Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGHR .5.4AN.ÚAR 19$9„ , Fréttir Sandkom Ólafsflöröur: Jarðgöngin orðin 350 metra löng Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Jarögöngin í Ólafsfjarðarmúla eru nú oröin um 350 metra löng en vinna hefur legiö niöri viö jarðgangagerð- ina síðan skömmu fyrir jól. Aö sögn Björns Jónassonar, fram- kvæmdastjóra Krafttaks á staönum, hefur öll vinna viö göngin gengið vel til þessa, þrátt fyrir að farið hafi ver- ið í gegnum svæöi í fiallinu þar sem þó nokkurt vatn kemur niður. Bjöm sagði að vatnsmagnið hefði verið mælt og næmi það um 800 mínútu- lítrum sem þætti reyndar ekki mikið. Þetta vatn verður leitt út í sérstökum lögnum og þar sem það kemur úr lofti ganganna verða göngin klædd og vatnið leitt niður í lagnimar á milli bergsins og klæðningarinnar. Við jarðgangagerðina starfa á milli 15 og 20 manns og sagði Björn að sá fiöldi yrði óbreyttur til vorsins. Karfaf lökin á 400 krónur kílóið í Bandaríkjunum Umsfón: Slgurfón Egilsson Þýskaland: Bv. Ögri seldi afla sinn í Bremer- haven 27.12. ’88, alls 180 lestir fyrir 15,176 millj. kr., meðalverð 84,04 kr. kg. Þorskur seldist fyrir 82,08 kr. kg. Ufsi fór á 98,90 kr. kg. Karfi 85,35 kr. kg. Bv. Margrét seldi í Bremerhaven 28.12. ’88, alls 183 lestir fyrir 13,2 millj. kr„ meðalverð 72,33 kr. kg. Bv. Hólmanes seldi í Bremerhaven 2.1. ’89, alls 117 lestir fyrir 11,5 millj. kr. Nýtt gengi. Þorskur 82,42 kr. kg. Ýsa 104,24 kr. kg. Ufsi 100,83 kr. kg. Karfi 113,06 kr. kg. Grálúða 85,21 kr. kg. Flatfiskur 52,34 kr. kg. Miðvikudaginn 4. janúar 1989 seldi Kambaröst. I Englandi seldu á mið- vikudag bv. Hólmatindur og Sigurey, búist var við góðu verði. Somu kubeimn og sömu sloppamir Þegar Bifreiða- skoðuníslands tók viðaf Bif- reiðaeftirliti rikisinsbroytT- ístfátfnema þjónustaner öllulakarien varáður. Stimu kúbein, sömu tangirogsömu vinnusloppam- ireru notaðir nú - rétt etns og áður. Þjónustan hef- ur minnkað mikiö Irá því sem áður var. Skoðunarstöðum álandsbyggð- inni hefur fækkað stórlega. Tvísýnt er með hvemig ökupróf verða fram- kvæmd víöa um land. Þetta hefur vakið mikla gremju landsbyggðar- manna. Það eina sera breyttist til hins betra er færanleg skoðunarstöð. Þó er sá galli á gjöf Njarðar - að skoðun- arstöðin verður líklega lengi í ferð- um. Þannig er að vegakerfið á islandi hentar ekki h vaða bifreið sem er. Mjög lágt er undir skoðunarstöðma og þykir allt benda til að erfitt verði að ferðast með stöðina um landið, sérstaklega þegar vegirnir eru í hvað versta ástandinu. KR-001 —tilviljun? Nýjabílnúm- erakerfiðer þegarkomiðí gagnið. Kkki : munveraunnt aðveljasér numcrog greiða sérstak- !ega fyrir. !>vi vaktiþaðóneit- anlegaundrun þegarbifreiðin, semkemurtil með að draga skoðunarstöðina, hefur númerið KR-001. Þetta þykir mikil tilriijun. Forsfióri Bfreiðaskoðunar íslands heitir, eins og alþjóð veit, Karl Ragnars. Það em þvi upphafs- staflr forstjórans sem prýða númer dráttarbílsins. DráttarbQlinn er fyrsti bill fyrirtækisins sem keyptur er eftir að nýja kerfið tók gildi. Tilvilj- anirnar láta ekki að sér hæða. Ráðherrabíllinn ótryggður Þegarnýju númerin vom fyrst settá biia varþaðgert ■ með .viöhöfn á Lilla-Hratmi. RáöherrabíU HalldórsÁs- grímssonar dómsmálaráð- herra fékk fyrstanúmerið -HP-741. Síðan vom númer sett á btla nokkurra ann- arra embættísmanna. Þennan dag var veður mjög vont og Hellisheiði þungfær vegna hálku. Einhver þeirra sem viðstaddir voru athöfnina spurði viðstadda hvort það gæti virkilega verið að bílarnir væruótryggðir á leið til Reykjavíkur þar sem búið væri að skipta um númer - frá því sem sagði í tryggingarskírteininu. Ekki fékkst niðurstaða í málið. Eigi að síður var ekið til Reykja víkur i von um að ekkert henti. Þess skal geöð að númerabreytingin hefur eng- in áhrif á tryggingar. Þjófavöm í Danmörku ermikiðum bílþjófnaðisein ogannarsstað- aríveröldinni. Mcstmunvera stoliðafFord Sierra-sam- kvæmt könnun s. m gerð hciur verið.Minnst erstoliðaf Skoda, sam- kvæmt sömu könnun, ogsegja Dan- imir að Skodi sé hin ágætasta þjófa- vöm. Það er s vipað og að tómt veski sé að öilum líkindum vöm gegn vesk- isþjófhaði. Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson Fulton og N-England: Þorskur, stór.............131 kr. kg Ný þorskflök..............268 kr. kg Skötuselur................278 kr. kg Lúða, 10-50 Ib............610 kr. kg Ýsuflök...............354-394 kr. kg Karfaflök.............398-404 kr. kg Lax í Bandaríkjunum Að liðnum jólum verður fróðlegt að fylgjast með hvernig markaður- inn í Bandaríkjunum kemur til með að verða. Fyrir hátíðar var farinn að koma á markaðinn lax með hrognum í og er það ekki góð vara að talið er. Verðið hefur haldist í lægri kantin- um og er það meðal annars vegna þess að nokkuð hefur borist á mark- aðinn af laxi frá Chile og einnig nokkuð af Coho-laxi, meðal annars frá vesturströndinni. Frést hefur að Japanir hafi dregið til baka viðskipti við Chile vegna lágs verðs annars staðar. 200 kassar af íslenskum laxi voru á Fulton-markaðnum 19.12. ’88 og leit laxinn vel út, var blæfallegur, sem sagt fyrsta ílokks vara, en það dugar ekki til þegar mikið framboð er af laxinum. Islenski fiskurinn var miklu fastari á holdið heldur en ann- ar eldisfiskur og ekki með fitulag á vöðvanum eins og oft vill verða á eldislaxi. Getur holdafarið verið svona gott af tveimur ástæðum, í fyrsta lagi af því að laxinn hafi meiri hreyfingu og í öðru lagi að hann sé sveltur hæfilega áður en honum er slátrað, en þetta hvort tveggja getur bætt holdafarið. Ýsuflök og karfaflök á háu veröi Verð eins og það var fyrir jól: Norskur slægður lax, kanadískur lax og íslenskur. Fulton Boston v-ströndin 2- 3 kg lax 3- 4 kg lax 4- 5 kg lax 394 414 414 6/9 lb 494 kr. kg 9/11 lb 430 kr. kg Hér er verið að vinna karfaflök. Þrumugott verð hefur fengist að undanförnu fyrir ýsu- og karfaflök í Bandaríkjunum. Nokkur verðsýnishorn frá Rungis í París: Franskur: Þorskur..............136-181 kr. kg Síld...................68-70 kr. kg Ufsi..............113-136 kr. kg Karfi.................90-113 kr. kg Skötubörð............225-302 kr. kg Skötuselur...........604-755 kr. kg Erlendis frá: Þorskur..............120-186 kr. kg Síld...................40-68 kr. kg Ufsi........................150-188 kr.kg Karfi.......................113-128 kr.kg Skötubörð...........189-285 kr. kg Skötuselur..........657-755 kr. kg Ferskur lax, óslægður, írskur: 1-2 kg.....................317-420 kr.kg Ferskur lax, óslægður, norskur: 1- 2 kg.............264-317 kr. kg 2- 3 kg...............265-340 kr.kg 3- 4 kg..............287-362 kr. kg 4- 5 kg..............355-415 kr. kg 5- 6 kg...............355-415 kr.kg 6- 7 kg..............415-491 kr. kg Reyktur lax 1358-1474 kr. kg, flök 1478 kr. kg. Kandadískur lax 826-1134 kr. kg, flök 1096 kr. kg. Danskur lax, reyktur, 1512-2114 kr. kg, flök 2114 kr. kg Gámaútflutningurinn: Stýrum þessu þar til annað verður ákveðið - segir Stefán Gunnlaugsson í utanríkisráðuneytinu „I tilkynningu, sem gefin var út í haust um stýringu á gámaútflutn- ingi, sagði að nefnd á vegum við- skiptadeildar utanríkisráðuneytis- ins myndi stýra þeim útflutningi þar til annað yrði ákveðið. Á þessu hefur engin breyting orðið og því stýrum við þessu enn. En breyting getur vissulega orðiö þar á hvenær sem er,“ sagði Stefán Gunnlaugs- son í utanríkisráðuneytinu í sam- tali við DV í gær. Aflamiðlun sú, sem sjávarútvegs- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, vill að komið verði á, er enn á umræðu- stigi, að því er Kristján Skarphéð- insson í sjávarútvegsráðuneytinu sagði. Hann sagði að aflamiðlunin yrði alfarið á vegum hagsmunaað- ila og hjá þeim væri málið enn til umræðu. Hann sagði að nefndin, sem stýrt hefur þessum útflutningi frá því í vor, myndi því starfa enn um sinn og stýra gámaútflutningn- um. Það mun vera ólöglegt sam- kvæmt milliríkjasamningum að ríkið stýri þessum útflutningi og því vaknaði hugmyndin um sér- staka aflamiðlun. Áhugi er fyrir því hjá hagsmunaaöilum að aflamiðl- un verði komið á, þótt menn séu ekki einhuga um hvernig hún skuh vera og starfa. Lítið hefur reynt á stýringu á gámaútflutningi að undanförnu þar sem fiskmarkaðir hafa að mestu verið lokaðir yfir hátíðarn- ar. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.