Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. 29 DV Óli B. Jónsson, fyrrum knattspymuþjálfari, í DV-viðtali: fþróttír „Sást þú hvemig ég gómaði Nojarann?“ - Óli B. stýrði liðum tíu sinnum til sigurs á íslandsmótinu um leik.“. Stuttu seinna bættu Vals- menn viö 6. markinu. Þannig fór um sjóferð þá. Stóra sendingin Svo var það þegar við KR-ingar fórum í Noregsferðina. Hermann Hermannsson, hinn frækni mark- vörður Vals, kom með okkur sem lánsmaður og stóð sig mjög vel. í ein- um leikjanna komst einn Norðmað- urinn inn fyrir vömina fékk góðan stungubolta og ætlaði að fara að hleypa af, vel innan vítateigs. Guð- bjöm bróðir, sem lék hægri bakvörð, fylgdist vel með og sá hvað verða vildi og kom á fleygiferð aftan að Norsaranum og stuðaði hann aftan frá af sínum alkunna krafti og skipti engum togum að sá norski tókst hreinlega á loft og flaug í fangið á Hermanni, sem var búinn að skutla sér í hægra homið og var því á lá- réttu svifi. En Guöbjörn stóð graf- kym með boltann og var hinn róleg- asti, sakleysið uppmálað. Hermann stóð síðan upp og gekk til mín og sagði: „Óli, -þetta er sú stærsta send- ing sem ég hef nokkurn tímann feng- ið um dagana. En sást þú hvernig ég gómaði Nojarann út við stöng? Mað- ur verður að verja allt sem kemur á markið." Það var lítið um svör hjá mér. Bæði var það aö ég var móður og þreyttur og svo þetta í ofanálag. Mér leið hreint ekki sem best. Þetta voru einhver þau broslegustu tilþrif sem ég hef séð á knattspyrnu- velli um dagana - atvik sem ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af. Að sjálfsögðu var dæmd vítaspyma sem Norðmennirnir náðu að jafna úr. Hermann fjarstýrði Guðbirni í næsta leik í Noregsferðinni varð Guðbjörn fyrir miklu höfuðhöggi rétt fyrir hálfleik. Það skeði með þeim hætti að hann, sem er klæðskeri að mennt, ætlaði af eðlilegum ástæðum að klippa boltann aftur fyrir sig. En varð fyrir því óláni að koma illa nið- ur á hnakkann, og varö alveg snar- ruglaður allt til leiksloka og gott bet- ur. Hann vatt sér að Hermanni mark- verði og rétt gat stunið út úr sér: „Hermann, ég verð að fara út af.“ Hermann brást ókvæða við, gekk að Guðbirni, hristi hann til og svaraði einbeittur á svip. „Þú ferð ekkert út af. Ég segi þér bara hvað þú átt að gera.“ Síðan byrjaði Hermann aö fjarstýra honum og tókst svo vel að Guðbjörn átti þarna einn sinn al- besta leik í ferðinni. Eftir á sagði Hermann viö okkur: „Það eina sem við gerum af viti fyrir næsta leik, strákar, er að gefa öftustu vörninni ærlegt kjaftshögg áöur en við fórum inn á - svo fjarstýri ég bara öllu draslinu, ekkert mál.“ Svo bætti hann við: „Annars er þetta ósköp leiðinlegt með þig, Guðbjörn minn, að þú skulir ekki vera meðvitaður um þinn albesta leik til þessa.“ Svona var Hermann alltaf, léttur og húmor- inn alltaf í besta lagi. Af Guðbirni er það aftur á móti aö segja að hann mundi lítið sem ekkert frá leiknum og læknir úrskurðaði að hann hefði fengiö mjög slæman heilahristing og yrði því að fara varlega í sakirnar." • Óli B. er stoltur af verðlaunagripunum og viðurkenningunum enda engin furða því óhætt er að fullyrða að enginn íslenskur knattspyrnumaður á annað eins safn. Óli og þrír bræður hans, þeir Guðbjörn, Hákon og Sigurjón, hafa allir fjórir orðið íslandsmeistarar í knattspyrnu með mfl. KR og er það eina tilfellið hér á landi og ábyggilega þótt viðar væri leitað að fjórir bræður vinni meistaratitil með sama félagi. Kona Ólafs er Guðný Guðbergsdóttir sem var sjálf íslandsmeistari í handbolta með Haukum frá Hafnarfirði 1945. Börn og barnabörn þeirra hafa öll laðast að íþróttaiðkun og má með sanni segja að eplið falli ekki langt frá eikinni. Foreldrar Óla eru Þórunn Eyjólfsdóttir og Jón Jónsson sem lét sig aldrei vanta á völlinn á leiki KR-inga. DV-mynd HH Taktu bara boltann, Lolli minn - Eftirminnilegasti leikmaðurinn frá þessum árum? „Það eru margir eftirminnilegir leikmenn frá þessum tima, en einna helst minnist ég samt Ellerts Sölva- sonar úr Val (Lolla). Hann var frá- bær knattspyrnumaður, kattliðugur og leikinn með boltann, enda fékk hann viðurnefnið kötturinn. Bak- verðir áttu alltaf í erfiðleikum með hann, en Lolli lék í stöðu vinstra út- herja. Hann var og góður vinur okk- ar, svo góður, að á stundum lá að því að við hreinlega segðum við hann: „Gerðu svo vel, Lolli minn, taktu boltann, því þú varst á undan að nú honum.“ íslandsmeistarar 3 ár í röð - Síðan gerist þú þjálfari og náðir þeim einstæða árangri að lið náðu alls 10 sinnum að sigra í íslandsmóti undir þinni stjórn, KR 7 sinnum, Valur 2 sinnum og ÍBK 1 sinni. Hvernig fórst þú að þessu? „Árið 1944 komu þeir Erlendur Pétursson, formaöur KR, og Kristján L. Gestsson til mín og báðu mig að taka við þjálfun meistaraflokks fé- lagsins. Ég hafði þá um nokkur ár þjálfað yngri flokka með nokkuð góð- um árangri. Eftir að hugsa málið í botn ákvað ég að taka þetta að mér, en fyrst vildi ég fara í Iþróttakenn- araskólann og útskrifaöist ég 1946. Þá var enskur þjálfari hjá KR, Freddy Steel, þekkt nafn úr enska boltanum. Ég tók til starfa árið eftir, þá með frekar ungt hð og náðum við 3. sæt- inu. Strákarnir urðu síðan íslands- meistarar næstu þrjú árin. Þá voru sjö ár hðin frá því að KR náði titlin- um, eða 1941. Já, KR-ingar urðu alls sjö sinnum íslandsmeistarar undir minni stjórn, þ.e. 1948, 1949, 1950, 1952,1955,1959 og 1961, og hlutu auk þess fleiri titla fyrir önnur mót. Árið 1964 þjálfaði ég Keflavíkurlið- ið og urðu þeir meistarar sama árið, og var þetta í fyrsta sinn sem þeir unnu titilinn. Síðan lá leiðin til Vals 1966 og urðu þeir íslandsméistarar sama ár og einnig árið eftir. Valur hafði þá síöast unnið íslandsmótið 1956. „Þú ættir að skamma okkur miklu oftar“ Mér er alltaf ofarlega í huga leikur Vals og Fram á íslandsmótinu 1967. Staðan var 3-0 fyrir Fram í hálfleik og útlitiö ekki gott. Ég skammaði Valsstrákana kröftuglega í leikhléi en það var svolítið óvenjulegt hjá mér. Sjálfsagt hefur mér blöskrað slök frammistaða þeirra. En viti menn, Valsmenn stóðu uppi sem sig- urvegarar, 4-3. Mér er alltaf minnis- stætt það sem Árni Njálsson sagði eftir leikinn: „Óli, þetta var ekki svo afleitur seinni hálfleikur hjá okkur. Þú ættir að skamma okkur miklu oftar. Hvernig ég fór að því að ná öllum þessum titlum sem þjálfari, er nátt- úrlega svolítið erfitt fyrir mig að svara. Ég vil þó geta þess að ég reyndi ávallt að halda uppi góðum aga en það er algert undirstöðuatriði ef vel á að takast. Einnig var ég mjög ötull að sækja námskeið erlendis, sem kom að mjög miklum notum. Annars var þetta bara vinna og aftur vinna. í 30 ár stóð ég i þessu og án skilnings- ríkrar eiginkonu hefði þetta náttúr- lega verið útilokað.“ Ríkarður í stuði - Þú varst landsliðsþjálfari um tíma, er ekki svo? „Það er rétt. Ég þjálfaði landsliðið 1951 og það ár unnum við Svía á Melavellinum, 4-3. Þetta er sigur sem ég er ákaflega stoltur yfir. Enda er þetta okkar eini sigur gegn Svíum til þessa. Leikmenn íslenska hðsins stóðu sig mjög vel upp til hópa, og var Ríkarður Jónsson í miklu stuði og skoraði öll mörkin. Að mínum dómi var Rikki leikmaður á alþjóð- legum mæhkvarða á þessum árum. Þjálfari sænska landsliðsins átti mjög erfitt með að sitja kyrr þegar á leikinn leið og kom hann oft til mín og kvartaði sáran yfir því hve ís- lenska liðið léki af mikilli hörku. Það hefur sjálfsagt farið fyrir hjartað á honum þegar hann sá fram á tap gegn mörlandanum. Enda voru hér ólympíumeistarar á ferð. Ég á sjálfur aðeins einn landsleik að baki fyrir ísland en það var gegn Dönum í Árósum, sem tapaðist 5-1.“ Knattspyrnan mitt líf og yndi - Að lokum, Óh, sérð þú eftir þeim tíma sem þú hefur varið í knatt- spyrnu um dagana? „Nei, svo sannarleg ekki. Knatt- spyrnan hefur verið mitt líf og yndi allar stundir og er reyndar enn í dag. Ég horfi á flesta leiki sem birt- ast í sjónvarpinu en ég fer sjaldnar orðið á völlinn, og er ástæðan ef til vill sú aö golfið hefur heillað mig og hef ég stundað það reglulega undan- farin ár,“ sagði Óh að lokum og fikt- aði viö einn af verðlaunagripunum á hillu þakinni bikurum af ýmsum stærðum og gerðum og þegar betur var að gáð voru það verðlaun fyrir fyrsta sæti í golfkeppni. Já, Óli B. er ekki við eina fjölina felldur. -HHson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.