöð- um kostaði þjónustan 750 krónur. Algengasta verðið og jafnframt það hæsta var 842 krónur sem var að finna á langílestum stöðum. Þá er ekki tekið tillit til ýmissa sértilboða sem framköllunarstofur bjóða. Ekki er heldur tekin afstaða til gæða fram- köllunar. Munurinn á hæsta og lægsta verði er rúm 12%. Að jafnaði virtist verðið vera lægra úti á landsbyggðinni. Á Akureyri og Egilsstöðum var það nálægt því lægsta en á ísafirði.jafn- hátt og hæsta verð, Margvísleg sértilboð Ýmis - sértilboð eru gangi og má benda á að í Filmunni í Kópavogi er stækkun á einni mynd upp í 15x21 cm innifalin í framköllun og stækk- un. í Ljósmyndavörum er gefinn 50% afsláttur á nýrri filmu með hverri framköllun. Myndsýn í Breiðholti lætur fylgja ókeypis 24 mynda Konica litfilmu með hverri framköllun. Hefurverðið í raun lækkað? „Samkvæmt mínum upplýsingum er launakostnaður starfsfólks við framköllunarþjónustu að minnsta kosti þrisvar sinnum hærri hér en í Bretlandi og írlandi," sagði Gísli Gestsson hjá Ljósmyndavörum h/f í samtali við DV. Gísli átti við skrif í blöðum fyrr í haust þar sem verið var aö bera saman verð á framköllun í Bretlandi og á íslandi. Gísli nefndi sem dæmi um verðlag á framköllun að í dag væri reiknað verð á hverri mynd 27 krónur en hefði verið 18 krónur fyrir fiórum árum. Gísli taldi að gífurleg samkeppni í þessari grein ásamt mikilli tækni- væðingu hefði gert það að verkum að þessi þjónusta hefði alls ekki hækkað í samræmi við verðlags- þróun og hefði í raun lækkað stór- kostlega. Ólöglegt samráð Það getur tæplega verið tilviljun að flestar stærstu framköllunarstof- urnar eru með nákvæmlega sama verð á þjónustu sinni. Sé um samráð að ræða er það ótvírætt lögbrot en sé álagning frjáls er samráð um verð óheimilt. -Pá Erfitt að sanna ólöglegt samráð „Þó margir aðilar séu meö sama eða svipað verð þá er það ekki ein- hlít skýring að um einhvers konar samráð sé að ræða,“ sagði Guð- mundur Sigurðsson, starfsmaður Verðlagsstofnunar, í samtali viö DV. „Skýringin getur legið í því að í tiltekinni grein sé einn aðili lang- stærstur og því fylgi aðrir hans verðlagningu. Mér þykir sennilegt að hér sé um slíkt að ræða,“ sagði Guðmundur þegar DV bar undir hann hvort um ólöglegt samráð gæti verið að ræða í verölagningu framköllunarstofa. „Því er þannig farið,“ sagði Guð- mundur, „að þótt lögin kveði á um að samráð um verðlagningu sé ótvírætt ólöglegt, þegar verölagn- ing er frjáls, þá er afar erfitt að færa sönnur á að um slíkt sé að ræða.“ -Pá Er pokagjaldið ólöglegt? - Verðlagsstofnun rannsakar málið Frá og með áramótum eru burðar- pokar í verslunum seldir en fram til þessa hafa þeir verið ókeypis. Verðið er 4 krónur fyrir lítinn poka og 5 krónur fyrir stóran. Helmingur pokagjaldsins rennur til samtakanna Fram til þessa hefur fólk fengið ókeypis poka til að bera heim vörur úr búðinni. Nú er áætlað að taka 200 milljónir i sérstakt pokagjald á hverju ári. Landvemdar. Talið er að árleg notkun plastpoka í matvöruverslunum sé um 40 millj- ónir á hverju ári. Hér er því um tæp- ar 200 milljónir sem teknar verða af neytendum á ári og þar af fara rúm- ar 100 milljónir til Landverndar. Helsti tilgangur þess að taka gjald fyrir plastpoka mun vera sá fá fólk til þess að hugsa sig tvisvar um áður en það hendir þeim frá sér á víða- vangi en pokar af þessu tagi eru mik- ill mengunarvaldur. Komið hafa fram efasemdir um lög- mæti þess að taka gjald fyrir burðar- poka í verslunum. Bent hefur verið á að álagning gjaldsins brjóti í bága við lögin um verðstöðvun. Fram til þessa hefur verið litið svo á að kostn- aður verslunarinnar við plastpoka væri tekinn inn í vöruverðið. „Við getum ekkert sagt um þetta að sinni en málið verður rannsak- að,“ sagði Ólafur Gunnarsson, starfsmaður Verðlagsstofnunar, í samtali við DV. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.