Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Page 5
LAUGARDAGUR. 21, JANÚAR. 1989. Fréttir Lestur Passíusákna: Sofnaði frá lestrinum er ég var ung - segir Guðrún Ægisdóttir „Ég heyrði Passíusálmana lesna í útvarpi þegar ég var ung og minnist þess að ég sofnaði oft frá lestrinum," segir Guðrún Ægisdóttir, kennari í Laugaiandsskóla í Holtum. Árviss undanfari páskanna er lest- ur Passíusálmanna í útvarpi. Guð- rún les sálmana hans Hallgríms Pét- urssonar í ár ,og verður sá fyrsti af 50 fluttur i útvarpinu þann 23. jan- úar. „Þetta kom þannig til að Gunnar Stefánsson hjá útvarpinu hringdi í mig og bað mig um að lesa sálmana. Ég sló til enda hef ég dálæti á Hall- grími Péturssyni," segir Guðrún. Guðrún var fyrir nokkrum árum í viðtalsþætti með Hirti Pálssyni þar sem Hjörtur fjallaði um Hallgrím Pétursson. „Ég hafði nokkru áður þýtt og flutt útvarpssögu, Frídag frú Larsen, og í spjalli við Hjört barst Hallgrímur í tal. Eldmóður og trúar- hiti Hallgríms eru þættir í fari hans sem ég tek aðallega eftir. í Passíu- sálmunum eru það helst sjálfsásak- anir Hallgríms sem eru eftirtektar- verðar. Hann gerir sig mun verri en hann í raun var en á vissan hátt tek- ur Hallgrímur sjálfan sig sem sam- nefnara mannkynsins," segir Guð- Hún segir upptökur á lestrinum hafa gengið vel. Þó fannst Guðrúnu hún lesa of hægt. „Tæknimennirnir fullvissuðu mig að svo væri ekki enda engin ástæða til aö flytja Pass- íusálmana á rapp-hraða." -pv Árekstur loönubátanna: Sjópróf verða líka í Keflavík Sjóprófi vegna áreksturs loðnubát- anna Jóns Kjartanssonar og Alberts fyrr í vikunni verður framhaldið í Keflavík næstu daga. Fyrir sjópróf á Eskifirði mætti einungis áhöfn Jóns Kjartanssonar en áhöfn Alberts er farin til síns heima - Grindavíkur. Sigurður Eiríksson, sýslumaður á Eskifirði, segir að sjóprófiö, sem hann hélt, hafi verið fyrir luktum dyrum og því geti hann ekki gefið upplýsingar um hvaö kom fram. Það verður ekki gert fyrr en áhöfn Al- berts hefur mætt í sjópróf. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, vill taka fram að rangt hafi verið eftir sér haft að al- gengt væri að loðnubátar færu í nætur hver annars. Grétar segir að það komi fyrir - en sé alls ekki al- Sólberg SH í brotsjó: Siglingatæki eyðilögðust „Við fengum á okkur brotsjó stjórnborðsmegin um hádegisbil í fyrradag. Hurðin í brúnni eyðilagðist og brúin fylltist af sjó. Sjórinn fór niður í íbúðir og vélarúm. Við vorum þrír á bátnum en enginn okkar slas- aðist og við náðum að sigla sjálfir heim þótt tækin væru ónýt,“ segir Sævar Magnússon, stýrimaður á Sól- berginu SH, 50 tonna stálbáti frá Grundarfirði, við DV. Sólbergið var að veiðum á miðjum vestanverðum Breiðafirði, um 27 mílur frá Búlandshöfða, þegar þetta gerðist. Þegar að landi var komið hófust strax viögerðir á bátnum. Öll tæki til viðgerðar voru send að sunn- an og smíði nýrrar hurðar í brúna var hafin. Sjór komst í ljósavélina sem ekki gefur nægilegt rafmagn þótt hún gangi. -hlh OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS HJA TOLVUFRÆÐSLUNNI SUNNUDAG 22. JAN. 13 - 17 Tölvufræðslan kynnir í clag starfsemi sína með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Verið velkomin og þiggið hjá okkur kaffisopa og léttar veitingar um leið og þið kynnist þeim margháttuðum nám- skeiðum sem Tölvufræðslan býður upp á. -M. ö Takið þátt í stuttu, ^ skemmtilegu og ókeypis p tölvunámskeiði. Kynning á námskeiðum Tölvufræðslunnar. Tölvuleikir verða í tölvunum. Sýning á glæsilegum íslenskum tölvubókum. Friðrik Skúlason kynnir bráð- skemmtilegt ættfræðiforrit. „Frið ♦ Kaffi, gos og léttar veitingar. Tölvufræðslan Borgartúni 28, s. 68 75 90 & 68 67 90 OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • OPIÐ HUS • „Gefðu mér eina góða ástæðu til að fljúga með Arnarflugi til Schiphol í Amsterdamý Leyfðu mér að gefa þér þrjár“ ^sterdamai I fyrsta lagi lendir Arnarflugs- vélin á hádegi þannig að þú átt kost á fjölmörgum tengiflugum með KLM. í öðru lagi er allt undir einu þaki á Schiphol og því mjög auðvelt og fljótlegt að fara á milli véla. Síðast en ekki síst, meðan þú bíður eftir tengifluginu getur þú gert góð kaup í stærstu og ódýr- ustu fríhöfn Evrópu. Við köllum það 100.001 tollfrjálst tilboð. Traust flugfélag KJLIVI Royal Dutch Airlines

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.