Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1989, Síða 29
29 FUyiMTUDAQUR 5. JANÚAR 1989. Skák Jón L. Árnason Þjálfun Spasskys varö íslensku skák- sveitinni til lítils happs á ólympíumótinu í Þessalóniku en virðist hafa gert Spassky gott. Nokkrum dögum eftir að hann hélt af landi brott tefldi hann fallega skák við Graf í þýsku deildakeppninni. Spassky, sem htdði svart, lauk taflinu á þennan hátt: # X X w I Á á I A A 1 1 A A Jl Jl A .3 3 <A> ABCDEFGH 31. - Rf3 + ! 32. gxf3 Ekki nægir 32. KÍ2 vegna 32. - Rd2 33. Hhl Df7+ o.s.frv. 32. - exf3 33. Kf2 Nú strandar 33. Bdl á Dxe3+ og nú 34. Hf2 Del+ eða 34. Bf2 Df4 með mátsókn. 32. - fxe2 33. Kxe2 Hh3 34. Hgl Bf5 35. Hbfl? Afleikur í tapaðri stöðu. 35. - De4! og hvítur gaf - hótanirn- ar 36. - Dd3 + og 36. - Dc2 + eru óviðráð- Bridge ísak Sigurðsson Skoðaðu fyrst aðeins hendi vesturs og norðurs og reyndu að spila vömina gegn þremur gröndum suðurs eftir þessar sagnir. Þú spilar út tígul sjöu, fjórða hæsta, nian úr blindum, félagi setur fjarka og sagnhafi á slaginn á gosann. Næst spilar hann laufgosa og meira laufi og tekur 7 næstu slagi á lauf og félagi þinn er þrisvar sinnum með. Hveiju hendir þú í laufm 7? * Á82 ¥ ÁG ♦ ÁD87653 + 4 * D9 ¥ 108 ♦ 109 + ÁKÐ10763 ♦ K1053 ¥ D9753 ♦ 4 + 982 * G764 ¥ K642 ♦ KG2 + G5 Vestur Norður Austur Suður 14 3+ Pass 3 G P/h Þú verður að passa þig á að láta ekki blekKja þig með tígulgosanum. Ef þú gengur að því vísu að sagnhafi eigi KG blankt í tígli og hendir frá ásuniun er þér hent inn á annanhvorn þeirra og verður að gefa suðri slag á tígulkóng. Þú verður þvi að halda dauðahaldi í spaöahund með ásnum allan timann og hjartagosann og fá hjarta spilað í gegn um sagnhafa til þess að bana spilinu. Með góðum lengd- armerkingum og kallreglum vamarinn- ar ætti það ekki að vera mikið vandamál. Krossgáta Lrétt: 1 bjart, 6 eins, 8 háski, 9 svif, 10 mundi, 11 heiðarleg, 13 galdrakvendi, 15 fátæka, 17 skemmd, 19 þvo, 21 gangflöt- ur, 22 rammi. Lóörétt: 1 þannig, 2 hreysi, 3 þýtur, 4 slitnar, 5 oddi, 6 mikill, 7 alls, 12 eyri, 14 afl, 16 veggur, 18 morar, 19 umdæmisstaf- ir, 20 tvíhljóöi. Lausn á síöustu krossgátu. Lárétt: 1 sæt, 4 ábót, 7 árás, 8 æti, 9 lag- ast, 11 drmt, 13 an, 14 listana, 15 Óðinn, 17 gá, 19 mar, 20 áöan. Lóðrétt: 1 sáld, 2 æra, 3 tá, 4 ásamt, 5 ótt, 6 tigna, 8 æstan, 10 gæsir, 12 riöa, 14 lóm, 16 ná, 18 án. Þetta er það sem ég kalla skemmtilega sóun. -------------------------------------------- Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreiQ sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. Ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna í Reykjavík 30. des. 1988 til 5. jan. 1989 er í Holtsapóteki og Laugavegsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til ki. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opiö frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 11166, Hafnar- fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - upplýsingar og ráðgjöf á vegum Krabbameinsfélagsins' virka daga kl. 9-11 í sima 91-21122. Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í simi 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkvfiiðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartnm Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: KI. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: AHa virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vifllsstaðaspitali: Alla dagp frá kl. 15-16 og 19.30-20. Vistheimilið Vífilsstööum: Sunnudaga kl. 15-17, flmmtudaga kl. 20-23, laugar- daga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum Fimmtudagur 5. janúar. Aðvörun Rooseveltstil einræðisríkjanna Ræða hans fær góðar undirtektir í breskum og frönskum blöðum. Spakmæli Þú skalt ekki búast við neinu af þeim sem lofar miklu. ítalsk máltæki Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar- tími safnsins er á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14—17. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Lokað um óákveðinn tima. Árbæjarsafn: Opiö eftir samkomulagi í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðaísafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Allar deildir eru lokaðar á laugard. frá 1.5.-31.8. Listasafn tslands, Fríkirkjuvegi 7: eropið daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar.er opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Lau- garnesi er opiö laugard. og sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opiö sunnudaga, þriöjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánu- daga til laugardaga kl. 13-19. Sunnu- daga 14-17. Sjóminjasafn Islands er opiö laugar- daga og sunnudaga 14-18. Tímapantanir fyrir skólafólk í síma 52502. Þjóðminjasafn íslands er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga, frá kl. 13.30-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 22445. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavik Og Sel- tjarnarnes, sími 621180, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11088 og 11533. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öörum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoö borgarstofnana. TiHcyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 6. janúar Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Haltu áfram en með varúð, sérstaklega ef um góð tilboð er að ræða. Lestu vel smáa letriö. Það rikir einhver spenna í nánasta umhverfi þínu. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Ef þú ætlar að fá eins mikið út úr viðleitni þinni og hægt er ættirðu að treysta á sjálfan þig. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Hrúturinn (21. mars-19. april); Það verður óeðlilega mikið að gera þjá þér í dag. Þaö hvílir allt á þínum herðum. Því fyrr sem þú bytjar daginn því betra. Happatölur eru 10,17 og 29. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú verður að líkindum aö hætta viö tómstundaiðju þína í bili því einhvern vantar aðstoð. Reyndu að vera viðbúinn þegar eitthvað kemur upp á. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Þú átt frekar óvanalegan dag í vændum. Þú ættir ekki að slá neinu fóstu. Vertu tilbúinn í hvað sem er. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Það verða að líkindum einhver vandamál heima fyrir. Eitt- hvað sem þú heyrir eða lest hristir upp í þér. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Láttu þér ekki bregða þótt upp komi eitthvað sem þú þekkir ekki. Núna er einmitt rétti tíminn fyrir þig að gera tilraunir sem gætu komið þér til að hugsa öðruvisi. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Ákveðið samband gæti tekið einhveijum breytingum. Það gæti orðið fjandskapur án þess að þú gerðir þér grein fyrir því. Gættu tungu þinnar. Vogin (23. sept.-23. okt.): Aðstæðumar leyfa að hæfileikar þínir fái aö njóta sín. Það gæti haft hagnaö í fór með sér. Ástarmálin eru i ládeyöu. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Allt bendir til þess að þú eigir í vændum mjög góðan dag. Vertu ekki fyrir vonbrigöum ef þig vantar sérfræðingsað- stoð. Farðu bara fram á hana. Það eru allir tilbúinir að rétta hjálparhönd. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Láttu ekki smáósamkomulag koma f veg fýrir sættir. Þú skalt biðjast afsökunar ef meö þarf. Sjónarmið fólks, sér- staklega ungra og gamalla, eru stimdum dálitlð ólik. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Taktu ekki of mikið mark á ööru fólki. Flýttu þér allavega ekkert að gera hluti seip þvf viökemur. Þú mátt reikna með einhvetju óvæntu í ástamálunum. Happatölur eru 4,15 og 34.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.