Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
Spakmæli
45
LaHi og Lína
Vér njótum aðeinstil fulls þeirrar
gleði sem vér veitum öðrum.
Dumas
Skák
Jón L. Árnason
Bent Larsen vann -Simen Agdestein í
útvarpsskák Danmerkur og Noregs sem
lauk í desember. Skákina tefldu þeir á
dagsstund en einn leikur á dag var lesinn
í útvarpi og birtur í blöðum. Þetta var
áttunda útvarpsskák Danmerkur og Nor-
egs og í fyrsta sinn sem Danir vinna!
Miklar sviptingar urðu í skákinni.
Larsen, sem hafði svart, sá lengra. í þess-
ari stöðu gerði hann út um taflið:
34. - He7! Riddarinn á t8 er nú lokaður
inni. Lakara er 34. - Kxf8? vegna 35. Rc4
og báðir hrókarnir eru í hættu. 35. Rc4
Hal Einnig var 35. - Ha8 mögulegt. 36.
Rd6 Heel 37. b7 Hxfl+ 38. Kg2 Hfbl 39.
Rd7 Ha6! og Agdestein gafst upp. Eftir
40. b8 = D Hxb8 41. Rxb8 Hxd6 er riddar-
inn enn innilokaður, nú á b8. Svartur
sækir hann með kóngnum.
Bridge
ísak Sigurðsson
Hér er spil sem er vandamál fyrir vörn-
ina. Skoöaðu aðeins hendi austurs og
noröurs og spilaðu vörnina gegn þremur
gröndum suðurs. Vestur spilar út spaða-
sexu, flórða hæsta, þú setur drottninguna
og sagnhafi tekur slaginn á kónginn.
Hann spilar næst laufaás og kóng, og fé-
lagi lengdarmerkir jafna tölu í litnum.
Síðan spilar sagnhafl hjartakóng, félagi
setur níuna og sexan í blindum. Hvað
gerir þú?
♦ 52
V D76
♦ 953
+ DG1085
♦ D94
V ÁG32
♦ D1062
+ 63
♦ KG7
V K105
♦ ÁK4
+ ÁK97
Suður Vestur Norður Austur
2 G Pass 3 G p/h
Ef þú dúkkaðir hjartaásinn til þess að
koma í veg fyrir að sagnhafi fái innkomu
í blindan tókst blekking sagnhafa. Hann
spilaði spilið réttilega þannig til aö láta
líta út fyrir að innkomu í lauf vantaði en
vantaði einungis níunda slaginn. Austur
varð í þessari stöðu að drepa hjartakóng
með ás og spila spaða í gegn. Þessi spila-
mennska sagnhafa er lýsandi dæmi um
hvernig hægt er að auka líkur sínar til
vinnings í bridge með vel útfærðum
blekkingum.
Skipagötu 13
Akureyri
Afgreiðsla og
smáauglýsingar
Sími
25013
Ritstjórn
Sími
26613
Heimasími
blaðamanns
25384
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími, 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreiö
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek-
anna i Reykjavík 13.-19. jan. 1989 er í Breið-
holtsapóteki og Apóteki Austurbæjar.
Það apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl.
9 að morgni virka daga en til kl. 22 á
sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til flmmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opiö fostudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í þvi apóteki
sem sér um þessa vörslu til kT. 19. Á
helgidögum er opiö kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjarnarnes, sími 11166, Hafnar-
fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri,
sími 22222.
Krabbamein - upplýsingar og ráðgjöf á
vegum Krabbameinsfélagsins virka
daga kl. 9-11 í síma 91-21122.
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Seltjarnarnes: Heflsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyöarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í sima 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
simi) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartíini
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-fóstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl.'l5-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspitalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30-16.30
Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vifils'staðaspitali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnudaga
kl. 15-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar-
daga kl. 15-17.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar-
tími safnsins er á þriðjudögum, fimmtu-
dögum, laugardögum og sunnudögum
frá kl. 14—17.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74:
Lokað um óákveðinn tíma.
Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi
í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriöjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Allar deildir eru lokaðar á laugard. frá
1.5.-31.8.
Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 11-17.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg-
myndagarðurinn er opinn alla daga kl.
11-17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard. og sunnud.
kl. 14-17.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 14.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánu-
daga til laugardaga kl. 13-19. Sunnu-
daga 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið laugar-
daga og sunnudaga 14-18. Tímapantanir
fyrir skólafólk í sima 52502.
Þjóðminjasafn Íslands er opið þriðju-
daga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga, frá kl. 13.30-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 22445.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 51336.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa-
vogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel-
tjarnames, sími 621180,
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11088 og 11533.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samt^.
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Vísir fyrir 50 árum
Mánudagur 16. janúar.
Bretar munu berjast með Frökkum, ef
annað ríki fer með ófriði á hendur þeim
Ánægja yfir viðræðunum í Róm.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 17. janúar
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Þú gætir orðið fyrir einhverjum vonbrigðum með þann sem
þú stendur í ástarsambandi við. íhugaðu fjármálin gaum-
gæfilega.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Öfund getur haft mikið að segja í dag og eitrað andrúmsloft-
;ð. Þú þarft ekki endilega að fara að ráöum annarra.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Það gerist eitthvað mikilvægt í dag varðandi heimilið og fjöl
skylduna. Happatölur eru 10, 18 og 25.
Nautið (20. apríl-20. maí):
Reyndu að halda þig einn í þínu horni og skipta þér ekki
af öðrum í dag ef þú mögulega getur. Félagslifið getur orðið
skemmtilegt.
Tvíburarnir (21. mai-21. júni):
Hrapaðu ekki ofan í sjálfsvorkunn. Hjálpaðu öörum þar sem
þú getur og ert beöinn. Haltu öllu gangandi.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Þér fellur vel við iðjusamt fólk. Meö réttri aðstoð gætirðu
komið einhveiju í framkvæmd. Þú gætir orðið hissa að sjá
hvað aðrir viija þér vel.
Ljónið (23. júIí-22. ágúst):
Sá sem er ragur nær ekki langt. Þú verður að taka áhættu
ef þú ætlar þér eitthvað. Happatölur eru 6, 15 og 28.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Það ríkir spenna í loftinu í mestalian dag. Þú ættir að at-
huga hvar þú stígur og taka enga óþarfa áhættu. Ástandið
lagast meö kvöldinu.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þú mátt búast við sérstaklega spennuþrungnu andrúmslofti
í dag. Reyndu að missa ekki stjórn á skapi þínu.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þér gengur sérstaklega vel að fást við fólk á öllum aldri í
dag. Menn skilja sjónarmið hvers annars.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Forðastu að ýta erfiðleikunum til hliðar, taktu þá heldur
traustum tökum. Notaðu hæfileika þína til nýtilegra hluta.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Þú verður að vera ákveðinn í viðskiptum, þótt rólegheitin
komi sér betur á öðrum sviðum.
m AlUöbS
V 984
♦ G87