Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. 23 Iþróttir Bandaríski kylfingurinn Curtis Strange varð sigurvegari á stórmóti atvinnumanna í Ástralíu um helgina og fékk að launum um fjórar milljón- ir króna auk sérstaks jakka (sjá mynd). Strange lék af miklu öryggi og kom inn á 280 höggum. Það sem vakti einna mesta athygli á mótinu var gott gengi hjá hinum 47 ára gamla Raymond Floyd en hann varð annar á 282 höggum. Terry Price frá Bandaríkjunum var lengi vel öruggur með annaö sætið en á síðustu holunni dró til tíð- inda. Kúla Curtis Strange hafnaði í vatnsgryfiu og lék hann holuna á tveimur höggum yfir parinu. Ray- mond Floyd, fyrirliði bandaríska liðsins sem keppir um Ryder-bikar- inn, lék síðustu holuna á höggi undir pari og þar með skaut hann Price aftur fyrir sig. Fyrir annað sætið fékk Floyd um 2 milijónir króna en Price fékk um 1,5 milljónir fyrir þriðja sætið. Það að Floyd lék síðustu holuna á höggi undir pari tryggði honum því 500 þúsund króna hærri verðlaun og Price varð að sama skapi sömu upphæð fátækari. -SK • Greg Norman klæðir hér Curtis Strange i jakkann (ræga sem sigurvegarinn á „The Palm Meadows Cup“ fær hverju sinni. Norman sigraði á mótinu í fyrra. Strange lék á 280 höggum en Raymond Floyd, sem varð annar, kom inn á 282 höggum. Símamynd/Reuter Golf 1 Ástralíu: Frétta- stúfar Ástralski tennis- leikarinn, Pat Cash, gæti misst af opna ástralska meistara- mótinu í ár vegna meiðsla á oln- boga. Cash lék til úrslita á mót- inu í fyrra en tapaði þá fyrir Svianum Mats Wilander. Cash hefur nýverið breytt stíl sínum i uppgjöfum og slær nú boltann á uppleið en ekki á niðurleið eins og áður. Læknar haía sagt að breyting þessi í uppgjöfinni hjá Cas'h sé hugsanlegur or- sakavaldur að meiðslunum. ítalskir blaðamenn ekki göðir í knattspyrnu ítalskir blaðamenn, sem hafa það aö atvinnu sinni að skrifa um íþróttir, geta ekki talist til bestu knattspymumanna á ítal- íunni. Á dögunum lék nokkurs konar landsliö Palestínu gegn hði ítalskra íþróttafrétta- manna, og sigruðu Palestínu- mennimir með þremur mörk- um gegn engu. Landslið Palest- ínu samanstendur af áhuga- mönnum sem leika með liðum í Kuwait, írak, Egyptalandi og S-Arabíu. Og auðvitað hafa ísraelsmenn mótmælt heim- sókn Palestímunannanna til ít- alíu og ininnt á að það voru vopnaðir Palestínumenn sem drápu 11 ísraelsmenn á ólymp- íuleikunum. árið 1972 í Munchen. Berthold að braggast Vestur-þýski knattspymumað- urinn Thomas Bérthold er á batavegi eftír að hafa sýkst í kjölfar neyslu á mjólkurvöru. Berthold; sem leikm með Ver- ona á Italíu, hefur verið á sjúkrahúsi frá 1. janúar og þrátt fyrir að hann sé á batavegi á hann enn nokkuð í land. Búist er við því að Berthold fari af sjúkrahúsinu í þessari viku en þá tekur við meðferð í heima- landi hans, Vestur Þýskalandi. Strange fékk jakkann Víðavangshlaup Kópavogs fór fram um helgina og var hart barist. Sigur- vegari í karlaflokki varð FH- ingurinn Jóhann Ingibergsson en í kvennaflokki sigraði Marta Emstdóttir, ÍR. Bubka var langt frá heimsmeti sínu Sovéski stangarstökkvarinn, Sergei Bubka, keppti á innan- hússmóti í ftjálsura íþróttum um helgina en mótið fór fram í Barcelona á Spáni. Bubka sigr- aði og stökk 5,70 metra en það er nokkuð langt frá hans besta árangri. Heimsmet Bubka inn- anhúss er 5,97 raetrar. Bubka stökk fyrst yfir 5,50 metra og loks 5,70 metra. Síðan reyndi hann við 5,80 metra en felldi þrívegis. Scott Davis frá Banda- ríkjunum og Frakkinn Philippe Collet höfhuðu í öðm og þriðja sæti í stangarstökkinu og stukku báðir 5,50 metra. Karatemenn flytja sig Karatefélag Reykjavikur, KFR, hefur flutt í nýtt glæsilegt 200 fermetra húsnæði í kjaliara svmdiaugarinnar í Laugardal. KFR var áður með starfsemi sína í 60 fermetra húsnæði sem ekki var ætlaö til íþróttaiðkana. Við þessa stökkbreytingu á að- stöðu karatemanna sjá þeir fram á mun bjartari tíma en félagar í KFR í dag eru um 100. • Ungir karatemenn fá nú glæsilega aðstöðu i Laugardal Finnar töpuöu fyrir Egyptum í vináttuleik Finnska landsliöið í knattspymu var ekki upp á marga fiska um helgina er það lék gegn landsliði Egypta- lands í Kairó. Egyptar fengu óskabyrjun í leiknum er Hís- ham Abdel-rasul skoraði á 7. mínútu. Rantanen jafnaði fyrir Finna á 42. mínútu en heima- menn, Egyptar, skoruðu síðan sigurmarkið í leiknum á 80. mínútu við mikinn fögnuð 10 þúsund áhorfenda. Innrás sovéskra i ensku knattspyrnuna? Sovéskir knattspyrnumenn eru farnir að nema land í Englandi. Fyrsti sovéski knattspyrnu- maðurinn hefur nú hafið iðkun íþróttarinnar með ensku liði. Hér er um að ræða Sergei Baltacha sem gengið hefur til liðs við 2. deildar lið Ipswich Town. Forráðamenn Ipswich áttu í mestu erfiðleikum með að komast í samband við réttu aðilana í Sovétríkjunum vegna málsins og tók það í heild lang- an tíma. En þegar samkomulag var í augsýn eftir mörg símtöl og skeytasendingar flugu for- ráðamenn Ipswich til Moskvu og gengu frá málunum. Og Baltacha hefur nú hafið æfing- ar með Ipswich. Wailace til Colchester Hinn þekkti skoski fram- kvæmdasfióri, Jock Wallace, sem meðal annars hefur veriö við sfiórnvölinn hjá Glasgow Rangers, Hearts, Leicester og Seville, hefur tekið viö sfiórn- inni hjá botniiði 4. deildar í enska boltanum, Colchester. HJA OKKI R ER I .\(,l.\.\ IíOmAM K VEGM 9LELL\GAK EÐA ÍSCT\L\(iAli Á RAFGETMIIM 35 ára reynsla er þín tryggíng PÖl&RHE EINHOLTI 6 - NÝTT SÍMANÚMER 618401

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.