Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Eftirmálar brunans Bruninn á Réttarhálsi reynist sá mesti sem um getur ef í krónum er talið. Tjónið nemur hundruðum millj- óna. Slíkur eldsvoði er dýrkeyptur, ekki síst í ljósi þess að margvísleg vanræksla í frágangi og eftirliti bruna- varna ræður mestu um útbreiðslu eldsins og hið mikla tjón. í fyrstu beindist gagnrýnin að frammistöðu slökkviliðsins, eins og sjónvarpsáhorfendur gátu eftir- minnilega fylgst með. En við nánari athugun má ætla, að barátta slökkviliðsmanna hafi frá upphafi eldsins verið nánast vonlaus. Það alvarlega í málinu er að ekki vantar skipulag eða fé. Við höfum brunamálastjóra, eldvarnareftirlit, bygg- ingarfulltrúa, tryggingarfélög og fjöldann allan af emb- ættismönnum og eftirlitsmönnum sem hafa atvinnu af því að fylgjast með framkvæmd reglugerða og skilmála sem settir eru um brunavarnir í húsum sem þessu. Engu að síður er svo mörgu ábótavant í frágangi húss- ins og eldvörnum á staðnum að furðu vekur. Enda vís- ar hver aðilinn á annan og ekki verður betur séð en fullkominn glundroði og stjórnleysi hafi ríkt og ríki á þessum vettvangi. Nú er það rétt að hér er um hús í einkaeign að ræða. Einhver kann að yppa öxlum og segja að ábyrgðin og tjónið sé mál eigenda, tryggingarfélaga og hönnuða hússins. En málið er ekki aldeilis svona einfalt því leiða má að því líkur að slíkt brunatjón verði slíkur baggi á viðkomandi tryggingarfélagi að afleiðingar komi fram í hærri iðgjöldum í næstu framtíð. Ennfremur eru Húsa- tryggingarnar í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur og fram hefur komið í fréttum að Húsatryggingarnar þurfi að borga allt að eitt hundrað milljónir í bætur. Embætt- ismenn borgarinnar telja sýnt að borgarsjóður þurfi að hlaupa undir bagga og á endanum þarf væntanlega að hækka iðgjöld Húsatrygginga. Þannig.lendir tjónið á almenningi að meira eða minna leyti þegar upp er staðið. Byggingarnefnd Reykjavíkur hefur strax gert ráðstaf- anir til herts eftirlits. Félagsmálaráðherra hefur óskað rannsóknar og brunamálastjóri mun hefja umfangs- mikla könnun á orsökum brunans. Allt er þetta gott og blessað en eftir stendur að sjálfsögðu sú spurning, hvort enginn verði virkilega dreginn til ábyrgðar á þeim mis- tökum, vanrækslu og stjórnleysi sem hér hefur átt sér stað. Er nóg að hver vísi á annan, húsameistarar, arki- tektar, verkfræðingar, byggingarfulltrúar, eftirlits- menn, eldvarnareftirlit, slökkvilið og brunamálastjóri? Eru það einu viðbrögðin í kerfinu að óska eftir skýrslu frá þeim aðilum einum sem ábyrgðina bera? Búast menn við öðru en kattarþvotti þegar sökudólgarnir sjálf- ir eiga að gefa skýrslu um eigið andvaraleysi? Til hvers er verið að halda uppi rándýru batteríi eld- varnareftirlits og alls kyns annarra embætta ef lítið sem ekkert gagn er að því úthaldi öllu? Það er með hreinum óhkindum að embættismenn, sem ekki hafa annað hlut- verk en einmitt þetta eftirlit, viti ekki sitt rjúkandi ráð þá loks þeir eru spurðir um eftirlitið! Nú segja menn hver um annan þveran að eldsvoðinn á Réttarhálsi eigi að vera víti til varnaðar. Samt hefur hver stórbruninn rekið annan og vítin eru mýmörg á undanförnum misserum sem hafa átt að vekja eldvarna- reftirht og yfirvöld til meðvitundar um að hér væri pottur brotinn. Það er of seint að byrgja brunninn þeg- ar barnið er dottið ofan í. Ellert B. Schram „Jafnvel er talað um að bjórinn verði bjargvættur menningarhúsa sem eru að hruni komin,“ segir hér með- al annars. Þegar bjórinn kemur Mér er sagt að öll borð og básar á væntanlegum bjórkrám séu nú þegar frátekin þ. 1. mars nk. þegar Íöglegt verður að selja áfengt öl. Greinilega hefur stór hluti þjóðar- innar beðið í óþreyju eftir þessum degi. Sumir telja dagana svipaö og lítil börn sem bíða þess full væntingar að jólin komi og leyft verði að opna pakkana. Litlu börnin vita ekki hvað er í pökkunum fyrr en þeir eru teknir upp og þeir sem bíða nú í óþreyju eftir að löglegt verði að drekka bjór á íslandi vita heldur ekki hvaöa afleiðingar það á eftir að hafa. Hvað er svona merkilegt við bjór? Miðað við umræður um áfengis- mál á íslandi um nokkurra áratuga skeið, raunar lengst af á þessari öld, hefði oft mátt ætla að bjór væri hættulegastur af öllu áfengi og líklega sú tegund þess sem helst ylh drykkjusýki, stuðlaði að því að börn byrjuðu drykkju komung og hefði ekki síst þau áhrif að á vinnu- stöðum veltust menn í daglangri áfengisvímu. Með sama hætti hafa þeir sem hvaö ákafast hafa barist fyrir því að bjór yrði lögleiddur haldið því fram að hér væri um sérstakan hollustudrykk að ræða sem jafnvel myndi útrýma áfengisbölinu. Bjór er ei.n tegund áfengis og það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því. Bjór er hvorki hættulegri né hættuminni en annað áfengi. Þrátt fyrir þetta má ekki'gleymast að nú kemur bjórinn eftir að hafa verið útlægur ger í tæpa öld, nema á borðum ferða-, far- og fyrirfólks. Vegna þess að íslendingar þekkja ekki bjór nema takmarkað er mik- ilvægt að virk fræðsla eigi sér stað um bjórinn og skaðsemi hans því þegar öllu er á botninn hvolft er hann nú einu sinni hættulegur vímugjafi. Hvað átti að gera? Þegar umræður stóðu hvað hæst um bjórmálið á Alþingi voru allir sammála um að nauðsyn bæri til aö efla forvarnarstarf og fræðslu um áfengismál áður en bjórinn yrði lögleiddur. Þannig lögðu bæði stuðningsmenn og andstæöingar bjórs sérstaka áherslu á virkt for- varnarstarf og áróður. Þegar frum- varpið um bjórinn var orðið að lög- um kom til kasta ríkisstjórnarinn- ar að framkvæma eða láta fram- kvæma það sem nauðsynlegt þótti í forvömum og fræðslu. Þegar þetta er skrifað er mér ekki kunnugt um að neitt átak hafi ver- ið gert í þessum málum. Ég veit heldur ekki til þess að nokkurt átak sé á döfinni. Mér er þó kunnugt um aö nokkru eftir að bjórinn hafði veriö samþykktur var skipuö nefnd til aö fjalla um forvarnir og fræðslu vegna bjórsins. Þessi nefnd er enn að störfum og vonandi birtist nefndaráhtið einhvem tímann. KjáHarinn Jón Magnússon lögmaður Þessi háttur mála er ekki í sam- ræmi við þá áherslu sem þingmenn almennt lögðu á virkan áróður og fræðslu um áfengismál áður en bjórinn flæddi yfir. Sjálfur flutti ég á sínum tíma bjórframvarpið og taldi ljóst, mið- að viö þann helgileik sem fram haíði fariö á Alþingi í mörg ár, að þá mundu þeir þingmenn sem léku aðalhlutverkin í helgileiknum ekki láta sitt eftir hggja þegar þeir kæm- ust í aðstöðu til að framkvæma það sem þeir töluðu fyrir á Alþingi. Það væri fróðlegt aö vita hvort þeir hin- ir sömu hafa gefið málinu gaum eftir að fjálglegur orðaflaumur þeirra þagnaði nokkru fyrir þing- slit í vor. En málið var sett í nefnd. Slíkt ráðslag getur stundum reynst gott, sérstaklega ef tíminn er nægur. Stundum geta aðrar leiðir gefist betur. Mér dettur í hug hvort ekki hefðu komið skjótari viðbrögö og málið væri nú komið á þann skrið sem þingmenn vildu ef áhuga- mannasamtökum um áfengismál og bindindi hefði verið falið að koma með tillögur og framkvæma þær. Ég ímynda mér að það hefði ekki tekið þessa aðila nema nokkra daga að setja niður hugmyndir sín- ar og útfæra þær síðan. Allirætla aðgræða Þegar hilla tók undir samþykkt bjórfrumvarpsins fóru margir á stúfana og öfluðu sér bjórumboðs. Nú átti heldur betur að græða á bjórnum. í sjálfu sér var það ofur eölilegt. En svo kom stóri dómur. Einungis 5 tegundir skyldu seldar í ÁTVR. Hvers vegna 5, en ekki 2 eða 7? Mér er ekki kunnugt um að talan 5 hafi nokkurn tímann i ís- landssögunni verið talin eðlileg viðmiðun. Hvers vegna á að hygla með þessum hætti ákveðnum fram- leiðendum og umboðsmönnum þeirra? Af hverju mátti ekki gefa þetta frjálst th að byrja með og láta þá sem neyta bjórs um að velja hvað þeir vilja? Nú veit ég að hægt er að telja fram óteljandi hagræn og skynsamleg rök fyrir því að kansellíið stjórni því hvaða bjórtegundir eru drukknar. Það má líka færa með sama hætti fram óteljandi hagræn rök fyrir því að allir eigi að klæð- ast í eins föt og aka um á Skoda, borða kindakjöt og drekka ný- mjólk. En við búum nú einfaldlega í þjóðfélagi valfrelsis þó að fram- sóknarmennskan sé víða lífseig. Ein helstu rökin með bjórnum voru þau að hann væri aðeins ein tegund áfengis og það væru engin skyn- samleg rök sem mæltu með því að banna hann og leyfa allt annað áfengi. Það er því kaldhæðnislegt að þegar svo bjórinn er leyfður skuli það vera gert með þeim tak- mörkunum sem ákveðnar hafa veriö. En ÁTVR verður að græða sem mest eins og aðrir sem koma ná- lægt bjór. Þannig ætlar ríkissjóður að taka mikla peninga vegna bjórs. Umboðsmennirnir og framleiðend- urnir ætla líka að græöa mikið og þá heldur söluaðilar og allt er það gott og blessað. Jafnvel er talað um að bjórinn verði bjargvættur menningarhúsa sem era að hruni komin. En hvað um öll vandamál- in, skipta þau ekki máli lengur? Hvað með forvarnirnar, skipta þær ekki máli lengur? Hvað með fræðsl- una, skiptir hún ekki máli lengur? Af fenginni reynslu virðast þessi mál best leyst með því að ríkið láti hluta af bjórgróðanum renna til þeirra sem þegar vinna að þessum málum og fást við vandamáiin. Það kann að vera eðlilegt að nokkrar krónur renni til hálflirunins Þjóð- leikhúss og síðan koll af kolli en væri ekki mun eðlilegra að láta nokkrar krónur renna til þeirra sem fást við þau vandamál sem bjórinn getur valdið og reyna að vinna gegn þeim. Hafi mönnum verið alvara á Alþingi í fyrra hljóta þingmenn nú að grípa til þess að samþykkja sérstaka fjárveitingu í þessu skyni. Jón Magnússon „Það er því kaldhæðnislegt að þegar svo bjórinn er leyfður skuli það vera gert með þeim takmörkunum sem ákveðnar hafa verið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.