Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 19
 Getraunir-11 2 -2 1 2 -x 2 1 -1 2 1 Lottó - 21 - 10 - 14 - 12 - 29 - (24) • Paul Tledemann er einn virtasti þjálfarinn i heiminum i dag. Tekur hann við af Bogdan Kowalczyk? Ráðning landsliðsþjálfara í handknattleik: Tiedemann JF ■ ■ ■ numer eitt Carlsson númer tvö - sex íslenskir þjálfarar koma til greina Handknattleikssamband íslands leitar nú meö logandi ljósi að eftirmanni Bogdans Kow- alczyk, landsliðsþjálfara íslands í handknatt- leik. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, sagði í samtali við DV í gærkvöldi að Paul Tiedemann frá Austur-Þýskalandi og Roger Carlsson frá Svíþjóð væru í efstu sætunum hjá HSÍ. Viðræður standa yfir þessa dagana við nokkra þjálfara en nýr landsliðsþjálfari verður ráðinn áður en b-keppnin í Frakklandi hefst þann 15. febrúar. Auk þeirra Tiedemanns og Carlssons eru sex íslenskir þjálfarar inni í myndinni. í helgarblaði DV var viðtal við Ro- ger Carlsson þar sem hann sagði landsliðs- þjálfarastarfið áhugavert og spennandi. Tiedemann lýsti því yfir eftir óLympíuleikana 1 Seoul að hann hefði áhuga á starfinu. „Paul Tiedemann er efstur á óskalistanum hjá okkur sem stend- ur og Roger Carlsson er númer tvö. Viö eigum eflir aö ræöa betur viö Tiedemann en er viö ræddum viö hann eftir ÓL í Seoul sagöist hann hafa áhuga á starfinu. Roger Carls- son hefur einnig lýst yfir áhuga. Viö munum reyna að fá Carlsson til landsins i þessari viku og ræöa máiin. Einnig eru sex íslenskir þjálfarar inni í myndinni en þaö eru þeir Gunnar Einarsson, Viggó Sigurðsson, Ámi Indriöason, Þor- bjöm Jensson, Þorbergur Aöal- steinsson og Jóhann Ingi Gunnars- son. Ég veit þó ekki hvort íslensku þjálfararnir munu ailir gefa kost á sér. Samkvæmt heimildum DV mun Þorbergur Aðalsteinsson ekki gefa kost á sér. Þorbjöm vill Carlsson Þorbjörn Jensson þekkir Roger Carlsson, fyrrverandi landsliðs- þjálfara Svía, miög vel frá því er hann dvaldi í Svíþjóð. Þorbjöm sagði í gærkvöldi: „Ég tel rétt aö breyta tii. Viö höfum haft austan- tjaldsþjálfara í raörg ár og ég held að menn séu orðnir þreyttir á þvi Það er því rakið að breyta til og ráða Roger Carlsson sem beitir ailt öömvísi vinnubrögöum en til dæmis Bogdan. Carlsson lætur fé- lagsliöin að mestu um þrekþjálfun leikmanna og hafði mikið samband við þjálfara félagsUöanna. Hann byggir mikið á góöum Uðsanda og er fljótur að losa sig við fýlupoka. Hann byggði leik Svia upp á góðri markvörslu, einföldum vamarleik, öguðum sóknarleik, hraðaupp- hlaupum og gaf leikmönnum nokk- uö ffjáisar hendur. Ég teldi það breytingu til batnaðar aö ráða Carlsson.“ Málin skýrast fljótlega Samkvæmt heimildum DV verður þess ekki langt aö bíða að ráðinn verði landsliðsþjálfari. Telja verð- ur líkumar raeiri á því aö Paul Tiederaaxm taki við af Bogdan. Ti- edemann náði frábæmm árangri með Hð Austur-Þjóðveija og er lík- lega virtasti þjálfari í handknatt- leiksheiminum í dag. Roger Carls- son náði einnig frábærum árangri með Uð Svía. Gámngar telja rétt að ráöa Carlsson. Þar með væri endi bundinn á slakt gengi íslenska UösinsgegnSvíum. -SK/GG iSrTiQ/uoR ___ • Roger Carlsson náði frábærum árangri með sænska landsliðið. Hann kemur væntanlega til íslands f vlkunni til viðræðna viö HSÍ. Guðni mjög góður Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi: Guðni Bergsson átti mjög góðan leik með Tottenham í gær er liðið tapaði fyrir Nottingham Forest á White Hart Lane, 1-2. Guðni var mjög hreyfanlegur sem bakvörður hægra megin. Guðni tók töluverðan þátt í sóknarleik Tottenham. Átti eitt markskot sem fór yfir. Þegar Guðni kom inn á leikvanginn var hann vel hylltur af áhorfendum. „Mér líður mjög illa fyrir hönd Thorstvedt markvarðar sem var mjög óstyrkur í leiknum. Bakvarðar- staðan er nokkuð ný fyrir mig en ég er bjartsýnn á framhaldið. Ég er að mestu búinn að ná mér af flensunni sem ég fékk um síðustu helgi," sagði Guðni Bergsson eftir leikinn í gær. Sjá nánar á bls. 20. • Siguróli Kristjánsson. Siguróli til UMFG - Grindvíkingar í skýjunum Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjunu SiguróU Kristjánsson, knatt- spyrnumaður í Þór frá Akureyri, hefur ákveðið að leika með Grindvík- ingum sem leika í 3. deild næsta keppnistímabil. SiguróU hefur um langt skeið verið einn sterkasti leik- maður Þórsliðsins og mun styrkja Uð Grindvíkinga mjög í sumar. Freyr Sverrisson hefur enn ekki ákveðið hvort hann leikur með Uðinu í sum- ar. „Viö eru í skýjunum yfir að Sigur- ÓU skuh leika með okkur í sumar. Hann mum styrkja Uöið óhemju mik- ið,“ sagði Gunnar Vilbergsson, for- maður knattspymudeildar Grind- víkinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.