Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1989, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1989. 27 fþróttir Alfreð Gíslason stekkur hér hátt í loft upp og þrumar knettinum í mark Austur-Þjóðverja. Alfreð átti ágætan leik og skoraði fimm mörk. DV-mynd GS Fyrri landsleikurinn 1 handknattleik gegn Austur-Þjóðverjum í Laugardalshöll á laugardag: Mesti sigur gegn Austur- Þjóðverjum frá upphafi % Landsleikur íslands og Austur-Þýskalands í handknattleik á laugardag var sögulegur svo ekki sé meira sagt. íslenska liöið lék lengst af vel og sigraði, 26-21, og aldrei hefur landshði okkar tekist að vinna stærri eða meiri sigur gegn Austur-Þjóðverjum sem verið hafa stórveldi í alþjóðlegum hand- knattleik mörg undanfarin ár. I raun hefur íslenska landsliðið í handknattleik æviniega átt í hinu mesta bash gegn Austur-Þjóðverjum en mikið jafnræði hefur þó verið með liðunum síðustu árin. Austur-Þjóðverjar hafa haft heppnina með sér og margoft unnið eins marks sigur gegn okkar mönnum. Og svo voru það Austur-Þjóðverjar sem unnu ótrúlegan heppnissigur gegn íslenska hðinu í Seoul og þess vegna er íslenska liðið á förum th Frakklands til þess að taka þátt í b- keppninni. Það var ljóst þegar leikurinn h'ófst á laugardag að Austur-Þjóðverjar eru að byggia upp nýtt lið og margir sterkir leikmenn eru hættir. Það varð hka fljótlega ljóst að íslenska liðið virðist á réttri leið og bjartsýni er farin að birtast í brosum manna á ný eftir taumlaust táraflóð í kjölfar ófaranna í Seoul. Enn er þó alltof snemmt að segja til um hver árangur liðsins í Frakklandi verður en hlut- irnir virðast vera á heillavænlegri leið. Stórleikur Héðins og Einars Héðinn Gilsson skoraði fyrsta mark leiksins á laugardag og átti eftir að koma mikið við sögu. Leikurinn var jafn í upphafi en siðan tók íslenska liðið öll völd á vellinum og staðan í leikhléi var 15-10 fyrir ísland. Bilið breikkaöi enn í síðari hálfleik og mestur varð munurinn þegar staðan var orðin 19-10 og 20-11. Síðan var gefið eftir í lokin en öruggur var sig- urinn engu að síður. í íslenska liöið vantaði Kristján Arason og Sigurður Sveinsson tók stöðu hans. Hann náöi sér ekki á strik og var mjög óöruggur í sóknar- leiknum. Siggi getur gert miklu bet- ur. Það var hins vegar stórleikur Einars Þorvarðarsonar í markinu og afbragðsgóður leikur Héðins Gils- sonar sem skóp þennan sæta sigur öðru fremur. Einar varði 15 skot en fékk síðan rautt spjald í lok leiksins. Hrafn Margeirsson kom í markið og varði meðal annars vítakast. Héðinn Gilsson sýndi nú svipaða takta og í leiknum gegn Dönum ytra á dögunum. Héðinn er framtíðar- maður og vonandi stendur hann undir öllu því hrósi sem yfir hann dynur þessa dagana. Hann á margt eftir ólært en hæfileikarnir virðast ómældir engu að síður. Þá má hér einnig geta frammistöðu Bjarka Sig- urðssonar sem lék nú mun betur en í undanfórnum landsleikjum. Mörk íslands: Héðinn Gilsson 6, Alfreð Gíslason 5, Bjarki Sigurðsson 5, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Sigurð- ur Sveinsson 3/2, Guðmundur Guð- mundsson 2, Jakob Sigurðsson 1 og Geir Sveinsson 1. Markahæstir í liði Austur-Þjóð- verja: Holger Winselmann 6, Rudiger Borchardt 5/3, og Stefan Hauk 3. Danskir dómarar dæmdu leikinn og voru ósamkvæmir sjálfum sér. í fjölmörgum tilfellum komust austur- þýsku leikmennirnir í dauðafæri eft- ir að brotið hafði verið á þeim. Þeir fengu frítt skot en ef Einar varði, fengu þeir aukakast eða vítakast. Það var því ekki furða þótt Einar yrði hálfvitlaus í lokin en engu að síður fannst manni að Einar hefði ekki ástæðu til að verða jafnskapvondur og hann varð. íslenska hðið hafði örugga forystu og Einar hafði varið sem berserkur. En markvörðurinn er skapmikill og vill að sjálfsögðu að réttlætið ráði ferð. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.