Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. 11 Útlönd Bakslag í friðar umleitunum Það þykir skjóta skökku við að verðlaunahafi friðarverðlauna Nób- els, Oscar Arias, forseti Costa Rica, skuli hafa verið hvatamaður að frest- un friðarfúndar leiðtoga Mið-Amer- íkuríkja sem halda átti nú'um helg- ina. Það var einmitt fyrir friðarum- leitanir sínar í þessum stríðshijáða heimshiuta sem hann fékk verðlaun- in. Arias sagði að ágreiningur um til- lögu um alþjóðlegar eftirhtssveitir í Mið-Ameríku sé enn óleystur en til- laga þessi var eitt aðalefnið á dagskrá fundarins. Einnig bar hann við að hin nýja stjórn í Bandaríkjunum, sem brátt tekur til starfa, eigi eftir að skilgreina stefnu sína gagnvart Mið-Ameríku. Diplómatar segja að óánægja heima fyrir í Costa Rica hafi einnig átt þátt í því að Oscar Arias vildi láta fresta fundinum. Hann hefur verið sakaður um að láta sig efna- hagskreppu heima við minna skipta aragua fram þá tillögu að eftirhts- sveit, skipuð Kanadamönnum, Vest- ur-Þjóðverjum, Spánverjum og hðs- mönnum frá einhverju Mið-Amer- íkuríkjanna, skyldi fylgjast með landamærum Honduras sem liggja að Nicaragua og E1 Salvador. í Honduras hafa menn nú áhyggjur af þeirri hættu sem er samfara því að.hýsa vopnum búna og óánægða skæruliða. Hafa yfirvöld í Honduras farið fram á það við Bandaríkin að skæruliðunum verði fundinn annar samastaður. El Salvador á móti Engu minni áhyggjur hafa yfirvöld í Honduras af ástandinu á landa- mærunum við Honduras vegna auk- inna átaka milh hermanna í Hondur-- as og skæruliða frá E1 Salvador. E1 Salvador er eina Mið-Ameríkuríkið sem ekki styður tillöguna um eftir- litssveitir að einhverju leyti. E1 Salvador fær um eina mhljón Kontraskæruliði frá Nicaragua í bækistöðvum skæruliða í Honduras. Yfir- völd í Honduras eru nú orðin þreytt á að hýsa skæruliðana og vilja að Bandaríkin finni þeim annan samastað. Símamynd Reuter en afrek á alþjóðavettvangi. Að því er sagt er reynir hann einnig að vinna hylli Bandaríkjanna í þeirri von að þangað megi sækja aðstoð í samningaviðræðum um afborganir af skuldum. Slæmt fyrir Ortega Sá sem minnst hagnast á frestun fundarins er Daniel Ortega, forseti Nicaragua. Hann hafði vonast th að koma alþjóðlegra eftirlitssveita yrði th þess að endanlega yrði hægt að vinna sigur á kontraskæruliðum eft- ir að Bandaríkjaþing ákvað að hætta hernaðarlegri aðstoð við þá. Öflug eftirlitssveit á landamærunum við Honduras, þar sem tólf þúsund kontraskæruliðar eru með búðir sín- ar, hefði getað veitt Ortega svigrúm th þess að einbeita sér að efnahags- vandanum heima fyrir. Verðbólgan í Nicaragua er 20 þúsund prósent á ári. Þó svo að Honduras sé einn trygg- asti stuðningsmaður Bandaríkjanna á svæðinu styður stjómin þar tillög- una um eftirhtssveitir. Sameiginlega báru yfirvöld í Honduras og Nic- Því hefur verið slegið fram að bandarísk yfirvöld hagnist ef til vill mest á að fundinum var frestað. Þar sem stjórnarskipti eru framundan hefðu menn í Washington ekki verið í neinni aðstööu til að hafa áhrif á niðurstöður fundarins og hefðu jafn- vel getað orðið óánægðir með þær. Reuter Síðastliðinn áratug hafa hundrað þúsund manns fallið í skæruliða- styrjöldum í Mið-Ameríku. dollara á dag í hernaðar- og efna- hagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Diplómatar era þeirrar skoðunar að nærvera alþjóðlegra eftirhtssveita geti orðið til þess að herinn þar geti ekki sýnt hvað í honum býr. Yfirvöld í E1 Salvador hafa borið fram þá til- lögu að mikilsmetnir menn frá Mið- Ameríku verði fengnir th þess að hafa eftirlit með friðartilraununum. Engu að síður vildu yfirvöld í E1 Salvador fyrir alla muni að leiðtoga- fundurinn, sem nú hefur verið frest- að, yrði haldinn þar. Duarte forseti þjáist af krabbameini og er sagður eiga stutt eftir. Hann hefði gjarnan viljað ljúka kjörtímabili sín með því að halda slíkan fund. Kosningar verða í E1 Salvador í mars og er jafn- vel búist við ósigri flokks hans, Kristilega demókrataflokksins. Óánægja ríkir einnig i Guatemala vegna frestunarinnar. Hún veldur utanríkisráðherra landsins, Alfonso Cabrera, sérstökum vonbrigðum þar sem hann hefur tekið mikinn þátt í friðarviðræðum. Vegna framboðs í forsetakosningunum 1990 er talið að hann segi af sér embætti nú í vik- unni. Schiesser# /M 1 * j dömu- fatnaður m n# í úrvali SERÍNA Kringlunni 8-12 I * JÍl v jP Sími 68-95-05 j j: : ^0R‘SUMAR 1988^ .53 1989»VOft- JÖRÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.