Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989.
Fréttir
Viðræður um sameiginlegt
framboð smáflokkanna
- fulltrúar flokkanna hópast að sjúkrabeði Stefáns Valgeirssonar
„Ég tel aö það sé rétt að reyna að
stilla kraftana saman frekar en að
vera hver úti í sínu horni ef áherslu-
atriði eru svipuð," sagði Stefán Val-
geirsson, þingmaður Samtaka jafn-
réttis og félagshyggju, en þreifmgar
hafa verið í gangi aö undanförnu
meðal fulltrúa Samtaka jafnréttis og
félagshyggju, Þjóðarflokksins og
Flokks mannsins um sameiginlegt
framboð við næstu þingkosningar.
Yrði það framboð þá í öllum kjör-
dæmum landsins. Einnig er talið
hugsanlegt að einhverjir úr Borgara-
flokknum komi til hðs við þetta
bandalag. Þessir þrír smáflokkar
fengu samtals 4,1% atkvæða í síðustu
kosningum.
„Það er rétt að þessar þreifmgar
hafa verið í gangi enda gæti þetta
komið ágætlega út. Samtökin og
Þjóðarflokkurinn eru sterk á lands-
byggöinni og við erum sterkir í
Reykjavík," sagði Pétur Guðjónsson,
formaður Flokks mannsins. Hann
sagðist hafa rætt óformlega við Al-
bert Guðmundsson en hann heföi
fundið mikinn áhuga innan Borgara-
flokksins á þessu samstarfi.
„Þetta er nú bara della,“ sagöi Al-
bert Guömundsson þegar hann var
spurður út í þetta. Albert sagðist
hafá hitt Pétur tvisvar en ekki bæri
að leggja neina merkingu í það.
Stefán Valgeirsson sagði lúns veg-
ar að hann hefði fundið mikinn
Fulltrúar Þjóðarflokksins við sjúkrabeð Stefáns Valgeirssonar í gær. F.v.: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Stefán Valgeirsson, Trausti Þorláksson, Gunnar
Páll Ingólfsson, Gunnar Hilmarsson og Tómas Gunnarsson. DV-mynd GVA
áhuga innan Borgaraflokksins fyrir
sameiningu: „Það er engin launung
á því að allavega hluti af Borgara-
flokknum er inni í þeirri mynd og
þar eru þingmenn meðtaldir. Hingað
hafa komið til mín fleiri en einn og
fleiri en tveir þingmenn Borgara-
flokksins. - Og það vill nú svo tíl að
það eru hvorki Aðalheiöur né Óli.“
Stefán, sem nú liggur á Landspít-
alanum, hefur fengið margar heim-
sóknir að sjúkrarúmi sínu. Þangað
hafa komið fulltrúar Þjóðarflokks,
Flokks mannsins, Borgaraflokks og
svo hefur forsætisráðherra, Stein-
grímur Hermannsson, litið inn.
- En hvaða tímamörk setur Stefán á
þessa sameiningu?
„Það fer nú eftir því hvernig hlut-
irnir gerast í sambandi við þessa rík-
isstjóm - hvort Borgaraflokkurinn
verður þar aðili. Ef ekki, held ég að
það hljóti að styttast í kosningar.
Verði kosningar verða hlutirnir að
gerast skjótt."
-SMJ
Staurinn stendur eftir hauslaus. Þetta er annar götuvitaþjófnaðurinn í
Reykjavík í þessari viku. DV-mynd S
Götuvitum stolið
Dagpeningarnir
eru í haerra lagi
- segir Ólaíur Ragnar Grímsson
Fréttastofa
Stjörnunnar
lögð niður
„Núna um mánaðamótin leggj-
ast Stjörnufréttir niður af þeirri
einföldu ástæðu aö stjóm þessa
útvarps hefur ekki efni á því að
reka minnstu, ódýrustu og virk-
ustu fréttastofu á íslandi," sagöi
Eiríkur Jónsson, fréttastjóri
Stjömunnar, en ákveðiö hefur
verið að leggja niður fréttastofu
Stjömunnar. Endanleg ákvörðun
var tekin á fimmtudag en þrír til
fjórir fréttamenn hafa unniö á
Stjömunni. Þeim hefur verið sagt
upp.
„Það má segja að með þessum
kaflaskiptum á þessari stöð verða
tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu
því að á meðan Stjömufréttir
voru viö lýði voru þær eina frum-
lega afkvæmiö sem hin svokall-
aða fjölmiðlabylting gat af sér,“
sagöi Eiríkur. Hann sagði að ór-
áðið væri hvað hann fæn að gera
en hann mundi bytja á því að
fara í frí. -SMJ
" " .....'/.........
Landsbankinn:
Stefán og
Björn ráðnir
Bankaráð Landsbankans réð í gær
lögfræðingana Stefán Pétursson og
Björn Líndal sem aðstoðarbanka-
stjóra. Aðstoðarbankastjórar bank-
ans eru þar með orðnir fimm. Auk
þess var starfsheití Barða Ámasonar
breytt í „aðstoðarbankastjóri al-
þjóðasviðs".
Miklar umræður hafa verið um
þessa ráðningu. í upphafi auglýstí
bankaráðiö eina aðstoðarbanka-
stjórastöðu til umsóknar. Bankaráð-
ið gat hins vegar ekki gert upp á
milli þeirra Stefáns og Bjöms og réð
því þá báða sem aðstoðarbanka-
stjóra. -JGH
Götuvita á mótum Hjarðarhaga og
Suðurgötu var stohð í fyrrinótt. Ljós-
kerið var tekið af staumum og
greinilegt að þeir sem vom að verki
hafa verið sæmilega tækjum búnir.
Aðfaranótt þriðjudags var götu-
vita, á mótum Eiríksgötu og Baróns-
stígs, stolið. Það mál er óupplýst sem
og þjófnaðurinn í fyrrinótt. Haus á
götuvita kostar um 25 þúsund krón-
ur.
-sme
„Það er ljóst að ráðherrar og þing-
menn hafa fleiri skyldum að gegna á
erlendum vettvangi en aðrir embætt-
ismenn. Það þarf að taka tillit til þess.
Ég er persónulega þeirrar skoðunar
að dagpeningar þessara manna séu
í hærri lagi,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra.
Undanfarna viku hefur komið fram
í DV að ráðherrar, alþingismenn,
bankastjórar ríkisbankanna, ráðu-
neytisstjórar og fleiri fá mun hærri
„Mér finnst þetta vægast sagt mjög
undarlegar athugasemdir hjá Guð-
rúnu Helgadóttur," sagði Ögmundur
Jónasson, forseti Bandalags starfs-
manna ríkis og bæjar, um ummæli
Guðrúnar Helgadóttur, forseta sam-
einaðs þings, í DV á fimmtudag.
Þar varði Guðrún þá ráðstöfun aö
alþingismenn fá helmingi hærri dag-
peninga vegna ferða erlendis en aör-
ir ríkisstarfsmenna.
„Ég hef síður en svo á móti því að
að vel sé búið að alþingismönnum,"
sagði Ögmundur. „En þeir eiga ekki
að búa við betri kjör en aðrir og alls
ekki við íburð. Hvort menn borða á
pylsubörum eða annars staðar er
komiö undir smekk hvers og eins,
óháð því hvort þeir ferðast í eigin
nafni eða á vegum margra. Það er
ríkt í íslendingum að hafna hvers
dagpeninga vegna ferða erlendis en
aðrir starfsmenn ríkisins.
„í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir að skorinn verði niður kostnað-
ur vegna ferðalaga, fundahalda og
risnu um 250 milljónir. Það eru í
vinnslu ákveðnar tillögur um hvern-
ig þetta verður gert. Einn liður í því
er að breyta reglum um ferðadag-
peninga og lækka þær upphæðir sem
greiddar hafa verið.
kyns stéttaskiptingu en mér finnst
þetta tal Guðrúnar benda til þess að
sumir séu fínni en aðrir. Okkur,
þessum „venjulegu kontóristum“,
eins og Guðrún kýs að kalla okkur,
finnst alþingismenn hvorki merki-
legri né ómerkilegri en aðrir ein-
staklingar. Þeir eiga að fá greitt fyrir
sína vinnu sem ég efast ekki um að
er mikil. En það eiga bara allir rétt
á því.
Mér er gersamlega fyrirmunað að
skilja hvers vegna sumir fulltrúar
íslendinga eiga að fá helmingi hærri
laun en aðrir. Á erlendri grundu er-
um við öfl fulltrúar íslensku þjóðar-
innar og eigum að gæta sóma hennar
í hvívetna hvort sem er á pylsubör-
um eða lúxusbörum yfirstéttarinn-
ar,“ sagði Ögmundur.
-gse
-gse
Gætum sóma þjóðar-
innar jafnt á pylsu-
börum sem lúxusbörum
- segir Ögmundur Jónasson