Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989.
Spumingin
Lesendur
Aö heilsa ur sæti:
Konur standa
ekki upp
Þórhallur hringdi:
Þaö er algengur misskilningur
hjá konum að þeim beri skylda tii
að standa upp er þeim er heilsað
sitjandi til borðs eða annars staðar
þegar til þeirra er gengið og þeim
heilsað. Reglan er sú að karlmaður
stendur upp um leið og hann heils-
ar konu en situr ef hann heilsar
karlmanni. Konur standa aldrei
upp úr sæti sínu þegar þær heilsa.
Eg var á nokkuð íjölmennum
fundi í gærkvöldi og fólk var að
tínast inn í salinn og heilsa kunn-
ingjunum og óska þeim árs og frið-
ar eins og gengur. Og það var und-
antekning ef kona, sem sat í sæti
sínu, spratt ekki upp úr því til að
heilsa þeim er kom aðvífandi til að
taka í höndina á henni. - Karlmenn
stóðu hins vegar upp, hver á eftir
öðrum, til að heilsa kunningjum
sínum, karlkyns eða kvenkyns.
Ég er nú ekki svo viss um að
konur þekki ekki þessa almennu
kurteisisvenju, að sitja bara kyrrar
þótt þeim sé heilsað. Eg held miklu
fremur að hér sé um einhvers kon-
ar fálm og fát að ræða, spennu sem
skapast af of mikilli vinnu og álagi.
Ég tek nefnilega eftir að því lengur
sem konur eru búnar að vera úti á
vinnumarkaði, að ekki sé minnst á
þær sem virðast komnar í ábyrgð-
arstöðu (t.d. þær sem þekkjast á
stresstöskunni) þeim mun við-
kvæmari eru þær fyrir utanað-
komandi áhrifum sem m.a. kemur
fram í því að rjúka upp úr sæti sínu
um leið og einhver gerir sig líkleg-
an til að taka í „handfangið" á
þeim.
En þetta er með öllu óþarft, konur
góðar, einkum þið sem eruð þreytt-
ar og spenntar að afloknum tvö-
íoldum vinnudegi (úti á markaðin-
um til að „létta undir“ irieð eigin-
manninum og svo heimilisstörfun-
um) - sitjiö bara grafkyrrar og látiö
fara vel um ykkur - það eru karl-
arnir sem eiga að standa upp fyrir
ykkur.
Finnst þér að ísland
eigi að hætta þátttöku
í Eurovision
söngvakeppninni?
María Hauksdóttir húsmóðir: Nei,
við höldum áfram. Okkur hlýtur ein-
hvem tímann að ganga betur en
hingaö til.
ither Guðbrandsdóttir kerrutækn-
Nei, við eigum að halda áfram.
ð eigum marga góða listamenn
m eru hæfir í þetta.
Garðar Jónsson, starfsmaður Hag-
kaups: Það er sjálfsagt að taka þátt
í þessu. Aöalatriðið er að vera með,
ekki að vinna.
Kristinn Rósantsson leigubílstjóri:
Nei, alls ekki. Mér finnst það ekki
koma til mála.
Hvað gera bíleigendur?
Álögur á bfleigendur:
lllleð þegjandi
þögninni?
Þórarinn Jóhann Jónsson skrifar:
Ég hef spumingu fram að færa til
bíleigenda. - Ætla bíleigendur að
taka nýjum álögum ríkisstjórnarinn-
ar með þegjandi þögninni eins og
endranær? Ef ekki, má ég þá koma
með tillögur?
Hvernig væri að minnka bifreiða-
notkun eins mikið og menn treysta
sér til, nálgast ekki nýju númerin
fyrr en að sölu kemur, borga engin
gjöld fyrr en á eindaga og skrifa nógu
mörg lesendabréf í þeirri von að al-
þýðuvinirnir í ríkisstjórn þessa lands
geri sér kannski grein fyrir að bif-
reið er nauösyn en ekki munaður.
Ég er viss um að einhverjir fleiri
hafa aðrar tillögur um mótmælaað-
gerðir sem fróölegt væri að heyra
um.
Viö verðum að gera okkur grein
fyrir því að á meðan við aðhöfumst
ekkert munu stjórnmálamenn seilast
æ dýpra í vasa bifreiðaeigenda. Aö
lokum. Förum varlega í umferð-
innni. ...
Stefnan 1 sparibármálum:
Er þetta það sem koma
skal eða eigum við
að vænta annars?
H. J. hringdi:
Eftir að hafa hlustað á itrekaðar
yfirlýsingar forsætisráðherra og
fjármálaráðherra um nauðsyn þess
að beita handafli til að gera sparifé
upptækt vil ég beina þeim tilmælum
til bankastjóra Landsbankans, sem
aldrei heyrist neitt frá til vamar
sparifjáreigendum, hvort ekki sé nú
tímabært að ráðleggja viðskipta-
mönnum bankans aö taka út sparifé
sitt og ráðstafa því á skynsamlegri
hátt.
^-Ég óska síðan fyrrnefndum ráð-
herrum til hamingju með hina
snjöllu hagspeki þeirra, að láta hand-
afl hins sterka ráða. Verður það
sennilega aðeins fyrsta skrefið til að
hefja frumskógarlögmálið til vegs á
íslandi á ný.
Heiðar Jóhannsson innkaupamaður:
Nei, alls ekki, en við megum ekki
gera okkur of háar hugmyndir um
árangur eins og hingað til.
'*>*—
Elísabet Jónsdóttir húsmóðir: Alls
ekki. Það á aidrei aö gefast upp. Þetta
kemur smám saman. Við verðum í
fimmta sæti um næstu aldamót.
Hér tekur forseti ASÍ, Ásmundur Stefánsson, kveðju Karls Steinars
Guðnasonar alþm. - og Ásmundur ber sig rétt að, hann situr sem
fastast, samkvæmt reglunni.
Engir sjúkradagpen-
ingar fyrir 16 ára?
8588-0519 skrifar:
Ég þurfti að gangast undir aðgerð
hinn 7. nóvember á sl. ári vegna fæö--
ingargalla. Ég er 16 ára og þurfti
þessi aðgerð helst að fara fram fyrir
Í6 ára aldur. Ég varð óvinnufær í 10
vikur eftir þá aðgerð.
Eftir nokkrar vikur fór ég svo í
aðra aðgerð sem tók a.m.k. 6 vikur.
Þetta eru samtals fjórir mánuðir fyr-
ir utan þann tíma sem þarf til að ná
fullum bata. En vegna þess aö ég er
16 ára fæ ég enga sjúkradagpeninga.
Þá peninga fengi ég aftur á móti ef
ég væri 17 ára!
Þótt þessir sjúkradagpeningar séu
litlir kæmu þeir sér vel núna vegna
þess að ég var að flytja til Reykjavík-
ur ásamt móður minni og tveimur
systkinum og erum við að koma und-
ir okkur fótunum á ný.
Nú er ég byrjuð að borga skatta
eins og flestir aðrir. En til hvers er
verið að láta krakka yngri en 17 ára
borga skatta ef þeir komast ekki inn
í kerfið fyrr en 17 ára aldri er náð?
Ýmist er litiö á okkur sem ónýtta
þjóðfélagsþegna eða börn á framfæri
foreldra. - Þarna þyrfti að gera breyt-
ingu á.