Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Barbra Streisand flokkast nú í hóp áhyggjufullra mæöra. Hún á 21 árs gamlan son sem heitir Jason og hefur áhuga á leiklist. En hann ætlar aö vera svangur listamaöur eins og margir hafa þurft aö reyna. Jason afþakkaði boö móður sinnar þeg- ar hún ætlaöi að leigja hús fyrir hann á Malibuströndinni fyrir hundruö þúsunda króna á mán- uði. Strákurinn flutti í staðinn -inn í ódýra holu í Hollywood og sagöist ætla aö fá sér aukavinnu sem þjónn. Joan Collins Talandi um aukavinnu er vert að geta þess að Joan Colhns gerir líka slíkt. Hún verður næstu þrjú árin fyrirsæta og kynnir fyrir BMW bíla á þýska markaðnum. Launataxtinn fyrir svona auka- vinnu er töluvert hærri en hjá þjónum. Collins fær yflr 20 millj- ónir króna fyrir ómakið - auk þess fær hún þrjú eintök af dýr- ustu og fínustu tegundunum af BMW til eigin nota. Rob Lowe Japanir hafa nýlega gert samning við Rob Lowe - um aukavinnu. Leikarinn, sem er mjög dáður af framleiðsluglöðu Asíubúunum, á aö segja eitthvað fallegt um Suzuki bíia. Og hann ætti að fá nóg fyrir sinn snúð því hann er helmingi dýrari en Joan CoUins, fær 40 milljónir fyrir spekina um hrísgrj ónabeyglurnar. Ekki fylg- ir sögunni hvort Rob á aö tjá sig á japönsku eða hvort textinn verður í málsháttarformi inn- fæddra. Kannski að samningur- inn gildi til æviloka? Vestmannaeyjar: Níu luku stúdents- prófi Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum: Nemendur á haustönn í framhalds- skóla Vestmannaeyja voru 210. Níu nemendur luku stúdentsprófi, þrír vélaverðir útskrifuðust af vélstjóra- braut og þrír luku verslunarprófi. Nokkrir nemendur fengu viðurkenn- ingu fyrir góðan námsárangur. Endurskoðunarskrifstofa Sigurðar Stefánssonar hf. veitti Elínu B. Jó- hannsdóttur, sem lauk verslunar- prófi, og Ingibjörgu Jónsdóttur ný- stúdent verðlaun fyrir góðan árang- ur í viðskiptafræðum. Erla Gyða Hermannsdóttir hlaut tvenn verð- laun fyrir góðan árangur í íslensku, aðra frá Bókabúð Máls og menningar en hina, 25.000 krónur, úr Minning- arsjóði Þorsteins Víglundssonar sem sparisjóðurinn stofnaði á þessu ári. Ólafur H. Sigurjónsson skólameist- ari rakti skólastarfið á haustönn og þakkaði nemendum og kennurum samstarfið og óskaði þeim sem út- skrifuðust velfarnaðar í framtíðinni. Stúdentarnir nfu sem útskrifuðust i Vestmannaeyjum DV-mynd Omar Nokkrir krakkanna ásamt kennara sínum með endurskinsborða. DV-mynd Ómar Upplýstir krakkar í Eyjum Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum: Þessir krakkar í Vestmannaeyjum eru allir með endurskinsborða eins og reyndar allir krakkar í barnaskól- um Vestmannaeyja bera. Þetta er gert að frumkvæði lögreglunnar í samráði við skólana og hefur reynst vel. Egilsstaðir: Nýársgleði og norðurljós Frá kaffisamsæti aldraðra á Djúpavogf. DV-mynd SÆ Öldruöum boöið í kaffi á Djúpavogi: Fékk umsóknareyðu- blað um fæðingarorlof í stað bílastyrks Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstödum: Árið kvaddi yndislega á Egilsstöð- um. Logn var, heiðskírt og fimm stiga hiti þegar kveikt var í brennu um klukkan hálfniu austan við bæinn. Þar safnaöist saman stór hópur fólks, bæði fullorðnir og böm. Flugeldar og sóhr lýstu upp himininn bæði við brennuna og um miðnættiö. Og yfir öllu tindmðu stjörnur og norðurljós dönsuðu um heiðloftin. Mikil hálka var því gljá var á öllum götum og nærliggjandi vegum. Ekk- ert óhapp varð þó af þeim sökum sem betur fór. Eftir miðnætti var dans- leikur í Hótel Valaskjálf fyrir yngri kynslóðina og var hann nokkuð vel sóttur. Að kvöldi nýársdags brugðu þeir eldri undir sig betri fætinum. Þá voru um 300 manns saman komn- ir í Valaskjálf að dansa sig inn í nýtt ár. t- Sguröm Ægisson, DV, Djúpavogi: Kvenfélagið Vaka á Djúpavogi bauð öldruðum til kaffisamsætis á hóteh staðarips sunnudaginn 8. janúar síðastliðinn og þáðu 25 manns boðið. Er þetta árviss við- burður og hefur kvenfélagið oft leitaö aðstoðar Lionsmanna með skemmtiatriði. Svo var einmitt að þessu sinni. Var lesið þar úr bók- um, rabbað, leikið og sungið. Mun skemmtun þessi hafa mælst vel fyrir í hópi boðsgesta, nú sem áður. Úr hópi aldraðra stóð þar upp Jón Sigurðsson frá Rjóðri og sagöi farir sínar ekki sléttar. Hafði hann á sín- um tíma sent beiðni til Trygginga- stofnunar ríkisins um bílastyrk sem 67 ára og eldri er heimill undir vissum kringumstæðum og fengið jafnan eyðublöð send um hver ára- mót frá sýsluskrifstofunni á Eski- firði. En nú bar svo við að árvisst bréfið hafði ekki aö geyma sams konar blað og fyrrum heldur ann- ars konar sem Jón kannaðist ekki við. Þegar hann fór að rýna í letrið kom svo í ljós að þetta var umsókn um fæðingarorlof. Jón lét sér þó ekki bregða, enda rólegur maður aö eölisfari, heldur ritaði hann vísu eina á blað og sendi til Eskifjarðar ásamt hinu rétta umsóknareyðublaði sem barst skömmu eftir hið fyrra. Er visan á þessa leiö. Fæðingarorlofi hryggur ég hafna, þó hafi mér borist hin lögmætu gögn. Eg kýs því aö bíða og kröftum að safna uns kynhvötin eflist og fxjósemismögn. Ekki fer sögum af viðbrögðum manna á sý9luskrifstofunni á Eski- firði. Áramótabrenna á Egilsstöðum. DV-mynd Sigrún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.