Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989.
27
dv Fólk í fréttum
Fríða Á. Sigurðardóttir
Fríða Áslaug Sigurðardóttir rithöf-
undur, til heimilis að Eyktarási 12,
Reykjavík, hlaut styrk Rithöfunda-
sjóðs Ríkisútvarpsins að þessu sinni
eins og fram kom í DV-fréttum á
mánudaginn var.
Fríða fæddist að Hesteyri við Hest-
eyrarfjörð 11,12.1940 og ólst þar upp
til sex ára aldurs en flutti þá með
fjöldskyldu sinni til Keflavíkur.
Hún stundaði menntaskólanám á
Laugarvatni í tvo vetur, gifti sig þá
og bjó á ísafirði veturinn 1958-59 en
flutti til Reykjavíkur um sumarið
og hefur búið þar síðan.
Fríða'tók stúdentspróf frá ML
1961, BA-próf frá HÍ í íslensku og
bókasafnsfræðum 1971 og cand.
mag. próf í íslenskum fræðum 1978
en kandidatsritgerð hennar var gef-
in út 1980.
Á námsárunum starfaði Fríða
m.a. við bókasafn Menningarstofn-
unar Bandaríkjanna, Háskólabóka-
safnið og afgreiðslustörf í bóka-
verslunum.
Bækur Fríðu: Þetta er ekkert al-
varlegt, smásagnasafn 1980; Sólin
og skugginn, skáldsaga 1981; Við
gluggann, skáldsaga 1984, ogEins og
hafið, skáldsaga, 1986.
Af þýðingum Fríðu má m.a. nefna
Furður veraldar eftir Arthur C.
Clark, 1983; Lestarferðina, ungl-
ingasögueftirT. Degens, 1984; Þjóð
bjarnarins mikla eftir Jean Auel,
1986, og barnasöguna Ferðina til
Kalajoki.
Maður Fríðu er Gunnar, f. 9.8.
1937, yfirkennari við Réttarholts-
skólann i Reykjavík. Foreldrar
Gunnars: Ásgeir Jóhannesson,
pípulagningamaður á ísaflrði, og
Þuríður Eðvald Jónsdóttir.
Fríða og Gunnar eiga tvo syni.
Þeir eru Asgeir, f. 30.1.1959, líffræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun, og
Björn Sigurður, f. 2.9.1970, mennta-
skólanemi.
Fríða er næstyngst þrettán systk-
ina. Tveir bræður hennar létust í
barnæsku og tveir létust á fullorð-
insárum. Meðal systkina Fríðu er
Jakobína, rithöfundur og húsfreyja
að Garði II í Mývatnssveit, móðir
Stefaníu Þorgrímsdóttur rithöfund-
ar. Önnur systir Fríðu er Ásdís,
móðir Guðna Kolbeinssonar ís-
lenskufræðings.
Foreldrar Fríðu: Sigurður Sig-
urðsson, b. í Hælavík og síðar sím-
stöðvarstjóri á Hesteyri, og kona
hans, Stefanía Halldóra Guðnadótt-
ir.
Foreldrar Sigurðar voru Sigurður
Friðriksson, b. á Læk, ogKristín
Arnórsdóttir, b. í Rekavík, Ebenez-
erssonar, b. á Dynjanda, Ebenezers-
sonar, b. í Efri-Miðvík, Jónssonar,
sammæðra bróður Jóns Thorkelíns,
prófessors og leyndarskjalavarðar.
Friðrik var b. í Rekavík, Einars-
son, b. á Horni, Sigurðssonar, b.
þar, Pálssonar, b. í Reykjarfirði á
Ströndum, Björnssonar, ættfoður
Pálsættar.
Systir Stefaníu Halldóru var Ingi-
björg, móðir Þórleifs Bjarnasonar,
námstjóra og rithöfundar, foður
Friðriks Guðna skálds.
Friða Á. Sigurðardóttir.
Stefanía var dóttir Guðna, b. í
Hælavík, Kjartanssonar, b. á Atla-
stöðum, Ólafssonar. Móðir Kjartans
var Soffía Jónsdóttir, b. á Steinólfs-
stöðum, Einarssonar og konu hans,
Guðrúnar Lárentínusardóttur, b. á
Hóli í Bolungarvík, Erlendssonar,
sýslumanns á Hóli, Ólafssonar,
bróður Grunnavíkur-Jóns.
Afmæli
Anna Pálsdóttir
Anna Pálsdóttir húsmóðir, til heim-
ilis að Bogahlíð 11, Reykjavík, er
fertugídag.
Anna fæddist á Siglufirði og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk
tveimur bekkjum í gagnfræðaskóla
en fór þá að vinna á Hótel Höfn sem
faðir hennar rak. Hún starfaði þar
til sextán ára aldurs en hóf þá störf
á Hótel Hveragerði þar sem hún
starfaði í eitt ár. Hún fór þá aftur
til Siglufjarðar og vann þar á Hótel
Höfn og í Sigló-síld en hóf störf
tveimur árum síðar við Búrfells-
virkjun þar sem faðir hennar var
bryti en hún aðstoðarstúlka í eld-
húsi. Eftir eitt ár í Búrfellsvirkjun
fór hún vestur á Súgandafjörð þar
sem hún vann m.a. í fiski.
Hún flutti til Vestmannaeyja og
bjó þar í þrjú ár en kom til Reykja-
víkur 1977 og hefur búið þar síðan.
Anna starfar nú í Smiðjukaffi.
Anna á fjögur börn. Þau eru
Guöný Þórey, f. 1965, húsmóðir í
Vestmannaeyjum, en hún á einn
son; Díana Ósk, f. 1970, starfsmaður
í Smiðjukaffi og húsmóðir í Reykja-
vík; Barbara Hafey, f. 1973, nemi;
Árni Páll, f. 1980.
Anna á átta systkini sem öll eru á
lífi. Þau eru Ásmundur, verkstjóri
í Vestmannaeyjum, en hann á þrjú
böm; Jón, sjómaður á Siglufirði, en
hann á einn son; Róbert, starfar í
versluninni Dýraríkið í Reykjavík;
Jóhanna, húsmóðir í Reykjavík, en
hún á einn son; Birgitta, húsmóðir
á Siglufirði, en hún á tvær dætur;
Pálína, húsmóðir á Siglufirði, en
hún á einn son; Hólmfríður, starfs-
maður hjá Eimskip í Reykjavík, og
Haraldur, starfar við fiskvinnslu á
Siglufirði.
Foreldrar Önnu eru Páll Ágúst
Jónsson, fyrrv. bryti, hótelstjóri og
Anna Pálsdóttir.
kaupfélagssstjóri á Siglufirði, og
kona hans, Una Sigríður Ásmunds-
dóttir.
Eygló Jónasdóttir
Eygló Jónasdóttir, húsmóðir og
starfsmaður hjá Hagkaupi hf. í
Reykjavík, til heimilis að Hraunbæ
66, er fimmtíu ára í dag.
Maður Eyglóar er Kris.tján Gunn-
arsson, prentari í Blaðaprenti, f. 1.9.
1932. Kristján er sonur hjónanna
Gunnars Kristjánssonar og Elínar
Pálsdóttur, sem bæði eru látin.
Eygló og Kristján eiga fjögur börn.
Þaueru: Gunnar, f. 27.5.1960, nem-
andi í Stýrimannaskólanum í Vest-
mannaeyjum, sambýliskona hans
er Oddný Bára Ólafsdóttir og eiga
þau tvo syni, Kristján, f. 8.3.1980,
og Jónas Þóri, f. 12.8.1984; Unnur,
f. 11.3.1962, sambýlismaðurhennar
er Alfreð Björnsson kranamaður og
eiga þau einn son, Björn, f. 15.7.1988;
Sigríður, húsmóðir í Hafnarfirði, f.
4.8.1963, gift Guömundi Hilmars-
syni lögregluþjóni, eiga einn son,
Arnór Frey, f. 12.4.1988; og Páll, f.
17.6.1969, er í foreldrahúsum.
Eygló á þrjú systkini sem öll eru
Eygló Jónasdóttir.
á lífi. Búa tvö þeirra í Reykjavík en
eitt á Höfn í Hornafiröi.
Foreldrar Eyglóar: Jónas Guö-
mundsson, f. 15.6.1920, d. 22.3.1984,
og Sigríður Álfsdóttir, f. 3.7.1920.
Eygló ætlar að taka á móti ættingj-
um og vinum á heimili sínu, Hraun-
bæ 66, Reykjavík, laugardaginn 7.
janúar eftir klukkan 20.00.
95 ára 70 ára
Vilborg Helgadóttir, Móeiðarhvoli I, Hvolhreppi. Helga Guðjónsdóttir, Litlu-Háeyri, Eyrarbakka.
80 ára 60 ára
Ingibjörg S. Jónsdóttir, Egilsgötu 30, Reykjavík. Ragnhildur Ársælsdóttir, Reynishólum, Mýrdalshreppi.
75 ára 50 ára
Hannes Jónsson, Austurbrún 4, Reykjavík. Sigurður G. Jónsson, Kirkjubraut 63, Höfn í Hornafirði.
Jónas B. Erlendsson,
Hjallabrekku 26, Kópavogi.
Skjöldur Sigurðsson,
Lyngmóum 12, Garðabæ.
Guðbjörg R. Þorgilsdóttir,
Hraunliolti 9, Akureyri.
Sigurrós Sigurðardóttir,
Sunnubraut 17, Laxárdalshreppi.
Július Oddsson,
Mörk, Kirkjubæjarhreppi.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Miklaholtshelh, Hraungerðis-
hreppi.
40 ára
Hilmir Hrafn Jóhannsson,
Eyrarlandsvegi 14, Akureyri
Kristján Birgisson,
Hrauntungu 41, Kópavogi.
Edda Kolbrún Metúsalemsdóttir,
Silungakvisl 25, Reykjavík.
Bjöm S. Pálsson,
Heiðmörk 50, Hveragerði.
Erla Haraldsdóttir,
Akraseli 16, Reykjavík.
Bii-na Dís Benediktsdóttir,
Torfufelli 34, Reykjavík.
Hreiðar S. Albertsson,
Sólheimum 25, Reykjavik. Hann
tekur á móti gestum í sal SVR á
Kirkjusandi á afmælisdaginn, milli
klukkan 18 og 20.30.
Jón Bjargmundsson,
Mýrarási 2, Reykjavík,
Kristín Aðalsteinsdóttir,
Hjallabraut 15, Hafnarfirði.
Jenný Kristinsdóttir,
Heiðmörk 7, Stöðvarhreppi.
Andlát
Agnar Kristjánsson
Agnar Kristjánsson, forstjóri Kassa-
gerðar Reykjavíkur, til heimilis að
Sunnuvegi 1, Reykjavík, lést á
Landspítalanum þann 27.12. sl.
Hann verður jarðsunginn frá Frí-
kirkj unni í Rey kj avík í dag klukkan
13.30.
Agnar fæddist í Reykjavík 18.7.
1925 og ólst þar upp í fóðurhúsum.
Hann stundaði nám við VÍ1940-42
og hóf ungur störf hjá Kassagerð
Reykjavíkur þar sem hann starfaði
síðan alla tíð. Hann fór ungur í ferð
til Bandaríkjanna í erindagjörðum
fyrirtækisins til að kynna sér nýj-
ungar og festa kaup á nýjum vélum.
Agnar var svo deildarstjóri í bylgju-
pappadeild fyrirtækisins frá 1944-50
og verksmiðjustjóri frá 1950 og þar
til hann gerðist framkvæmdastjóri
en forstjóri Kassagerðarinnar varð
hann 1969 við lát fóður síns og
gegndi því starfi til dauðadags.
Agnar sat í stjórnum ýmissa fé-
lagasamtaka og fyrirtækja.
Agnar var þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Unnur Símonardótt-
ir.
Börn Agnars og Unnar eru: Kristj-
án Jóhann, f. 1946, framkvæmda-
stjóri Kassagerðar Reykjavíkur;
Leifur, f. 1948, framkvæmdastjóri
Kassagerðar Reykjavíkur, og Agat-
ha, f. 1957, garðyrkjumaður í
Reykjavík.
Önnur kona Agnars var Gréta
Magnúsdóttir.
Eftirlifandi eiginkona Agnars er
Anna Lilja Gunnarsdóttir.
Sonur Agnars og Önnu er Agnar
Gunnar, f. 1972, nemi við VI.
Systir Agnars er Helga Balamenti,
húsmóðir í Arizona í Bandaríkjun-
um.
Foreldrar Agnars voru Kristján
Jóhann Kristjánsson, f. 29.10.1893,
d. 1969, stofnandi og forstjóri Kassa-
gerðar Reykjavíkur, og Agatha
Dagfinnsdóttir, f. 10.7.1888, d. 17.5.
1944.
Meðal hálfsystkina Kristjáns er
Sigurður Pálsson vígslubiskup, fað-
ir Ólafs sjónvarpsfréttamanns,
Gissurar fréttamanns og Sigurðar,
prests á Selfossi.
Meðal móðursystkina Agnars má
nefna Elías, föður Alfreðs, fram-
kvæmdastjóra Loftleiða; Ólaf, föður
þeirra Valdimars endurskoðanda og
Helgu, ekkju dr. Gunnars Sigurðs-
sonar, yfirverkfræðings Lands-
virkjunar; Einar, afa Einars Inga
Halldórssonar, framkvæmdastjóra
Kringlunnar; Sigríði, móður Sigurð-
ar heitins Jóhannssonar, skipstjóra
og framkvæmdastjóra afgreiöslu-
sviðs Eimskips, og Stefán skipstjóra,
fóður þeirra Dagfinns flugstjóra og
Sigrúnar, konu Hannesar Hafstein
hjá Slysavarnafélaginu og móður
Stefáns Jóhanns dagskrárgerðar-
manns og Þórunnar, lögfræðings
menntamálaráðuneytisins.
Foreldrar Kristjáns voru Kristján
Benjamínsson, b. á Kaldárbakka i
Kolbeinsstaðahreppi, og Jóhanna
Guðríður Bjömsdóttir, b. á Stóra-
Hrauni, Gottskálkssonar, b. í Land-
brotum, Gíslasonar, prests í Hítar-
nesi, Guðmundssonar, tukthúsráðs-
Agnar Kristjánsson.
manns í Hjarðarholti, Vigfússonar,
b. og lrm í Hjörsey, Sigurðssonar,
b„ lrm. og klausturhaldara á
Kirkjubæjarklaustri, Einarssonar.
Foreldrar Agöthu voru Dagfinnur
Björn Jónsson, sjómaður í Reykja-
vík, og kona hans, Halldóra Elías-
dóttir.