Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989.
5
>v_____________________________Fréttir
Vamarliðið haf nar
íslenskum flugvirkjum
- öryggisástæður og verkfallsréttur meðal ástæðna fyrir þvl
Flugvirkjafélag Islands fór þess á
leit við Vamarmálaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins að kannaðir yrðu
möguleikar á vinnu fyrir íslenska
flugvirkja hjá varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvefli. Þetta var gert og hef-
ur nú borist svar frá vamarliðinu
þar seip spumingum um vinnu fyrir
íslenska flugvirkja er svarað neit-
andi.
í svari varnarliðsins segir að við-
hald og eftirlit með herflugvélum sé
þess eðlis aö ekki sé heppilegt að ís-
lenskir flugvirkjar eða vélstjórar
sinni þeim störfum.
Ástæðumar segir vamarliðið með-
al annars vera þessar:
Að sérstakt bandarískt öryggis-
vottorð þurfi til að vinna við banda-
rískar herflugvélar og slíkt vottorð
geti íslenskir flugvirkjar ekki fengið.
Að bandaríski flugherinn og flotinn
hafi þróað viðhaldskerfi fyrir hverja
flugvélartegund sem krefst sérstakr-
ar þjálfunar.
Að flugvirkjar vamarliðsins lúti
flutningaskyldu sem íslendingar geti
ekki lotið.
Að íslenskir flugvirkjar hafi verk-
fallsrétt. Slíkt fyrirkomulag gæti haft
áhrif á viðbragðshæfni varnarliðs-
ins.
Að ráða yrði íslendinga sem við-
bótarstarfsmenn sem myndi þýða að
fækka yrði starfsmönnum í öðrum
mikilvægum verkefnum. Einnig
þyrfti að greiða íslendingum umtals-
verða eftirvinnu vegna vaktaskyldu
aflan sólarhringinn sem mundi valda
miklum umframkostnaði.
Loks er bent á að þjálfun íslendinga
til starfa fyrir vamarliðið yrði of
kostnaðarsöm.
Þetta svar mun ekki verða tekið
gilt, að því er Emil Þór Eyjólfsson,
formaður Flugvirkjafélagsins, sagði,
og mun utanríkisráðherra ætla að
óska eftir viðræðum við-varnarliðið
vegna þessa.
-S.dór
„Við byggjum á 50 ára reynslu
í fjarkennslu,“ segir Guðrún
Friðgeirsdóttir, skólastjóri Bréfa-
skólans. DV-mynd: KAE
Þýskukennsla:
Fjórtán
vikna nám-
skeið fyrir
byrjendur
Bréfaskólinn og Fræðsluvarpið
standa fyrir þýskukennslu fyrir
byrjendur í útvarpinu í vetur.
Námsefnið er komið frá Bréfa-
skólanum og segir Guðrún Frið-
geirsdóttir skólastjóri að sam-
starfið við Fræðsluvarpiö gefi
kost á aukinni áherslu á talmáli
í kennslunni.
Þýskukennslan er á dagskrá
Rásar 2 klukkan 21.30 á mánu-
dögum og eru þættimir endur-
teknir á sama tima á íostudögum.
Kennslan hefst í þessari viku. Um
miðbik hverrar kennslustundar
er skotið inn pistlum um menn-
ingu þýskumælandi þjóða og
verður einn höfundanna Arthúr
Björgvin Bollason. Kennt verður
í 14 vikur.
Mörgum lætur best að læra
heima og námstilboð aukast jafnt
og þétt. Að sögn Guðrúnar vom
á síðasta ári um 1.100 nemendur
í Bréfaskólanum sem hefur starf-
að í tæp 50 ár.
Fræðsluvarpið og Bréfaskólinn
hyggja á frekara samstarf og í
febrúar er gert ráð fyrir að hleypa
af stokkunum algebrunámi í
Sjónvarpinu.
Bréfaskólinn leggur aukna
áherslu á að nemendur sínir geti
lokið náminu með prófi. Þýskun-
ámsefnið í útvarpinu er til að
mynda það sama og kennt er í
fyrsta áfanga í framhaldsskólum
og munu nemendur eiga þess
kost að ljúka fjarnáminu með
prófl sem gefur einingar í fram-
haldsskólanámi.
-pv
Flugvirkjar:
Öttast að viðhald á
nýju vélunum verði
fært til útlanda
- óskaö eftir viöræöum um máliö, segir formaöur Flugvirkjafélagsins
„Við óttumst það í alvöru að við-
hald nýju vélanna, sem Flugleiðir hf.
eru að kaupa, verði að mestu eða
öflu leyti flutt til útlanda. Við vitum
að yflrmenn viðhaldsdeildar hafa
verið og eru í viðræðum við önnur
flugfélög. Forráðamenn Flugleiða hf.
hafa enn ekki gefið út opinberlega
hvað þeir ætla að gera í þessum efn-
um og þess vegna höfum við kosið
viðræðunefnd hjá Flugvirkjafélag-
inu og farið fram á viðræður við
Flugleiðir. Þeim óskum hefur verið
vel tekið og þær eru um það bil að
fara í gang,“ sagði Emil Þór Eyjólfs-
son, formaöur Flugvirkjafélags ís-
lands, í samtali við DV.
Flugvirkjar óttast nú mjög um at-
vinnu sína enda hafði verið samið
um það við Flugvirkjafélagið að 51
flugvirkja með stystan starfstíma
yröi sagt upp frá síðastliðnu hausti
fram til vors 1990. Þetta er gert vegna
þess að flugvélstjórar, sem hafa veriö
um borð í flugvélunum, hætta þvi
þegar nýju vélarnar koma í gagnið
og taka til starfa á, jörðu niðri“ eins
og það er kallað. Eins óttast þeir
minni vinnu hér heima með tilkomu
nýju Boening 737-400 vélanna sem
Flugleiðir hafa keypt.
„Það er markmið Flugleiða hf. að
halda sem stærstum hluta af við-
haldsvinnu vélanna hér heima. Hitt
er svo annað mál að með nýrri flug-
vélategund og nýrri tækni hafa flug-
félög víða í Evrópu veriö að ræða um
samnýtingu á varahlutalager og við-
hald að einhverjum hluta. Viðræður
um samnýtingu varahlutalagers eru
í gangi um þessar mundir. I harðri
samkeppni verða flugfélög sífellt að
vera að kanna alla kostnaðarliði og
bera saman við keppinautana og það
gerum við reglulega, ekki bara hvað
viðhaldi flugvéla viðkemur heldur á
öllum sviðum flugrekstursins," sagði
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug-
leiða hf., í gær.
Það mun væntanlega skýrast í
þeim viðræðum, sem flugvirkjar og
forráðamenn Flugleiða hf. taka upp
á næstunni um þessi mál, hvað úr
verður. -S.dór
Nautahakk kr. 395
5 kg og meira.
Kindahakk kr. 225,-
5 kg og meira.
Bjóðum svín og naut
í hálfu og heilu
á sama verði
og á síðasta ári.
KJOTMIÐSTÖÐIN
Laugalæk 2, Sími 686511.
NÝÍ WNSMÓUNN
Innritun frá kl. 13-18. Kennsla hefst 9. janúar
HAFNARFJ ÖRÐUR ^ ‘A
Kennum í nýju húsnæði
að Reykjavíkurvegi 72.
Sími 52996.
REYKJAVÍK
Kennum í Ármúla 17a.
Sími 38830.
SELFOSS
Kennsla hefst 11. janúar.
Innritun nýrra nemenda sama dag
kl. 15-17 í Inghóli.
ÞORLÁKSHÖFN
Kennsla hefst 13. jan.
Innritun nýrra nemenda
í síma 98-33551 kl. 18-20.
EYRARBAKKI/ST OKKSEYRI
Innritun nýrra nemenda
í síma 98-33551 á kvöldin.
NJARÐVÍK/KEFLAVÍK
Kennsla hefst 10. jan.
Innritun og uppl. í síma
92-11708 kl. 18-20. Eygló.
Greiðsluskilmálar:
Raðgreiðslur/VISA/EUR O
Barnadansakennsla
Gömludansakennsla
Samkvæmisdansakennsla
Standard
Latin
Takmarkaður
fjöldi nemenda í
hverjum tíma.
NÝTT
íslandsmeistarar kenna
Rokk/Tjútt
NÝTT NÝTT
Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi.
Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa.