Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 11
FIMMTUDÁGUR 5.' JÁNUAR 1989. n
PV Útlönd
Efnahagsmálin og dollarinn:
Bush er vandi á höndum
Mikil og góð sala á hlutabréfum
á verðbréfamarkaðinum í New
York í desember leiddi til þess að
þegar markaðurinn var opnaður
aftur í byrjun þessarar viku á nýju
ári varö töluvert verðfall. Hluta-
bréf og skuldabréf féllu í verði og
dollarinn skilaði aftur hluta af
þeirri hækkun sem hafði orðið á
honum í lok síðasta árs.
„Verðbréfamarkaðurinn fór
fram úr sjálfum sér á síðasta ári,“
segir Thomas Ryan sem starfar hjá
fjármálafyrirtækinu Kidder Pea-
body. „Hann fór verulega upp á við
í desember, jafnvel þótt vextir
væru ekki á niðurleið,“ segir hann.
Á þriðjudag lækkaði Dow Jones
vísitalan, sem mælir gengi helstu
hlutabréfa í kauphöllinni í Wall
Street, um rúmlega 1 prósent, nið-
ur í 2.144,64 stig. Um tíma leit þó
liðinn föstudag. Hann lækkaði
einnig gagnvart þýska markinu, í
1,7680 mörk úr 1,7690 fyrir helgi.
Þessi lækkun var þó minni en búist
hafði verið við og tahð er að það
hafi komið í veg fyrir að lækkun á
verðbréfamarkaðinum yrði meiri.
Margir sérfræðingar telja að ef
dollarinn heldur áfram að rokka
upp og niður muni sú hækkun, sem
varð á verðbréfamarkaðinum fyrir
og um jólin, vera í mikilli hættu. í
desember hækkaði Dow Jones vísi-
talan um 150 stig frá því sem var í
nóvember. Þar með varð hækkun
hennar á árinu 1988 11,8 prósent.
Það er veruleg hækkun og sér-
fræðingar segja líklegt að einhver
lækkun verði í kjölfar svo mikillar
hækkunar. Hækkunin í desember
varð á sama tíma og doharinn lag-
aöi stöðu sína verulega.
George Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, þarf að feta vandrataða
slóð í efnahags- og utanríkisviðskiptamálum Bandaríkjanna. Sérfræðing-
ar hafa mjög skiptar skoðanir um hvernig honum beri að haga sér.
Mynd Lurie
út fyrir að lækkunin yrði mun
meiri.
Ótti við þenslu
Á skuldabréfamarkaðinum urðu
einnig miklar sviptingar og verð á
hlutabréfum lækkaði verulega. Það
leiddi til þess að ávöxtun þeirra
haskkaði um tæplega 1 prósent.
Áhyggjur manna af því að vöxtur
í bandarísku efnahagslífi sé of
hraður ollu því að vextir hækkuðu
enn frekar. í desember hækkuðu
vextir af skammtímalánum tölu-
vert.
Síðastliðinn þriðjudag skýrðu
bandarísk stjórnvöld frá því að
fjárfestingar í byggingariðnaði
hefðu aukist um 0,8 prósent í nóv-
ember síðastliðnum. Daginn áður
höfðu samtök kaupsýslumanna
skýrt frá því að góöur vöxtur heföi
haldist í efnahagslífmu í desember.
Þessar fregnir komu af stað
áhyggjum um að seðlabanki
Bandaríkjanna muni hækka vexti
af lánum til viðskiptabanka úr 6,5
prósentum í 7 prósent.
Sveiflukenndur dollar
Dollarinn seig nú eftir áramótin
niður í 123,85 jen, úr 124,90 síðast-
Hvernig bregst Bush við?
Allt er þó á huldu um stöðu doll-
arans í náinni framtíð. Ekki er vit-
að hvernig George Bush, væntan-
legur forseti, mun bregðast við ijár-
laga- og viðskiptahalla. Einnig
hafði það mikil áhrif til hins verra
fyrir dollarann þegar vestur-þýski
seðlabankinn lýsti yfir óánægju
sinni með hækkun dollarans í síð-
ustu viku. Það varð til þess að hann
lækkaði aftur.
Mjög skiptar skoðanir eru um
hvernig Bush á að bregðast við fjár-
laga- og viðskiptahalla Bandaríkj-
anna. Margir eru þeirrar skoðunar
að hann veröi að bregðast hart við
og beita öllum tiltækum ráðum til
að minnka halla. Það þýðir í raun
að menn eru að tala um að dollar-
inn verði að lækka enn frekar,
sennilega verulega, og skattar í
Bandaríkjunum að stórhækka.
Rangar aðgerðir
kalla á kreppu
Enn lægri dollar og stórhækkaðir
skattar myndu vissulega hafa áhrif
á bandarískt efnahagslíf. Vöxtur
efnahagslífsins yrði snarlega
stöðvaður en hkast til myndi verð-
bólga stóraukast vegna aukins til-
kostnaðar fyrirtækja í landinu.
Skattahækkun myndi ennfremur
vega á móti lækkun dollarans
vegná þess að lækkun dollarans er
fyrst og fremst ætlað að auka sam-
keppnishæfni bandarískra vara á
alþjóöamarkaði. Hækkaður kostn-
aður heima fyrir vegna skatta-
hækkunar myndi eyðileggja þessi
áhrif.
Það er einnig mjög hæpið að
reyna að nota lækkun dollara til
að auka útflutning á bandarískum
vörum. Ástæðan er sú að fram-
leiðslugeta í Bandaríkjunum er
nær fullnýtt og þess vegna þarf
fyrst að auka við hana með nýjum
fjárfestingum áður en reynt er að
auka útflutning.
Lægri útgjöld betri
en hærri skattar
Af þessum ástæðum sýnist mörg-
um að best sé fyrir hinn verðandi
Bandáríkjaforseta að halda fast við
stefnu fyrirrennara síns og hafna
öllum nýjum sköttum og reyna að
koma í veg fyrir að dollarinn sígi
of langt niður. Svo sé best að reyna
að minnka fjárlagahalla með því
að skera niöur útgjöld, ekki með
því að bæta viö tekjum.
Hvaö sem verður eru flestir á
þeirri skoðun að dollarinn verði
mjög sveiflukenndur framan af ár-
inu. Línur fara ekki að skýrast fyrr
en ljóst er hvað Bush ætlar sér að
gera í sambandi við utanríkisviö-
skipti og fjárlög og einnig hvort
hann verður nægilega sterkur
gagnvart þinginu til að fá vilja sín-
um framgengt.
Hættan, sem hann stendur
frammi fyrir, er sú að ef hann læt-
■ur undan þrýstingi þeirra sem hafa
hvað mestar áhyggjur af fjárlaga-
og viðskiptahalla Bandaríkjanna,
hækkar skatta og lætur dollarann
falla hefur hann vissulega dregið
úr hinum öra vexti efnahagslífsins
í Bandaríkjunum. Hann mun kalla
fram samdrátt eða jafnvel kreppu
vegna þess að meö stórhækkuðum
tilkostnaöi á bæði innlendum og
innfluttum vörum eykst verðbólga.
Minni ráðstöfunartekjur valda
minni neyslu og það veldur aftur
minni umsvifum fyrirtækja og
auknu atvinnuleysi.
Afleiðing alls þessa getur síðan
ekki orðið önnur en sú að verðbréf
lækki mikið í verði og það veldur
gjaldþrotum sem enn auka á at-
vinnuleysi og samdrátt.
Dollarinn látinn
afskiptalaus?
Það er því vandrötuð sú leið sem
Bush þarf að fara. Margir hagfræð-
ingar telja að hann geri best með
því að snúa sér algerlega að því að
viðhalda hagvexti í Bandaríkjun-
um án þess að hann verði of mikill
en láta dollarinn eiga sig. Best sé
að markaðurinn ákvarði verðgildi
hans, of dýrt sé að reyna að stjórna
honum á einn eða annan veg ef það
kemur niður á efnahagsstjórnun
innanlands.
ÓA/Reuter
Sendum í póstkröfu
n
Janúartilboð
Á börn, unglinga og fullorðna
Verð nú frá aðeins
KR. 3.950,-
»hummel^
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40, Reykjavík, sími 83555
Eiöistorgi 11, 2. hæð, Seitjarnarnesi
Sími 611055
í 30 ár
Hressingarleikfimi kvenna og karla
30. starfsárið er runnið upp
Vetrarnámskeið hefjast mánudaginn 9. jan.
Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla
Æk og íþróttahús Seltjarnarness.
y* Fjölbreyttar æfíngar
flk Músík - Dansspuni
Þrekæfíngar - Slökun
Jh
Innritun og upplýsingar
í síma 33290
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir
íþróttakennari