Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
43
Fólk í fréttum
Garðar Thor Cortes
Garðar Thor Cortes hefur verið í
fréttum DV en hann lék Nonna í
kvikmyndinni Nonni og Manni.
Garðar Thor er fæddur 2. maí 1974
í Rvík og er nemi í áttunda bekk
Álftamýrarskóla. Hann hefur veriö
í tónlistarnámi frá tíu ára aldri og
lærir á cornet hjá Jóni Sigurðssyni
í Tónlistarskólanum í Rvík. Garðar
er auk þess áhugamaður um íþrótt-
ir. Systkini Garðars eru Sigrún
Björk, f. 21. desember 1963, ritari,
gift Björgvini Þórhallssyni, Nanna
Ma^ía, f. 3. janúar 1971, og Aron
Axel, f. 25. september 1985.
Foreldrar Garðars eru Garðar
Cortes, óperusöngvari og skólastjóri
Söngskólans í Rvík, og Krystyna
Cortes, píanóleikari í Rvík. Kryst-
yna er dóttir Wladyslaw Blasiak,
myndhöggvara í Kings Langley í
Englandi, sem var pólskur í fóður-
ætt en ítalskur í móðurætt, sonur
Adams og Zofiu Blasiak. Móðir
Krystynu er Beryl Blasiak listmál-
ari, dóttir Ethelar og Williams
Chandlers, garðyrkjumanns í Kings
Langley í Englandi.
Garðar er sonur Axels Cortes,
feldskera í Rvík, Emanuelssonar
Cortes, yfirprentara í Rvík, Péturs-
sonar Cortes, koparsmiðs í Stokk-
hólmi. Móðir Axels var Björg Jó-
hannesdóttir Zoega, trésmiðs í Rvík,
Jóhannessonar Zoega, útgerðar-
manns í Rvík, bróður Tómasar, afa
Geirs Hallgrímssonar. Jóhannes
var sonur Jóhannesar Zoega, gler-
skera í Rvík, Jóhannessonar Zoega,
fangavarðar í Rvík, frá Slesvík, af
ættinni Zuecca, höfðingjaætt gyð-
inga á eyjunni Giudecca í Feneyjum.
Móðir Jóhannesar útgerðarmanns
var Ingigerður Ingimundardóttir,
systir Helgu, langömmu Haralds,
föður Matthíasar Johannessens
skálds. Helga var einnig langamma
Franz, fóður Hans G. Andersen
sendiherra. Móðir Bjargar var Guð-
rún Jónsdóttir, b. í Starkaðarhúsum
í Flóa, Ingimundarsonar, b. í Norð-
urkoti í Grímsnesi, Jónssonar. Móð-
ir Ingimundar var Guðrún Snorra-
dóttir, b. í Kakkarhjáleigu í Stokks-
eyrarhreppi, Knútssonar, og konu
hans, Þóru Bergsdóttur, b. í Bratts-
holti, Sturlaugssonar, ættfóður
Bergsættarinnar. Móðir Guðrúnar
var Sigríður Sigurðardóttir, skipa-
smiðs á Hjallalandi á Álftanesi, Sig-
urðssonar, og konu hans, Guðrúnar
Jónsdóttur, silfursmiðs á Bíldsfelli,
Sigurðssonar, ættfóður Bíldsfells-
ættarinnar, fóður Þorvarðar, lang-
afa Ingimunda'r, afa Jóhönnu Sig-
urðardóttur ráðherra. Jón var einn-
ig faöir Önnu, langömmu Þórarins
á Eiðum, fóður Ragnhildar borgar-
minjavarðar.
Móðir Garðars var Kristjana
Jónsdóttir, trésmiðs í Rvík, Magn-
ússonar, b. á Lágum í Ölfusi, Jóns-
sonar. Móðir Magnúsar var Guð-
rún, systir Magnúsar, langafa Ell-
erts Schram ritstjóra. Guðrún var
dóttir Magnúsar, b. á Hrauni í Ölf-
usi, Magnússonar, b. í Þorlákshöfn,
Beinteinssonar, lögréttumanns á
Breiðabólstað í Ölfusi, Ingimundar-
sonar, b. í Hólum í Stokkseyrar-
hreppi, Bergssonar, bróður Þóru í
Kakkarhjáleigu. Móðir Guðrúnar
var Guðrún Halldórsdóttir, b. á Lág-
um í Ölfusi, Böðvarssonar, bróður
Amheiðar, móður Böðvars Magn-
ússonar á Laugarvatni, afa Eddu
Guðmundsdóttur, konu Steingríms
Hermannssonar. Móðir Halldórs
var Guðrún Halldórsdóttir, b. á
Reyðarvatni, Guðmundssonar, og
konu hans, Ingibjargar Halldórs-
dóttur, b. í Þorlákshöfn, Jónssonar.
Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Sig-
urðardóttir, systir Jóns, afa Jóns
forseta. Systir Guðbjargar var Sal-
vör, amma Tómasar Sæmundsson-
ar, Fjölnismanns. Móðir Guðrúnar
var Sigríður Eiríksdóttir, b. á Litla-
landi í Ölfusi, Ólafssonar, ogkonu
hans, Helgu Jónsdóttir, b. á Vindási
á Landi, Bjarnasonar, b. á Víkings-
læk, Halldórssonar, ættföður Vík-
ingslækj arættarinnar.
Móðir Kristjönu var Kristjana
Friðjónsdóttir, b. á Laugum í
Hvammssveit, Sæmundssonar.
Móðir Friðjóns var Guðrún Guð-
mundsdóttir, skipasmiðs á Hóli í
Garðar Thor Cortes.
Hvammssveit; Ormssonar, b. í
Fremri-Langey, Sigurðssonar, ætt-
fóður Ormsættarinnar, langafa
Snæbjarnar í Hergilsey, afa Snæ-
bjarnar Jónassonar vegamála-
stjóra. Ormur var einnig langafi
Þórhalls, afa Péturs Einarssonar
flugmálastjóra. Móðir Guörúnar
var Margrét, systir Finns, afa Ás-
mundar Sveinssonar myndhöggv-
ara. Margrét var dóttir Sveins, b. í
Neðri-Hundadal í Miðdölum, Finns-
sonar og konu hans, Guðrúnar Guð-
mundsdóttur, systur Þórdísar,
langömmu Ragnheiðar, móður
Snorra Hjartarsonar skálds.
Afmæli
Haukur F. Filippusson
Haukur Filippus Filippusson tann-
læknir, til heimilis að Hagamel 35,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Haukur fæddist í Reykjavik. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR1959 og
embættisprófi í tannlækningum frá
HÍ1969, en tannlækningaleyfi fékk
hann sama ár.
Haukur hefur verið skólatann-
læknir frá 1969 og starfar nú sem
slíkur við Hlíðaskóla í Reykjavík.
Hann var aðstoðartannlæknir hjá
Jónasi Thorarensen frá 1969-73 en
hefur rekið eigin tannlæknastofu
frá 1973.
Haukur var formaður Félags
tannlæknanema 1965-66, gjaldkeri í
stjórn TFÍ1976-78 og hefur setið í
ritstjórn Tannlæknablaðsins.
Kona Hauks er Ragnheiöur Krist-
ín Benediktsson Másdóttir, f. 27.12.
1939, uppeldisfræðingur og kennari
við Melaskólann í Reykjavík, dóttir
Stefáns Más Benediktssonar, versl-
unarmanns í Reykjavík, og Sigríðar
Benediktsson Oddsdóttur húsmóð-
ur. Stefán Már var sonur Einars
Benediktssonar skálds.
Haukur og Ragnheiöur Kristín
eiga tvö börn. Þau eru: Þórdís, f.
15.10.1964, sjúkranuddari; og Orri,
f. 28.3.1971, menntaskólanemi í MR.
Haukur átvö systkini. Þau eru:
Hrefna, f. 30.1.1942, húsmóðir í
Reykjavík og starfsmaður hjá Sveini
Egilssyni, gift Árna Gunnarssyni
alþingismanni, en þau eiga tvö börn;
og Hörður, f. 15.10.1944, lífeðlis-
fræðingur og dósent í læknisfræði
við HÍ, kvæntur Margréti, en þau
eigatvær dætur.
Foreldrar Hauks: Filippus Gunn-
laugsson, verslunarmaður í Reykja-
vík, f. 17.5.1905, d. 12.4.1981, og Sig-
ríður Gissurardóttir húsmóðir, f.
27.11.1909.
Foreldrar Filippusar: Gunnlaugur
Magnússon,.b. og hreppstjóri að Osi
í Steingrímsflrði í Strandasýslu, og
Marta Magnúsdóttir, húsmóðir þar.
Foreldrar Sigríðar: Gissur Jóns-
son, b. og hreppstjóri í Drangshlíð
undir Austur-Eyjaflöllum, og Guð-
flnna, ljósmóðir þar, dóttir ísleifs
b. og hreppstjóra á Kanastöðum,
Magnússonar, b. og hreppstjóra þar,
Haukur F. Filippusson.
Magnússonar. Móðir Guðfinnu var
Sigríður, dóttir Árna, dbrm., b. og
hreppstjóra að Stóra-Ármóti í Flóa,
Magnússonar og Helgu Jónsdóttur,
umboðsmanns og lögsagnara á
Stóra-Ármóti. Móðir ísleifs var Guð-
rún ísleifsdóttir frá Seljalandi undir
Eyjaflöllum.
Haukur er erlendis þessa dagana.
Þuríður Matthíasdóttir
Þuríður Matthíasdóttir, til heimil-
is að Laugarnesvegi 81, Reykjavík,
erfimmtugídag.
Þuríður fæddist á Hólmavík og
ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún
var ellefu ára er hún missti móður
sína og fór flórtán ára í vist, fyrst í
Mosfellssveit og síðar í Reykjavík.
Hallgrímur Guðjónsson.
Leiðrétting
Myndvíxl urðu í afmælisgreinum
Hallgríms Guðjónssonar og Haralds
Georgssonar á fóstudaginn. Ætt
Guðlaugs Jóelssonar á Sölvabakka,
fóður Sigurlaugar, ömmu Hallgríms
Guðjónssonar, heitir Guðlaugsætt.
Hún starfaði síðan sem afgreiðslu-
stúlka við veitingahús í Reykjavík.
Þuríður flutti upp á Akranes 1963
og bjó þar til 1975 en þar vann hún
verslunarstörf við Raftækjaverslun
Þórðar Hjálmssonar. Þuríður flutti
aftur til Reykjavíkur 1975 og hefur
búið þar síðan. í Reykjavík hefur
hún unnið viö verslunarstörf eða
starfað við sjúkrahús. Þuríðúr hefur
nú starfað við Sjúkrastöðina Vog sl.
flögur og hálft ár en hún er þar trún-
aðarmaður starfsfólks.
Sonur Þuríðar er Vilhjálmur
Matthíasson, f. 3.9.1961, verkamað-
ur í Reykjavík, en hann á tvo syni,
Matthías og Alexander. Faðir Vil-
hjálms var Matthí as V ilhj álmur
Gunnlaugsson, bílasali í Reykjavík,
hann er látinn.
Þuríður var gift Guðmundi Sig-
urðssyni, f. 21.5.1924, járnsmið á
ísafirði, syni Sigurðar Jónssonar og
Kristínar Jóhannsdóttur úr Hnífs-
dal.
Sambýlismaður Þuríðar er Hauk-
ur Þorkelsson, f. 7.6.1936, trésmiður
frá Hellissandi, sonur Þorkels Sig-
urgeirssonar og Sigurástar Frið-
geirsdóttur.
Þuríður á flögur alsystkini sem öll
eru á lífi. Þau eru: Einar, f. 3.10.
1927, sjómaður á Breiðdalsvík; Vig-
dís, f. 5.11.1930, húsmóðir á Akra-
Þuriður Matthíasdóttir.
nesi, gift Lýö Sigmundssyni, lengst
af verkamanni á Akranesi, þau eiga
flögur börn og Vigdís átti eina dóttur
fyrir hjónaband; Knútur, f. 27.7.
1933, sjómaður í Reykjavík; og Sig-
ríður, f. 22.3.1942, húsmóðir á Geit-
dal í Skriðdalshreppi, gift Bjarna
Snæbjörnssyni, b. þar, Sigríður á sjö
börn.
Foreldrar Þuríður voru Ingveldur
Jónsdóttir, f. 15.5.1902, d. 1950, hús-
móðir á Hólmavík, og Mathías Aöal-
steinsson, f. 19.12.1888, d. í janúar
1973, verkamaður á Hólmavík. Föð-
urforeldrar Þuríðar voru Aðal-
steinn Halldórsson, b. á Heiðdalsá,
og Þuríður Einarsdóttir frá Hlíð í
Kollafirði. Foreldrar Aðalsteins
voru Halldór Jónsson á Níp á
Skarðsströnd og kona hans, Vigdís
Björnsdóttir.
Björn Jónsson
Björn Jónsson, fv. sjómaður, til
heimilis að Öldutúni 6, Hafnarfirði,
er áttræður í dag.
Björn fæddist að Hvoli í Ölfusi og
ólst þar upp í foreldrahúsum til.
sextán ár aldurs. Hann var síðan
vinnumaður hjá Þorvaldi Ólafssyni
í Arnarbæli í sex sumur en var jafn-
framt á togurum á vetrum. Björn
flutti til Hafnarfiarðar 1926 og hefur
búið þar síðan. Þar vann hann á
bryggjunni eina vertíð en var næstu
vertíð á enskum togara og síöan
háseti á togaranum Júpiter.
Björn var togarasjómaður i þrjá-
tíu ár og sigldi hann öll stríðsárin.
vinna hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn og byggingafélaginu Þór en þar starfaði hann í flórtán og hálft ár. Þá var hann starfsmaður hjá Oíufé- laginu í tíu ár. Kona Björns er Margrét, f. 6.11. 1905, dóttir Jóns Diðrikssonar, út- vegsbónda á Álftanesi, og Guðrúnar Guðnadóttur. Björn átti tólf systkini og komust ellefu þeirra á legg. Hann á nú þrjár systur á lífi. Þær eru: Salvör, f. 1898, lengi ráðskona í Hafnarfirði; Þuríð- Bjöm Jónsson. ur, f. 1900, lengi verkakona í Hafnar- firði og síðar í Sandgerði, en dvelur nú á Hrafnistu í Hafnarfirði og Gróa, f. 1907, lengst af húsfreyja á Hvoli, en búsett í Hveragerði. Foreldrar Björns voru Jón Björns- son, f. 1869, d. 1951, b. að Hvoli í Ölfusi, og kona hans, Guðrún Gott- skálksdóttir húsfreyja, f. 1875, d. 1950, dóttir Gottskálks, b. í Sogni, Guðmundssonar.
Til hamingju með daginn
80 ára 50 ára
Viktoria S. Sigurgeirsdóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði. Steinn Þór Karlsson, Fjósatungu, Hálshreppi. Guðrún Þrúður Vagnsdóttir,
70 ára Skagfirðingabraut 49, Sauðárkróki
Arnbjörg Einarsdóttir, Hamarsgötu 17, Búðahreppi. 40 ára
Halldór G. Halldórsson, Ásgarði 1, Neskaupstað. Kjartan Kjartansson, Flúðaseli 72, Reykjavík. Arnar Sigurbjörnsson, Logafold 126, Reykjavík. Árni G. Sigurðsson, Álfhólsvegi 65, Kópavogi. Jóhannes Jóhannsson, Silfrastööum, Akrahreppi.
60 ára
Jóhanna Tryggvadóttir, Þórunnarstræti 112, Akureyri. Jóhanna H. Sveinbjamardóttir, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi. Rósalind Sigurpálsdóttir, Sunnubraut 6, Dalvík.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hveturafmælisbörn og aðstandendur
þeirra til að senda því myndir og upplýsing-
ar um frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta
lagi þremur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir